Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 1- Sparisjóóur Reykjavíkurog nágrennis í BREIÐHOLTINU ÁLFABAKKA 14 • SÍMI 670500 Morgunblaðið/RAX Skákmenn eru yfir- leitt engar félagsverur - segir Borís Spasskíj fyrrverandi heimsmeistari í skák Á FJÖGURRA daga firesti eiga stórmeistararnir 18 frí. Eiginlega eru þessir dagar ætlaðir til þess að útkljá biðskákir en lítið hefur farið fyrir þeim á heimsbikarmótinu til þessa. Kapparnir verja tóm- inu, sem gefst, á ýmsa vegu. Spurst hefur til Timmans á Gauki á Stöng, Andersson hlustar á Whitney Houston og skundar sinn veg á reiðhjóli, Kortsnoj fer í Hagkaup með Beljavskíj og Portisch horf- ir á myndbönd og fer í laugarnar — hann er reyndar sá eini sem tók eiginkonuna með. Á mánudaginn brugðu nokkrir hugaðir skák- menn sér í Bláa lónið. Blaðamaður slóst í för og spjallaði á leiðinni við Borís Spasskíj, heimsmeistarann fyrrverandi, sem fór héðan sviptur tigninni árið 1972 eftir einvígi aldarinnar við Fischer en ber engu að síður hlýjan hug til lands og þjóðar, sem man hann sem Rússann hugumprúða. Spasskíj fluttist vestur til Frakklands fyrir nokkrum árum, sovésk yfirvöld tóku hann aldrei í sátt eftir að hann tapaði fyrir Bandaríkjamanninum. „Þetta er í fimrnta skipti sem ég tefli hér á íslandi," segir Spasskíj þegar við hefjum samtalið. „Eg kann vel við mig héma. Ég er ánægður með aðstæður á heims- bikarmótinu nema hvað ljósin eru of skær fyrir mig en ég hef nú ekki kvartað yfir því. Frammistaða mín til þessa, fjögur jafntefli og tvö töp, er ekki alls kostar góð. Til dæmis missti ég af vinningi gegn Júsúpov." Hvemig kanntu við þessi löngu mót með 17 umferðum? „Ég kann vel við þau. Þetta er mjög sterkt og jafnt mót. Undan- farin ár hafa slík mót fallið í skugg- ann af opnu mótunum með sviss- neska kerfinu. Ég er íhaldssamur og vill frekar tefla í mótum eins og þessu. Mér gekk því vel á heims- bikarmótinu í Belfort. Ég er fullur bjartsýni. Stærsta vandamálið er að venjast loftslaginu og breyttum aðstæðum. Ég á í vandræðum með svefn, svaf bara fjórar stundir í nótt, en vonast til að vera í betra formi eftir þijá, fjóra daga. Þess vegna reyni ég líka að synda mikið til að halda mér í formi.“ Ertu hissa á því að Míkhaíl Tal skuli leiða mótið eftir sex umferðir? „Já það kemur skemmtilega á óvart. Ég held með honum því hann er af minni kynslóð. Hann teflir líka mjög vel.“ Fischer var mesta verkalýðshetjan Hvað með Kasparov, vinnur hann mótið? „Nei. Hann tefldi mjög vel í Belfort og á sovéska meistaramót- inu. Áður fyrr í skáksögunni tefldu menn í slíkum mótum einu sinni til tvisvar á ári. Nú er Kasparov alltaf að. Á þremur árum tefldi hann yfír 130 skákir við Karpov, sem væn eðlilegur fjöldi á fimmtán árum. Ég held að andlegt þrek hans sé ekki ótæmandi. Þetta skil- ur hann ekki. Hann er ungur og heldur að hann geti allt. Ég efast því um að hann vinni þetta mót. Hann er búinn að tefla of mikið og ég sé á taflmennskunni að sköp- unarmátturinn fer þverrandi. Ég tek undir orð Botvinniks þegar hann sagði — maður ríkur að hæfí- leikum verður að fara vel með þá og virða. Kasparov endurtekur þau mistök sem ég gerði þegar ég var heimsmeistari. Hann tekur þátt í alls konar öðru félagsstarfí. Ég reyndi á sínum tíma að stofna nokkurs konar verkalýðssamtök skákmanna í Sovétríkjunum en sá fljótt að þetta voru draumórar. Það er enginn grundvöllur fyrir slíku. Maður verður að fara varlega, jafn- vel á hans aldri.“ En nú hefur Stórmeistarasam- bandið verið stofnað að frumkvæði Kasparovs, gerir það ekki góða hluti? „Jú, jú, líkt og að skipuleggja Heimsbikarkeppnina. En sjáðu til, þetta eru ung samtök og ég tel að stórmeistaramir í broddi fylkingar hugsi ekki nægilega vel um að- búnað skákmanna. Bobby Fischer var okkar stærsta verkalýðshetja. Hann barðist fyrir besta mögulega aðbúnaði fyrir atvinnuskákmenn. Stjóm Stórmeistarasambandsins hugsar nær einungis um peninga- hliðina." Kasparov verður ekki lengi á toppnum Á Kasparov á hættu að tapa heimsmeistaratitlinum vegna annríkis? „Ég hugsa að hann verði ekki lengi heimsmeistari, ekki eins lengi og Karpov. Kasparov teflir mun líflegar, hann leggur mikið undir í hverri skák og eyðir of mikilli orku. Stíll Karpovs er eðlilegri. Skákir Kasparovs eru ein flugeldasýning. Þegar ég var nýbakaður heims- meistari reyndi ég líka að finna eitthvað nýtt í hverri skák. Ég var gjörsamlega búinn eftir hveija við- Samband veitinga- og gistihúsa: Anægja með „fundarstað ft*amtíðar“ Hótelstjórar og veitingamenn víðs vegar að af landinu Qöl- menntu til Hafhar í Hornafirði í síðustu viku á aðalfúnd Sam- bands veitinga- og gistihúsa. Wilhelm Wessman hjá Gildi h.f. var kjörinn formaður SVG. A fúndinum voru rædd fjölmörg baráttu og framfaramál í ferða- þjónustu , markaðsmál, starf- semi Ferðamálaráðs og almenn markaðsstarfsemi. Aðalfundurinn lýsti yfir mikilli ánægju sinni með verkefni Reykjavíkurborgar, „Reykjavík, fundarstaður framtíðar." Taldi fundurinn þetta verkefni merkt framtak af hálfu Reykjavíkur og aðilum á landinu hvatning til dáða við erfiðar aðstæður. Auk Wilhelms formanns sitja í stjóm SVG þeir Bjami I. Ámason, Hótel Óðinsvé, Ólafur Laufdal, Hótel Islandi, Gunnlaugur Hreið- arsson, Hótel Lauga-ási, Sigurður Skúli Bárðarson, Hótel Stykkis- hólmi, Guðvarður Gíslason, Gauk á Stöng og Hans Indriðason, Hót- el Loftleiðum. Varamenn í stjóm em Birgir Jónsson í Gullna hanan- um og Jón St. Karlsson, Hótel Hvolsvelli. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.