Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 31 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ÁgústlngiJónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, simi 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Fj árlagafrum varpið Það sem einkennir fjárlaga- frumvarp núverandi ríkis- stjómar er fyrst og fremst hversu erfitt er að festa hendur á þeim grundvallarþáttum þess, sem máli skipta. Það er ljóst, að skv. frumvarpinu nema skattahækkanir um 2,5 millj- örðum króna. Hitt er mjög þokukennt, hvemig þessar skattahækkanir koma niður á skattþegnunum. Tekjuskattur einstaklinga á að hækka en það liggja ekki fyrir upplýsingar um það hver skattprósentan verð- ur. Rætt er um að taka upp annað skattþrep en engar ákvarðanir hafa verið teknar um það. Gert er ráð fyrir því, að skattur á fjármagnstekjur skili ríkissjóði um 150-200 milljónum króna en allt er á huldu um hvenær slíkur skattur kemur til sögunnar, eða hvemig álagningu hans verður hagað. Ákveðið er að leggja söluskatt á happdrættismiða og svo virð- ist, sem höfundar frumvarpsins telji, að það hafi engin áhrif á sölu happdrættismiða! Ef tekjuáætlanir fmmvarpsins byggja almennt á slíkri ósk- hyggju era þær tæpast mark- tækar. Fjárlagaframvarpið gerir ráð fyrir því, að útgjöld ríkisins verði skorin niður um 1,7 millj- arða króna. Það er með sama hætti erfitt að festa hendur á þeim áformum. Það á að draga úr yfirvinnu og ráða ekki í stað þeirra sem hætta. Slíkar hug- myndir hafa áður verið uppi í ríkiskerfinu en ekki náð fram að ganga. Ríkisstjómin ætlar að efna til stórfellds spamaðar í heilbrigðiskerfinu en um það má segja, að menn bíða með eftirvæntingu eftir því að sjá hvemig til tekst í þeim efnum. Kjami málsins er sá, að um þetta fj árl agafra mvarp er fátt að segja fyrr en veraleiki þess kemur í ljós. Hveijar verða skattahækkanir í prósentum? Hvernig koma þær út fyrir ein- staklinga og fyrirtæki? Hver verður raunveraleikinn í niður- skurði ríkisútgjalda? Ár eftir ár samþykkir Alþingi fjárlög, sem sum hver era svo víðs fjarri veraleikanum, þegar á reynir. Sem dæmi um það hvemig staðið er að ákvörðunum Al- þingis í fjármálum þjóðarinnar má nefna, að skv. lánsfjárlög- um yfirstandandi árs áttu er- lend lán að nema 9,3 milljörðum króna en allt bendir til að þau verði um 18 milljarðar á þessu ári. Erlendar lántökur verða sem sagt tvöfalt meiri en Al- þingi hafði ákveðið. Ákveðið hafði verið, að ríkissjóður tæki á þessu ári rúmlega 900 millj- ónir króna í erlendum lánum en sú upphæð hefur fimmfald- ast og niðurstaðan verður, að ríkissjóður tekur tæplega fimm milljarða að láni erlendis. Pjárlagaframvarp Ólafs Ragnars Grímssonar segir því litla sögu. í því era boðaðar stórfelldar skattahækkanir án þess að gera nákvæmlega grein fyrir þeim. í þeim er boðaður ákveðinn niðurskurður á ríkisútgjöldum án þess að sýna fram. á það með sannfærandi hætti, hvemig að því verður staðið. Fjárlagaframvarpið breytir hins vegar engu um þá stað- rejmd, að ríkisstjómin stefnir markvisst út í efnahagslegt kviksyndi. Þar er engin grein gerð fyrir því, hvemig ljúka á því tímabili verðstöðvunar, sem nú stendur yfir án þess að af því leiði nýja verðbólguöldu. Það era ekki nema fjórir mán- uðir þangað til. Ósæmileg árás Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands sótti fund Samtaka um vestræna sam- vinnu og Varðbergs síðastliðinn laugardag, þegar Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra ræddi þar um utanríkis- stefnu íslands. Var forseta að sjálfsögðu fagnað á fundinum og taldi fundarstjóri að í komu hennar á fundinn fælist viður- kenning á starfi félaganna, sem að honum stóðu, en þau sam- eina í stjómum sínum menn úr þremur stjórnmálaflokkum í því skyni að standa vörð um þá stefnu, sem tryggt hefur íslend- ingum sjálfstæði og öryggi, stefnu, sem nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Vegna þátttöku forseta fs- lands í þessum fundi gerist sá fáheyrði atburður, að Þjóðvilj- inn, málgagn Álþýðubanda- lagsins, ræðst að forsetanum í forystugrein í gær. Þar er um ósæmilega árás að ræða og ættu folráðamenn blaðsins að sjá til þess, að það biðji forseta íslands afsökunar. Framlög til einstakra ráðuneyta samkvæmt fjárlagafrumvarpi: Fjárveiting- til ljármálaráðu- neytis hækkar mest milli ára HÆKKUN á fjárveitingu til ein- stakra ráðuneyta er mest til fjár- málaráðuneytis frá síðustu fjár- lögum, eða 32% samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu. Minnsta hækk- unin er til sjávarútvegsráðuneyt- is eða 3,7%. Gert er ráð fyrir að verðlag hækki um 12% milli ár- anna 1988 og 1989. Langstærstur hluti heildarútgjalda ríkissjóðs fer í gegnum heilbrigðisráðu- neytið, eða 38,9%. í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlag til forsætisráðu- neytis verði 718 milljónir króna, sem er 0,9% af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs. Þessi hluti stórhækkar frá fyrra ári, vegna þess að gegnum ráðuneytið fer 500 milljóna framlag til atvinnutryggingarsjóðs útflutn- ingsgreina, sem er nýr. Til aðalskrifstofu forsætisráðu- neytisins fara rúmar 54 milljónir, samkvæmt frumvarpinu, sem er um 17% milli ára. Hækkun umfram verðlagsbreytingar stafar aðallega af hækkun á framlagi til Oryggis- málanefndar, í ljósi þeirrar stefnu- yfírlýsingar ríkisstjómarinnar að þekking Islendinga á vígbúnaðar- málum verði aukin svo unnt verði að leggja sjálfstætt mat á öryggis- málefni landsins. Er gert ráð fyrir tveimur starfsmönnum nefndarinn- ar í stað eins og einnig eru fjárveit- ingar til aðkeyptrar sérfræðiþjón- ustu hækkuð. Einnig verða veittar 4,3 milljónir alls til viðhalds á stjóm- arráðshúsi og ráðherrabústöðum við Tjamargötu og á Þingvöllum. Menntamálaráðuneytið fær 12,3 milljarða í sinn hlut, sem er 16,2% af ríkisútgjöldum, aðeins minni hluti en á yfirstandandi ári. í krónum talið hækkar framlagið um 18% frá fyrra ári, þar af um 29% til safna, lista og annarar menningarstarf- semi, 17% til fræðslumála og 19% til aðalskrifstofu ráðuneytisins. Launaliður í ráðuneyti er talinn hækka um 15%, og gert er ráð fyr- ir nýrri stöðu ritara. Onnur rekstrar- gjöld hækka um 25%. Fjárveitingtil utanríkisráðuneytis verður 850 milljónir, sem er 1,1% hluti af heildarútgjöldum. Framlag- ið hækkar um 25%, þar af hækkar framlag til yfirstjómar um 33% og til sendiráða um 27%. Hins vegar hækka ýmis framlög til viðskipta- 14,3% 6,2% 14,6% | HeilbrigÖis- og tryggingamál E3 Fræðslumál |H Samgöngumál 0 Búnaðarmál □ Niðurgreiðslur B8 Dóms- og lögreglumál B Vextir HJ Húsnæði F1 Útvegsmál □ Annað Þetta kökurit sýnir skiptingu ríkisútgjalda milli ráðuneyta, samkvæmt Qárlagafrumvarpinu fyrir árið 1989. skrifstofu utanríkisráðuneytisins um samtals 161%, eða í 51,3 milljón- ir. Stafar það m.a. af aukinni áherslu á samskipti íslands við lönd Evrópubandalagsins, og vegna for- mennsku íslands í EFTA. Ekki er gert ráð fyrir að draga úr umsvifum sendiráða Islands erlendis. Gert er ráð fyrir að 2% samdráttur verði í framlagi til Lögreglustjóraembætt- isins á Keflavíkurflugvelli, m.a. vegna hagræðingar í rekstri. Landbúnaðarráðuneytið útdeilir samtals 2.778 milljónum eða 3,6% af heildarútgjöldum, sem er um 15% hækkun frá síðustu fjárlögum. Fjár- veiting til aðalskrifstofu hækkar um 19%, þar af hækka launagjöld um 12% en önnur rekstrargjöld um 31% og stafar sú hækkun af því að kostn- aður af húsnæði ráðuneytisins og sameiginlegum rekstri er meiri en talið var við gerð síðustu fjárlaga. Sjávarútvegsráðuneytið fær 1.632 milljónir, eða 2,1% af heild. Þetta er 3,7% hækkun, sem stafar aðallega af því að framlag til aðal- skrifstofunnar lækkar um 16% frá síðustu fjárlögum en þá var veitt fjárhæð til endurbóta á núverandi húsnæði ráðuneytisins. Hins vegar hækkar ijárveiting til reksturs aðal- skrifstofu um 13%. Dómsmálaráðuneyti fær 3.417 milljónir í sinn hlut, samkvæmt frumvarpinu, sem er 4,5% af heild. Morgunblaðið/Júlíus Afinæliskveðja til Morgunblaðsins Morgunblaðinu bárust í gær fjölmargar kveðj- ur og árnaðaróskir i tilefni 75 ára afmælis blaðs- ins. Meðan annars færði Lúðvík Geirsson, for- maður. Blaðamannafélags íslands, Haraldi Sveinssyni framkvæmdastjóra Árvakurs hf., blómakörhi, með kveðjum frá Blaðamannafélag- inu og þökkum fyrir gott samstarf við Morgun- blaðið. Haraldur þakkaði fyrir hönd blaðsins og sagði að samstarfið hefði vissulega verið gott, þótt stundum hefði verið tekist á í kjarasamning- um. Á myndinni sjást Lúðvík og Haraldur, ásamt Erni Jóhannssyni skrifstofustjóra Morgunblaðs- ins, og Guðmundi Hermannssyni varaformanni Blaðamannafélagsins. Fjárveitingin hækkar um 10% frá fjárlögum 1988, þar af hækkar heildarframlag til aðalskrifstofu um 19%. Heimiluðum stöðugildum fækkar um tvö, en þau færast til Fangelsisstofnunar, sem er ný stofnun. Á móti fjölgar tímabundn- um stöðum um eina, sem er sérfræð- ingur í bifreiðamálum. Önnur rekstrargjöld hækka um 31% frá fjárlögum. Framlag til félagsmálaráðuneytis er 3.254 milljónir eða 4,3% af heild. Fjárveiting til ráðuneytisins hækkar samtals um 13%, þar af hækkar fjárveiting til aðalskrifstofu um 14%. Ráðninganefnd heimilaði fasta stöðu starfsmanns til að sinna hús- næðismálum á þessu ári. Þá hækka önnur gjöld um 22% vegna aukinna útgjalda við leiguhúsnæði og kostn- aðar við rekstur tölvukerfis vinnu- miðlunar. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið fær 29.605 milljónir í sinn hlut eða 38,9% af heildinni. Þetta er 17% hækkun milli ára. Fjár- veiting til aðalskrifstofu hækkar um 24% og stafar hækkun umfram verðlagsforsendur af því að nú er gert ráð fyrir fullri starfsemi ijár- málaskrifstofu allt árið. Þá hækka laun vegna aukinna nefndarstarfa á vegum ráðuneytisins og önnum rekstrargjöld hækka nokkuð vegna aukins skrifstofurýmis og kostnaðar sem fylgir fjölgun starfsmanna á síðasta ári. Fjármálaráðuneytið fær í sinn hlut 3.627 milljónir sem er 4.8% af heildarútgjöldum. Þetta er 32% hækkun frá síðustu ijárlögum. Framlag til yfirstjórnar hækkar um 44% og framlag til aðalskrifstofu hækkar um 63%. Umsvif á skrifstof- unni hafa aukist vegna skattkerfis- breytinganna og hafa ijórir nýir starfsmenn þessu verkefni. Auk þess hefur fjölgað um tæplega þijú störf vegna verkefna við tekjuáætl- anir og fleira, sem áður voru unnin af Þjóðhagsstofnun. Alls eru starfs- menn ráðuneytisins 32, þar af 22 á föstum launum en 10 eru ráðnir með skammtímasamningum. Fjárveiting til samgönguráðu- neytis verður 4.877 milljónir eða 6.4% af heildinni og hækkar um 8% samtals. Framlag til aðalskrifstofu hækkar um 12% og er engin breyt- ing fyrirhuguð á reksti skrifstofunn- ar á næsta ári. Iðnaðarráðuneytið fær 1.220 milljónir, sem er 1,6% af heild. Framlag til ráðuneytisins hækkar um 9%. Framlag til aðalskrifstofu hækkar þó um 38% þar sem gert er ráð fyrir nýju verkefni, Iðnþróun og markaðsmálum og er veitt sér- stök viðbótarfjárveiting, 7 milljónir, til þess. Á móti er hluti af starfsemi ráðuneytisins settur undir Vöru- merkja- og einkaleyfaskrifstofu, sem er nýr fjárlagaliður, og færast tvær fastar stöður frá ráðuneytinu til skrifstofunnar. Framlag til iðnað- armálar hækkar um 6%. Viðskiptaráðuneytið fær 3.715 milljónir, sem er 4,9% af heildarút- gjöldum ríkissjóðs. Hækkun frá fjár- lögum 1988 er 25%. Fjárveiting til aðalskrifstofu hækkar um 29% en gert er ráð fyrir einni nýrri tíma- bundinni stöðu. Rekstrargjöld hækka að öðru leyti um 36%, aðal- lega vegna auglýsingaátaks í tengslum við verðkannanir. Þá hækkar framlag til Neytendasamta- kannaí2,4 milljónireða um 110%. Fjárveiting til Hagstofu íslands er 90 milljónir, eða 0,1% af heild og hækkar um 19% milli ára. Fram- lag til Fjárlaga- og hagsýslustofn- unar er 7.422 milljónir eða 9,8% af heild og hækkar um 52% milli ára. Stafar þetta af því að á stofnunina færast vaxtagreiðslur ríkissjóðs vegna lána, sem taldar eru nema 7.350 milljónir á næsta ári. Framlag til aðalskrifstofu stofunarinnar hækkar um 11%. Foreldrar fjórburanna Margrét Þóra Baldursdóttir og Guðjón Sveinn Valgeirsson og stóri bróðir Jóhannes Baldur. Morgunblaðið/Bjami Ég er varla búin að átta mig -Segir Margrét Þóra Baldursdóttir, móðir flórburanna „Þetta er alveg stórkostlegt, en ég er varla búin að átta mig á þessu ennþá“ sagði Margrét. Þóra Baldursdóttir, móðir Qór- buranna sem fæddust á Lands- pítalanum í fyrradag, í örstuttu spjalli við Morgunblaðið. „Þótt ég sé búin að vita þetta í marga mánuði, þá gerði ég mér enga grein fyrir þvi hvað þetta þýddi fyrr en eftir feðinguna.“ Margrét Þóra var ekki svæfð meðan á keisaraskurðinum stóð, heldur mænurótardeyfð, og gat því fylgst með gangi mála. „Ég sá raunar ekki hvað var að gerast, en ég fann fyrir því og heyrði grátinn í þeim og mér leið afskaplega vel á meðan.“ Aðspurð um _ framtíðaráform sagði Margrét Þora að það yrði bara að koma í ljós hvemig málin þróuðust. „Þær eru nú ósköp róleg- ar ennþá en ef það breytist þá mætum við því með aukinni orku og við eigum líka mjög góða að sem ég efast ekki um að muni létta undir með okkur.“ Margrét hefur legið á meðgöngu- deild Landspítalans síðan 27. júlí sl. og vildi koma á framfæri sér- stöku þakklæti til starfsfólks deild- arinnar og lækna fyrir góða umm- önun, einkum vildi hún þakka Auð- ólfi Gunnarssyni, kvensjúkdóma- fræðingi, sem hún sagði hafa gætt sín eins og sjáaldurs auga síns. Hún vissi ekki ennþá hvenær hún fengi að fara heim, en þar bíða næg verkefni því „ég hef ekki keypt svo mikið sem eina bleyju. Ég vissi að allt gat skeð og ég er mjög þakklát fyrir að allt skyldi ganga svona vel“ sagði Margrét Þóra Baldurs- dóttir að lokum. Fjórburarnir eru merktir A, B, C og D eftir fæðingarröð, A fæddist fyrst en D síðast. Sú þeirra sem var þyngst 1.827 grömm var þriðja í röðinni og ber því einkennisstafinn C. Sú yngsta var léttust 1.730 grömm. A: Elsta systirin og jafhframt sú hárprúðasta B: Sú næstelsta C: Sú þriðja og þyngsta D: Sú yngsta og léttasta Morgunblaðið/Bjami
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.