Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 39 Morgunblaðið/Emilía Siguijón Pétursson, Þráinn Jónsson og Einar Sveinsson við af- hendingu á austfirsku íslandsklukkunnar frá Borgarfirði eystra. Sjóvá fær aust- fírska basaltklukku UMBOÐSMENN Sjóvá á Austurlandi færðu félaginu nú nýverið gjöf í tilefiii af 70 ára afinæli þess sem var 20. október sl. Þráinn Jóns- son, umboðsmaður fyrirtækisins á Fljótsdalshéraði, afhenti gjöfina. Gjöfin er klukka úr austfirsku basalti frá Borgarfírði eystra. Þráinn sagði í samtali við Morg- unblaðið að umboðsmennimir hefðu valið klukku vegna þess að þeim fyndist forsvarsmenn Sjóvá fylgjast vel með tímanum. „Þetta eru ungir og framsæknir menn hjá nútíma- legu fyrirtæki sem fylgjast vel með tímanum. Klukkan er frá fyrirtæk- inu Álfasteini á Borgarfirði eystra, þetta er Islandsklukka úr austfirsku basaiti og það eru merktir inn á hana þeir staðir á Austurlandi þar sem umboðsmenn Sjóvá eru,“ sagði Þráinn. Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri Sjóvá sagði að það hefðu allt- af verið einstaklega góð samskipt: við umboðsmennina á Austurland og reyndar um allt land. „Um þriðj- ungur af viðskiptum Sjóvá kemui í gegnum umboðsmennina á lands- byggðinni, þeir eru því afar mikil- vægir í starfsemi fyrirtækisins," sagði Einar. Hann sagðist vilja þakka austfirsku umboðsmönnun- um fyrir þessa gjöf. Siguijón Pét- ursson aðstoðarframkvæmdastjóri sagði að mannlegi þátturinn væri mikilvægur í samskiptunum við umboðsmenn fyrirtækisins. „Þetta eru ekki köld og ómánnúðleg við- skiptasambönd," sagði Siguijón. ■ 1 ! ' SundskýU við Gvendarlaug hins góða við Klúkuskóla. Þau hafa nú veríð vatnsvarín af Bjarnfirðingum. Gvendarlaug á Klúku: Sundskýlin viðarvarin Laugarhóli, Bjarnarnrði. TÍU íbúar BjarnarQarðar komu saman heigina 22. og 23. október til að viðarveija sundskýlin við Gvendarlaug hins góða, en það var einn þeirra þátta sem ólokið er við byggingu sundskýlanna. Tóku því íbúarnir höndum saman og mættu með það efiii er til þurfti og báru viðarvörn á sundskýlin, sem annars lágu beinlínis undir skemmdum. Var þetta glaður hópur sem sá húsið breyta um svip meðan unnið var. Verkinu stjórnaði Ólafur Ingi- mundarson á Svanshóli, en hann var byggingarmeistari skýlanna á sínum tíma og jafnframt annar verktakanna er byggði þau. En nú var mætt til sjálfboðavinnu, þar sem ekkert hafði gerst af opinberri hálfu um framhald verksins og óvarið timbur stenst ekki ágang vestfirsks veðurs til lengdar nema það sé vel saltað rektimbur. Vann hópurinn af miklum dugn- aði laugardaginn 22. október nema hvað gert var hlé til að drekka kaffi og borða vöffiur, sem Torf- hildur Steingrímsdóttir, settur j skólastjóri, færði mannskapnum. Á T sunnudaginn var svo farið yfir síðustu blettina og tekið til. Ágætis veður var um helgina og því var þetta tækifæri gripið til að veija sundskýlin fyrir veturinn, þar sem viðurinn hafði að mestu leyti náð að þoma. Það var glaður og hress hópur sein sneri heim að loknu góðu verki í þetta sinn. Er gott að minnast þess að Bjamfirðingar byggðu á sínum tíma sundlaugina á Klúku og þar áður sundlaugina í Svans- hólslandi í sjálfboðavinnu svo þetta er ekki nýnæmi hér í sveit að allir leggi sig fram um sameiginlegar hagsbætur, sem jafnvel fólk utan sveitar nýtur góðs af. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir STEINGRÍM SIGURGEIRSSON Franskir mótmælendur: Fámennir en valdamiklir MÓTMÆLENDUR hafa ávallt veríð í miklnm minnihluta í hinu kaþólska Frakklandi. Fyrr á öldum voru voru þeir ofsóttir fyrir trú sína og jafiivel drepnir í stórum stil. Blóðbaðið á degi heilags Barthelomeusar árið 1572 er líklega frægasta dæmið þar »im en þá voru urn 300 mótmælendur drepnir að skipan Karls IX Frakk- landskonungs. Það var ekki fyrr en áríð 1789 sem mótmælendur fengu með stjórnarskránni lagalega jafnstöðu gagnvart kaþólikk- um. Eitthvað virðist hafa rofað til hvað varðar stöðu þeirra síðan. * Ijúní á þessu ári var mótmæl- andinn Michel Rocard skipaður forsætisráðherra af Francois Mitterrand, Frakklandsforseta, sem er strang-kaþólskur. Rochard tók tvo mótmælendur til viðbótar með sér inn í ríkisstjómina, þá Pierre Joxe, innanríkisráðherra, og Lionel Jospin, menntamálaráð- herra. En mótmælendur eru ekki einungis áhrifamiklir innan sósíal- istaflokksins. Þeir eiga fjölda full- trúa í embættismannakerfí og við- skiptalífi Frakklands og skipa þar veglegan sess. Þó að mótmælendur séu nú meira áberandi en oft áður i frönskum stjómmálum þá er það ekkert einsdæmi að þeir skipi þar æðstu valdastöður. Gaston Dou- mergue, forseti Frakklands á ár- unum 1924-1931, var mótmæl- andi og árið 1968 skipaði Charles de Gaulie hershöfðingi og forseti mótmælandann Masurice Couve de Murville forsætisráðherra. í ríkssljómum sósíalista fyrr á þessum áratug hafa mótmælend- ur líka verið fjölmennir. Sem dæmi um ráðherra má nefna Ge- orgina Dufoix, Lous Mexandeu, Georges Fillioud, Jean-Pierre Cot, Nicole Questiaux og Catherine Lalumiére. Af einhveijum ástæð- um virðast flestir mótmælendur vera vinstra megin við miðju hvað stjómmál varðar. Kom það meðal annars fram í skoðanakönnun sem Ifop-stofhunin framkvæmdi árið 1980. Hafa þeir staðið framarlega í baráttu fyrir málum á borð við fóstureyðingar, getnaðarvamir, afnám nýlendustefnunnar og jafti- réttisbaráttu kvenna. Vissulega má þó fínna þó nokkur dæmi um mótmælendur sem náð hafa frama í stjómmálum er hafa verið hægra megin við miðju. Er de Murville líklega besta dæmið þar um. mótmælenda má nefna fyrirtækið Shlumberger, sem þjónustar olíu- iðnaðinn. Það var stofnað árið 1927 af Elsass-bræðrum Conrad og Marcel og er nú það stærsta í heiminum á sínu sviði. Hottingu- er-fjölskyldan hefur stundað bankaviðskipti í Frakklandi síðan 1786 og er valdamikil í franska bankaheiminum. Annar áhrifa- mikill mótmælandi þar er Jean-Marc Vemes. Hann er stofn- andi La banque Vemes, sem var þjóðnýttur árið 1981, þegar sósía- listar komust til valda. Þó stofn- aði Vemes Banque du Marais skömmu síðar. í dag er hann for- stjóri stórfyrirtækisins . Beghin Say, og stjómarformaður í fyrir- tælgum á borð við L’Air liquide, Rhone-Poulenc, Victoire og Elec- tronique Serge Dassauit, svo nokkur séu nefiid. Sterk fjölskyldubönd Sumir telja sig sjá margt sam- eiginlegt með gyðingum og mót- mælendum í kaþólskum löndum á borð við Frakkland. Þeir eiga erf- iðara með að komast á toppinn en kaþólikkar og þurfa því að skara fram úr vilji þeir ná ein- hveijum árangri. Innbyrðis tengsl og fylskyldubönd eru líka mjög sterk meðal franskra mótmæl- enda. Stóm fjölskyldumar, Hott- inguer, Vemes, Peugeot, Seydo- uz, tengjast allar hver annarri. Tengslin við mótmælendur í öðr- um löndum em líka mjög sterk. Í vínhéraðinu Bordeaux, þar sem mótmælendur em §ölmennir og ijársterkir, kvarta kaþólskir jafii- vel yfir því að of margar ákvarð- anir sem snerta vínframleiðslu héraðsins séu teknar í London eða Haag en ekki Bordeaux. Þessí sterku tengsl em kannski ekki svo skrýtin þegar haft er í huga að margir franskir mótmælendur flúðu norður til Hollands eða Þýskalands þegar ofsóknir gegn þeim stóðu sem hæst, t.d. eftir að „édit de Nantes“-lögin sem sett vom árið 1598 og tryggðu rétt mótmælenda, vom felld úr Þótt mótmælendur séu einungis 2% frönsku þjóðarinnar eru þeir íjölmennir í áhrifastöðum. Hinn strangkaþólski forseti, Francois Mitterrand (t.v.), skipaði mótmælandann Michel Rocard í forsætis- ráðherraembætti í júní í ár. Menntun, viðskipti og Qölmiðlar Ustinn yfir mótmælendur sem áberandi hafa verið f stjómmálum þessarar aldar í Frakklandi er ekki síst merkilegur þegar haft er í huga að franskir mótmælend- ur em einungis um 810.000 eða u.þ.b. 2% þjóðarinnar. Fjölmenn- astir em þeir f Elsass-héraði í Norður-Frakklandi. Mótmælend- ur em einnig mjög áberandi í æðri menntastofiiunum á borð við IEP (Institut des études Politiqu- es) en nám þar er nauðsynlegur áfangi á leið inn í ENA (Éeole nationale d’Administration), æðstu menntastofnun Frakk- lands, sem útskrifar alla æðstu embættismenn og diplómata landsins auk fjölda stjómmála- manna. Mótmælendur em líka mjög áberandi í viðskiptalífí Frakk- lands. Meðal fyrirtækja f eigu í fjölmiðlaheiminum franska eiga mótmælendur einnig sín ítök. Nicolas Seydoux er stjómarfor- maður Gaumont, stærsta kvik- myndafyrirtækis Frakklands, og eigandi tímaritsins Le Point. Bróðir hans, Jerome, á stór út- gáfufyrirtæki og er einnig hlut- hafí í fímmtu sjónvarpsstöðinni, la Cinq. Jerome Seydouz hefur einnig lagt fé í tímaritið Le Nou- vel Observateur. Loks má nefna fyrirtæki í lúxusiðnaði Frakka sem em í eigu mótmælenda: Lou- is Vuitton, Guerlain og Hermes og elstu bifreiðaframleiðendur veraldar, Peugeot-fjölskylduna. En þó að Peugeot SA sé í eigu mótmælenda er stjómandi fyrir- tækisins kaþólskur — Jaques Cal- vet — sem áður stjómaði einka- skrifstofú Valéris Giscards D’Estaings í fjármálaráðherratíð hans og var bankastjóri Banque nationale de Paris áður en hann hóf störf hjá Peugeot. gildi árið 1658 — sem þýddi f raun að menn urðu að taka kaþ- ólska trú eða deyja. Samskiptin við mótmælendur frá öðmm löndum geta þó stund- um tekið á sig vandræðalega mynd. Heniy Racamier, stjóm- andi fyrirtækisins Louis Vuitton, og þar af leiðandi „að sjálfsögðu" mótmælandi, segir frá því f sam- tali við tímaritið Le Point þegar hann tók á móti mikilvægum norskum viðskiptavini í Paris. Hann vissi að Norðmaðurinn væri einnig mótmælandi og því bauð Racamier honum á hinn vinsæla stað Crazy Horse þar sem létt- klæddar blökkustúlkur dilla sér í takt við tónlist. En æ, æ. Norð- maðurinn var harðlínumaður í trúnni og brást hinn versti við. Þessi uppákoma hafði þó ekki áhrif á viðskipti hans við Vuitton- fyrirtækið, að sögn Racamier, þar sem Norðmaðurinn var raunsæis- maður á viðskiptasviðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.