Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 fclk í fréttum Síðasti útvarpsleikur Stjömunnar var fjölskylduleikurinn „Sportbíll og spíttbátur" sem tók tvær vikur í útsendingu. Spumingar í leikn- um flölluðu um viðburði og staðreyndir í sögu íslands. Alls bámst rúmlega 35.000 bréf með svöram í þessum leik. Dregið var um vinn- ingshafa leiknum í beinni útsendingu frá Kringlunni. Það vora gatna- málastjórinn Ingi Ú. Magnússon og Helgi Hallvarðsson, skipherra, sem drógu út vinningana. Sú heppna sem hreppti aðalvinninginn, sem var Toyota sportbíll og Terhi hraðbátur, heitir Guðjóna Kristjánsdóttir, hjúkranarfræðingur á Akranesi, og er hún hér á myndinni með vinning- inn. Aðrir vinningar í þessum leik vora Lundúnaferð á vegum Free- mans og 50 ársáskriftir að dagskrá Stöðvar 2. SAGAN ENDURTEKIN Stórgóð söngskemmtun og létt stemmning Skemmtanir Sveinn Guðjónsson ÆT ISúlnasal Hótel Sögu er þess nú minnst að aldarfjórðungur er lið- inn frá því staðurinn hóf göngu sína, en Súlnasalur var um langt skeið einn vinsælasti og fjölsóttasti skemmtistaður landsins. Skemmti- dagskráin „Sagan endurtekin" mið- ast við að rifja upp stemmninguna sem ríkti á Sögu hér á áram áður og hefur vel tekist til að mínum dómi. Hér er fyrst og fremst um að ræða söngskemmtun með göml- um vinsælum lögum frá fyrri áram og þótt slíkt hafi verið reynt oft áður, með ágætum árangri, er þessi söngskemmtun að mörgu leyti öðravísi en flestar hinna. Hún er til dæmis laus við þá yfirhlaðningu sem stundum hefur einkennt skemmtanir sem þessar og hún rennur liðugt í gegn án þess að þreyta gesti. í látleysi sínu hefur hún þó yfir sér einhvem fágaðan, alþjóðlegan blæ, sem fyrst og fremst má þakka stórgóðri frammi- stöðu söngvaranna, Ellý Vilhjálms, Þuríðar Sigurðardóttur og Ragnars Bjamasonar, svo og smekklegum útsetningum Áma Scheving. Umgjörðin er öll í anda áranna fyr- ir 1970. Við innganginn er tekið á móti gestum með fordiykknum „Finlandia", sem svo er nefndur í auglýsingu, en gekk undir nafninu „asni“, og þótti ómissandi byijun á góðu kvöldi á þessum áram. Á matseðlinum geta menn valið á milli þeirra rétta sem þá vora á boðstólnum, í forrétt var fylltur lax með sýrðum ijóma eða rækjur í vatnsdeigsskjóðu, í aðalrétt litlar lambasteikur í hvítvínsfuna eða nautahryggur með rauðvínssósu og fylgdi þessu bemaisesósa. í eftir- rétt gátu menn svo valið um skyr- tertu með blábetja og blóðbergsís- musli eða súkkulaðimús með glóald- insósu. Réttimir rannu ljúflega nið- ur við harmonikkutóna Grettis Bjömssonar og var sú borðmúsík kærkomin tilbreyting frá píanótón- list Richards Kleidermans, sem svo mjög hefur tíðkast undir borðum í veitingahúsum hér á landi að und- anfömu. Framreiðslumenn lögðu sig fram um lipra þjónustu og and- vilja gera góða hluti á þessu sviði. Lagavalið á söngdagskránni var einnig vel heppnað að mínu mati og aðeins eitt lag sem mér fannst ekki eiga þar heima, lag Gunnars Þórðarsonar „Bláu augun þín“, sem minnir frekar á þá tónlistarvakn- ingu sem hófst á Suðumesjum rétt eftir 1960, en stemmnninguna á Sögu á þeim áram. Þetta skipti þó engum sköpum og Þuríður fór vel með lagið. I heildina var þetta sem sagt mjög vel heppnað og var eigin- lega búið áður en maður vissi af. Dansleikurinn sem upphófst að lokinni söngskemmtuninni var vissulega óvenjulegur á nútíma mælikvarða, en í beinu og rökréttu framhaldi af því sem á undan var gengið. Söngvaramir héldu áfram með hljómsveitinni og á skömmum tíma hafði Ragnari tekist að ná þama upp rífandi stemningu. Og þegar Grettir Bjömsson var kominn með nikkuna í gömlu dansana og „kokkinn" líktist þetta einna mest vel heppnaðri árshátíð. Húsfyllir var þetta kvöld og opnað inn í hliðar- sali eins og þegar best lét forðum. Þótt viðbúið sé að þessi skemmtun höfði meira til fólks sem komið er af unglingsáranum hygg ég að yngra fólk geti einnig haft gaman af — þó ekki væri nema til að breyta aðeins til og skoða skemmt- analífið frá öðram sjónarhóli en menn hafa átt að venjast að undanf- ömu. Ijósm./G. T. K. Nú er búið að draga skeifumar undan öllum fjallhestunum, enda komið haust. Hestamenn hafa sett ferfættu vinina á haustbeit og bíða vonglaðir eftir endumýjuðum kynnum í vetur. Þessir glaðbeittu hestamenn, Bjarni Karl, Magnús Haukur, tamningamaður, Karl Höskuldur, háskólanemi, Magnús, bílasali og Valdimar Karl viðskiptafræðingur era hér á áningarstað í Borgarfírði, og sögðust allir bíða spenntir eftir að komast á bak gæðingunum í vetur. inn í salnum var allur hinn þægileg- asti. Að loknu borðhaldi steig kynnir kvöldsins, Magnús Axelsson, á svið- ið og rifjaði upp tíðarandann fyrir þessari sýningu og gildir raunar það sama um Ragnar og Þuríði. Óhætt er líka að fullyrða að hljómburður- inn hefur tæpast verið betri á Sögu fyrir 25 áram en hann var þetta Þuríður, Ellý og Ragnar í lokalaginu á „Sagan endurtekin“. 25 áram, lét einn „djarfan" flakka, og kynnti síðan fyrsta söngvara kvöldsins, sjálfan Ragnar Bjama- son, sem lengst allra manna hefur staðið á sviðinu í Súlnasal. Ragnar hreif mannskapinn með sér strax á fyrstu tónunum 5 „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“ og sann- aði þetta kvöld að hann er enn í toppformi sem söngvari. Hið sama má segja um Þuríði Sigurðardóttur og þá ekki síður um Ellý Vilhjálms. Á meðan Ellý var að syngja losnaði hugurinn úr viðjum tíma og rúms og maður hefði þess vegna getað verið staddur á fyrsta flokks veit- ingahúsi í einhverri heimsborginni. Hér skal ekkert um það fullyrt hvort Ellý hafi í annan tíma verið betri, enda oft varhugavert að hætta sér út í slíkan samanburð. En víst er að hún veldur ekki vonbrigðum í kvöld, enda hefur tækninni fleygt fram í þeim efnum. í þessu sam- bandi má vel taka fram, að hvorki á sjálfri söngskemmtuninni né dansleiknum á eftir var heym manna misboðið með hávaða enda getur það vel farið saman, góður hljómburður og mátulegur hljóm- styrkur. Áður var getið um smekk- legar og skemmtilegar útsetningar Áma Scheving, sem era blessunar- lega lausar við þá yfirhlaðningu strengja og blásturs sem menn hætta sér stundum út í þegar þeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.