Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 gestir þeirra veikomnir. 2 Áttþú Lada Sport 4x4? hakkapeffitta Finnsku NOKIA-snjó- dekkin hafa reynst velá íslandi BIFHEIBAR&LANDBÚNADARVÉLARHF. Varahlutaverslun beinn sími: 39230 Suðurlandsbraut 14. sími681200 söludeild nýrra bila: Ármúla 13. sími 31236 Húsiö verður opnaö kl. 19.30 fyrir matargesti. Dansaö til kl. 3.00. Miöar seldir og borð tekin frá á Hótel Sögu milli kl. 5 og 7 á fimmtudag, sími 20221. Miðar einnig seldir víö ínnganginn. Verð kr. 2.400,- fyrir matargesti. Skíðaskólinn í Kelingarfjöllum. a BALLIÐ verður haldið í Súlnasal Hótel Sögu föstudagskvöld 14. október Gamlir og nýir nemendur Fjöldasöngur — sjón varpssýnin fránám^^ skeiöinusl sumar. Sigríður Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 9. júní 1922 Dáin 4. október 1988 Nú er komið.að kveðjustund, svo allt of fljótt var elsku amma tekin frá okkur öllum. Minninguna um hana munum við ávallt geyma í hjörtum okkar. Kailið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem.) Við biðjum Guð að styrkja afa okkar í hans miklu sorg. Barnabörn og barnabarnabörn. Þriðjudaginn 4. október bárust mér þær sorgarfréttir að föðursyst- ir mín Sigríður Guðmundsdóttir væri látin. Mig langar með þessum fátæklegu orðum að kveðja frænku mína sem reyndist mér og minni fjölskyldu alla tíð einstaklega vel. Sigríður var fædd 9. júní 1922 á Þingeyri við Dýrafjörð, dóttir hjón- anna Júlíönnu Guðmundsdóttur og Guðmundar Jóhannessonar sem alls eignuðust 12 böm, og em aðeins §ögur systkin eftir á lífí. Sem ungur drengur kom ég oft á heimili frænku minnar og eigin- manns hennar Sigurðar Einarsson- ar en þau gengu í hjónaband árið 1942 og eignuðust Qögur böm, en einn son átti hún áður. Lengst af bjuggu þau á Öldugötu 14 í Hafnarfirði þar sem hún bjó manni sínum og bömum einstak- lega fagurt og hlýlegt heimili. Til Siggu frænku var alltaf gott að koma, hún átti alltaf til hjartahlýju og góð ráð ef eitthvað var að. Minn- isstæðast er mér þegar ég missti föður minn, þá aðeins 12 ára gam- all, hversu hún reyndist mér vel og hughreysti mig og hjálpaði mér í minni miklu sorg Sigga hafði lengi átt við erfið veikindi að stríða, en henni var ekki tamt að kvarta og ef hún var spurð um eigin veikindi beindi hún talinu oft að öðm. Þessi minningarbrot em fátæk- leg, en ég vona að þau lýsi ein- hverju úr lífi Sigríðar, því hún var mér alla tíð ákaflega kær. Ég og flölskylda mín sendum eiginmanni, bömum, systkinum svo og öðmm ættingjum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Ég þakka henni samfylgdina, hennar miklu góðmennsku og trygglyndi við mig og íjölskyldu mína og bið henni blessunar Guðs í nýjum heimkynnum. Birgir G. Ottósson Ég minnist tengdamóður minnar sem einstaklega hlýlegrar og glað- lyndrar konu, og aldrei varð okkur sundurorða á yfir þijátíu ára við- kynningu. Það detta niður minning- amar ein og ein, því enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ég minnist þess þegar við fómm saman til Ítalíu til nöfnu hennar, hvað henni fannst gaman að öllu sem fyrir augu bar. Þegar við fómm á gondól um síkin í Feneyjum, þar sem söngur og tónlist ríkti. Hún var svo heilluð af kirkjunni og af hertogahöllinni við Markúsartorgið, allt var sem ævintýri, ég kynntist þessari góðu konu alltaf betur og betur. Ég minnist þess einnig, þeg- ar við fómm í bíltúr saman ásamt mágkonum hennar austur fyrir fjall, hvað það var glatt á hjalla og gaman hjá okkur. Við stoppuðum á nokkmm stöðum og fengum okk- ur veitingar, og í bílnum var sung- ið alla leiðina heim. Hún hafði fal- lega söngrödd, enda ekki langt að sækja það því foreldrar hennar vom bæði mikið söngfólk. Með þessum fáu línum kveð ég hana og þakka forsjóninni fyrir að hafa átt hana sem tengdamóður, blessuð sé minning hennar. Petrína R. Ágústsdóttir Móðir, ég á minningar um þig, minningar, sem leiða veginn mig. Ljós mér gafstu, lífsins von og trú, í ljóssins dýrðar engilmynd ert þú. Vaktir yfir breyzkri bams þíns lund, brostir hveija þunga raunastund. Leiðréttir öll bemsku minnar brot, svo brosti við þér kinn mín táravot. Nú er horfið hýra brosið þitt, heilög minning fyllir hjarta mitt. Skautið þitt var skjól og vagga mín, ég skil nú fýrst, hve sæl er minning þín. (S.P.) Kveðja frá börnum og tengdabörnum Birting afmælia- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafiiarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðviku- dagsblaði að berast sfðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Margrét Magnús- dóttir - Minning Fædd 4. desember 1907 Dáin 24. ágúst 1988 Ég ætla hér að minnast ömmu minnar. Ég er uppalinn á Heijólfs- götu 12 í Hafnarfirði. Foreldrar mínir bjuggu á neðri hæðinni en afí, Guðlaugur Þorsteinsson, eða Lilli í Hraunkoti, eins og hann var kallaður af eldri Hafnfirðingum, á efri hæðinni, svo að samskiptin urðu mikil. Ekki get ég minnst ömmu minnar án þess að minnast á afa, því svo var ævi þeirra samtvinnuð. Bæði ólust þau upp í Hraunkoti í Hafnar- firði þar sem nú er Hellisgata 12. Afi og amma giftust árið 1931 og var afi þá skipstjóri. Hann var skipstjóri á ýmsum skipum, aðal- lega togurum, uns hann fékk Iöm- unarveiki árið 1947. Hann komst furðanlega til heilsu aftur en varð aldrei fullhraustur maður á ný. Hætti hann þá sjómennsku og gerð- ist starfsmaður hjá Bæjarútgerð Hafharfjarðar og sá um afgreiðslu til skipanna og svo fleira. Okkar samskipti voru góð og lét ég mig aldrei vanta þegar afí kom heim í kaffí til ömmu. Vinnustaður- inn var ekki Iangt frá og afí fór allar sínar leiðir á hjólinu. Mörgum stundum eyddi ég hjá þeim hjónum, ferðaðist með afa mínum á hjólinu. Umhverfíð hér er einkar fallegt. Þá var var Norðurbærinn ekki byggður og við krakkamir lékum okkur í hrauninu og fjörunni. Síðan þegar ég var 12 ára flutti ég upp á Sléttahraun. Ekki minnkuðu sam- skipti okkar við það. Ég eyddi mest af mínum frítíma hér á Heijólfs- götunni og var með dúfukofa bak við húsið. Afi og amma hjálpuðu mér með dúfumar og þegar ég var upptekinn af lærdómi eða einhveiju öðm, þá hugsuðu þau um þær fyrir mig. Af Sléttahrauninu flutti ég síðar aftur á Heijólfsgötuna. Þá keypi pabbi efri hæðina af afa og ömmu og við fluttum upp en þau niður. Svo dó afí. Það tók mikið á ömmu og var hún lengi að jafna sig. Hún bjó síðan í nokkur ár á neðri hæð- inni en síðar vistaðist hún á Hrafn- istu í Hafnarfírði. Held ég að henni hafí alltaf líkað vel þar. Þar bjó hún í tvíbýli en heilsunni hrakaði og eftir nokkur ár varð hún að fara á sjúkradeild þar. Ég veit að hjúkmnarfólkið á Hrafnistu hugsaði mjög vel um ömmu og færi ég starfsfólkinu þar kærar þakkir fyrir það. Er leita ég inn í Ijóðsins skin, og lokað er þreyttri bránni, þá heyri ég fáksins fjalladyn og fossinn niða í gjánni. Eg hitti aftur minn heiðavin á hæðunum fram með ánni. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi) Guðlaugur Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.