Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 252. tbl.76. árg. FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lokun Lenín-skipasmiðastöðvarmnar: Samstaða og opinber verkalýðsfélög sam- einast um aðgerðir Gdansk. Reuter. Daily Telegraph. SAMSTAÐA, hin bönnuðu verkalýðssamtök, og opinber verkalýðsfélög í Póllandi hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir lokun Lenin-skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk. Forsætisráðherra landsins, Mieczylsaw Rakowski, tilkynnti á mánudag að lokunin kæmi til fram- kvæmda 1. desember næstkomandi og hún væri liður í efiiahagsumbót- um í landinu. Yfirmenn skipasmíðastöðvarinnar hafa lýst þvi yfir að þeir styðji Samstöðu og opinberu verkalýðsfélögin. Samstaða og hin opinberu verka- lýðsfélög, sem hafa ekki áður viður- kennt hvert annað, gáfu sameigin- lega út yfirlýsingu sem var lesin á fundi 10.000 starfsmanna skipa- smíðastöðvarinnar. Talsmenn verka- lýðsfélaganna sögðu að barist yrði fyrir því að halda skipasmíðastöðinni í Gdansk opinni, þar sem Samstaða varð til. Að sögn Lechs Walesa, leiðtoga Samstöðu, er Czeslaw Towynski, Ítalía: Rannsókn á flugslysi Róm, Reuter. CIRICAp De Mita, forsætisráð- herra Italíu, hefur fyrirskipað rannsókn á því hvort eldflaug fi-á orrustuþotu Atlantshafsbanda- lagsins hafi grandað ítalskri DC-9 farþegaþotu árið 1980 en 81 mað- ur fórst með vélinni. Ásakanir þar að lútandi komu fram í ítölskum sjónvarpsþætti í fyrrakvöld. í sjónvarpsþættinum sagði að eld- flaug frá orrustuþotu við æfingar nærri Sikiley hefði hæft farþegaflug- vélina í stað fjarstýrðs skotmarks. Því var hal iið fram að staðhæfingar ítalskra va, narmálayfirvalda um að engar æfingar Atlantshafsbanda- lagsins hefðu átt sér stað í nágrenn- inu stæðust ekki. forstjóri skipasmíðastöðvarinnar, andvígur því að stöðinni verði lokað því pólitískar ástæður ráði lokuninni en ekki fjárhagsástæður. í virtu tímariti í Póllandi fyrr i sumar var gerð grein fyrir stöðu pólsks skipa- smíðaiðnaðar. Þar kom fram að mun fleiri erlendar pantanir höfðu borist til Lenín-skipasmíðastöðvarinnar og að meiri framleiðni var þar en í öðr- ■um skipasmíðastöðvum í Póllandi. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, kom í opinbera heimsókn í gær til Póllands þar sem hún mun ræða við Lech Walesa og Mieczylsaw Rakowski. Rakowski sagði í síðustu viku að hann gæti lært margt af Thatcher, bæði hvað varðaði efnahagsstjómun og sam- skipti við verkalýðsfélög. Reuter Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, heilsar Mieczyslaw Rakowski, forsætisráðherra Pól- lands, við upphaf þriggja daga opinberrar heimsóknar sem hófst í gær. Thatcher er fyrsti breski for- sætisráðherrann sem heimsækir Pólland. ísrael: Flokkarheittrúaðra í lykil- hlutverki við stj óraannyndun Jerúsalem, New York, Róm. Reuter. W/ YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra Israels og leiðtogi Likud- flokksins, hóf í gær viðræður við flokka heittrúaðra gyðinga um stjórnarmyndun. Fjórir hægri- flokkar heittrúaðra unnu sigur í Þjóðar- atkvæða- greiðsla íAlsír Tvær konur í Algeirsborg fyrir framan veggspjöld þar sem fólk er hvatt til að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslu í dag. Greidd verða atkvæði um stjómarskrár- breytingar en Chadli Benjedid forseti vonast til að þær lægi mótmælaöldur í landinu. Forsetinn gaftuttugu föngum frelsi í gær sem hand- teknir vora í blóðugum óeirðum í byrjun október. Reuter þingkosningunum á þriðjudag, bættu við sig 6 þingsætum og mynda nú þriðju stærstu valda- blokkina í Knesset, ísraelska þinginu. Eftir viðræðurnar sagði Yitzhak Peretz, leiðtogi Shas- flokksins, sem fékk sex þing- menn, að stjórnarþátttaka síns flokks væri háð því hversu Iangt yrði gengið til móts við kröfiir heittrúaðra. Hann útilokaði ekki stjórn með Verkamannaflokkn- um en sljórnmálaskýrendur telja að sú yfírlýsing sé fyrst og fremst gerð til að þrýsta á Likud-flokkinn. Báðir stjómarflokkarnir, Likud- og Verkamannaflokkurinn, töpuðu þingsætum í kosningunum sem snerust að miklu leyti um hvernig bregðast skyldi við uppreisn Pal- estínumanna á hernumdu svæðun- um. Þótt hægrisveiflan í kosningun- um þyki sýna andstöðu ísraela við friðaráform Verkamannaflokksins snýst stefna heittrúaðra ekki síst um ýmsár breytingar á ísraelsku þjóðlífi í átt til stranggyðingdóms. Sovétríkin og flest arabaríki sögðu að ný stjórn hægri aflanna undir forsæti Shamirs myndi verða Þrándur í Götu friðarviðleitni fyrir botni Miðjarðarhafs. Bandaríkin sögðust á hinn bóginn reiðubúin að vinna með hvaða stjórn sem mynd- uð yrði eftir kosningarnar. Banda- riskir stjórnmálaskýrendur sögðu að sigur hægri flokkanna þýddi að friðartilraunir Bandaríkjamanna myndu dragast fram yfir áramót. Palestínumenn brugðust almennt ókvæða við úrslitum kosninganna og efndu til allsheijarverkfalls á hernumdu svæðunum í gær. Yasser Arafat, leiðtogi FVelsissamtaka Pal- estínu, var staddur í Róm í gær og fordæmdi úrslit kosninganna en gaf ennfremur í skyn að ekki væri ljóst hvaða ákvörðun yrði tekin á útlaga- þingi Þjóðarráðs Palestínu sem haldið verður í Algeirsborg eftir rúma viku. í fyrri yfirlýsingum full- trúa PLO hefur yfirleitt verið geng- ið út frá því að lýst verði yfir stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Sjá fréttir á bls. 26. Dönsk varnarmál: Boða einkavæðingu og endurskipulagningu Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FJÁRHAGUR danska varnarmálaráðuneytisins verður knappur á næsta ári vegna þess að framlög Danmerkur í mannvirkjasjóð Atl- antshafsbandalagsins aukast úr 840 milljónum danskra króna (2,3 milljörðum isl. króna) á þessu ári í 500 milljónir (3,4 milljarða ísl. króna). Knud Enggárd, varnarmálaráðherra Dana, hefur lagt fram tillögur um tilhögun varna Danmerkur næstu þrjú árin þar sem gert er ráð fyrir miklum skipulagsbreytingum. Ríkisstjórn Pouls Schliiters hefur sóst eftir því að jafnaðarmenn styðji tillögurnar en þeir segjast ekki sjá grundvöll fyrir samvinnu um þær. mestu bundin við Frederikshavn og Korsor. Viðhald á herskipum á að flytjast á hendur einkaaðilum. Tillögur stjórnarinnar verða ræddar í þinginu hinn 23. þessa mánaðar. Sven E. Thiede, yfirmað- ur danska hersins, segir tillögurnar ekki hrökkva til að halda uppi ár- angursríkum vörnum Danmerkur. Hann heldur því fram að ekkert sé gert til að kveða niður það álit á Dönum að þeir leggi lítið til varna NATO og sé það slæmt vegna þess að á sama tíma efli Varsjárbanda- lagið sinn herafla. Tillögur ríkisstjómarinnar hafa verið kallaðar núll-lausnin vegna þess að gert er ráð fyrir mikilli einkavæðingu, endurskipulagningu og hagræðingu. Markmiðið er að útvega fé til að kaupa 12 nýjar F-16-flugvélar, 3 kafbáta, fleiri svo- nefnd Standard-Flex-skip, nýja bryndreka, eldflaugar og til að standa straum af fjölgun í land- hernum um 2.000 hermenn. Breyta á Holmen-flotastöðinni í Kaupmannahöfn í viðkomuhöfn og verður starfsemi flotans þá að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.