Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Olögleg þungavatnssala: Defla í uppsiglingu mflli Norðmanna og Indverja 6aln NJvin Df>lí Rnntpr Ósló, Nýju Delí. Reuter. INDVERSK stjórnvöld vísuðu í gær á bug ásökunum þess eftiis að þau hefðu keypt með leynd 15 tonn af þungu vatni, sem hægt er að nota til framleiðslu kjarnorkuvopna, frá Noregi árið 1983. Segjast þau framleiða megnið af því þunga vatni, sem þörf sé á, innanlands en afgang- urinn sé keyptur í Sovétríkjunum Hussein kon- ungur hættir reykingum Amman. Reuter. HUSSEIN Jórdaníukonungur, sem sogið hefur sígarettur af stakri innlifun og elju undan- farin tíu ár, hefur tekið þá staðföstu ákvörðun að hætta reykingum. Dagblaðið Sawt al-Sha’b skýrði frá því á mánudag að konungurinn hefði heimsótt rit- stjómarskrifstofur blaðsins og skýrt starfsmönnunum frá því að frá og með þeim degi væri hann hættur að reykja. Einn af starfsmönnunum við hirð hans hátignar staðfesti frétt þessa og lét þess getið að konungurinn, sem er 53 ára að aldri, væri í ágætu skapi. Heilbrigðismálaráðuneyti Jórdaníu hefur skorið upp herör gegn reykingum almennings í landinu. í anda þessa voru reykingar bannaðar á ýmsum opinberum stöðum í síðasta mánuði. Þannig mega menn ekki reykja á bókasöfnum eða í kvik- myndahúsum og hið sama gildir um þá sem ferðast með strætis- vögnum og öðrum almennings- farartælqum. og segja þau að engu sé leynt í þeim viðskiptum. Aðstoðarríkis- saksóknari Noregs, Tor Aksel Busch, sagði á þriðjudag að um- rætt vatn hefði verið keypt i Noregi af vestur-þýsku fyrirtæki og selt þaðan til Indlands. For- maður utanrikismálaneftidar norska Stórþingsins, Kaare Willoch, fyrrum forsætisráð- herra, sagði i gær að hann grun- aði að þunga vatnið hefði verið notað til að framleiða kjarnorku- vopn. Norðmönnum bæri að kreQast ítarlegra upplýsinga um málið. „Það er óþolandi að Indveijar skuli komast yfír þungt vatn frá Noregi þótt þeir viti að með því bijóti þeir norsk lög,“ sagði Willoch. „Við verðum að krefjast fullnægj- andi skýringa á þessu. Til greina kemur að svara með viðaeigandi aðgerðum á alþjóðavettvangi en fyrst munum við ræða málið.“ Norska fyrirtækið Norsk Hydro hefur framleitt þungt vatn síðan snemma á sjötta áratugnum. Sam- kvæmt þarlendum lögum er bannað að selja þungt vatn, sem hægt er nota til að framleiða plútonium í kjarnorkusprengjur, til annars en friðsamlegra nota en nú eru í rann- sókn nokkur mál um meinta mis- notkun á því til vopnasmíði. Jan Balstad, viðskiptamálaráðherra Noregs, sagði í gær að reynt yrði að ganga úr skugga um hvað hefði orðið um umræddan þungavatns- farm; enn væri ekki hægt að full- yrða að hann hefði endað í Indlandi. „Frásagnir af því að Indveijar hafí flutt inn þungt vatn frá fleiri ríkjum en Sovétríkjunum eru spunnar upp til að varpa rýrð á Indland," sagði talsmaður ind- verska utanríkisráðuneytisins. Hann sagði ríkið flytja inn dálítið af þungu vatni til notkunar í Rajast- han-kjamorkuverinu en nefndi eng- ar tölur í því sambandi. Indveijar segjast ekki eiga nein kjamorkuvopn en hafa neitað að skrifa undir samninginn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna og segja hann aðeins hafa í för með sér staðfestingu á yfirburðum risa- veldanna. Samkvæmt ákvæðum samningsins mega aðildarríkin ekki selja Indveijum meira en eitt tonn af þungu vatni á ári. Árið 1974 sprengdu Indveijar kjarnorku- sprengju en þeir halda því fram að allar áætlanir þeirra í kjarnorku- málum beinist að friðsamlegri notk- un orkulindarinnar. Indveijar hafa þrisvar átt í styijöld við Pakistana síðan Bretar veittu ríkjunum sjálf- stæði árið 1947 og segja Indveijar Pakistani þegar hafa komið sér upp kjamorkuvopnum. Bandaríkjamenn hafa lengi stutt Pakistani með fé og vopnum og hafa embættismenn í Washington sagt að Pakistanar myndu eiga skammt í land með að smíða kjamorkuvopn. Reuter Hermenn standa yfír líkum fjögurra félaga sinna sem féllu í árás skæruliða á aðalstöðvar þjóðvarðsliðs E1 Salvadors í höfuðborginni, San Salvador, á þriðjudag. Skæruliðar í E1 Salvador: Sprengjuárásir á her- búðir í höfuðborginni Snn Salvnrinr. Rpntnr San Salvador. Reuter. VINSTRISINNAÐIR skæruliðar FMLN-hreyfíngarinnar í EI Salvador beittu sprengjuvörpum gegn aðalstöðvum þjóðvarðliðs ríkisstjórnarinnar í höfuðborg landsins, San Salvador, á þriðju- Atök milli náms- manna og óeirða- lögreglu íSeoul Á stærri myndinni skýtur óeirðalögreglan í Seoul táragasi að kóreskum námsmönnum sem efiidu til mótmæla við þijá háskóla í borginni í gær. Á inn- felldu myndinni kasta námsmenn bensínsprengjum að óeirðalögreglunni. Námsmennimir hafa krafist þess að Chun Doo Hwan, fyrrum forseti Suður- kóreu, og kona hans verði handtekin og ákærð fyrir spillingu. Stúdentar hafa lýst því yfir að þeir áformi að ræna Chun og konu hans og refsa þeirn sjálfír verði ekki gengið að kröfum þeirra fyrir „dag námsmanna," sem haldið verður upp á í Suð- ur-Kóreu í dag. Talið er ólíklegt að stúdentunum takist að ræna hjónunum því rúmlega 20.000 lög- reglumenn standa nú vörð við heimili þeirra. Hins vegar er búist við miklum mótmælum í Seoul í dag. ,:-w tó..’ iHi dag. Fjórir hermenn féllu og 37 særðust i árásinni. I gær voru siðan gerðar árásir á hermenn er gættu sykurverksmiðju skammt frá og féllu þar Qórir stjórnarhermenn. Tveir voru loks felldir þar sem þeir héldu vörð við brýr annars staðar í borginni. Fyrri árásin var gerð nokkrum stundum eftir að nýr yfirmaður her- afla landsins, Rene Emilio Ponce ofursti, hafði lýst því yfir að hann væri andvígur viðræðum við skæru- liða ef þær ættu að leiða til þess að skæruliðarnir fengju aðild að ríkis- stjórninni. í síðustu viku hófust umfangsmiklar aðgerðir gegn borg- arskæruliðunum en þær virðast fremur hafa orðið til að stappa í þá stálinu. Skæruliðar, sem barist hafa gegn stjómvöldum í níu ár, ráðast oft á minni háttar skotmörk í höfuðborg- inni að næturþeli en árásin á þriðju- dag var gerð um hábjartan dag. Flestir hinna særðu og föllnu voru nýliðar en einnig fáeinir óbreyttir borgarar. Hermenn leituðu á vegfar- endum á svæðinu eftir árásina á þriðjudag og sendur var herflokkur til háskólans sem er nokkra kíló- metra í burtu. Stjórnvöld segja skól- ann vera hreiður FMLN. Talið er að árásarmönnunum hafi tekist að laumast á brott til bækistöðva sinna í úthverfum og nálægum þorpum. Eftir tvær vikur er áætlað að haldinn verði aðalfundur Samtaka Ameríkuríkja, OAS, í San Salvador, og verða utanríkisráðherrar aðildar- ríkjanna á fundinum. Yfirmenn hers- ins telja að markmiðið með árásum skæruliða nú sé fyrst og fremst að sverta álit ríkisstjórnarinnar út á við fyrir fundinn og fleiri alþjóðlegar samkomur sem fyrirhugaðar eru á næstunni. Enn fremur vilji þeir sýna styrk sinn, valda hræðslu hjá óbreyttum borgurum og reyna að tryggja að tillit verði tekið til sjónar- miða þeirra á fundi Ameríkuríkj- Svíþjóð: Dularfull veira leggst á elginn Ottast, að nýtt umhverfisslys sé í uppsiglingu Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKIR vísindamenn skýrðu frá þvi á þriðjudag, að dularfull veira hefði að undanförnu fellt í valinn mörg hundruð elgdýra. Óttast margir, að hér sé á ferð- inni enn eitt umhverfisólánið en í Svíþjóð og víðar í Norðurálfu virðist sem hvert náttúruslysið sé farið að reka annað. Talið er, að veiran hafi drepið að minnsta kosti 600 elgi á síðustu tveimur árum og svo virðist sem sjúkdómurinn sé nú að verða að faraldri. Engin lækning hefur fundist við honum. „Elgirnir þjást fyrst af niður- gangi, sem leiðir síðan af sér vökvaskort í líkamsvefj'um og van- næringu. Þetta leiðir þá loks til dauða," segir Claes Rehbinder, prófessor við tilraunastöð í dýra- lækningum. I sænsku skógunum eru tugir þúsunda elga og nú stendur veiði- tíminn sem hæst. Segja veiðimenn, að auðvelt sé að sjá hvaða dýr eru langt leidd því að þau sneiða hjá venjulegu fæði elganna, sprotum og laufi, en leggjast þess í stað á börk grenitijánna. Veiðimennirnir hafa líka komist að því, að villi- bráðin, elgir og önnur skógardýr, er víða óhæf til átu vegna mikils af geislavirkum efnum, sem bárust til Svíþjóðar eftir slysið í Tsjemo- byl-kj arnorkuverinu sovéska 1986.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.