Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 35
35 ■1 fl39M3VÖM -f. flUOAaUTMMW .UWAJfl HUUHOM MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Engir plútón- flutningar á næstu árum - segir utanríkis- ráðherra í fyrirspurnatíma í samein- uðu Alþingi i síðustu viku spurði Hjörleifur Guttormsson (Abl/Al) hvað islensk stjórnvöld hefðu aðhafst vegna ráðgerðra loftflutninga með geislavirkt plútón frá Evrópu yfir N-Atl- antshaf. Jón Baldvin Hannib- alsson utanríkisráðherra svar- aði þvi til, að stjórnvöld fylgd- ust með málinu, en engir slikir flutningar væru áformaðir á næstu árum. Utanríkisráðherra sagði, að íslensk stjómvöld hefðu fylgst með málinu frá því í febrúar og sjónarmið þeirra hefðu verið kynnt á alþjóðavettvangi. Til dæmis hefði Þorsteinn Pálsson fyrrum forsætisráðherra lýst áhyggjum íslendinga í viðræðum við bandarísk stjórnvöld í ágúst. Utanríkisráðherra sagði enn- fremur, að samkvæmt orðsend- ingu frá Japönum, sem eru við- takendur plútónsins, myndu flutn- ingamir ekki hefjast fyrr en eftir nokkur ár og þá yrði fyllsta örygg- is gætt. Hrafnkell A. Jónsson. Hraliikell A. Jónssontekur sætí á þingi Hrafnkell A. Jónsson tók í gær sæti á Alþingi í forföllum Kristins Péturssonar. Hann hefur ekki áður setið á þingi. Hrafnkell er fyrsti varamaður Sjálfstæðisflokksins í Austur- landskjördæmi. Hann er formaður verkalýðsfélagsins Árvakurs á Eskifírði. Frumvarp til laga: Útflutning- ur verði ftjáls Þrír þingmenn Borgara- flokksins, þeir Hreggviður Jónsson, Ingi Björn Albertsson og Óli Þ. Guðbjartsson, hafa lagt fram frumvarp til Iaga um breytingu á lögum um útflutn- ingsleyfi. Breytingin felur með- al annars í sér, að ekki verði skylt að sækja um leyfi fyrír útflutningi. í greinargerð með fmmvarpinu er.sagt, að það sé flutt til að draga úr miðstýringu rfkisins. Frjáls út- flutningur sé forsenda efnahags- framfara og tímaskekkja sé að binda hann leyfisveitingum frá utanríkisráðuneytinu. Umræður um námslán í neðri deild: Uthlutimarreglum lána- sjóðsins verður breytt - segir Svavar Gestsson, menntamálaráðherra Finnur Ingólfsson (F/Rvk) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um námslán og námsstyrki. Sagði hann tilgang frumvarpsins vera að koma í veg fyrir að menntamálaráð- herra geti fyrirvaralaust skert framfærslu námsmanna án sam- ráðs við þá, en það hefðu menntamálaráðherrar Sjálfstæðisflokks- ins gert. Birgir tsleifur Gunnarsson (S/Rvk) sagði þýðingarlaust fyrir framsóknarmenn að reyna að hvítþvo sig af stefiiu ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar í lánamálunum. Svavar Gests- son sagði í umræðunum, að úthlutunarreglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna muni verða breytt, með það fyrir augum að bæta hag tekjulágra námsmanna. Nefiid meti framfærslu námsmanna í framsöguræðu sinni sagði Finnur Ingólfsson, að frumvarpið fæli í sér þá breytingu, að komi fram óskir um breyttan fram- færslugrunn námsmanna skuli um þær fjallað af þriggja manna nefnd, þar sem námsmenn ættu einn fulltrúa, einn væri tilnefndur af menntamálaráðherra og sá þriðji væri hagstofustjóri, eða full- trúi hans. Finnur sagði, að í frum- varpinu væri gert ráð fyrir því, að nefndin hæfi störf um leið og lögin gengju í gildi og skyldi þá meta framfærslu námsmanna í samanburði við framfærsluna 1982, þegar lögin um námslán og námsstyrki tóku gildi. Finnur sagði að tilgangur þess- arar breytingar væri að koma í veg fyrir að menntamálaráðherra gæti fyrirvaralaust og án samráðs við námsmenn, skert framfærslu þeirra, sem eru í lánshæfu námi. Það hefðu tveir menntamálaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins gert með breytingum á reglugerðum, sem hefðu haft í för með sér fryst- ingu námslána og 20% kjara- skerðingu fyrir námsmenn. Birgir sagði það því tvískinnung hjá framsóknarmönnum að reyna að klína skerðingu námslána á Sverri. Þar hefði verið um sameig- inlega ákvörðun stjórnarflokk- anna að ræða. Birgir Isleifur Gunnarsson spurði hver stefna ríkisstjómar- innar væri í málefnum lánasjóðs- ins. Ekki væri minnst á þau í málefnasamningi stjómarflokk- anna, en þó hefðu ýmsar vísbend- ingar um stefnuna komið fram. Hann minnti síðan á þingsálykt- unartillögu sem Steingrímur J. Sigfússon, núverandi samgöngu- ráðherra og Svavar Gestsson nú- verandi menntamálaráðherra lögðu fram í fyrra. Þar var þess krafist, að reglugerðin um fryst- ingu námslána yrði afnumin. Enn- fremur minnti Birgir ísleifur á þau ummæli Svavars á fundi með stúdentum fyrir síðustu kosning- ar, að afnám þessarar frystingar væri skilyrði fyrir stjómarþátt- töku Alþýðubandalagsins. Úthlutunarreglum verður breytt Svavar Gestsson menntamála- ráðherra tók til máls í þessum umræðum. í máli hans kom fram, að þótt ekki væri mikil raunaukn- ing á framlögum til lánasjóðsins á fjárlögum væri stefnt að því að leiðrétta kjör hins almenna lág- tekjunámsmanns. Siálfstæðis- flokkurinn hefði breytt úthlutun- arreglum sjóðsins á þá leið, að auka möguleika tekjuhárra ein- staklinga til að fá námslán. Nú væri hins vegar ætlunin að breyta viðmiðunarreglum um hámarks- tekjur lántakenda til að bæta hag hinna tekjulægri. Svavar sagðist styðja frum- varpið. Það kæmi í veg fyrir að komið yrði í bakið á námsmönnum og kjör þeirra skert fyrirvaralaust. Menntamálaráðherra lofaði miklu Finnur Ingólfsson tók aftur til máls og sagði þá meðal annars, að þær aðstæður gætu skapast að skerða þyrfti námslánin, alveg eins og kaup launafólks. Hann hefði hins vegar gagnrýnt vinnu- brögð menntamálaráðherra Sjálf- stæðisflokksins við skerðinguna. Birgir ísleifur Gunnarsson ítrekaði að Framsóknarflokkurinn gæti ekki hlaupist undan ábyrgð á skerðingu fjárframlaga til lána- sjóðsins. Hann minnti á að núver- andi menntamálaráðherra hefði lofað miklu í lánamálunum en væri nú komin á harðahlaup frá þessum loforðum. Það dygði ekki að breyta úthlutunarreglunum til að leiðrétta námslánin. Hann gagniýndi hugmyndir mennta- málaráðherra um breytta viðmið- un og spurði að lokum, hvort refsa ætti námsmönnum fyrir að vinna og fá háar tekjur. Hver er steftia ríkisstjórnarinnar Birgir íslefur Gunnarsson fyrr- verandi menntamálaráðherra tók næstur til máls. Hann sagði að forveri sinn, Sverrir Hermanns- son, hefði breytt reglugerð um námslán í tengslum við aðgerðir ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar varðandi aðhald í ríkisrekstri. Framlög til lánasjóðs íslenskra námsmanna hefðu verið skömmtuð af stjóminni og ijár- veitinganefnd og reglugerð um sjóðinn breytt f samræmi við það. MMÍIGI Engar reglur gilda um eitureftiið PCB Hollustuvernd vinnur að reglugerð í svarí Guðmundar Bjarna- sonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttorms- sonar (Abl/AI) kemur meðal annars fram, að engar sérstak- ar reglur gilda hér á landi um eiturefiiið PCB, en unnið er að reglugerð um það hjá Hollustu- vernd ríkisins. í svari ráðherra kemur einnig fram, að ekki er ljóst hversu víða PCB-mengunar gætir hér á landi. Hollustuvemd ríkisins hefur hins vegar tekið lífríkissýni f Norðfirði og Fáskrúðsfirði og PCB-magnið hefur reynst yfir hættumörkum. Heilbrigðisráðherra sagði að engar sérstakar reglur giltu um PCB hérlendis, en almennar regl- ur um hollustuvemd og heilbrigð- ishætti giltu að sjálfsögðu um efnið. Hollustuvemd ríkisins ynni hins vegar að samningu reglu- gerðar um meðferð og forgun PCB, auk þess sem stofnunin safnaði nú efninu hérlendis og léti eyða því í Englandi. Hann vakti að lokum athygli á því, að Hollustuvemd væri í fjársvelti og gera þyrfti bragarbót þar á. Opinn sjóður í Borgamesi Borgarnesi. STJORN Sparisjóðs Mýrasýslu hefur látið það boð út ganga að sjóðurinn verði öllum opinn fostudaginn 4. nóvember, í tilefiii af 75 ára afmæli Sparisjóðsins. Boðið verður upp á kaffiveitingar í afgreiðslusal og einnig eitthvað gert fyrir bömin. Friðjón Svein- bjömsson sparisjóðsstjóri kvaðst vonast til að sem flestir líti við í sparisjóðnum þennan dag. Þegar Sparisjóðurinn hafði opinn sjóð síðast, í tilefni 70 ára afmælisins, sóttu margir hann heim, jafnt ung- ir sem aldnir. TKÞ. íkonar verða til umQöllunar á fiindi hjá Grikklandsvinafélag- inu Hellas í Geirsbúð í kvöld. Grikklaiidsvinafélagið: Fundur hald- inn í Geirsbúð Grikklandsvinafélagið Hellas heldur fimd i Geirsbúð við Vest- urgötu fimmtudagskvöldið 3. nóvember kl. 20.30. Dr. Einar Sigurbjömsson talar um grísk-orþódoxu kirlguna, en eitt af því sem setur svip á gríska kristni eru helgimyndir þær sem nefnast íkonar og em oft gerðir af mikilli list. Á fundinum verða sýndar og útskýrðar litskyggnur af nokkrum slíkum. Þá verður einnig rætt um Grikk- landsferðir á vegum félagsins. Síðasta sýning á Dagbókinni hans Dadda verður í Hlégarði á laugardagskvöld. Síðustu sýn- ingar á Dagbók- inni hans Dadda LEIKRITIÐ „Dagbókin hans Dadda“ hefiir nú á undanförnum vikum verið sýnt í Hlégarði i Mosfellsbæ. Leikritið var staðfært og reynt að aðlaga sem mest íslenskum að- stæðum, segir í fréttatilkynningu frá Leikfélagi Mosfellssveitar. Síðasta sýning á leikritinu verður föstudaginn 4. nóvember kl. 21.30. ^ Miðapantanir verða í Hlégarði frá kl. 19 á sýningardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.