Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Sovéskir bændur eiga að ráða yfir jörðunum -seg-ir Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi Moskvu. Reuter. MIKHAÍL Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði í gær í útvarpinu í Moskvu að kommúnistaflokkur- inn væri að endurskoða land- búnaðarsteinu sína með það fyr- ir augum að bændur gætu aftur litið á sig sem jarðeigendur. Á fundi miðstjórnar kommúnista- flokksins, sem heigaður var land- búnaði, sagði Gorbatsjov að verið væri að gera uppkast að nýjum lögum um ábúðartíma og að flokkurinn hefði langtímaáætlun í landbúnaði í undirbúningi. í júlí síðastliðnum mælti Gorb- atsjov fyrir róttækum endurbótum í landbúnaði sem hefðu það í för með sér að ríkið leigði jarðir til fámennra hópa eða fjölskyldna í allt að 50 ár. Pravda málgagn sov- éska kommúnistaflokksins, greindi frá því að þegar væru margar teg- undir Ieigusamninga í gildi og af 50.000 ríkisjörðum væri fimmtung- ur þeirra í leigu. Búast mætti við nýrri „bylgju" leigusamninga með haustinu, að sögn Prövdu. Gorbatsjov sagði að framleiðni í landbúnaði væri mun minni en það fjármagn sem lagt hefði verið í greinina undanfarin 20 ár. Hann sagði að breytingar í landbúnaði myndu hvetja milljónir manna til skapandi starfa. FYam til þessa hefur Gorbatsjov haldið því fram að samyrkjubúskap- ur hentaði sovésku þjóðinni best en í ágúst síðastliðnum gaf Pravda það í skyn að endurmat á samyrkubú- skapnum lægi fyrir og að hann hefði komið í „veg fyrir framleiðni og kostað mörg líf.“ Pravda sagði að aðrar leiðir en samyrkjubúskapur hefðu komið til greina en Stalín og hans „nótar" hefðu vísað þeim á bug. Eftir því sem vestrænir sagn- fræðingar og nokkrir sovéskir sagn- fræðingar segja létust milljónir manna þegar samyrkjubúskap var þröngvað upp á þjóðina árið 1929 og í kjölfar þess fylgdi hungursneyð í landinu sem stóð yfír árin 1932-33. Yegor Lígatsjov, sem var látinn víkja úr embætti sem hugmynda- fræðingur flokksins og er nú í for- svari fyrir nýskipaðri landbúnaðar- nefnd, var ekki viðstaddur fundinn. Sovéskar heimildir gátu þess að Lígatsjov hafí verið í fríi en hann hafí komið í tíma til að vera við- staddur fundinn. Engar frekari skýringar voru gefnar á íjarveru hans. Reuter Eilefú starfsmenn bankans, sem sakaður er um tengsl við Medellin- eiturlyQahringinn í Kólombíu, voru handteknir á þriðjudag í Tampa í Florida í Bandaríkjunum. Voru þeir þangað komnir til að vera viðstaddir brúðkaup manns, sem þóttist vera kumpán þeirra og inn- undir hjá eiturlyflakóngunum en var í raun lögreglumaður. Bandarískir löggæslumenn um „eiturlygabankann**: „Hsettum ekki fyrr en við höfum náð öllum“ Tampa^ Reuter. YFIRVÖLD i Bandaríkjunum hafa heitið því að hafa hendur í hári nokkurra tuga manna, sem enn ganga lausir en eru grunaðir nm að eiga aðild að því að „hreinsa" eiturlyflagróða, gefa illa fengnu fé löglegt yfirbragð. Þá ætla þau að kreflast harðra refsinga gagn- vart bankanum, sem þau segja, að hafi haft milligöngu í málinu. „Við höfum fengið dómsmála- bandarískum borgum, London og yfírvöld í nokkrum ríkjum til sam- París leita nú þeirra manna, sem vinnu við okkur og hættum ekki enn ganga lausir, en gefín hefur fyrr en við höfum náð öllum, hveij- verið út ákæra á hendur 81 manni. fremur, að andvirði eiturlyfja, sem seld hafa verið í Bandaríkjunum, hafí verið lagt inn í útibúi bankans í Tampa í Florida og þaðan flutt til annarra banka í Bandaríkjunum og Evrópu áður en því var komið í hendumar á eiturlyfjakóngunum. Bandarískir iöggæslumenn von- ast til, að þetta mál verði til að gera eiturlyfjabarónunum erfíðara fyrir og hvetja aðrar fjármálastofn- anir til að vera vel á varðbergi. um einasta þessara manna,“ sagði talsmaður bandarísku tollgæslunn- ar, Michael Sheehan. Bankinn, sem um ræðir, Bank of Credit and Commerce Intemat- ional, er með 400 útibú í 73 ríkjum og 13,500 starfsmenn. Em við- skipti hans einna helst við þriðja- heimsríki enda em stofnendur hans þaðan komnir. Yfírstjómin er aðai- lega í höndum Pakistana en meðal eigenda em nokkrar auðugar og valdamiklar fjölskyldur í arabaríkj- unum. Frá stofnuninni 1972 hefur vöxtur hans verið með ólíkindum og er hann talinn vera sjöundi stærsti einkabanki í heiminum. Á þriðjudag var útibúum bankans í Bandaríkjunum leyft að starfa áfram og höfðu þá lagt fram 14 milljónir dollara til tryggingar hugsanlegum sektum. Rannsóknarlögreglumenn í sex Em þeir sakaðir um að hafa „hreinsað" 32 milljónir dollara fyrir Medellin-eiturlyfjahringinn í Kól- umbíu. Hafa 40 menn verið hand- teknir, þar á meðal átta æðstu yfír- menn bankans. Rannsóknarlögreglumenn á veg- um bandarísku tollgæslunnar og starfsbræður þeirra í Bretlandi og Frakklandi hafa unnið að þessu máli í tvö ár og á þriðjudag var loksins látið til skarar skríða. Var þá ennfremur lagt hald á mikið af skjölum og öðmm gögnum í útibú- um bankans á Miami, París og London. Bandarískir lögreglumenn, sem ekki vildu láta nafns síns get- ið, sögðu, að talið sé, að athugun á leynislqolum bankans geti gefíð nýjar upplýsingar um aðild Manuels Noriega, einræðisherra í Panama, að eiturlyfjasmygli og „hreinsun" eiturlyfjagróða. Segja þeir enn- Evrópuþingið: Bílliiin leggur Evrópu í eyði Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÍTALSKI þingmaðurinn Carlo Alberto Graziani hefúr lagt fyrir þing Evrópubandalagsins i Strassborg tillögu um sérstaka yfirlýsingu til verndar gangandi vegfarendum. Samkvæmt OECD-könnun frá árinu 1986 eru 25—30% af öllum vegfarendum í borgum Evrópu fótgang- andi. í greinargerð með tillögunni leggur Graziani sérstaka áherslu á réttindi bama, fatlaðra og'gamals fólks. Hann bendir á að gatan og Geimvarnaáætlun Bandaríkjamanna: Ódýrari og raunsærri lausnir Economist. Geimvarnaáætlun Bandarikjamanna er að breytast. Vamar- málaráðuneytið bandaríska reynir að gera áætlanir sinar ódýrari og raunsærri til að koma í veg fyrir að næsta ríkisstjórn geti tafið framgang hennar. Nýr yfirmaður verður skipaður í stað James Abrahamsons, sem hefúr verið stjórnandi verkefiiisins frá upphafi Umfang breytinganna kemur glöggt í ljós i frumvarpi til laga um umboð stjómarinnar í vamar- málum, sem Ronald Reagan for- seta var sent í síðustu viku. For- setinn hafði beitt neitunarvaldi gegn vamarmálafrumvarpi, sem lagt hafði verið fram áður. Því reiddust þingmenn og sumir þeirra vildu jafnvel draga úr út- gjöldum til geimvamaáætlunar- innar enn frekar í hegningar- skyni. Ástæðan fyrir því að forset- inn beitti neitunarvaldi var sú að í frumvarpinu var reynt að skipa fyrir. um hvemig veija ætti því fé sem veitt var til áætlunarinn- ar, eða 4,1 milljörðum dala (1.900 milljarðar ísl. kr.). Nú hefur Reag- an undirritað breytt frumvarp og í því era engin þau atriði sem forsetinn gat ekki sætt sig við. Skýringin á sigri stjómarinnar er að hluta til sú að forsetakosn- ingamar f Bandaríkjunum nálgast óðum. Demókratar á þingi vildu komast heim til að taka þátt í kosningabaráttunni, vildu ekki líta út fyrir að vera hemaðarand- stæðingar og voru því ekki í skapi til að þræta um útgjöld til vamar- mála. Frank Carlucci vamarmál- ráðherra hafði ennfremur sann- fært þingmenn um að geim- vamaáætlunin hefði tekið miklum breytingum. Hann sagði þeim frá skýrslu sem Abrahamson undirbjó að hans ósk og hét því að þeir gætu sætt sig við hvemig fénu til áætlunarinnar yrði varið. Sparnaðaráætlun Abrahamsons Demókratar á þingi, sem era fylgjandi takmörkuðum geim- vömum, vilja að lögð verði meiri áhersla á þann hluta geimvama- kerfísins sem er á jörðu í stað eldfiauga sem skotið er úr geimn- um, en þeim vopnum er Abraham- son mjög fylgjandi. Allt að hundr- að skotpallar fyrir eldflaugar sem stöðva eiga árásarflaugar á miðri leið era leifílegar samkvæmt Reuter James Abrahamson hershöfð- ingi, yfirmaður geimvamaá- ætlunar Bandaríkjamanna. samningnum um takmörkun á gagneldflaugakerfum sem undir- ritaður var árið 1972. Engum eld- flaugum má hins vegar skjóta úr geimnum. Þingið takmarkaði því þá fjárhæð sem má veija til vopna sem skotið er úr geimnum (85 milljónir dala) og skuldbatt stjóm- ina til að veija öllu því fé sem veitt var til eldflauga á jörðu (350 milljón dalir) og leysisvopna (225 milljónir daia). Carlucci kom því til leiðar að hætt var við þessi ákvæði þegar hann hét að snið- ganga ekki vopn á jörðu niðri og sýndi áætlun Abrahamsons, sem miðar að því að skera niður út- gjöldin til geimvopna. f þessari áætlun Abrahamsons felst að gervihnettir, sem geyma eiga eldflaugar í geimnum, verða minni en gert var ráð fyrir. í þess- um gervihnöttum verða færri eld- flaugar geymdar og þær verða þróaðri, geta sjálfar leitað uppi skotmörk. Smærri gervihnöttum verður einnig hægt að koma fyrir í geimnum með eldflaugum sem fyrir era og það ætti að draga verulega úr kostnaðinum. Abra- hamson hefur ekki sagt hversu mikið þannig megi spara á fyrsta stigi geimvamaáætlunarinnar, en talið /er að 50 milljarðar dala (2.300 milljarðar ísl. kr.) sparist af þeim 120 milljörðum (5.520 milljörðum ísl. kr.) sem gert var ráð fyrir í upphafi. V amarmálaráðuneytið hefur sætt sig við að fá minna fé í geim- vamaáætlunina en hún hafði áður vænst. George Moham, sem tekur við af Abrahamson, má búast við að fjárveitingamar á næstu fímm áram verði skomar niður um tíu milljarði dala. Hins vegar er líklegt að hann njóti meiri stuðn- ings á þingi en Abrahamson. umhverfí hennar sé ekki lengur vettvangur litskrúðugs mannlífs heldur hættusvæði. í greinargerð- inni kemur fram að áætlað sé að rekja megi um það bil helming alls ungbamadauða í aðildarríkjum OECD til umferðarslysa, 35% þeirra sem láta lífið í umferðinni séu yngri en 15 ára og sömuleiðis virðist umferðin valda gömlu fólki tvöfalt þyngri byrðum en öðrum aldurs- hópum fullorðinna. Áróðursherferðir sem efnt hefur verið til í Evrópu á undanfömum áram beinast einkum að því að auka öryggi þeirra sem í bflum eru. Gangandi vegfarendur hafí aldrei verið í meiri hættu. Graziani bendir á að mengun skaði böm frekar en aðra, m.a. vegna þess að hún sé jarðlæg við umferðargötur. Hann bendir sömuleiðis á að hávaða- mengun af völdum umferðar sé slík að innan OECD-ríkjanna búi eitt hundrað milljón manns við hávaða sem sé langt yfír þeim mörkum sem alþjóðlegir samningar geri ráð fýr- ir. Eftirspum eftir bílastæðum sé langt umfram framboð sem valdi m.a. alvarlegum töfum í umferðinni sjálfri, leik- og útivistarsvæði íbú- anna séu lögð undir bíla og við- leitni ráðamanna til að leysa bíla- stæðavandamálið hafí spillt útliti borga meira en flest annað. Bíllinn sé í rauninni að gera borgir Evrópu óbyggilegar. Til að leysa úr þessum vanda leggur Graziani til að Evrópuþingið samþykki sérstaka réttindayfírlýs- ingu fyrir gangandi vegfarendur. í yfírlýsingunni verði lögð sérstök áhersla á að fólk fái notið um- hverfísins án þess að vera í lífshættu, að miðborgir séu gerðar fyrir fólk en ekki bfla og að taka verði tillit til sérþarfa bæði gamals fólks, bama og fatlaðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.