Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Skrifstofutæknir Eitthvað fyrir þig? Næsta námskeið hefst 20. október Nánari upplýsingar veittar í símum 687590 og 686790 TÖLVUFRÆÐSLAN Borgartúni 28. Enn um ljóð og ómemiingu Síðastliðinn miðvikudag birti Guðmundur Guðmundarson framkvæmdastjóri skrif í Morg- unblaðinu þar sem getið er Ljóða- árbókar 1988 sem kom út í vor. Er skemmst frá að segja að fúkyrðaflaumurinn í skrifum mannsins er slíkur að vart örlar á vitglóru í greininni og er öllu vendilega við snúið. Minnir það agnarögn á frægan riddara sem barðist af fullkomnu tilgangs- leysi við vindmyllur í líki hræði- legra þursa (sjá ritnefnd Ljóðaár- bókar), en þó er sá munur helst- ur að riddarinn hugprúði brá vopni sínu af nokkrum stórhug og göfgi en í skrifum Guðmundar mun helst að finna hroka og drembilæti. Raunar eru það fím að enn skuli uppi það viðhorf sem í nafni hefðbundins skáldskapar réðst með ofstopa gegn nútímaljóðlist á tímum atómskáldanna fyrir u.þ.b. hálfri öld. Lýsa því hug- myndir Guðmundar fomeskju og skelfílegri takmörkun. Eða veit ekki maðurinn að allt er breyting- um háð? Að allt fram streym- ir... og það sem yljar í ómi brag- anna er breytilegt á öllum tímum? Og að stundum kyndir skáld- skapurinn svo undir að mönnum verður ekki vært, og á ekki að verða vært (samanber Guð- mund?), að markmið hans er ekki að svæfa hugsun mannsins, vagga honum í slíka ró að hann gieymi sjálfum sér og lífínu í kringum sig, heldur takist á við hið mennskasta í sjálfum sér af einurð og heiðarleika til að opna því leið til annarra. Þyki Guðmundi Guðmundar- syni á það skorta í ljóðum skáld- anna í Ljóðaárbók 1988 væri ef til vill ráð fyrir hann að spyija tímana og, ef honum er fyrirmun- að að skilja þá, að lesa gömlu skáldin betur og leita þar svara varðandi lífsgátuna, í staðinn fyrir að afneita því sem er, og enginn fær um breytt, á jafn- klökkan hátt og raun ber vitni. Því honum mun aldrei takast að koma hauspoka á skáldskapinn þótt hann reyni að afhausa þessa ritnefnd, og eitt frægasta skáld Perú að auki, með þeim ráðum sem fátækt andans innblæs hon- um ásamt ómenningu hugarfars og innrætis. Berglind Gunnarsdóttir, Kjartan Árnason, Jó- hann Hjálmarsson. Höfundar voru í ritnefnd Ljóða- árbókar 1988. Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn. Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður. Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður. Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu. Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum 695670 og 695500. Veriðvelkomin. Garðar Garðarsson Námskeið í hugarþjálfún FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN Æsir stendur þessa dagana fyrir fræðslustarfsemi i Bolholti 4. Um er að ræða kvöldnámskeið í hug- arþjálfun sem haldin eru einu sinni i viku í fjórar vikur. Nám- skeiðið nefinist Hugefli og byggir á nýjustu rannsóknum í dá- leiðslu, djúpslökun, tónlistar- lækningum og beitingu ímyndun- araflsins. Námskeiðin eru haldin með það fyrir augum að efla starfsemi hug- ans, m.a. til að takast á við reyking- ar, offitu, einbeitni, taugaspennu, kvíða, áhyggjur o.fl. Útbúin hefur verið sérstök djúpslökunar tón- snælda. Sálfræðingar hafa einnig mælt með notkun hennar fyrir þá sem þjást af taugaspennu og svefn- leysi. Leiðbeinandi námskeiðsins er Garðar Garðarsson. Hann var einn af stofnendum Þrídrangs og fram- kvæmdastjóri mótsins Snæfellsás ’87. Hann hefur lagt stund á dá- leiðslu í Bandankjunum, auk þess að hafa Ieiðbeint, túlkað og tekið þátt í margskonar námskeiðum um heildræn málefni, bæði á Íslandi og erlendis. Námskeiðið er unnið í samvinnu Rósakrossreglu íslands og Gulu línunnar. (Fréttatilkynning) IMOKIA A1IKLIG4RDUR MARKAÐUR VIDSUND NÚ FRÁ AÐEINS KR. 46.200,- STGR. UMBOÐ: HLjÓMVER AKUREYRI. OPTSMA ÁRMÚLA 8 - SÍMAR84900, 688271 ER NAFNIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.