Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Sala á greiðslukortanótum: Vaxtakostnaður tæplega helm- ingur af 7% aflnllum á mánuði AFFÖLL af sölu á greiðslukortanótum geta orðið um 7% á mánuði ef þóknun lánastofiiana og gjald til greiðslukortafyrirtælga er reikn- að með. Ávöxtun á þessum lánum er mismunandi, en er til dæmis í Búnaðarbankanum sú sama og á almennum skuldabréfúm. Vaxta- kostnaður í fyrrnefiidu dæmi er til dæmis aðeins um 3% af 7% af- follum alls. Ein helsta ástæðan fyrir miklum viðskiptum með greiðslukortanótur nú mun vera sú að kaupmenn vilji leysa út reiðufé til að fá staðgreiðsluafslátt hjá heildsölum, að sögn Magnúsar E. Finnssonar, framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna. Mismunandi er hve afföll af sölu á greiðslukortanótum eru mikil og fer það einkum eftir því hve há gjöld viðkomandi fyrirtæki greiðir til greiðslukortafyrirtækjanna. Ef afföllin eru 7% á 30 dögum myndi það skiptast þannig að 3% er gjald til greiðslukortafyrirtækjanna, 1% er í þóknun til lánastofnunar og 3% í vexti til íjármagnseigenda, Sam- kvæmt upplýsingum frá Pétri Blöndal hjá Kaupþingi hf. Dagvext- ir væru 0,1%, sem þýddi um 45% ávöxtun á ári. Þessi ávöxtunarkráfa hefði farið lækkandi eftir því sem almennir vextir og verðbólga færu lækkandi. Útvegsbankinn og Búnaðarbank- inn munu vera hvað umfangsmestir í kaupum á greiðslukortanótum, auk fjármögnunarfyrirtælqanna. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnað- arbankans, sagði að bankinn hefði byijað að kaupa greiðslukortanótur á fyrra ári, vegna óska frá við- skiptavinum. Afföll væru breytileg eftir dagafjöida, en þau væru alls ekki óeðlileg, þar sem ávöxtunar- krafa væri eins og á almennum skuldabréfum, sem væri nú 21,5%. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, sagði að fyrir nokkrum vikum hefði verið gerð 55% ávöxtunar- krafa í þessum viðskiptum, sem væntanlega hefði lækkað eitthvað vegna vaxtalækkana. Ofan á þetta legðist síðan 1% þóknunargjald bankanna á viku og það gjaid sem greiðslu kortafyrirtækin krefðust. Magnús sagði að ein helsta ástæðan fyrir sölu á greiðslukorta- nótum væri sú að margir smásalar þyrftu að Ieysa út reiðufé til að fá staðgreiðsluafslátt hjá heildsölum. Þessi viðskipti væru afleiðingar af því ófremdarástandi sem skapast hefði í smásöluversluninni, þar sem kaupmenn þyrftu að lána þessar vörur í allt að sex vikur. Notkun greiðslukorta hlyti að hækka vöru- verð, en þess hefði þó ekki gætt mikið vegna þess að samkeppni í matvöruverslun væri svo gífurleg að álagning hefði lækkað. „Það er dálítið einkennilegt með greiðslukortaviðskipti að það er sá sem lánar sem borgar kostnað og vextina, en ekki sá sem tekur lán- ið. Þetta stríðir í sjálfu sér á móti öllum venjulegum lögmálum i við- skiptum og verslun og þrengir mjög að rekstri þess sem lánar og bindur hans fé,“ sagði Magnús. Pétur Blöndal hjá Kaupþingi hf. sagði að fyrirtæki sem ekki seldu sínar greiðslukortanótur þyrftu engu að síður að greiða gjaldið til greiðslukortafyrirtækjanna, sem væri um 1,5 til 3%. Spumingin væri þá einungis um þau 4% eða minna á mánuði sem fjármagnseig- endur og miðlarar fengju í sinn hlut. Menn fengju andvirði greiðslu- kortanótnanna greitt 20 til 50 dög- um fyrr en ella og því væri hægt að líta á þessi viðskipti sem stað- greiðsluafslátt af peningum. Loðnuveiðín dottin niður Loðnuveiðin er nú dottin niður að nýju. Smá kippur kom í hana á mánu- og þriðju- dag, en í gær hvarf hún aftur. Aðeins eitt skip, Hólmaborg SU, hélt til lans í gær með afla. Hún fór heim til Eskifjarðar með 1.150 tonn og hafði að minnsta kosti fengið 1.100 fyrir gærdag- inn. Skipin reyndu lítils háttar fyrir sér í fyrrinótt og gærmorg- un, en köstin gáfu lítið sem ekk- ert af sér. Veður hefur verið gott á miðunum norður af Strandagrunni, en loðnan veiðist ekki þrátt fyrir það. VEÐUR v V IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veöurspá kl. 16.15 í gær) VBÐURHORFUR í DAG, 13. OKTÓBER YFIRLIT í GÆR: Lægð á suðvastur Grænlandshafi og skil að nálg- ast úr suövestri. SPÁ: Fremur hæg suðvestanátt með smá skúrum um vestanvert landið en úrkomulaust í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTÚDAG: Vaxandi sunnan- og suðaustanátt og hlýn- andi veður. Súld eða rigning á Suöur- og Vesturlandi en þurrt ann- ars staöar. Léttskýjað norðaustanlands. HORFUR Á LAUGARDAG: Suðaustanátt og rigning víða um land. Hiti 6—12 stig. TÁKN: x Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- A stefnu og fjaðrirnar Heiðskírt vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 'Cm Léttskýjað / / / / / / / Rigníng A / / / 1i> Mál,skýjað * / * Skýiað / * / * Slydda / * / * * r-\A,skýiað * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus y Skúrir * V Él — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur |T Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tima httl veður Akureyri 6 léttskýjað Reykjavik 7 úrk. í gr. Bergen ð lóttskýjaö Helsinki 7 léttskýjað Kaupmannah. 10 rigning Narssarssuaq +1 skýjað Nuuk +1 snjókoma Oslö 8 skýjað Stokkhólmur 9 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Algarve 18 skýjað Amsterdam 14 skýjað Bareeiona 22 léttskýjað Chicago +1 léttskýjað Feneyjar 18 þokumóða Frankfurt 12 rigning Glasgow 10 rigning Hamborg 10 rignlng Las Palmas 28 skýjað London 14 skúr Los Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 12 rigning Madríd 14 skýjað Malaga 20 skýjað Mallorca 24 iéttskýjað Montreal 4 skýjað Now York 6 léttskýjað París 16 hélfskýjað Róm 23 þokumóða San Diego 18 alskýjað Winnipeg +2 skýjað Saltað á 11 plönum í gær - von er á Sovétmönnum til við- ræðna um miðjan mánuð SALTAÐ var a 11 plönum í gær á svæðinu frá Vopnafirði suður að Djúpavogi. Búizt var við því að saltað yrði í um 2.500 tunnur og heildin að loknum fyrstu þremur dögunum yrði því um 6.500 tunnur. Veiðin hefur gengið vel og eru dæmi um að sami báturinn hafí landað tvívegis á einum sólarhring, enda er stutt á miðin. Nú er aðeins saltað fyrir Svía og Finna, enda hafa samningar við Sovétmenn ekki tekizt. Þeir eru seint á ferðinni eins og undanfarin ár. Von er á mönnum frá Sovrybflot um miðjan mánuð- inn. Enn er því ekki ljóst hvort þeir hafa aflað sér heimildar til að semja um kaup á meiru en þeim 100.000 tunnum, sem þeir höfðu heimild til á síðasta samninga- fundi. Fulltrúar Sovrybflot munu einnig í þessari ferð ræða um mögu- leg kaup á 3.000 tonnum af freð- físki til viðbótar því, sem áður hef- ur verið samið um fyrir þetta ár. Loks munu þeir undirbúa kaup á lagmeti fyrir næsta ár. Morgunblaðifl/Ingvar Guðmundason Bifreiðin, sem valt í Svínahrauni, er talin ónýt, en ökumaður hennar slapp með lítils háttar áverka. Svínahraun: •• Okumaður slapp lítt meiddur úr bílveltu SNEMMA I gærmorgun valt bifreið á Suðurlandsvegi, i Svína- hrauni. Ökumaðurinn, sem var einn á ferð, slapp með lítils háttar áverka, en bifreiðin er talin ónýt. Lögreglunni á Selfossi barst til- kynning um veltuna kl. 7.55. Þegar hún kom á staðinn var ökumaður horfínn á braut og reyndist hann hafa fengið far með annarri bifreið á lögreglustöðina í Árbæ. Þaðan var hann fluttur á slysadeild til rannsóknar, en meiðsli hans voru talin lítils háttar. Mikil hálka var á þessum slóðum og annað óhapp varð skömmu síðar. Ókumaður, sem sá bifreiðina úti í hrauni, stöðvaði til að kanna hvort einhveijir væru i henni. Þá bar að aðra bifreið og tókst ökumanni hennar ekki að stöðva í hálkunni, svo bifreið hans rann aftan á þá kyrrstæðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.