Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 31 Ávöxtun sf. synjað um greiðslustöðvun RAGNAR Hall borgarfógeti syiy- aði í gær greiðslustöðvunarbeiðni Ávöxtunar sf. Úrskurður hans fer hér á eftir óstyttur. Úrskurður Mál þetta var tekið til úrskurðar hinn 10. október 1988. Meðferð þess var endurupptekin og það að nýju tekjð til úrskurðar fyrr í dag. Ávöxtun sf., Reykjavík, kennitala 660183-0519, hefur með bréfi, sem barst skiptaráðandanum í Reykjavík hinn 6. október 1988, óskað eftir heimild til greiðslustöðvunar í allt að þijá mánuði. Jafnframt hafa eig- endur félagsins, Ármann Reynisson, Smáragötu 5, Reykjavík, og Pétur Björnsson, Fomhaga 19, Reykjavík, sett fram sams konar beiðni hvor fyrir sig persónulega. Jafnframt hef- ur Björgvin Þorsteinsson, hæstarétt- arlögmaður, lýst yfir að hann muni verða greiðslustöðvunarbeiðendum til aðstoðar á greiðslustöðvunartím- anum, verði umbeðin heimild veitt. í greinargerð með beiðni um greiðslustöðvun fyrir félagið er skýrt svo frá, að Ávöxtun sf. hafi verið stofnað árið 1983 og tilgangur þess verið að ávaxta_ fé fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ávöxtunin hafi farið fram með þeim hætti að félagið keypti skuldabréf og kröfur með af- föllum. Síðar hafi félagið flárfest í fasteignum og fyrirtækjum í ágóða- skyni. Hafi félagið þá keypt fasteign- ir sem lagfæra þurfti, séð um endur- bætur á þeim og síðan selt aftur. Þau fyrirtæki sem félagið hafi keypt hafi það ýmist rekið í skamman tíma og síðan endurselt, eða reki enn. Avöxtun sf. og eigendur þess félags séu stærstu hluthafarnir í Verðbréfa- sjóði Ávöxtunar hf. og Rekstrarsjóði Ávöxtunar hf. Þessir sjóðir hafi gef- ið út „ávöxtunarbréf" sem seld voru og andvirðið notað til kaupa á skulda- bréfum og öðrum fjárkröfum. Ávöxt- un sf. hafí séð um rekstur sjóða þess- ara og einnig fengið fé að láni hjá þeim. Eigendur „ávöxtunarbréfa" hafi nú í haust krafist innlausnar á bréf- um sínum í mun ríkari mæli en ástæða hafi verið til að búast við. Hafi það átt rætur að rekja til um- mæla stjómmálamanns þess efnis að ónafngreindir verðbréfasjóðir gætu ekki efnt skuldbindingar sínar. Þar sem fé sjóðanna hafi að mestu verið bundið í langtímakröfum hafi reynst ógemingur að innleysa bréfin og mál þróast svo að eftir kröfu bankaeftirlits Seðlabanka íslands hafi verið ákveðið að leysa upp sjóð- ina og þeim kosnar skilanefndir í því skyni. Skilanefnd Verðbréfasjóðs Ávöxtunar hf. hafi nú krafist þess að Ávöxtun sf. greiði nú þegar það fé, sem fyrirtækið hefur haft að láni frá verðbréfasjóðnum, en samkvæmt bókhaldi félaganna nemi ijárhæð þeirrar skuldar kr. 52.074.193,00 og hafi skilanefndin krafist löghalds í eignum Ávöxtunar sf. og eigenda 1. Skuldunautar: Ýmsir skuldunautar Hughönnun hf. Hughönnun hf. Reikningar og lager hjá Ragnarsbakan'i 2. Víxileignir 3. Skuldabréfaeign 4. Innréttingar, málverk ogtæki 5. Fasteignir: Smiðshöfði 8 Byggingarréttur við Tryggvagötu Alviðra í Garðabæ Hverfisgata 12 Þingholtsstræti 4 Holtagerði22 Hverfisgata 37 Laugavegur 145 Garðastræti 16 6. Hlutafjáreign Eignir samtals að verðmæti Lögmaðurinn gerir á sama hátt grein fyrir skuldum félagsins, sem hann kveður sundurliðast sem hér segir: 1. Skammtímaskuldir. Hlaupareikningur hjá Spron Ýmsar skammtímask. Lánardrottnar Ógreiddur kostnaður v/Ragnarsbakarís Samþykktirvíxlar Skuldabréf í vanskilum Ógr. v/kaupsamninga Verðbréfasjóður Ávöxtunar hf. 2. Langtímakröfur: Ávöxtunarreikningar Skuldabréf vegna kaupsamninga Skuldir samtals félagsins til tryggingar þeirri kröfu. Til þess hafi Avöxtun sf. ekki hand- bært fé og sé ljóst, að ekki verði unnt að greiða skuldir Ávöxtunar sf. án þess að selja fasteignir félagsins og koma öðram eignum þess í verð. Lögmaður greiðslustöðvunar- breiðanda hefur á grandvelli árs- reiknings Ávöxtunar sf. og saman- tektar, sem hann kveður stafa frá endurskoðanda félagsins, gert eftir- farandi grein fyrir þeim eignum, sem Ávöxtun sf. eigi: kr. 10.232.170 6.479.407 666.176 kr. 3.500.000 20.877.753 1.561.738 ca. 11.000.000 1.500.000 19.000.000 5.000.000 11.000.000 25.000.000 30.000.000 606.000 6.500.000 400.000 400.000 ca. 17.000.000 97.906.000 148.435.491 kr. kr. 5.822.823 12.578.775 1.820.073 10.000.000 5.072.300 4.870.000 11.248.500 52.674.193 104.086.664 59.875.397 30.120.887 89.996.284 194.082.948 Lögmaður greiðslustöðvunarbeið- anda bendir ennfremur á, að til fulln- ustu skuldbindinga Ávöxtunar sf. standi auk framangreindra eigna þær eignir, sem sameigendumir eigi. Kveður hann eignir Armanns Reynis- sonar nema að frádregnum skuldum hans kr. 5.500.000, en eignir Péturs Bjömssonar að frádregnum skuldum nemi kr. 27.500.000. Af hálfu greiðslustöðvunarbeið- andá'ér þvi haldið fram að ná megi tökum á íjárhagsmálefnum félagsins og eigenda þess með því að veita þessum aðilum heimild til greiðslu- stöðvunar í þrjá mánuði. Þann tíma sé ætlunin að nýta sem hér segir: „Leita þarf tilboða í allar fasteign- ir þeirra, bæði persónulegar eignir og eignir Ávöxtunar sf. Leita þarf samninga við lánar- drottna og eigendur ávöxtunarreikn- inga um greiðslufresti og lækkun krafna. Nú þegar hefur verið haft samband við allmarga eigendur ávöxtunarreikninga og hafa nánast allir þeir sem í hefur náðst samþykkt að falla frá ‘/3 af kröfum sínum. Þá er ljóst að þeir eigendur ávöxtunar- reikninga sem tengdir eru þeim Ár- manni og Pétri fjölskylduböndum munu falla frá kröfum sínum til þess Leiðrétting í forystugrein Morgunblaðsins í gær féll niður orðið ekki í tilvitnun í orð Manfreds Wörners. Rétt er tilvitnunin þannig: „Á meðan her- styrkur Sovétríkjanna minnkar ekki getum við ekki dregið úr okk- ar herafla." að forða þeim frá gjaldþroti. Gangi þessi áætlun eftir þýðir það lækkun skulda um 20—25 milljónir eingöngu vegna lækkana á ávöxtunarreikning- um. Hvað aðra lánardrottna varðar verður einnig leitast við að fá þær kröfur lækkaðar um allt að 50%. Er þar fyrst og fremst átt við eigendur krafna vegna Ragnarsbakarís kr. 10.000.000,- lánardrottna að fjár- hæð kr. 12.578.775,-, eigendur víxla að ijárhæð kr. 5.072.300,- og skuld vegna kaupa á fasteigninni Þing- holtsstræti 4 kr. 5.332.500,- en Ávöxtun sf. hefur fengið afsal fyrir eigninni þrátt fyrir skuld þessa sem er á víxlum. Að, lokum þá mun þess freistað að fá lækkaða skuld Ávöxt- unar sf. við Verðbréfasjóð Ávöxtunar hf. en útreikningar á fjárhæð skuld- arinnar eru að mínu mati óeðlilegir." Greiðslustöðvunarbeiðandi tekur fram að miðað við fyrstu viðbrögð lánardrottna Ávöxtunar sf. séu mjög góðar líkur á að veruleg lækkun fá- ist á skuldum félagsins, sem leiði til þess að eignir verði örugglega um- fram skuldir. Óvissa ríki hins vegar um það, hvemig ganga muni að selja fasteignir félagsins, en rejmt verði að afla strax tilboða í þær, svo og eignir Hjartar Nielsen hf., en Ár- mann Reynisson og Pétur Bjömsson séu aðaleigendur þess fyrirtækis. Með greiðslustöðvunarbeiðni sinni hefur greiðslustöðvunarbeiðandi lagt fram Qölmörg skjöl til upplýsinga og skýringa á fjárhagsstöðu sinni, þar á meðal ljósrit ýmissa kaupsamn- inga varðandi fasteignakaup og samninga varðandi sölu á eignum sem keyptar voru af þrotabúi Ragn- arsbakarís hf. í Keflavík á sínum tíma. Skilanefnd Verðbréfasjóðs Ávöxt- unar hf. hefur með bréfi, sem barst skiptaráðanda 6. október 1988, lýst þeirri skoðun, að eigendur Ávöxtunar sf. sé skylt samkvæmt 14. gr. gjald- þrotalaga nr. 6/1978 að hlutast til um að bú félagsins og eigendanna sjálfra verði tekið til gjaldþrota- skipta. Jafnframt er því viðhorfi lýst í bréfi þessu að skilanefndin telji að greiðslustöðvun mundi ekki geta leitt til þess að félagið næði tökum á íjár- hagsvanda sínum, en framlenging á þeim tíma, sem fyrirsvarsmenn fé- lagsins geti ráðskast með fiármuni þeirra spariQáreigenda, sem trúðu þeim fyrir ijármunum sínum, sé í hæsta máta óeðlileg og gæti haft í för með sér undanskot eigna undan gjaldþrotaskiptum. Skilanefndin hef- ur í fógetarétti Reykjavíkur lagt fram beiðni um löghald í eignum Ávöxtun- ar og eigenda félagsins til trygging- ar gjaldföllnum skuldum, sem skila- nefndin kveður nema samtals tæpum 63,5 milljónum króna að meðtöldum vöxtum til 5. október 1988. — Lög- manni greiðslustöðvunarbeiðanda var kunnugt um þetta erindi skila- nefndarinnar, er hann lagði fram greiðslustöðvunarbeiðnina. Niðurstaða: Í upptalningu krafna, sem Ávöxt- un sf. telur sig eiga á hendur öðr- um, virðast vextir og/eða verð- bætur reiknaðar fram til ágústloka sl. Að því er samantekt skulda varð- ar, er slíkur vaxtareikningur hins vegar ekki framkvæmdur varðandi verulega háar skuldir. Ýmis nöfh á listum yfir skuldu- nauta Ávöxtunar sf. gefa tilefni til að ætla að umtalsverðar íjárhæðir útistandandi krafna séu í raun óinn- heimtanlegar. Engin frambærileg gögn hafa verið lögð fram af hálfu greiðslu- stöðvunarbeiðanda varðandi verð- mæti fasteigna Ávöxtunar sf. á fijálsum markaði. Alkunna er að söluverð fasteigna á fijálsum mark- aði ræðst að verulegu leyti af greiðslukjörum, en fátítt er að slíkar eignir séu greiddar af kaupendum á skemmri tíma en 12 mánuðum og þá með verulegum afslætti frá verði, sem miðaðist við greiðslu á mörgum árum. Með því að leggja beiðni sína fyrir réttinn með þeim hætti sem hér er gert leggur greiðslustöðvunarbeiðandi það und- ir mat réttarins, hvort hér geti ver- ið um trúverðugar matsfjárhæðir að ræða. Sé hliðsjón höfð af þeim ljósritum kaupsamninga um fast- eignir, sem greiðslustöðvunarbeið- andi hefur lagt fram með beiðni sinni og auk þess tekið mið af þeim lauslegu kynnum sem skiptaráðandi hefur haft af fasteignamarkaði í Reykjavík og nágrenni á undan- FiskverA á uppboAsmörkuAum 12. október. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 56,80 48,00 54,21 7,214 391.098 Ýsa 82,00 - 64,18 4,391 281.815 Ufsi 24,00 15,00 22,31 1,184 26.421 Karfi 28,00 20,00 27,18 10,662 289.757 Keila 23,50 18,00 23,43 5,181 121.365 Langa 30,00 15,00 29,09 2,358 68.592 Lúða 185,00 90,00 149,28 0,603 90.043 Skötubörö 190,00 190,00 190,00 0,107 20.330 Selt var úr Stakkavík ÁR, frá Hraðfrystihúsi Hellissands og úr ýmsum bátum. í dag veröur selt m.a. frá Hraöfrystihúsl Breiö- dælinga og úr ýmsum bátum. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 53,00 42,00 52,35 8,700 455.476 Ýsa 76,00 30,00 53,96 2,328 125.601 Karfi 32,00 25,50 29,26 88,932 2.602.260 Ufsi 27,00 26,00 26,68 29,738 793.308 Keila 19,00 19,00 19,00 0,497 9.443 Lúða stór 175,00 175,00 175,00 0,166 29.050 Skötuselur 160,00 160,00 160,00 0,044 7.040 Blálanga 33,00 29,00 31,64 4,996 158.054 Grálúða 31,00 31,00 31,00 0,915 28.365 Selt var úr bv Engey RE og bv Ottó N. Þorlákssyni RE. í dag verður selt úr Baröa NK og Ásgeiri RE. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 55,00 30,00 52,66 49,976 2.631.736 Keila 18,50 12,00 15,35 1,300 19.950 Ýsa 78,00 50,00 61,02 19,438 1.186.123 Ufsi 27,00 15,00 22,70 2,913 66.119 Karfi 29,50 7,00 27,87 28,007 780.661 Steinbltur 33,00 12,00 24,67 0,383 9.448 Blálanga 30,50 30,50 30,50 1,220 37.211 Langa 30,50 28,00 29,03 1,036 30.057 Lúða 180,00 100,00 165,54 0,254 41.997 Skata 152,00 71,00 79,22 0,128 10.140 Skötuselur 335,00 305 322,31 0,080 25.785 Selt var aöallega úr Eldeyjar Hjalta GK, Bergvik KE, Geir RE, Reyni GK, Hörpu GK og Þresti RE ásamt ýmsum bátum. I dag verður selt m.a. úr Gnúpi GK og Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, u.þ.b. 60 tonn af karfa og ufsa. Einnig verður selt úr ýmsum dagróörabátum. fömum árum, þykja þessar matstöl- ur veralega ósennilegar sem stað- greiðsluverð fyrir umræddar eignir. Af hálfu greiðslustöðvunarbeið- anda var í framlögðum gögnum með greiðslustöðvunarbeiðni ekki gerð nein grein fyrir því, að hvaða marki eigendur Ávöxtunar sf. séu í persónulegum fjárhagsábyrgðum vegna skulda annarra aðilja, sem þeir hafa staðið í viðskiptasambandi við. Óskaði skiptaráðandi eftir upp- lýsingum frá lögmanni greiðslu- stöðvunarbeiðanda um slíkar skuld- bindingar. Af gögnum sem lögmað- urinn afhenti vegna þessara til- mæla má ráða, að slíkar ábyrgðir nemi 60 til 70 milljónum króna. Era slíkar skuidbindingar vegna Kjötmiðstöðvarinnar hf. á bilinu 50 til 60 milljónir, og vegna viðskipta Hjartar Nieisen hf. við þrotabú • - Ragnarsbakarís hf., Keflavík, ná- lægt 12,5 milljónum. í því sam- bandi er þess að geta, að Kjötmið- stöðin hf. fékk heimild til greiðslu- stöðvunar í 3 mánuði með úrskurði skiptaréttar Garðakaupstaðar upp- kveðnum hinn 29. september sl. og vora skuldir þess félags þá taldar ríflega 84 miljónir króna umfram eignir. Verður því að telja umtals- verðar líkur á því að reynt geti á persónulegar ábyrgðir þriðja aðilja á skuldbindingum þess félags, að minnsta kosti er ekki hægt að líta fram hjá þeim möguleika þegar afstaða er tekin til þeirrar beiðni, sem hér liggur fyrir. Verður ekki hjá því komist að álykta, að * greiðslustöðvunarbeiðandi hafi af ásettu ráði látið hjá líða að tíunda slíkar fjárskuldbindingar í þeim gögnum er hann lagði fram með beiðni sinni. Ekki hefur greiðslustöðvunar- beiðandi heldur séð ástæðu til að gera í greinargerð sinni nokkra grein fyrir stöðu mála varðandi við- skipti Hjartar Nielsen hf. við þrotabú Ragnarsbakarís hf. . í Keflavík. Skiptaráðandi hefur feng- ið þær upplýsingar frá skiptarétti Keflavíkur, að Hjörtur Nielsen hf. hafi keypt eignir þrotabús Ragnars- bakarís hf. á sínum tíma, en þeir • Ármann Reynisson og Pétur Bjömsson gengist í persónulega ábyrgð fyrir greiðslu kaupverðs. Svo virðist sem þeir félagar hafi síðar með einhveijum hætti „af- hent“ Ávöxtun sf. réttindi sín að þessum eignum, að minnsta kosti er Ávöxtun sf. sagður seljandi þess- ara sömu eigna þegar þeir félagar selja þær aftur hinn 21. ágúst 1988. Samkvæmt upplýsingum skiptaráð- anda í Keflavík hefur samningur Hjartar Nielsen hf. við umrætt þrotabú verið veralega vanefndur af hálfu kaupanda. Þá mun samn- ingsgerð um sölu á rekstri bakarís- ins og um yfirtöku kaupanda á skuldbindingum Hjartar Nielsen hf. við þrotabúið hafa farið fram án nokkurs samráðs við þrotabúið. Af því er ljóst, að Armann og Pétur era ekki lausir frá ábyrgðum á greiðslu kaupverðs gagnvart þrota- búi Ragnarsbakarís hf. Fyrir liggur að Ávöxtun sf. rak verðbréfamiðlun í skjóli leyfis, sem Pétur Bjömsson hafði til slíkrar starfsemi. Hann hefur verið sviptur því leyfi. Ávöxtun sf. rekur því enga atvinnustarfsemi. Mun að- dragandi að leyfissviptingunni hafa verið sá, að bankaeftirlit Seðla- banka íslands taldi þann hátt sem félagið hafði á starfseminni að ýmsu leyti andstæðan lögum um viðskiptabanka nr. 86/1985 og lög- um um verðbréfamiðlun nr. 27/1986. í ljósi ýmissa þeirra upp- lýsinga, sem fram koma í greinar- gerð með greiðslustöðvunarbeiðn- inni og meðfylgjandi gögnum og raktar vora hér að framan, þykir sú ályktun ekki með öllu ósennileg. Þegar framanritað er virt og fyr- iriiggjandi gögn metin í heild þykja ekki vera fyrir hendi neinar líkur á því að takast niegi að ráða bót á fjárhagsvanda Ávöxtunar sf. með því að veita félaginu heimild til greiðslustöðvunar. Verður því að hafna þeirri beiðni. Ragnar Halldór Hall borgarfóg- eti kvað upp úrskurð þennan. Úrskurðarorð: Beiðni Ávöxtunar sf., Reykjavík, kennitala 660183-0519, um heimild til greiðslustöðvunar er synjað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.