Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 47
Heimili þeirra var til fyrirmyndar og ætíð fylgdi því tilhlökkun að sækja þau heim enda bæði gestrisin eins og best getur verið á íslenska vísu. I mörg ár spiluðum við hjónin saman og er margs að minnast með hlýhug frá þeim árum. Þórhallur var einstaklega geð- góður að eðlisfari og honum fylgdi hressilegur andblær. Það fylgdi honum glaðværð og það var eins og hann leysti úr læðingi hjá fólki gleði, bjartsýni og tiltrú á tilveruna. Hann var trúaður maður en flíkaði ekki skoðunum sínum í þeim mál- um. Hann var bjartsýnismaður og reyndi alltaf að sjá björtu hliðarnar á hveiju máli. Þórhallur var mikill eljumáður, kappsamur og féll aldrei verk úr hendi. Stundum fannst manni hann ofgera sjálfum sér með miklu vinnuálagi. Hollur er heimafenginn baggi. Þetta máltæki á vel við um Þórhall og hans kynslóð sem fékk að vegarnesti trúna á sjálfan sig og þá fullvissu að vinnan skapaði manninn. Hann byijaði ungur að vinna fyrir sér hjá Silla & Valda eftir að ijölskylda hans flutti suður. Það var tekið eftir þessum glað- væra og iðjusama dreng og alla tíð fylgdi honum þessi elja og þægilega létta skap, sem áreiðanlega gerði gæfumuninn á lífsleiðinni. A stríðsárunum eignaðist Þór- hallur vörubíl, sem hann rak í nokk- ur ár. Á þeim árum var unnið nær nótt sem dag og var óskiljanlegt allt það þrek sem þessi ungi maður hafði. Hann gat ekið bíl sínum daglangt hér í Reykjavík við ýmsa flutninga og síðan ekið yfir nóttina norður í land til Skagastrandar með farm en þá var verið að byggja Síldar- verksmiðjuna þar. Á þeim árum var mikið mál að eignast vörubfl og erfitt að fá lán. Þórhallur var einn þessara dugnað- arforka, sem höfðu sýnt það með mikilli vinnu, sparnaði og ekki síst bjartsýni að hægt var að rífa sig upp úr meðalmennskunni. Með dugnaði komst Þórhallur í álnir og gat síðar búið fjölskyldu sinni myndarlegt heimili. Þórhallur réðst síðan til Olíufélagsins og vann þar í mörg ár hjá þeim stórbrotna manni, Sigurði Jónassyni heitnum, sem þá stjórnaði Olíufélaginu. Með Sigurði Jónassyni og Þór- halli tókst vinátta sem entist ævi- langt. Þórhallur bar mikið traust til Sigurðar og átti hann þar góðan og traustan velgjörðarmann. , Sjálfsagt hefur Sigurður kunnað að meta dugnað og góða skap- gerðareiginleika Þórhalls enda var Sigurður eins og margir vita mikill og sérstakur persónuleiki. Þeir ferðuðust mikið saman um landið er Sigurður fór í viðskipta- ferðir sínar til hinna ýmsu staða. Þegar Sigurður Jónasson tók við forstjórastarfi hjá Tóbaks- og áfengisversluninni bauð hann Þór- halli verkstjórastöðu þar, sem hann gegndi af sérstakri alúð allt þar til hann fór á eftirlaun. Þórhallur minntist oft á Sigurð með virðingu og taldi sig hafa lært margt af honum. Þórhallur var bókhneigður og las mikið sér til ánægju og gagns. Hann hafði mikla ánægju af lestri góðra ljóðabóka og hafði mjög gott minni. Hann hafði sérstakt dálæti á verkum Kiljans og gat vitnað í verk hans. Hann var vel máli farinn og gat slegið fram vísum við hin ýmsu tækifæri. Hann hafði sérstakt lag á því að koma fólki í gott skap og hjálpaði þar til hressileg framkoma, góð framsögn og tilsvör. Hann hafði ákveðnar skoðanir á málum og var ófeiminn að segja meiningu sína. Hann hafði gaman af góðri mynd- list og átti margar fallegar myndir, þar á meðal gullfallega mynd af Dyrfjöllum, sem Kjarval gaf honum. Þau hjónin fór oft í leikhús og voru um tíma fastir áskrifendagestir. Snyrtimennskan var Þórhalli í blóð borin og mátti sjá það hvar- vetna þar sem hann fékk ráðið. Hann var mikill unnandi garðrækt- ar og garðurinn í Akurgerðinu bar þess glöggt vitni að þar gekk blómamaður um. Allt var svo snyrti'- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 47 legt og mikil gróska var þar sem hendur hans fóru um gróðurinn. Þórhallur var mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann eignaðist góða konu er hann gekk að eiga Unni Helgadóttur. Það ríkti mikið traust milli hans og Unnu. Þau hjónin voru einstaklega samhent í að fegra heimilið og gera notalegt í kringum sig. Það fór ekki framhjá neinum er til þekkti, að þau voru miklir vinir og samhent í öllum sínum málum. Þau ferðuðust mikið um landið og var Þórhallur ólatur við að sýna fjölskyldu sinni okkar fagra land. í mörg ár áttu þau sumarbú- stað og þar var sami myndarbrag- urinn, fallegur tijágróður sem þau komu upp. Á seinni árum ferðuðust þau nær árlega til sólarlanda sér til hressingar og heilsubótar. Á seinni árum átti Þórhallur heit- inn við erfiðan sjúkdóm að etja sem dró hann að lokum til dauða. Hann var búinn að fá erfið áföll af völdum hjartasjúkdóms en náði sér ótrúlega vel enda var hann svo duglegur og jákvæður. I síðustu sólarlandaferð sinni til Mallorca veiktist Þórhallur og fór beint á spítala er heim var komið. Um tíma leit út fyrir að hann væri að ná sér aftur, eins og oft áður, en því miður var kallið komið og hann átti ekki afturkvæmt. Þór- hallur lést í Landspítalanum 4. október eftir stutta legu. Þóhallur og Unna eignuðust 3 mannvænleg börn, þau Gyðu, Svölu og Árna, og var ávallt mikil sam- heldni með fjölskyldunni. Barna- börnin eru 6 sem sjá nú á eftir afa sínum með söknuði. Með þessum örfáu orðum viljum við þakka Þórhalli fyrir samfylgd- ina. Eftirlifandi eiginkonu hans, Unni Helgadóttur, ásamt börnum og fjölskyldum þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Páll Andreasson Birting aOnælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsijórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek- in tii birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af- mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. nc j ÓV V* var gjalddagi húsnæðislána / ÞÚ HAGNAST Á EIGIN SKILVISI Það er þér í hag að greiða af lánum á réttum tíma og forðast óþarfa aukakostnað af dráttarvöxtum, svo ekki sé minnst á innheimtukostnað. Þú getur notað peningana þína til mun gagnlegri Kluta, til dæmis í að: Auka vió skíóabúnaó fjölskyldunnar endurbæta lýsinguna á heimilinu eóa fá þér áskriftarkort í leikhúsið. Eindagi lána með lánskjaravísitöiu. Eindagi lánameð byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnæðislána eru 1. ágúst, 1. nóvember, 1. febrúar og 1. maí (sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn). Merktu gjalddaga þíns láns inn á dagatalið þitt, þá gleymir þú síður að gera tímanlega ráð fyrir næstu greiðslu. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM Greiðsluseðlar fyrir 1. nóvember hafa verið sendir gjaldendum og greiðslur má inna af hendi í öllum bönkum og sparisjóðum landsins. át HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ LAUGAVEGl 77 101 REYKJAVÍK S: 69 69 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.