Morgunblaðið - 13.10.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 13.10.1988, Qupperneq 55
55 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Mm FOLK ■ RON Atkinson var í gær ráð- inn þjálfari spænska félagsins At- letico Madríd. Atkinson fékk 39 millj. ísl. kr. fyrir að skrifá undir tveggja ára samning. Þá borgaði spænska félagið WBA 546 þús. kr. fýrir að Atkinson var leystur frá störfum frá félaginu. Colin Addi- son, fyrrum aðstoðarmaður Atkin- son hjá Man. Utd., og fyrrum þjálf- ari Vigo á Spáni, verður aðstoðar- maður Atkinson i Madríd. ■ HOWARD Wilkinson byijaði á því að reka Norman Hunter úr starfí sem aðstoðarframkvæmda- stjóra Leeds, þegar hann kom til félagsins. Willdnson sagði að hann vildi velja sjálfur þann mann sem sæti við hliðina á sér hjá Leeds. ■ SPÁNN og Argentína gerðu jafritefli, 1:1, í 75 ára afmælisleik spænska knattspymusambandsins í Sevilla í gærkvöldi. 70.500 áhorf- endur sáu Emilio Butragueno skora fyrst fyrir Spán, en Claudio Caniggia jaftiaði fyrir Argentínu. ■ BAYERNMiinchen og Dort- mund gerðu jafntefli, 1:1, í Bun- desligunni í gærkvöldi. ■ SVÍÞJÖÐ og Portugal gerðu jaftitefli, 0:0, í vináttuleik sem fór fram í grenjandi rigningu í Gauta- borg í gærkvöldi. ■ JUVENTUS vann stórsigur, 5:0, yfír Galati frá Rúmeníu í UEFA-bikarkeppninni í gærkvöldi. De Agostini, Laudrup, Altobelli og Barros, tvö, skorðu mörkin. ■ JOE Miller tiyggði Celtic sig- ur, 1:0, yfír Dundee Utd. í skosku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Ally McCoist skoraði sigurmark, 1:0, Rangers gegn Hibs. ■ BRASILÍUMENN lögðu Belgíumenn að velli, 2:1, í vináttu- landsleik í Antverpen í gærkvöldi. Geovani, fyrirliði Brasilíumanna, skoraði bæði mörk þeirra - annað beint úr aukaspymu, en Leo Cly- sters skoraði fyrir heimamenn. 15.000 áhorfendur sáu leikinn. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Júgóslavinn Djuricic ráðinn þjálfari Þórs? ÞÓRSARAR á Akureyri eiga nú í viðræðum við júgóslav- neskan þjáffara, Milan Djuricic, og er hugsanlegt að hann taki við þjálfun 1. deild- arliðs félagsins í knattspyrnu. Djuricic er fyrrum atvinnu- maður í knattspymu, en hef- ur stundað þjálfun undanfarin 12 ár. Hann er um fertugt. Djuricic þjálfar nú 2. deildarliðið Osijek, sem er frá samnefndum bæ í aust- urhluta Júgóslavíu — nálægt Ungveijalandi. Sigurður E. Amórsson, for- maður knattspymudeildar Þórs, fór til Osijek á dögunum og ræddi við Djuricic. „Mér leist mjög vel á manninn. Hann kemur fljótiega til landsins til frekari viðræðna við okkur. Ég ræddi reyndar við fleiri í ferð minni, þannig að ég er með fleiri í sigtinu, en Djuricic er sá sem við ræðum fyrst við — og ég geri mér vonir um að við ráðum hann,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Júgóslavi, sem búsettur er hér á landi, Uros Ivanovic, hefur haft milligöngu í þessu máli. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að Djuricic hefði starfað við þjálf- un landsiiðs Júgóslava skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, og hefði Miljan Miljanic, landsliðsþjálfari Júgóslava, nú boðið honum að taka að sér þjálfun liðsins. Djuricic hefði hins vegar neitað boðinu, vildi breyta til. Ivan Golac Ivanovic hefur verið í sambandi við annan Júgóslava, sem hefur áhuga á að þjálfa hér á landi. Það er Ivan Golac, sem knattspymu- unnendur muna eflaust vel eftir. Golac, sem er 35 ára, lék fyrir nokkram áram með Southampton á Englandi, en þjálfar nú í Júgó- slavíu. Að sögn Ivanovic hefur hann mikinn áhuga á að koma hingað til lands, þjálfa, og leika með í eitt keppnistímabil. Golac var sterkur vamarmaður, hægri bakvörður. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Júgóslavíu, 318 leiki fyrir Partizan Belgrad og 144 leiki fyrir Southampton. HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ Bogdan Kowalczyk áfram Framkvæmdastjóm Handknattleikssambands íslands kom saman í gær- kvöldi. Mikið var rætt um árangur landsliðsins á Ólympíuleikunum í Seoul og ffamtíð landsiiðsins, en aðeins era fímm mánuðir þar til ísland tekur þátt í B-keppninni í Frakklandi. Einnig var rætt um þjálfaramál. Niður- staða fundarins var sú að stefna ætti að því að Bogdan yrði áfram með lið- ið fram yfír B-keppnina, þar sem lftill tími er til steftiu. Þá var rætt um að ráða þyrfti þjálfara sem fyrst - sem tæki við starfí Bogdans, því að eftir B-keppnina væra aðeins níu mánuðir í A-keppnina í Tékkóslóvakíu, þannig að tíminn er einnig naumur ef íslenska landsliðið nær að tiyggja sér farseðilinn til Tékkóslóvakíu. Fundarmenn vora sammála því að nýi þjálfarinn þyrfti að fylgjast með undirbúningi fyrir B-keppnina, þann- ig að hann myndi kynnast leikmönnum íslenska landsliðsins. KNATTSPYRNA / U-18 Ódýr mörk í Dublin [slenska unglingalandsliðið tapaði fyrir írum ÍSLENSKA unglingalandsliðið tapaði fyrsta leik sínum gegn írum í undankeppni Evrópu- mótsins í knattspyrnu, 0:3, í Dublin í gær. írar réðu ferðinni í leiknum en mörk þeirra voru ódýr. Leikurinn byijaði með þungri sókn íra og Islendingar máttu teljast heppnir að fá ekki á sig mark strax í byijun. íslendingar ■BBí fengu hinsvegar eitt FráColin gott færi er Arnar Fteedá Grétarsson skaut iriandi framhjá af stuttu færi. Fyrsta markið kom á 16. mínútu. Pal Bome fékk boltann eftir vam- armistök og skoraði auðveldlega. íslendingar byijuðu mjög vel í síðari hálfleik og vora nálægt því að jafna. Ríkharður Daðason skall- aði framhjá og átti skömmu síðar skot framhja'úr góðu færi. Þá mátti ekki miklu muna að írar skor- uðu sjálfsmark en skot vamar- manns, að eigin marki, fór rétt framhjá. Á 69. mínútu fengu írar víta- spymu eftir að Þorsteinn Bender hafði brotið á Alan O’Sullivan í víta- teig. O’Sullivan skoraði sjálfur úr vítaspymunni. Skömmu síðar komst Amar Gunnlaugsson í gott færi en skallaði framhjá. Þriðja markið kom svo á 72. mínútu og var það sjálfsmark. O’Sullivan gaf fyrir markið og Ás- KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ „Við vorum grýttir áður en leikurinn hófst“ - sagði Atli Eðvaldsson, sem var óhress með alla framkomu Tyrkja fyrir og í leiknum í Istanbul „ÞETTA var sannkallað stríð - bæði utan vallar sem innan. Ég hef aldrei lent í öðru eins og hefur maður farið f gegn- um ýmis ævintýri,“ sagði Atli Eðvaldsson, fyrirliði fslenska landsliðsins, eftir leikinn f Ist- anbul. Atli sagði að stríðið hafi byrjað með þvf að Tyrkir hafi boðið upp á ýmsar sögu- legarferðir með rútum, þann- ig hætt var við æfingu daginn fyrir leikinn. Þetta var aðeins forsmekkur- inn á því sem átti eftir að gerast inn á vellinum. Þegar við hlupum inn á voram við hreinlega grýttir - steinum, smápeningum og ýmsu drasli var kastað í okk- ur, þegar við voram að hita upp og einnig fengu þeir sem sátu á varamannabekknum ýmsar send- ingar. Inn á vellinum var hrækt á okkur og leikmenn Tyrklands fengu að leika ýmsar kúnstir í skjóli dómarans, sem var mjög slakur. Þegar Guðni Bergsson var eitt sinn að sækja knöttinn fyrir framan varamannabekk Tyrkja, var hann felldur á hlaupabrautina og hámark raddamennskunnar var þegar Savas skallaði í andlitið á Gunnari Gíslasyni, rétt áður en vítaspyman var dæmd á okkur. Dómarinn lokaði augunum fyrir því atviki og einnig þegar einn leikmanna Tyrklands rauk í Guðna Bergsson og sló hann,“ sagði Atli Eðvaldsson og hann bætti síðan við: „Við fengum ekk- ert að drekka eftir leikinn, en fyrir leikinn óskuðum við eftir því að gosdrykkir væra tilbúnir inn í búningsklefa okkar strax að leik loknum. Það var gert allt til að pirra okkur fyrir leik, í leiknum og eft- ir leikinn. Framkoma Tyrkjana var óþolandi. Við munum eftir henni þegar Tyrkir sækja okkur heim að ári. Það á að gera þessum körlum lífið leitt þegar þeir heim- sækja Reykjavík,“ sagði Atli Eð- valdsson. geir Baldursson sendi boltann í eig- ið mark. Völlurinn var mjög þungur og háll og erfítt að hemja boltann. íram gekk þó betur endc með mjög sterkt lið. Sigurður Sigursteinsson og Hall- dór Kjartansson léku mjög vel í gær og einnig Amar Gunnlaugsson sei " kom inná sem varamaður. „Við áttum von á sterku liði íra og þó að við höfum lagt okkur alla fram vora írar sterkari. Þeir eru í betri líkamlegri æfíngu og knatt- spyma þeirra er í öðram gæða- flokki,“ sagði Láras Loftsson, þjálf- ari íslenska liðsins eftir leikinn. „Mörkin vora mjög ódýr og við blátt áffarn gáfum íram sigurinn. En ég vona að við náum að standa ökkur betur í næsta leik gegn Búlgaríu," bætti Láras við. ENGLAND Sheff. Wed.- úr leik Sigurður Jónsson og félagar í Sheffield Wednesday era úr leik í enska deildarbikamum í knattspymu. Sheffíeld sigraði Blackbum í gærkvöldi, 3:1, en það var ekki nóg því Blackbum komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Liverpool sigraði Walshall 3:1 á útivelli. Ian Rush skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool eftir að hann kom aftur til liðsins frá Ítalíu. John Bames og Jan Mölby skoraðu einnig fyrir Liverpool. Tommy Gaynor skoraði þrennu fyrir Nottingham Forest sem sigr- aði Chester 4:0. Það sama gerði Brian McClair fyrir Manchester United sem sigraði Rotherham 5:0. Biyan Robson og Steve Brace skor- uðu sitt markið hvor. Arsenal sigraði Hull 3:0. Alan Smith gerði tvö mörk og hefur því skorað 11 mörk í vetur. Úrslit í 2. umferð enska deildarbikarsins, síðari leikir, samanlögð úrslit f svigum: Arsenal-Hull.............. 3:0 (5:1) Aston Villa-Birmingham.......5:0 (7:0) Chelsea-Scunthorpe...........2:2 (3:6) Chestcr-Nottingham Forest...0:4 (0:10) Leeds-Peterborough...........3:1 (5:2) Manchester United-Rotherham..5:0 (6:0) Newcastle-Sheffíeld United...2:0 (2:3) Plymouth-ManchesterCity......3:6 (3:7) Scarborough-Portsmouth.......3:1 (5:3) Walsall-Liverpool............1:3 (1:4) West Ham-Sunderland.........2:1 (5:1) Wimbledon-Bamsley............0:1 (2:1) Bradford-Reading.............2:1 (3:2) Brentford-Blackbum................4:3 (6:6) Crystal Palace-Swindon.......2:0 (4:1) Sheffield Wednesday-Blackpool ....3:1 (3:3) (Blackbum áfram á utimörkum.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.