Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.10.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988 Stjórn eða stjómleysi Hrun sjávarútvegsins óþarft eftirLilju Mósesdóttur Ekki er hægt að skýra vanda sjávarútvegsins með því að einblína aðeins á mistök einstakra fyrir- tækja. Stjóm og jafnvel stjómleysi efnahagsmála hafa bein og óbein áhrif á afkomu sjávarútvegsins. Fyrirhyggjuleysi stjómvalda á upp- gangstímabilinu 1983—1988 hefur leitt efnahagslíf þjóðarinnar í slíkar ógöngur að neyðarúrræða er þörf ef bjarga á undirstöðuatvinnugrein landsmanna frá hmni. Draga hefði mátt úr röskun efnahagslífsins ef framsýni hefði verið sýnd í stjóm peninga- og ríkisflármála á meðan á síðustu uppsveiflu í sjávarútvegi stóð. Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að samdráttur að loknu góðæri ríkir í íslensku efna- hagsiífl. Ýmsar leiðir hafa verið ræddar til að laga hagkerfíð að breyttum ytri og innri aðstæðum, þ.e. að lækkandi verði sjávarafurða og minnkandi heildarafla. Sam- kvæmt hagfræði frjálshyggjunnar ættu þessar umræður að vera óþarf- ar þar sem markaðsöflin sjá um að laga hagkerfíð að breyttum aðstæð- um. Hið fullkomna markaðshag- kerfl ftjálshyggjunnar, sem aðeins er til í kennslubókum hagfræðinn- ar, bregst t.d. við samdrætti með sjálfkrafa lækkun launa og verð- lags. Slík sjálfvirk aðlögun hag- kerfísins hefur ekki átt sér stað hér á landi m.a. vegna tregðu launþega- hópa, sem leitt hafa launaskriðið á undanfömum ámm, til að taka á sig kjaraskerðingu. Smæð íslenska markaðarins og ijarlægð hans frá öðmm löndum hefur ennfremur gert þjónustu- og innflutningsfyrirtælgum kleift að hækka verð sitt umfram launa- hækkanir. Ef litið er á hversu víðtækar efnahagstillögur stjómar- flokkanna em mætti ætla að síðasta hagsveifla sem borin var uppi af sjávarútvegi frá 1983 til 1988 hafi orsakað umtalsverða röskun í íslensku efnahagslífi. Sú spuming vaknar þess vegna hvort draga hefði mátt úr þessari röskun með virkri stjóm peninga- og ríkisfjár- mála og minnka þannig krepputil- hneigingar hagkerflsins að afloknu góðæri. Góðæríð Umræður um fyrirbyggjandi að- gerðir í efnahagsmálum hafa verið litlar hér á landi undanfarin ár, þótt ljóst hafí verið að góðæri það sem íslenskt efnahagslíf hefur notið yrði ekki til frambúðar. Hylli sú sem frjálshyggjan hefur notið hér á landi á þar sennilega töluverða sök að máli. Góðærið sem hér hefur verið vitnað í hófst 1983 þegar afli fór aftur að glæðast eftir tímabundið hvarf loðnunnar 1982 og samdrátt í þorskveiðum. Á sama tíma og afli jókst, hækkaði verð á Banda- ríkjamarkaði vegna aukinnar eftir- spumar eftir flskafurðum. Gífurleg hækkun á gengi bandaríska gjald- miðilsins gagnvart íslensku krón- unni frá 1981—1985 hækkaði einn- ig afurðaverð til íslenskra físk- framleiðenda. Én það vom ekki bara tekjur sjávarútvegsins sem hækkuðu, olíuverð fór lækkandi á þessu tímabili sem leiddi til lækkun- ar á kostnaði útgerðar. Með þessar staðreyndir í huga er erfítt að skilja og jaftivel hafa samúð með fyrir- tækjum í sjávarútvegi sem nú eiga í eifíðleikum og neyðst hafa til að segja íjölda manns upp störfum. En hvað gerðist — urðu menn í sjáv- arútvegi of bjartsýnir í góðærinu og eyddu um eftii fram? Það má vera að sum fyrirtæki hafí farið út í ótímabærar íjárfestingar, t.d. byggt rækjuverksmiðrjur og em þess vegna að sligast undan flármagns- kostnaði. Einhlít skýring á vandan- um fæst þó ekki með því að ein- blfna aðeins á mistök fyrirtækja innan sjávarútvegsins. Það sem oft gleymist er að stjóm og jafnvel stjómleysi efnahagsmála hafa bein og óbein áhrif á afkomu sjávarút- vegsins. Hver sú efnahagsstjóm, sem ekki tekur mið af því sem er að gerast í sjávarútvegi á upp- gangstímum og þegar samdráttur skellur yfír, eykur á óstöðugleikann í undirstöðuatvinnugrein okkar, sjávarútvegi, og þar með í íslensku eftiahagslífí. Ekki einir á báti íslendingar em ekki einir þjóða um að búa við mjög óstöðugt, þ.e. sveiflukennt, hagkerfi þar sem upp- sveifla í aðalútflutningsgreininni veldur þenslu og síðan samdrætti á öllum sviðum efnahagslífsins. Hag- kerfi þjóða sem byggja afkomu sína á vinnslu staðbundinna hráefna, t.d. steinefnaframleiðslan í Ástralíu og kaffíframleiðslan í Kólombfu, hafa líkt og íslenska hagkerfíð orðið fyr- ir sveiflum sem valdið hafa víðtæk- um breytingum á efnahagslífi þess- ara þjóða. Orsakir sveiflnanna má rekja til aukins framleiðslumagns og hækkandi afurðaverðs á stein- efiium og kaffi. Hagsveiflumar í Ástralíu og Kólombíu einkennast af mikilli þenslu innan þjónustugeir- ans á kostnað útflutningsfram- leiðslunnar og þá sérstaklega iðnað- arframleiðslu. Ókostur slíkrar þró- unar er að framleiðsluþættimir, þ.e. land, vinnuafl og fjármagn, em í auknum mæli notaðir tií framleiðslu fyrir innanlandsmarkað sem gerir síðan hagkerfið háðara einni út- flutningsgrein um öflun útflutn- ingstekna. Slík sérhæfing útflutn- ingsframleiðslunnar veikir mót- stöðu hagkerfisins gagnvart sveifl- um í undirstöðuatvinnugreininni og efnahagslífíð einkennist af tíðum þenslu- og samdráttartímabilum. Alvarlegur fylgifiskur hagsveiflna er hnignun útflutningsframleiðslu og aukinn útflutningur óunnins hrá- efnis. Meginástæða þessarar hnign- unar er að útflutningsgreinamar þurfa að taka á sig sífelldar kostn- aðarhækkanir á uppgangstímum til að keppa við aðrar atvinnugreinar um vinnuafl og fjármagn. Þessum hækkunum er ekki hægt að mæta með verðhækkunum þar sem af- urðaverð ræðst á heimsmarkaði. Þótt íslenska hagkerfið eigi ýmis- legt sameiginlegt með hagkerfum þessara þjóða, skera ísiendingar sig úr hvað viðkemur stjórnleysi í pen- inga- og ríkisíjármálum á tímum mikillar uppsveiflu í undirstöðuat- vinnugreininni. Athyglisvert er að bera saman hvemig kólombfsk stjómvöld bmgðust við uppsveiflu í fram- leiðslu kaffis frá 1975 til 1980 og viðbrögð íslenskra sljómvalda við síðustu uppsveiflu í sjávarútvegi, þ.e. frá 1983 til 1988. Fyrirbyggjandi aðgerðir Fljótlega eftir að ljóst varð að heimsmarkaðsverð á kaffi mundi fara hækkandi vegna uppskeru- brests í mörgum kaffiframleiðslu- löndum gripu kólombfsk stjómvöld til fyrirbyggjandi eftiahagsaðgerða. Tilgangur eftiahagsaðgerðanna var að koma í veg fyrir þá röskun sem tímabundið góðæri í kaffífram- leiðslu mundi valda í efnahagslífí landsins. Megininntak aðgerðanna var að hafa hemil á aukningu pen- ingamagns í umferð til þess að draga úr þensluáhrifum sem óum- flýjanlega fylgja aukningu útflutn- ingstekna. Stór hluti tekjuaukning- ar kaffiframleiðenda var því látinn renna í gjaldeyrissjóð seðlabankans og f verðjöfnunarsjóði. Á sama tíma og útflutningstekjur §órfölduðust, tólffaldaðist gjaldeyrissjóður Seðla- banka Kólombíu, þ.e. frá 1974 til 1980 (Lynda Kamas, í World Deve- lopment, 1986, bls. 1177—1198). Tekjur kaffiframleiðenda hækkuðu þó nokkuð, þannig að kaffifram- leiðslan jókst um 50 prósent. Til að draga úr eftirspumaráhrifum þessarar tekjuáukningar var mikið aðhald í stjóm ríkisflármála og reynt að hefta aukningu peninga- magns í umferð á meðan á upp- sveiflunni stóð. Tekjuafgangur var á ríkissjóði allt tímabilið ef frá em talin upphafs- og lokaár hagsveifl- unnar (sjá töflu). Bindiskylda við- skiptabankanna var hækkuð upp í 46,5 prósent þegar ljóst varð að útlánagleði þeirra leiddi til verulegr- ar aukningar peningamagns (sjá töflu). Kólombískum stjómvöldum tókst þannig að draga úr víxlhækk- unum kaupgjalds og verðlags og þar með úr þeim neikvæðu áhrifum sem slíkar víxlhækkanir hafa á samkeppnisstöðu útflutningsgrein- anna. Neyðarúrræði Eins og minnst var á hér að fram- an, þá voru efnahagsaðgerðir íslenskra stjómvalda á tímabilinu 1983—1988 án sýnilegs takmarks ef frá er talin fastgengisstefnan svokallaða. Þetta fyrirhyggjuleysi hefur leitt efnahagslíf þjóðarinnar í slíkar ógöngur að neyðarúrræða er þörf ef bjarga á undirstöðuat- vinnugrein landsins frá hmni. Á meðan að útflutningstelgur landsmanna tvöfolduðust frá 1983 til 1988, jókst gjaldeyrissjóður seðlabankans aðeins um helming (Seðlabanki íslands, Republic of Lilja Mósesdóttir „Þótt íslenska hagkerf- ið eigi ýmislegt sameig- inlegt með hagkerfum þessara þjóða, skera Islendingar sig úr hvað viðkemur stjórnleysi í peninga- og ríkisQár- málum á tímum mikill- ar uppsveiflu í undir- stöðuatvinnugrein- inni.“ Iceland, 1987). Verðjöfnunarsjóður frystra afurða sem stofnaður var 1969 hefur ekki gegnt upprunalegu hlutverki sínu síðastliðinn áratug. Greitt hefur verið úr verðjöfnunar- sjóði á uppgangstímum í þeim til- gangi að greiða niður hátt hráeftiis- verð útgerðar til hraðfrystiiðnaðar- ins. Lítið var aðhafst af hálfu stjóm- valda með það fyrir augum að draga úr eftirspumaráhrifum sem telgu- aukning sjávarútvegsins hafði í för með sér. Töluverður halli varð á ríkissjóði allt tímabilið nema 1984 (sjá töflu). Á sama tíma og aukning peningamagns í umferð varð meiri en eðlilegt má teljast, voru íjár- magnsviðskipti gefin fijáls. Það er því óhætt að fullyrða að óstjóm peninga- og ríkisflármála hafí auk- ið þensluáhrif tekjuaukningar sjáv- arútvegs og þar með magnað þær grundvallarbreytingar sem tekju- aukningin olli á efnahagslífi lands- ins, þ.e. hnignun útflutningsfram- leiðslu iðnaðar og sjávarútvegs. Tapað góðærí Sjávarútvegurinn varð aðnjót- andi umtalsverðrar tekjuaukningar í upphafi hagsveiflunnar sem kom þó atvinnugreininni að litlum notum af eftirtöldum ástæðum. í fyrsta lagi vegna víxlhækkana verðlags og kaupgjalds sem stöfuðu af auk- inni eftirspum aðila sjávarútvegs eftir Qárfestingarvörum, neysluvör- um og þjónustu. Hluti þeirrar telg'u- aukningar sem sjávarútvegi áskotn- aðist rann því til atvinnugreina er besta aðstöðu höfðu til þess að hækka verð sitt og hins vegar til ljármögnunnar launaskriðs sem þessar greinar stýrðu. í öðru lagi hefur mikil skammsýni ríkt í sjávar- útvegi á undanfömum ámm. Farið hefur verið út í fj ármagnsfrekar íjárfestingar án þess að tekið hafi verið nægilegt tillit til arðsemi þess- ara ljárfestinga. í þriðja lagi var fastgengisstefnunni haldið til streitu þó svo að forsendur hennar væm ekki lengur fyrir hendi. Meg- intilgangur fastgengisstefnu er að afstýra fyrirsjáanlegri lokun fyrir- tækja og atvinnuleysi vegna skjmdi- legs samdráttar í aðalútflutnings- greininni. Slíkar aðstæður ríktu hér eftir 1982. Miklar verðhækkanir fiskafurða ásamt auknum afla kipptu fljótlega stoðum undan fast- gengisstefhunni og ávinningur hennar var meira af pólitískum en efnahagslegum spuna. Tryggja hefði mátt að tekjuaukningin héld- ist innan sjávarútvegsins í stað þess að valda almennri þenslu í hag- kerfínu, ef stór hluti hennar hefði mnnið beint í verðjöftiunarsjóði. Fyrirtæki innan sjávarútvegs hefðu þá notið greiðslna úr verðjöfnunar- sjóði að aflokinni uppsveiflu til að vega upp á móti lækkandi afurða- verði og minnkandi afla. Slík fyrir- hyggja myndi leiða til stöðugleika í rekstri fyrirtækja innan sjávarút- vegs og þeim yrði gert kleift að keppa við erlend fyrirtæki um íslenskt hráefni. Höfundur Iauk nýlega MA-námi í þjóðhagfiræði með vandamál smárra Gskveiðihagkerfa sem sér- svið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Með tilkomu nýrrar flugstöðvar á Neskaupstað er nú unnið að brúargerð og endurbótum á flugvallarveginum. Neskaupstaður: Flugvallarvegnr lagaður Neskaupgtað. NÚ ÞEGAR hyllir undir nýja þessu talsverð bót því að gamla flugstöð hér á flugvellinum, er brúin sem fyrir er er þröng auk einnig unnið að endurbótum á þess sem kröpp beygja er fast við flugvallarveginum. hana. Verið er að leggja veg og Það er Vegagerð ríkisins sem byggja brú yfír leiruna norðan annast verkið. nýju flugstöðvarinnar. Verður af - Ágúst Kólombía ísland Tekjuafgangur/halli ríkissjóðs - í hlutfalli við landsframleiðslu 1975 -0,22 1983 -2,3 76 0,84 84 2,8 77 0,81 85 -1,4 78 0,64 86 -1,7 79 0,47 87 -2,3 80 -0,722 Peningamagn í umferð (Ml) - prósentuaukning frá fyrra ári 1975 27,8 1983 77,9 76 34,7 84 42,5 77 30,4 85 27,3 78 30,8 86 37,3 79 24,3 87 24,3 80 27,8 Heimildir: 1 Lynda Kamas: „Dutch Disease Economics and the Colombian Export Boom“, WorldDevelopment, 1986, bls. 1177—1198. 2 Seðlabanki íslands: Republic of Iceland, 1987. Heimild: Seðlabanki íslands, Economic Statistics, Vol. 9. No. 1.1988.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.