Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Mælt mál o g forn fræði Bókmenntir Sigurjón Björnsson Bók þessi kom út í tilefni af sjö- tugsafmæli dr. Bjama Einarssonar þann 11. apríl 1987. Hún barst mér í hendur til umsagnar nú í sumar og hefur því að líkindum ekki komið út fyrr en á þessu ári. Bjarni Einarsson er virtur fræði- maður á sviði íslenskra fombók- mennta. Hann hefur starfað sem sérfræðingur við Stofnun Árna Magnússonar á íslandi frá árinu 1972 og þar til hann lét af störfum vegna aldurs í árslok 1987. Auk Tabula gratulatoria og Rita- skrár Bjama hefur þessi bók að geyma 25 greinar eða efnisþætti. Er það úrval greina sem hann hefur ritað á undanfömum áratugum. Fyrstu átta greinarnar fjalla allar um íslenska tungu á einn eða annan veg. Þar eru skýringar ömefna, orð- taka o.fl. Síðasti efnisþátturinn er raunar átta útvarpsþættir um mælt mál. Margt er skarplega og skemmti- lega athugað í þessum greinum og leikmaður eins og undirritaður verð- ur allnokkm fróðari að lestri loknum. Ekki hefði ég t.a.m. látið mér detta í hug að sagnorðið „púsa“ væri svo gamalt í málinu sem raun ber vitni. Þegar talað er um að „pússa saman hjón", mætti halda að það væri ófær málsletta. Þá var mér eitt sinn kennt að ætíð skyldi nota kvongast eða kvænast um karla en giftast um konur. Nú kemur í ljós að þessi að- greining er hreint ekki einhlít. Um þetta og margt annað varðandi mál- far og málnotkun má lesa sér að gagni í þessum greinum. Þá kemur athyglisverð grein „Um manngildishugmynd íslendinga að fornu". Sú grein á erindi til fleiri en íslenskufræðinga. Þar er áhersla lögð á skilning fornmanna á jöfn- uði, ójöfnuði, misrétti og kurteisi, svo að eitthvað sé nefnt. I grein sem nefnist „Bardaginn í Dinganesi" reynir höfundur að varpa ljósi á frásögn Gunnlaugs sögu ormstungu af lokaviðureign þeirra Gunnlaugs og Hrafns. En þar hefur sitthvað þótt kynlegt. Skemmtilegar eru tilgátur höf- undar í grein er nefnist „Andvaka" og er samnefnd kvæði sem talið er að Snorri Sturluson hafi ort til Kristínar konu Hákonar jarls galins (d. 1214). Kvæði þetta er glatað. Veltir Bjarni því fyrir sér hvernig á þessari nafngift kvæðisins kunni að standa. Þá koma þijár smágreinar sem allar sækja efni til Egils sögu. Þar á eftir fara fjórar ritgerðir er allar varða aðal rannsóknasvið höfundar. Ein grein fjallar um Hall- freð vandræðaskáld. Tvær eru um Þormóð Kolbrúnarskáld. Fjórða greinin — og er hún sýnu lengst — nefnist „Fornskáld í ástarraunum". Er hún svargrein til Theodórs M. Andersons prófessors, sem ritað hafði um bók Bjarna „Skáldasögur" (1961). Bjarni tekur fyrir sjö athuga- semdir Andersons og svarar þeim hverri á fætur annarri með fræðileg- um rökum og upplýsingum. Koma SVERRIR KRISTJANSSON HÚS VERSLUNARINNAR 6. HÆÐ LÖGM. HAFSTEINN BALDVINSSON HRL. BALDVIN HAFSTEINSSON HDL. FASTEIGN ER FRAMTÍÐ Einbýlishús - Valhúsahæð - Seltjarnarnes Verið er að hefja smíði á nokkrum lúxus einbýlum á einni hæð á Valhúsahæð Húsin verða ca 160-230 fm á einni hæð. Garðhús. Stór bílskúr. Stórar lóðir. Hér er um einstakt tækifæri að ræða, því samkvæmt skipulagi verður ekki byggt meira á Valhúsahæðinni. Ath! Þið sem hafið verið að skoða teikningar undanfarið vinsamlega athugið hér nýtt skipulag á lóðum og húsum. Arkitekt: Ormar Þór Guðmundsson. Byggingaraðili S HAGVIRKI HF 1 ------------- • SÍMI 53999 viðhorf hans í ýmsum mikilvægum greinum einkar vel í ljós i þessari ritgerð. Næsta grein er einnig svar til fræðimanns, Robertu Franks pró- fessors. Hún hafði gert allmikið úr „grimmdareðli og djöfulsskap nor- ræna manna". í grein Bjama sem nefnist „De Normannomm Atrocit- ate eða Um aftöku konungborinna manna með blóðamaraðferðinni", telur hann sig geta sýnt fram á að Frank hafi gróflega misskilið sitt- hvað það sem hún byggir skoðun sína á. Síðust greina um fornsögur er „Um vísur í íslenskum fomsögum". Þar ræðir höfundur um þá aðferð „sem mælt hefur verið með og [iðkuð] síðan á dögum hinna frægu þýsku mál- og bókmenntafræðinga á síðari helmingi nítjándu aldar að athuga fyrst efni vísnanna í þessum sögum og bera síðan niðurstöðumar saman við lausa málið á undan og eftir .. .“. Þessa aðferð telur höfund- ur fráleita og st.yður það rökum í greininni. Þá kemur efni frá yngri tíð. í greininni „Háskólapróf Jónasar Hallgrímssonar" hrekur höfundur þá trú sem hann kveður hafa verið nokkuð útbreidda að Jónas hafi aldrei lokið prófi í náttúrufræðum. Hann dregur fram heimildir um að Jónas muni hafa lokið prófi í nátt- úruvísindum vorið 1838. Þijár grein- ar em um Halldór Laxness og síðasta greinin í bókinni er sairiin í tilefni áttræðisafmælis Jóns Helga- sonar. Eins og væntanlega má álykta af þessu yfírliti er þessi bók hin- efnismesta og því um margt að fræð- ast. Framsetning höfundar verður aldrei svo sérfræðileg að fróðleiksfús leikmaður hafi ekki full not af efni. Bjarna er lagið að rita lipran, ein- faldan og þægilegan stíl sem þreytir engan. Eins og vænta mátti er allur frágangur og ytri búnaður þessarar bókar óaðfínnanlegur. Jarðbundin geimskip Myndlist Bragi Ásgeirsson Myndlistarkonan Rósa Gísla- dóttir, sem fram til 6. nóvember sýnir höggmyndir í Galleríi Svart á hvítu, hefur þetta að segja um verk sín: „Verkin eiga að koma á óvart í umhverfínu — efnið, for- mið og liturinn. Þetta eru óhlut- bundin verk, einföld í formi, litrík og „estetísk" (fagurfræðileg). Þau eiga að vera viðbót við heims- myndina, ekki „afstraksjón" (sér- tekning) á þekktum fyrirbærum. Mér fínnst mikilvægt að geta hreyft verkin sjálf, fært þau úr stað og breytt uppröðun þeirra. Eg vil að þau séu hreyfanleg, án upphafs og endis, óendanleg." Það er prýðilegt að fá sljíka stefnuyfirlýsingu frá listamannin- um sjálfum í sýningarskrá og mætti vera oftar, því að þá hefur maður eitthvað ákveðið til að fara eftir. Miklu oftar svífum við, sem um myndlist skrifum, í tómarúmi eftir skoðun sýninga, því að okkur hefur þá ekki tekist að ná sam- bandi við verkin og myndhugsun listamannsins, sem ekki liggur á ljósu. Slíkar stefnuyfirlýsingar koma heilasellunum á hreyfingu, og það er það, sem gildir, hvort sem maður er með á nótunum eður ei. Ég get verið fullkomlega sam- mála því að verkin geti komið á óvart í umhverfinu en þá verður það að vera rétt umhverfi því að einar og sér í hinum sótthreinsuðu húsakynnum galleríisins virka þær eins og jarðbundin geimskip eða snúningstoppar, sem einhver tröllabörn hafa hent frá sér og virka svo umkomulausir án bama- handanna. Verkin eru unnin í litaða stein- steypu, sjö talsins og öll nafnlaus. Er ég satt að segja orðinn hálf- þreyttur á að vísa til nafnlausra mynda á sýningum undanfarið og vil vísá til og minna á, að við búum í landi, þar sem fólk hefur gefíð nær hverri hundaþúfu nafn um aldaraðir og er merkilegt fyr- irbæri, sem útlendir nýlistamenn hafa jafnvel tekið sérstaklega til meðferðar. Ættum við því ekki að taka of stíft upp siði útlendra, sem nefna t.d. götur stórborgar í númeraröð eða væri það kannsi framför að breyta nafni Laugavegarins í Fyrstu breiðgötu? Fólk ætti alls ekki að vera hrætt við að gefa myndverkum nöfn hér uppi í landi ömefnanna, nema þegar myndimar kalla beinlínis á nafnleysu. Á þessum stað kemur það full- vel fram, að ýmsir hnökrar eru á gerð myndverkanna og smíðin jafnvel hálf klastursleg á köflum — en sé það gert með tilgangi, sem má vel vera, þá væri t.d. Nýlistasafnið hinn kjömi vett- vangur fyrir þær. Kannski er það steinsteypan, sem ekki er heppilegasta efnið fyrir þessa tegund mótunarverka, því að víst er, að það er ekki sjálft formið, sem stendur ekki undir sér, frekar útfærslan eða umhverfíð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.