Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIE, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Vogar: Minnsti banki landsins lokar Vogum. Útvegsbankinn hf. hefur lokað afgreiðslu bankans í Vogum. I dreifibréfi frá Guðmundi Hauks- SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur skipað samstarfsneftid um jarð- gangagerð á Austurlandi. í nefndina voru skipaðir Ásgeir Magnússon, bæjarstjóri í Neskaup- stað, Þorvaldur Jóhannsson, bæjar- stjóri á Seyðisfirði, Sveinn Guð- mundsson, sveitarStjóri á Vopna- firði, Benedikt Bogason, fulltrúi forstjóra í Byggðastofnun, Ólafur S Valdimarsson, ráðuneytisstjóri, og Helgi Hallgrímsson aðstoðarvega- syni bankastjóra til íbúa Vatns- leysustrandarhrepps segir hann ástæðuna fyrir lokuninni einkum málastjóri, sem verður formaður nefndarinnar. „Ráðuneytið mun jafnframt beita sér fyrir nauðsyn- legri fjárveitingu til nefndarinnar", segir í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu. Stjórn Sambands sveitarfélaga á Austurlandi óskaði eftir því við samgönguráðuneytið, eftir ráð- stefnu sem SSA hélt á Seyðisfirði í maí s.l. um jarðgangagerð, að ráðuneytið skipaði sérstaka nefnd til að vinna að þessum málum. vera þá, að sífellt séu gerðar meiri kröfiir til banka um aukna hagkvæmni í rekstri og arðsemi af öllum rekstrarþáttum, sem leiði til ódýrari bankaþjónustu og að ljóst sé að afgreiðsla ban- kaútibúsins í Vogum samrýmist ekki þeim markmiðum. Afgreiðsla Útvegsbankans í Vog- um hefur verið sögð minnsti banki landsins, sem tók til starfa fyrir rúmu einu ári. Afgreiðslan var opin tvisvar í viku og hafði aðstöðu á skrifstofu Vatnsleysustrandar- hrepps. Skömmu eftir að bankinn bauð viðskiptavinum sínum til fagn- aðar vegna ársafmælis útibúsins bárust fréttir um að afgreiðslan myndi loka. í áðurnefndu dreifibréfi banka- stjórans segir að með afgreiðslunni hafi verið gerð tilraun sem miklar vonir voru bundnar við, bæði af hálfu bankans og íbúa Voga og Vatnsleysustrandarhrepps og þyki það leitt að tilkynna að afgreiðslan verði lögð niður. - EG Austurland: Nefiid skipuð um j ar ðgangager ð VEÐURHORFUR í OAG, 3. NÓVEMBER YFIRLIT f GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er 990 mb lægfi, sem þokast norðaustur en 1031 mb hæð yfir N-Skotlandi hreyfist suðaustur. Veður fer kólnandi þegar líður á nóttina, fyrst vestan- lands. SPÁ: Um vestanvert landið verður suðvestan gola og skurir eða slydduél en austanlands verður breytileg átt og viða rigning. Um miðbik Norðurlands og á Suöausturlandi verður yfirieitt þurrt. Hiti 4—8 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- og norðvestanátt um mest allt land. Þurrt og bjart veður á Austur- og Suðausturlandi, en víða él í öörum landshlutum. Hiti nálægt frostmarki. HORFUR Á LAUGARDAG: Vestlæg átt og víðast þurrt og bjart veður fyrri hluta dags, en þykknar upp síðdegis með vaxandi sunn- an og sufiaustan átt, fyrst vestanlands. Hiti 0—5 stig. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 i gœr að ísl. tíma hiti veftur Akureyri 7 hdlfskýjað Reykjavðt 7 súld Bergen 4 léttskýjað Helsink! +6 léttskýjoð Kaupmannah. 2 skýjað Narssarssuaq 0 skýjað Nuuk 0 snjókoma Osló 1 léttskýjað Stokkhólmur +4 snjókoma Þórshöfn 5 skýjað Algarve 20 skúr Amsterdam 11 skúr Barcelona 21 skýjað Chicago 3 skýjað Feneyjar 7 þokumóða Frankfurt 7 skýjað Glasgow 7 mistur Hamborg 6 skýjað Las Palmas 18 alskýjað London 9 mistur Los Angeles 16 skýjað Luxemborg 7 skýjað Madnd 14 súld Malaga 22 rykmistur Mallorca 21 skýjað Montreal 2 rigning Neiv York 8 skýjað Parfs 9 þokumóða Róm 17 skýjað San Diego 16 skýjað Winnipeg 3 léttskýjað Knútur Signarsson við bókastafia á Qórum tungumálum. Oddi prentar bók á flórum tungum PRENTSMIÐJAN Oddi er nú að prenta bók Brians Pilkintons „Örkin hans Nóa“ á fjórum tungumálum. Um er að ræða svokallaða alþjóðlega samprent- un þar sem litmyndirnar eru prentaðar sér og textinn sér. Tungumálin sem um ræðir eru auk íslensku, færeyska, þýska og enska. Auk þess eru hug- myndir um að prenta bókina fyrir Bandaríkjamarkað og Sviþjóð. Útgefandi er Iðunn. Knútur Signarsson fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Odda segir að þetta sé fyrsta prentun sinnar tegundar á Islandi en bækur á borð við Tinna og Ástrík og félaga hafa verið prent- aðar erlendis á þennan hátt. „Mál þetta kom upphaflega þannig til að Jón Karlsson hjá Ið- unni fór með bók Pilkintqns á bókasýningu í Bolongna á Italíu. Hún vakti mikla athygli þar og ákveðið var að ráðast í þessa prent- un. Jón vildi að bókin yrði prentuð hérlendis og við fengum verkið," segir Knútur. Bókin er prentuð í mjög stóru upplagi, enda fyrir alþjóðlegan markað, og segir Knútur að það geri þeim kleyft að halda kostnaði við hana niðri. Auk þess sé þetta ágætt tækifæri til að sýna hvað Islendingar geta gert á þessu sviði. Bandarískur sjóliði: Liðhlaupi hjá ætt- ingjum í Reykjavík SJÓLIÐI úr varnarliðinu á Keflavikurfiugvelli, bandarískur í föðurætt en islenskur í móður- ætt, hljópst úr liðinu fyrir um tveimur vikum. Hann er nú talinn vera hjá ættingjum sínum í Reykjavík, að sögn Friðþórs Ey- dal, blaðaftilltrúa varnarliðsins. Friðþór vildi hvorki gefa upp nafn sjóliðans, stöðu hans né ald- ur. Að sögn Friðþórs hefur komið fram kæra á hendur sjóliðanum frá samstarfsmanni hans. Þar er hon- um gefið að sök að hafa gerst brot- legur við „reglur varnarliðsins", eins og blaðafulltrúinn orðaði það. Hann vildi ekki skýra nánar frá í hveiju brotið væri fólgið eða hvort jafna mætti því til brots á íslenskum lögum. Rannsókn málsins var sjálf- hætt er sjóliðinn hljópst á braut, að sögn Friðþórs Eydal, og er mál- ið því í biðstöðu. Hann sagði að engin ákvörðun hefði tekin um framhald rannsóknarinnar en sagði að vonast væri eftir að maðurinn sneri til baka af eigin hvötum. Frið- þór sagði brotið litið því alvarlegri augum _ sem ijarvistimar væru lengri. Islensk yfirvöld hafa engin afskipti haft af málinu, að sögn blaðafulltrúans, og hefur ekkert verið ákveðið um hvort til þeirra verður leitað, gefi sjóliðinn sig ekki fram innan tiltekins frests. 13.500 nýir bílar á árinu: 140.290 bifreiðar skráðar í landinu Nýskráningnm feekkar verulega fra fyrra ári NÚ ERU 140.294 bílar á skrá hjá Bift'eiðaeftirliti rikisns, miðað við 31. október. Nýskráningum hefúr fækkað verulega síðan í fyrra. í október síðastliðnum var nýskráður 721 bíll, samanborið við 1.886 í fyrra. Nýskráningum hefúr því fækkað um 1.165 í þess- um mánuði. Aðalskoðun ökutækja á nú að vera lokið, utan örfárra með R, G og Y númerum. Fyrstu tíu mánuði þessa árs nýskráði Bifreiðaeftirlitið 13.522 bíla, sem er 6.780 bílum færra en sömu mánuði í fyrra. Þá voru 20.302 bílar nýskráðir á sama tíma. Nýtt fyrirkomulag við tilkynningu eigendaskipta á ökutækjum, sem tók gildi 1. september síðastliðinn, hefur reynst mjög vel, að því er segir í frétt frá Bifreiðaeftirlitinu. í septem- ber bárust stofnuninni 4.460 sölutil- kynningar, eða að jafnaði 212 hvem virkan dag. í október bárust 4.280 tilkynningar, að jafnaði 208 hvem virkan dag. Sölutilkynningamar fást nú á öllum pósthúsum og á að skila þeim útfylltúm til pósthúsa. Nú á að vera búið að skoða öll ökutæki nema þau sem hafa númer fyrir ofan R 67150, G 23320 og Y 15900. Aðgerðir eru hafnar til að ná til þeirra sem enn hafa ekki fært bifreiðar sínar til skoðunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.