Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 29 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. PCB-mengun eystra Morgunblaðið sagði frá því í endaða, síðustu viku að PCB-eiturefni hafí fundizt í kræklingi og sjávarseti við Fáskrúðsfjörð og Norðfjörð. Birgir Þórðarson, náttúru- fræðingur hjá Hollustuvemd ríkisins, segir í samtali við blaðið síðastliðinn miðvikudag, að „ljóst sé að stjómvöld verði að grípa til viðeigandi ráðstaf- ana vegna PCB Aroclor- mengunarinnar" eystra. Hann segir sýnt að mengunin sé komin út í jarðveginn og „spuming sé, hvort hún nái að menga neyzluvatn". Það er stórmál, sagði nátt- úrufræðingurinn, „ef þessi mengun hefur víðtækari áhrif á lífríki sjávarins við þessa tvo staði en nú er vitað. Aðalmálið er að ábyrgir ráðamenn geri sér grein fyrir því að grípa verður til aðgerða strax. Ef þessi mengun kemst í neyzlu- vatn þessara staða er hætta á að fískvinnslufyrirtæki, eink- um loðnubræðslur, verði fyrir tjóni". Eiturefnið PCB, sem hér um ræðir, er talið stafa frá rafþétt- um, sem urðaðir vóm í rusla- haugum. Fjórir þéttar með um 30-40 lítrum af PCB-olíu munu hafa verið urðaðir í Fá- skrúðsfírði og meir en 20 þétt- ar í Neskaupstað. Birgir Þórð- arson hjá Hollustuvemd ríkis- ins segir að grafa þurfi upp öskuhauga bæjanna tveggja og jarðveginn í kringum þá. Síðan þurfí að senda mengað- an jarðveg utan til Bretlands þar sem efninu sé eytt. Hér er greinilega um mjög kostnaðarsama framkvæmd að ræða. Hollustuvemd ríkis- ins gerði heilbrigðisráðuneyt- inu grein fyrir málavöxtum í maímánuði síðastliðið vor, en engin svör hafa borizt frá ráð- neytinu enn sem komið er, að sögn náttúrufræðingsins. Morgunblaðið tekur undir þau sjónarmið, sem fram koma í viðtali blaðsins við starfs- mann Hollustuvemdar ríkis- ins: „Aðalmálið er að ábyrgir ráðamenn geri sér grein fyrir því að grípa verður til aðgerða strax." Spumingin er ekki sú, hvort þjóðin hefur efni á nauð- synlegum viðbrögðum. Það er aðgerðarleysið eitt sem við höfum ekki efni á, þegar jafn hættuleg eiturmengun gerir vart við sig. Svo að segja hvarvetna um hinn þróaða heim hefur notkun PCB-eiturefnisins verið bönn- uð, enda fáanlegir rafþéttar sem innihalda önnur og síður skaðleg efni. Hollustuvemd ríkisins hefur farið þess að leit við heilbrigðisráðuneytið að innflutningur og notkun þessa efnis verði bönnuð hér, sem í öðmm löndum, og að því, sem til er af þessu efni í landinu, verði safnað saman, flutt utan og því eytt. Hér eru fram sett sjálfsögð tilmæli sem ráðu- neytið hlýtur að taká jákvæða afstöðu til. Drög munu þegar hafa verið samin að reglugerð um þetta efni. Hún verður væntanlega sett innan fárra vikna. Dr. Þorkell Jóhannesson, formað- ur eiturefnanefndar, segir í blaðaviðtali, „að í dag væri innflutningur á þessum efnum í raun bannaður, að því Ieyti, að hann væri háður innflutn- ingsleyfum. Því hafi hinsvegar ekki verið fylgt eftir“. Vænt- anlega verður endir hnýttur á það aðgerðarleysi í boðaðri reglugerð. Ekkert er þjóð, sem byggir afkomu sína á framleiðslu matvæla, bæði bú- og sjávar- vöm, mikilvægara, en að halda uppi traustum mengunarvöm- um. Þetta á bæði við um lög og láð. Það er ekki að ástæðu- lausu að eitt helzta viðfangs- efni Vest-norræna þing- mannaráðsins, sem Grænland, Færeyjar og íslands standa að, er mengunarvamir hafsins, sem tengir þessi lönd. Lífríki sjávar er sá homsteinn, sem þau byggja þjóðarbúskap sinn á: atvinnu, afkomu og efnalegt sjálfstæði. Raunar þarf að stórefla samstarf þjóða við norðanvert Atlantshaf í meng- unarvömum. Þeir atburðir sem áttu sér stað við strendur Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar í vor og sumar tala ským máli í þessu efni. Hér verður ekkert staðhæft um stærð þess vanda sem upp er kominn vegna PCB-meng- unar eystra. Mergurinn máls- ins er hinsvegar sá, hvern veg verður bmgðizt við vandanum. Vandinn er ekki einkamál Austfirðinga, heldur varðar hann alla þjóðina. Og við- brögðin þurfa að vera stefnu- markandi um mengunarvarnir af þessu tagi í framtíðinni, þegar og ef hliðstæðan vanda ber að höndum. Verndaðar þjónustuíbúðir Hrafaistu: 26 tilboð bárust í byggingu 28 íbúða Byggðaverk hf bauð lægst 26 tilboð bárust í byggingu 28 verndaðra þjónustuíbúða fyrir aldraða, sem byggðar verða á vegum Sjómanna- dagsráðs við Naustahlein í Garðabæ. Tilboðin voru opn- uð á skrifstofu Sjómanna- dagsráðs á miðvikudags- morgun. Byggðaverk hf bauð lægst, 99,4 milljónir króna, en kostnaðaráæltlun hljóðaði upp á 109.076.000 krónur. Hæsta tilboðið var 129,7 milljónir króna. Helm- ingur tilboðanna var undir kostnaðaráætlun. Gert er ráð fyrir að íbúðirnar verði afhentar í lok næsta árs. Alls vitjuðu 40 aðilar útboðs- gagna, að sögn Garðars Þor- steinssonar framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs, en 26 tiíboð skiluðu sér. Hann sagði þátttöku hafa verið meiri en búist hafði verið við. Tilboðin verða yfirfarin og skoðuð næstu daga og sagðist Garðar vonast til að því verki verði lokið fyrir helgi. íbúðimar sem um ræðir verða í einkaeign. Þær verða tengdar öryggiskerfí Hrafnistu í Hafíiar- fírði og geta íbúamir fengið alla þjónustu þaðan. Garðar sagði að mjög mikill áhugi væri á þessum íbúðum, einkum meðal fólks sem býr í stærra húsnæði og vill minnka við sig. Þessar íbúðir em allt frá 60 fermetra einstaklings- íbúðum upp í 94 fermetra hjónaí- búðir, alls fímm mismunandi stærðir. íbúðimar við Naustahlein em annar áfangi byggingar vem- daðra þjónustuíbúða á vegum Sjó- mannadagsráðs, fyrsti áfanginn, sem em sams konar íbúðir, er við Boðahlein í Garðabæ. Sjómanna- dagsráð hefur að öllu leyti umsjón með byggingu íbúðanna. Arkitekt íbúðanna er Halldór Guðmunds- son hjá Teiknistofunni Ármúla 6, verkfræðihönnun annaðist Verk- fræðistofa Stefáns Ólafssonar og rafhönnun annaðist Stýritækni sf. Morgunblaðið/RAX Tilboð opnuð í byggingu 28 vemdaðra þjónustuíbúða fyrir aldraða á skrifstofu Sjómannadagsráðs. 26 tilboð bámst. Yiðurkenning fyrir ís- lenskar hafrannsóknir - segir Jakob Jakobsson, sem fyrstur íslendinga er kjör- inn forseti Alþjóða hafrannsóknaráðsins JAKOB Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar var kjörinn for- seti Alþjóða hafrannsóknaráðsins á nýafstöðnum ársfundi ráðsins i Björgvin í Noregi. Átján ríki eiga aðild að ráðinu, sem er ein elsta starfandi sto&iun heims á sinu sviði. Þetta er f fyrsta sinn sem íslend- ingur velst forseti ráðsins, en rúm 50 ár em liðin frá inngöngu íslands í ráðið. Áður hefúr íslenskur maður gegnt einu æðsta embætti Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. Það var Arni Friðriksson, sem var fram- kvæmdastjóri ráðsins í rúman áratug. Hann var jafnframt fyrsti fram- kvæmdastjóri þess sem ekki var Dani, en höfúðstöðvar ráðsins era í Danmörku. Á ársfundinum í Björgvin var Gunnar Stefansson deildar- stjóri hjá Hafrannsóknarstofnun kjörinn formaður tölfræðinefndar ráðsins, en hún er ein af 15 fastanefridum þess. Morgunblaðið ræddi við Jakob Jakobsson, þar sem hann var staddur í Björgvin, um kjör hans og störf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Alþjóða hafrannsóknaráðið mun vera ein elsta starfandi stofnunin í heiminum á þessu sviði, ráðið var stofnað 1902. íslendingar gengu í ráðið árið 1937. Aðild að ráðinu eiga 18 ríki, 16 Evrópuríki, Banda- ríkin og Kanada. og er vettvangur ráðsins fyrst og fremst hafrann- sóknir á Norður Atlantshafí. Höfuð- stöðvar Alþjóða hafrannsóknaráðs- ins eru í Kaupmannahöfn og þar eru ársfundimir haldnir annað hvert ár. Lengi framan af var fram- kvæmdastjóri ráðsins Dani. Sú hefð var fyrst brotin í ársbyrjun 1954, þegar Ámi Friðriksson var ráðinn til þeirra starfa. Ámi var fram- kvæmdastjóri Alþjóða hafrann- sóknaráðsins í rúman áratug, eða til ársins 1965. Jakob sagði í samtali við Morgun- blaðið, að hlutverk Alþjóða hafrann- sóknaráðsins væri meðal annars að annast úttekt á öllum helstu físk- stofnum í norður Atlantshafí. Á vegum þess starfa um 40 vinnu- nefndir sem sinna þeim málum. „Þetta er mjög umfangsmikil starf- semi og ráðið er í lykilaðstöðu til þess að veita aðildarþjóðunum ráð- leggingar um hafíð, mengun hafs- ins og nýtingu auðlinda þess,“ sagði Jakob. Ársfundinn í Björgvin sóttu um 400 manns og var dagskrá fundar- ins mjög umfangsmikil að sögn Jakobs. Hátt á fímmta hundrað erinda voru flutt um hafrannsóknir í víðustu merkingu þess orðs. Þar á meðal voru erindi um mengun, sjúkdóma í selum, eitraða þörunga og fiskstofna svo að dæmi séu tek- in. „Við vorum hér tíu íslendingar og fluttum 11 erindi um margvísleg eftii, um hafrannsóknir heima. Þátt- taka íslendinga núna var mjög myndarleg. Ýmis erindi sem þama vom flutt vöktu talsverða athygli." Jakob var spurður um þýðingu þess, að hann var kjörinn forseti ráðsins og Gunnar Stefánsson til formennsku í tölfræðinefndinni. „Það er viss viðurkenning fyrst og fremst á störfum okkar Gunnars Morgunblaðið/Emilía Frá fyrsta fúndi Atvinnutryggingasjóðs í Byggðastofnun í gær. Frá vinstri: Ritari frá Byggðastofúun, Jóhann Antonsson, Gunnar Hilmarsson, Kristján Skarphéðinsson, Reynir Ólafsson, varamaður Péturs Sigurðssonar, Björa Björasson og Aradís Steinþórsdóttir. Atvinnutryggingasjóður: Gengið frá reglugerð í dag Á FYRSTA fimdi stjórnar Atvinnutryggingasjóðs útflutnings- greina var rætt um drög að reglugerð sem forsætisráðherra hefúr gert um sjóðinn. Væntanlega verður gengið frá reglu- gerðinni í dag, eftir að ríkisstjórnin hefúr fjallað um athuga- semdir sjóðsstjórnarmanna, og hún verða gefin út í dag eða á morgun. Ekki hafa verið ráðnir neinir starfsmenn til Atvinnutrygginga- sjóðs, en Gunnar Hilmarsson, formaður stjómar sjóðsins, mun hafa aðstöðu í Byggðastofnun. Ekki hefur heldur verið gengið frá 1.000 milljón króna láni til sjóðs- ins, sem heimild er fyrir í bráða- birgðalögum ríkisstjómarinnar, að sögn Kristjáns Skarphéðinssonar, eins fímm stjómarmanna í sjóðn- um. Líklegt er talið að það verði tekið erlendis. Stofnfé sjóðsins er 1.000 milljónir króna, og verða 600 milljónir teknar úr atvinnu- leysistryggingarsjóði og 400 millj- óna verður aflað með sérstökum tekjuskattsauka. Jakob Jakobsson og mér finnst það líka yera viss viðurkenning á því að við íslending- ar emm komnir á blað, emm al- þjóðlega viðurkenndir á þessu sviði. Það er tekið eftir íslenskum ha- frannsóknum." Hann var spurður hvort formennska hans muni hafa bein áhrif á störf ráðsins. „Já, aiveg tvímælalaust," sagði Jakob. „For- setinn er formaður í framkvæmda- stjóm ráðsins, sem hefur vemleg áhrif á allan gang mála, þannig að forsetinn hefur vemleg áhrif á hvemig störf ráðsins þróast. Hinu er ekki að leyna að í Kaupmanna- höfn em höfuðstöðvamar og þar er framkvæmdastjóri sem hefur venjulega mjög náið samráð við forsetann. Það má kannski nefna það að framkvæmdastjóri ráðsins núna lætur af störfum snemma á næsta ári og á þessum fundi var ráðinn nýr framkvæmdastjóri. Sá sem hættir er Breti og við tekur Bandaríkjamaður, Anderson að nafni. Við höfum unnið mjög náið saman ég og Anderson. Ég hugsa mér mjög gott til glóðarinnar að vinna með þessum nýja fram- kvæmdastjóra því að við emm mjög nánir kunningjar og það var kannski ekki síst að mínu undirlagi að hann var ráðinn," sagði Jakob Jakobsson. Jakob var áður 1. varaforseti Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Hann segir það vera hefð, að 1. varaforseti sé einróma kjörinn til forsætis í ráðinu. Forsetinn er kjör- inn til þriggja ára í senn og er ekki kjörgengur á ný fyrr en að liðnu öðru kjörtfmabili. Jakob var kosinn 1. varaforseti á fundi ráðsins í Lon- don fyrir þremur áram. „Það var í rauninni þá sem ég háði mína kosn- ingabaráttu," sagði hann. Gunnar Stefánsson, deildarstjóri reikni- deildar Hafrannsóknastofnunar, var kjörinn til formennsku í töl- fræðinefnd ráðsins með 12 atkvæð- um af 13. Tölfræðinefndin er ein af 15 fastanefndum ráðsins og ákveður m.a. aðferðarfræði við út- tekt á stærð fískistofna. Sagði Jak- ob það vera mikla viðurkenningu á hæfni Gunnars og aðferðum sem hér era notaðar, að hann var kosinn formaður neftidarinnar. Ársfundi Alþjóða hafrannsóknar- áðsins er lokið, en fundir standa enn í stjóm og nefndum. Jóhann vann Kortsnoj við dynjandi lófatak áhorfenda Skák Bragi Kristjánsson og Karl Þorsteinsson Áttunda umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2 var tefld í Borgarleik- húsinu í gærkveldi. Margir ská- kunnendur höfðu beðið spenntir eftir henni, því þá tefldi Jóhann með svörtu við Kortsnoj og Mar- geir með hvítu við heimsmeistar- ann, Garrí Kasparov. Skák Margeirs og Kasparovs byijaði með flóknu afbrigði Kóngs- indverskrar vamar. Heimsmeistar- inn ætlaði greinilega að flækja taf- lið, en Margeir lét sér hvergi bregða. Þegar leiknir höfðu verið 26 leikir sá Kasparov, að hann gæti ekki vænst mikils og bauð jafntefli, sem Margeir sá ekki ástæðu til að haftia. Skák Kortsnojs og Jóhanns fór hægt af stað, en leikurinn fór að æsast, þegar kappamir höfðu leikið 30 leiki. Kortsnoj lagði til atlögu gegn kóngi Jóhanns, en veikti mik- ið eigin stöðu við það. í tímahraki missti Kortsnoj af leið, sem leitt hefði til flókinnar baráttu, en hefði einungis getað gefíð Kortsnoj jafn- tefli með bestu taflmennsku. Jó- hann notfærði sér afleik Kortsnojs og sá síðamefndi gafst upp í 39. leik við dynjandi lófatak áhoifenda. Jaan Ehlvest hafði hvítt og að sjálfsögðu vann hann glæstan sókn- arsigur. Júgóslavinn Mikolic lenti fljótt í óyfírstíganlegum erfíðleikum og var óveijandi mát, þegar hann gafst upp í 29. leik. John Nunn lifnaði við í þessari umferð. Hann fómaði peði í byijun gegn Portisch og náði góðri sóknar- stöðu í staðinn. Englendingurinn ætlaði greinilega ekki að gera átt- unda jafnteflið sitt f mótinu. Ung- veijanum fataðist vömin og Nunn vann snyrtilega með drottningar- fóm í 33. leik. Speelman tefldi Pirc-vöm gegn Beljavskíj og fóm- aði peði í byijun fyrir gott spil. í framhaldinu varð hann að fóma öðra peði til að halda skákinni gangandi. Drottningakaup urðu, en Englendingnum tókst að skapa sér svo mikil færi, að Sovétmaðurinn neyddist til að taka jafntefli með þrátefli. Skákimar Spasskíj-Ribli, Tal- Sokolov og Sax-Jusupov urðu allar jafnteflisdauðanum að bráð eftir stutta viðureign. Gærdagurinn var góður dagur fyrir íslensku skákmeistarana og vonandi verður hann upphafíð að betra gengi þeirra. Sagan endurtók sig Spennan lá í loftinu þegar Viktor Kortsnoj og Jóhann Hjartarson tók- ust í hendur við upphaf viðureignar þeirra í gær. Allir muna eftir deilun- um sem spunnust í einvígi þeirra í Kanada þegar Jóhann bar eftir- minnilegan sigur gegn askorandan- um aldna. Ahorfendur vora líka óvenju margir við upphaf skákar- innar, en ekkert örlaði á óvinskap á milli félaganna og taflið hófst í mesta bróðemi. Byijunin var ensk- ur leikur, svokallað broddgaltaraf- brigði sem Jóhann hefur dálæti á og unnið hefúr marga sigra með. Einn af þeim var einmitt gagn Kortsnoj í fyrrnefndu einvigi þrátt fyrir að hefndin kæmi eilítið síðar. Kortsnoj fékk örlítið framkvæði úr byijuninni, hafði meira liðsrými en svarta staðan var traust. Framan af skákinni var ekki mikið um að vera. Hlutimir fóru fyrst að gerast eftir að Kortsnoj hafnaði þrátefli í 26. leik. Ákvað þess í stað að blása til sóknar og veikti ótæpilega stöðu sína í því skyni. Á meðal áhorfenda vora skoðanir skiptar. Nú er Jóhann búinn að vera kvað einn vonsvikinn áhorfandi þegar drottning hvíts hótaði illþyrmilega peðum svarts á kóngsvæng en Jóhann hafði tekið allt með í reikninginn. Lék margsl- ungnum hróksleik sem bæði valdaði varasama kóngsstöðuna og reyndist sóknarleikur um leið. Kortsnoj drap í snatri peð Jóhanns en hefði betur hugað áð hótunum Jóhanns því eft- ir svarleik svarts var taflið einfald- lega tapað. Síðustu mínútumar liðu hægt á meðan Kortsnoj leitaði ör- væntingarfullur að leikjum sem gæfu honum mótspil. Það var hvergi að fínna og heldur óánægður á svipinn rétti hann fram hendina til merkis um uppgjöf. Góður sigur hjá Jóhanni og vonandi að hann sé rétt aðeins byijunin á farsælu framahaldi. Hvítt: Viktor Kortsnoj Svart: Jóhann Hjartarson Enskur leikur 1. Rf3 - RfB, 2. c4 - b6, 3. g3 - c5,4. Bg2 - Bb7,5.0-0 - e6 Broddgaltarafbrigðið er hér á tafl- borðinu sem minnir óneitanlega á einvígi þeirra félaga í Saint John í janúar sl. Jóhann beitti einmitt þessari leikaðferð í 4. einvígisskák- inni þá og vann frækinn sigur en Korchnoj hafði betur í 6. skákinni. 6. Rc3 - a6, 7. b3 - d6, 8. d4 - cxd4, 9. Rxd4 — Dc7, 10. Bxb7 — Dxb7, 11. Bb2 - Be7, 12. e4 Dæmigerð staða úr þessu afbrigði. Hvítur státar af meira rými fyrir menn sína en svarta staðan er traust fyrir. 12. - 0-0, 13. Hel - Rc6, 14. Rxc6 - Hxc6, 15. Hcl - Db7, 16. a4 - Hfd8 Það var skynsamlegt af Jóhanni að velja stöðu sem þessa. Til þess að bijóta vamarmúra svarta liðsaflans þarf hvítur að taka mikla áhættu og veikleiki Kortsnojs liggur ein- mitt í því að leggja of mikið á stöð- ur sínar knúinn áfram af sigurvilja. 17. Hc2 - Hac8, 18. Hd2 - h6, 10. He3 - Re8, 20. h4 - Bf6, 21. De2 - Dc6, 22. Kh2 - Dc5 Meginlínumar era komnar í ljós. Hvítur hefur í huga sóknaraðgerðir á kóngsvæng en mótspil svarts byggist á framrás b-peðsins. 23. f4 - Be7, 24. Rdl - Bf6, 25. Rc3 - Be7, 26. Kh3 Það væri ólíkt gamla baráttujaxlin- um að sætta sig við þrátefli eftir 26. Rc3. Nú fara hlutimir líka að ganga með hraði eftir rólega byij- un. 26. - h5,27. Rdl - Bf6,28. Rf2?! Umskiptin á biskupunum er svört- um í hag. 28. - Bxb2, 29. Hxb2 - g6, 30. Hd2 - b5!, 31. Rd3 - Db6, 32. f5! - Rf6 Stórskemmtileg staða er nú komin upp á taflborðinu og dóm- ur áhorfenda var hvergi nærri samhljóða. Sumir álitu hvítu stöðuna vænlegri á meðan aðrir álitu veikleikana við hvitu kóngs- stöðuna gefa svörtum betri. möguleika. Líklega er staðan ein- faldlega óljós. 33. fxe6 - fxe6, 34. Hf3 - Rg4, 35. e5! - dxe5!? Hvað er maðurinn að gera? spurðu óttaslegnir áhorfendur. 35 — Db7! var e.t.v. betra. 36. De4 - Hc7! Eini leikurinn. Auðvitað mátti Jó- hann ekki leika 36 — Kg7, 37. Rxe5 37. Dxg6?? Tapleikurinn! Eftir skákina hélt Kortsnoj því fram að hvíta staðan væri unnin eftir 37. Rxe5! Eftir á reyndist honum þó erfítt að sýna fram á réttmæti fullyrðingar sinnar t.d. 37 - Hxd2, 38. Dxg6* - Hg7, 39. De8* - Kh7, 40. Dxh5 - Rh6 því 41. Hf6? gengur ekki vegna 41 — Hxg3! og svartur mátar og við 41. Rf7 er 41 — e5 fullnægjandi svar. 37 - Hg7 Einfaldara gerist það ekki. Eftir 38. De4 kemur svarið 38. — Dgl! og liðstap er yfírvofandi hjá hvítum. Leikur Kortsnojs ber vott um upp- gjöf. 38. c5 - Dc6! Kortsnoj var auðsýnilega brugðið. Nú hugsaði hann sig um i nokkrar mínútur áður en hann rétti fram höndina til merkis um uppgjöf. Glæstur sóknarsigur Ehlvest Eistlendingurinn, Jaan Ehlvest er undarlegur skákmaður. Þegar hann hefur hvítt vinnur hann glæsta sóknarsigra í anda látins landa síns, Paul Keres, en þegar hann hefur svart, tapar hann baráttulítið. í gærkveldi hafði Ehlvest hvítt gegn Nikolic og brá ekki út af van- anum. Hann lagði snemma til at- lögu gegn kóngi andstæðingsins, í tuttugasta leik var ljóst, að stutt væri í mátið. Júgóslavinn mátti gefast upp eftir 29 leiki, þegar mát blasti við. Hvitt: Jaan Ehlvest Svart: Predrag Nikolic Spænskur leikur 1. e4 - e5, 2. Rf3 - Rc6, 3. Bb5 - a6, 4. Ba4 - Rf6, 5. 0-0 - Be7, 6. Hel - b5, 7. Bb3 - 0-0, 8. c3 - d6, 9. h3 - a5!? Óvenjulegur leikur. Algengast er að leika 9. — h6, 9. — Ra5 og 9. - Rb8. 10. d3 - a4, 11. Bc2 - Bd7, 12. Rbd2 - Db8, 13. d4 - Db7, 14. Rfl - exd4?! Með þessum leik gefur svartur eftir völd sín á miðborðinu og það n'ot- færir hvítur sér til stórsóknar. Best var 14. — Hfe8 ásamt — Bf8 o.s.frv. 15. cxd4 - Rb4, 16. Bbl - Had8, 17. Rg3 - Hfe8, 18. Bd2! - Snjall leikur! Ehlvest lokar línu hróksins á d8 á hvítum og hótar um leið svarta riddaranum á b4. Á þennan hátt tekst honum að leika e4 — e5 og opna þannig sóknarlínur á svarta kónginn. 18. — Ra6, 19. e5 — dxe5, 20. dxe5 — Rd5, 21. Rg5 — h6 Svartur getur ekki varist með 21. - g6 vegna 22. Df3 — Be6, 22. — Hf8, 23. Rxh7 - Kxh7, 24. Dh5+ - Kg7, 25. Dh6+ - Kg8, 26. Rh5 og vinnur eða 23. Rxh7 — Kxh7, 24. Dh5+ með samskonar vinningi og á undan. 22. Dc2! - Ekki 22. — g6, 23. Raf7! og vinn- ur. 22. - Bxg5, 23. Dh7+ - Kf8, 24. e6! - fre6 Hvítur hótaði 25. Rf5 með hótunun- um 26. Dh8 mát og 26. Dxg7 mát. 25. Bxg5 - hxg5, 26. Bg6 - Hvitur hótar enn 27. Rf5 o.s.frv. 26. - RfB, 27. Dh8+ - Rg8 Eða 27. - Ke7, 28. Rf5 mát. 28. Bh7 - Hb8 Rýmir d8-reitinn fyrir kóng sinn, en hann varð mát eftir 28. — Ke7, 29. Rf5+ - Kf6, 30 Dxg7. 29. Rf5! og Nikolic gafst upp, því hann á ekki svár við máthótunum hvíts 30. Dxg8 eða 30. Dxg7. Naln 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 Alls Rík) I Alcxandcr Bcliavskv M 'Á '/i 1 1 0 '/i Vi 1 5 2-4 2 Jan Timman 'A a V* 0 1 1 Vi 1 4V4+B 5-6 3 Cívula Sax '/j t I Vi V4 Vi V4 Vi 4V4 7-9 4 Jaan Ehlvcsl 0 1 0 c 1 V4 Vi I 1 5 2-4 5 Prcdrag Nikolic 0 0 Vi 0 h Vi 1 V4 Vi 3 13-15 6 Artur Júsúpov 1 '/l M Vi '/i Vi Vi 1 4V4+B 5+ 7 Ulf Andcrsson •/i 0 * I 0 Vi '/i V4 Vi 3V4 11-12 K Jonalhan Sncclman ‘Á K Vi •A '/l 0 1 Vi V4 4 10 9 Zollan Ribli 9 Vi Vi •A V4 0 0 Vi Vi 3 13-15 10 Laios Portisch V4 r 1 Vi Vi 0 0 0 2V4+B 16-17 II Jóhann Hiartarson V4 Vi 0 0 0 V4 I 1 3M 11-12 12 Andrci Sokolov 0 Vi Vi Vi 1 i 1 Vi I 5 2-4 13 Garrv Kasparov Vi I '/i Vi Vi 1 0 r V4 4«/i 7-9 14 Mikhail Tal •A Vi V4 1 1 1 V4 */l « 5V4 1 15 Viktor Korlsnoi Vi 0 Vi Vi 0 I 0 2'/i+ B 16-17 16 John Nunn •A Vi •A Vi V4 Vi Vi 1 V 4V4 7-9 17 Boris Spassky '/i 'Á 0 •A 0 Vi Vi Vi K 3 13-15 18 Marucir Pclursson 0 0 Vi 0 1 0 0 •A 3 2 18 Úrsllt < 8. Umferð Margcir Pclursson - (íarry Kasparov Vi-'/i Mikhail Tal - Andrci Sokolov Vi-Vi Viklor Korlsnoj - Jóhann Hjarlarson 0-1 John Nunn - Lajos Portisch 1-0 Boris Spasskv - Zoltan Rihli Vi-Vi Alcxandcr Bcljavskv - Jonathan Speelman 'A-Vi Jan Timman - Ulf Andcrsson 1-0 (ivula Sax - Artur Júsúpov 'A-Vi Jaan Ehlvcsl - Prcdrag Nikolic 1-0 9. úrafrrð Prcdrag Nikolic - Margcir Pctursson Artur Júsúpov - Jaan Ehlvcsl Ulf Andcrsson - (iyula Sax Jonalhan Spcclman - JanTimman Zoltan Ribli - Alcxandcr Bcljavsky Lajos Portisch - Boris Spassky Jóhann Hjartarson - John Nunn Andrci Sokolov - Viktor Kortsnoj Garry Kasparov - Mikhail Tal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.