Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 9
ISL WSXA AUCl ÝSISCASTUfAS Hf MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 FÆRÐ VARLA FYRIRHAFNARLAUSARI VEXTI EN Á SKAMMTÍMABRÉFUM. SKYNSAMUR VELUR ÞVÍ SKAMMTÍMABRÉF. Peningar sem þú þarft að grípa til fljótlega geta aflað þér áður óþekktra tekna. Séu þeir geymdir á Skamm- tímabréfum bera þeir 7-9% vexti umfram verðbólgu. Þó er féð laust án innlausnargjalds. Skammtímabréfin afla þér allt að fjórfalt hærri vaxta en venjuleg bankabók og samt geturðu gripið til fjárins þegar þú þarft á að halda. Skynsamur velur því Skammtímabréf. Skammtímabréf eru bæði ætluð einstaklingum og fyrirtækjum og fást jafnt fyrir lágar upphæðir sem háar. Um hvað er fjallað hér að ofan? Allt að fjórfalt hærri vexti handa þér, 7-9% umfram verðbólgu, örugga ávöxtun fjár sem þú þarft að nota fljótlega, auðvelda innlausn, engan aukakostnað - einföld og örugg Skammtíma- bréf Péningamarkaðssjóðsins. KAUPÞING HF Húsi vers/unarinnar, stmi 686988 ajii „Banvænar afleiðingar“ Á vegum sovéska sendiráðsíns og Maríu Dorsteinsdóttir er blaðið Fréttir frá Sovétríkjun- um gefið út á íslensku. Þar birtist í 15.-16. tölu- blaði 1988 grein eftir Dmitrí nokkum Ard- amtskí, sem ber yfir- skriftina: Friðsamleg sambúð, ekki stéttabar- átta. Þar segir á einum stað: „Nú er rætt um hvort Sovétríkin hafi í raun fylgt stefiiu „friðsam- legrar sambúðar". Ann- arsvegar var stefiia ut- anríkisráðuneytisins, þar sem reynt var að koma á siðmenntuðum sam- skiptum við kapítalísk ríld. Hinsvegar var yfir- lýsing Komintem, þar sem sagði að Október- by ltingin í Rússlandi væri „upphaf heimsbyltingar- innar“. Og eftir dauða Stalíns var litið á frið- samlega sambúð ríkja sem form stéttabaráttu, og sagt að það yrði að vinna sigur í þeirri stétta- baráttu. Á kjamorkuöld getur slík túlkun á friðsamlegri sambúð haft banvænar afleiðingar . . Hvað felst í hinum til- vitnuðu orðum? í stuttu máli það, að stefiia „frið- samlegrar sambúðar" eins og hún hefur verið túlkuð af ráðamönnum Sovétríkjanna til þessa og ráðið hefiir ferðinni í samskiptum þeirra við önnur ríki, gæti haft „banvænar afleiðingar“ við núverandi aðstæður í veröldinni — hvorki meira né minna. Þótt varað hafi verið við hætt- unum af utanríkis- og heraaðarstefhu Sov- étríkjanna hér í Morgun- blaðinu hefiir ekki verið kveðið svona fast að orði um hana eða afleiðingar hcnnar um langt árabil. Þeir sem ávallt em til- búnir til að rísa upp til varaar Sovétríkjunum hefðu áreiðanlega talið Júgóslavia: Spáir kommúnisman- um falli innan tíu ára „Morgunblaðslygi“ og „Rússagrýla“ Þeir sem fylgst hafa með umræðum um íslensk stjórnmál og sérstaklega deilum um utanríkismál hér á landi um langt árabil þekkja hefðbundna merkingu orða eins og „Morgunblaðslygi" og „Rússagrýla". Þau hafa einkum verið notuð af þeim, sem vilja hlut Sovétríkjanna og heimskommúnismans sem mestan og bestan. Hafa orðin verið notuð annars vegar um frásagnir Morgun- blaðsins af óhæfuverkum kommúnista í Sovétríkjunum og hins vegar um varnaðar- orð þeirra, sem hafa bent á hættulegar af- leiðingar þess ef menn sofnuðu á verðinum andspænis þessum hættum. Nú kemur það úr hinni einkennilegustu átt, eða beint frá Moskvu, að hvorki hér né annars staðar hafi menn notað of sterk orð í lýsingum sínum á harðstjórn, spillingu, blóðbaði og illum áformum Sovétleiðtoga. Er staldrað við þetta í Staksteinum í dag. það enn eina „Morgun- blaðslygina“ og enn eitt dæmið um „Rússagrýlu" éf þvi hefði verið haldið á loft að túlkun og fram- kvæmd þeirrar sovésku stefiiu sem kennd er við „friðsamlega sambúð" gæti haft „banvænar af- leiðingar". Ollum sem láta sig ör- yggis- og vamarmál ein- hveiju skipta hefiir verið Ijóst um langt árabil að vígbúnaður Sovétrikj- anna er langt umfram það sem nauðsynlegt er til að veija landið og áherslan á hann bendi því ekki til annars en undirbúnings undir ann- að en vamaraðgerðir. Hefiir einmitt verið minnt á í sömu andrá að „heimsbylting" og sigur í „stéttabaráttu" séu enn á dagskrá þjá Kremlveij- um, hvað sem lfði talinu um „friðsamlega sam- búð“. Þessar skoðanir liafa síður en svo átt upp á pallborðið hjá þeim, sem líta á vamarvið- búnað Vesturlanda sem helstu ógnunina við heimsfriðinn. Hafa þeir sem þannig tala helst barist fyrir einhliða af- vopnun Vesturlanda. Á sínum tíma sagði Júríj Andropov, þáverandi Sovétleiðtogi, að Sovét- menn væm ekki þau böm að afvopnast ein- hliða. Nú segja þeir sem telja verður málpípur Gorbatsjovs og hans manna, að þeir hafi haft rétt fyrir sér á Vestur- löndum, sem varað hafa við „banvænum afleið- ingum" sovéskrar ut- anríkisstefhu. Hafo þeir boðað nýjar fyrirætlanir sem beðið er að verði að veruleika í samningum um afvopnun eins og Manfred Wöraer sagði í Morgunblaðsviðtali, sem birtist á sunnudaginn. Fafl kommún- ismans Hin tilvitnuðu orð úr Fréttum frá Sovétríkjun- um em enn ein staðfest- ingin á því yfirlýsta markmiði Kremlveija að breiða kommúnismann út um heim allan. Þeir gera sér nú á timum grein fyrir því að það verður ekki gert nema með hervaldi og hernað- arátök milli austurs og vesturs þýddu gjöreyð- ingu. Værí sú skoðun nú efst á baugi meðal fylgis- manna Gorbatsjovs, að útbreiðsla heimskomm- únismans hefði „ban- vænar afleiðingar", ef Vesturlönd hefðu ekki gripið tíl gagnaðgerða? Myndu þeir þá ekki nú eins og áður beita valdi tíl að koma sem fiestum undir hið kommúníska ok? Svari hver fyrir sig. Deilan um það, hver hóf kalda stríðið, kann að þykja marklítíl nú á tímum. Hún skiptir þó máli í sögulegu tilliti meðal annars þegar litíð er yfir hin miklu átakaár um utanríkismál í ís- landssögunni. Aflýúpan- ir í Sovétríkjunum renna enn frekari stoðum undir þá skoðun að kalda stríðið eigi upphaf sitt þar en ekki á Vesturlönd- um. Á árum kalda stríðsins ritaði Júgóslav- inn Milovan Djilas, sem var handgenginn Titó og sat fimdi méð Stalín, bók- ina Hin nýja stétt og var hún gefin út á íslensku á sjötta áratugnum. Þar lýsti hann því, hvemig valdakerfi kommúnism- ans hefði þróast og skap- að nýja yfirstétt er færi með alþýðuna að eigin skapi. I Morgunblaðinu i gær er svo sagt frá því, að Djilas sé sannfærður um að Júgóslavar hverfi frá kommúnismanum innan tiu ára. Það sem nú sé að gerast i Júgó- slaviu sé upphafið að endalokum kommúnism- ... Nú er rétti tíminn til að kanna stöðu spariskírteina ríkissjóðs. Að öðrum kosti gætirðu misst af góðum ávöxtunarmöguleikum. Láttu tTtvegsbankann aðstoða þig við innlausn og endurnýjun þeirra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.