Morgunblaðið - 13.10.1988, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1988
Skrifstofutæknir
Eitthvað
fyrir þig?
Næsta námskeið hefst 20. október
Nánari upplýsingar veittar í
símum 687590 og 686790
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
Enn um ljóð
og ómemiingu
Síðastliðinn miðvikudag birti
Guðmundur Guðmundarson
framkvæmdastjóri skrif í Morg-
unblaðinu þar sem getið er Ljóða-
árbókar 1988 sem kom út í vor.
Er skemmst frá að segja að
fúkyrðaflaumurinn í skrifum
mannsins er slíkur að vart örlar
á vitglóru í greininni og er öllu
vendilega við snúið. Minnir það
agnarögn á frægan riddara sem
barðist af fullkomnu tilgangs-
leysi við vindmyllur í líki hræði-
legra þursa (sjá ritnefnd Ljóðaár-
bókar), en þó er sá munur helst-
ur að riddarinn hugprúði brá
vopni sínu af nokkrum stórhug
og göfgi en í skrifum Guðmundar
mun helst að finna hroka og
drembilæti.
Raunar eru það fím að enn
skuli uppi það viðhorf sem í nafni
hefðbundins skáldskapar réðst
með ofstopa gegn nútímaljóðlist
á tímum atómskáldanna fyrir
u.þ.b. hálfri öld. Lýsa því hug-
myndir Guðmundar fomeskju og
skelfílegri takmörkun. Eða veit
ekki maðurinn að allt er breyting-
um háð? Að allt fram streym-
ir... og það sem yljar í ómi brag-
anna er breytilegt á öllum tímum?
Og að stundum kyndir skáld-
skapurinn svo undir að mönnum
verður ekki vært, og á ekki að
verða vært (samanber Guð-
mund?), að markmið hans er ekki
að svæfa hugsun mannsins,
vagga honum í slíka ró að hann
gieymi sjálfum sér og lífínu í
kringum sig, heldur takist á við
hið mennskasta í sjálfum sér af
einurð og heiðarleika til að opna
því leið til annarra.
Þyki Guðmundi Guðmundar-
syni á það skorta í ljóðum skáld-
anna í Ljóðaárbók 1988 væri ef
til vill ráð fyrir hann að spyija
tímana og, ef honum er fyrirmun-
að að skilja þá, að lesa gömlu
skáldin betur og leita þar svara
varðandi lífsgátuna, í staðinn
fyrir að afneita því sem er, og
enginn fær um breytt, á jafn-
klökkan hátt og raun ber vitni.
Því honum mun aldrei takast að
koma hauspoka á skáldskapinn
þótt hann reyni að afhausa þessa
ritnefnd, og eitt frægasta skáld
Perú að auki, með þeim ráðum
sem fátækt andans innblæs hon-
um ásamt ómenningu hugarfars
og innrætis.
Berglind Gunnarsdóttir,
Kjartan Árnason, Jó-
hann Hjálmarsson.
Höfundar voru í ritnefnd Ljóða-
árbókar 1988.
Smurstöð Heklu hf. er í alfaraleið við Laugaveginn.
Hún er skammt frá miðbænum og því þægilegt að skilja bílinn
eftir og sinna erindum í bænum á meðan bíllinn er smurður.
Nýlega var tekin í notkun fullkomin veitingaaðstaða fyrir þá
viðskiptavini sem vilja staldra við á meðan bíllinn er smurður.
Fljót og góð þjónusta fagmanna tryggir fyrsta flokks smurningu.
Lítið við á Laugavegi 172 eða pantið tíma í símum
695670 og 695500.
Veriðvelkomin.
Garðar Garðarsson
Námskeið í
hugarþjálfún
FRÆÐSLUMIÐSTÖÐIN Æsir
stendur þessa dagana fyrir
fræðslustarfsemi i Bolholti 4. Um
er að ræða kvöldnámskeið í hug-
arþjálfun sem haldin eru einu
sinni i viku í fjórar vikur. Nám-
skeiðið nefinist Hugefli og byggir
á nýjustu rannsóknum í dá-
leiðslu, djúpslökun, tónlistar-
lækningum og beitingu ímyndun-
araflsins.
Námskeiðin eru haldin með það
fyrir augum að efla starfsemi hug-
ans, m.a. til að takast á við reyking-
ar, offitu, einbeitni, taugaspennu,
kvíða, áhyggjur o.fl. Útbúin hefur
verið sérstök djúpslökunar tón-
snælda. Sálfræðingar hafa einnig
mælt með notkun hennar fyrir þá
sem þjást af taugaspennu og svefn-
leysi. Leiðbeinandi námskeiðsins er
Garðar Garðarsson. Hann var einn
af stofnendum Þrídrangs og fram-
kvæmdastjóri mótsins Snæfellsás
’87. Hann hefur lagt stund á dá-
leiðslu í Bandankjunum, auk þess
að hafa Ieiðbeint, túlkað og tekið
þátt í margskonar námskeiðum um
heildræn málefni, bæði á Íslandi og
erlendis.
Námskeiðið er unnið í samvinnu
Rósakrossreglu íslands og Gulu
línunnar.
(Fréttatilkynning)
IMOKIA
A1IKLIG4RDUR
MARKAÐUR VIDSUND
NÚ FRÁ AÐEINS KR. 46.200,- STGR.
UMBOÐ: HLjÓMVER AKUREYRI.
OPTSMA
ÁRMÚLA 8 - SÍMAR84900, 688271
ER NAFNIÐ