Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HÖRÐUR GUÐMUNDSSON, Álfheimum 26, lést á heimili sínu að kvöldi 21. október. Guðrún Klemenzdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, ÁRNI HRAUNDAL frá Lækjarhvammi, Fifusundi 1, Hvammstanga, andaðist í sjúkrahúsi Hvammstanga föstudaginn 28. október sl. Svanborg Guðmundsdóttir, Helga Árnadóttir, Ragnar Árnason, Vignir Árnason. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÞORBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR, Hraunbæ 22, Reykjavfk, lést í Borgarspítalanum í Reykjavik aðfaranótt þriðjudagsins 1. nóvember. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju fimmtudaginn 10. nóvember kl. 13.30. Sigvaidi Sigurðsson, Sigurður Sigvaldason, Gunnlaugur Sigvaldason, Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason. t Móðir mín, MARGRÉT ÁRNADÓTTIR frá Gunnarsstöðum, Hringbraut 91, Reykjavik, andaöist 2. nóvember 1988 í Toronto. Minningarathöfn auglýst síðar. Kristfn Gfsladóttir. t Faðir minn og tengdafaöir, ÁGÚSTINDRIÐASON, verður jarösunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Guðbjörg Ágústsdóttir, Ólafur Ingimundarson. Systir okkar. + SIGRÍÐUR GUÐBJÖRNSDÓTTIR frá Hólmavík, LanghoKsvegi 28, Reykjavflc, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Anna Guöbjörnsdóttir, Kristbjörg Guðbjörnsdóttir, Elfn Guðbjörnsdóttir, Guðrún Guðbjörnsdóttir, Þorsteinn Guðbjörnssson, Margrót Guðbjörnsdóttir, Torfi Guðbjörnsson. t Móðir okkar, tengdamóöir, amma og langamma, SIGRÍÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR, Efstalandi 24, Reykjavfk, lést þann 29. október sl. Jaröarförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir, en þeir sem vilja minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Bjartey Friðriksdóttlr, Þorsteinn Guðnason, Jóhanna Friðriksdóttir, Siguröur Sigurðsson, Pálmi Friðrlksson, Anný Ástráðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞórhallurR. Stefáns- son - Kveðjuorð Fæddur 4. nóvember 1915 Dáinn 4, október 1988 Mig langar til að minnast örfáum orðum mágs míns, Þórhalls Stef- áns, sem kvæntur var Unni systur minni og átti með henni þijú mann- vænleg böm: Gyðu, Svölu og Ama. Ég þurfti dálítinn tíma til að átta mig á að svo kraftmikil og litrík persóna væri horfín af sjónarsvið- inu. Þórhaliur Ragnar fæddist á Útskálum á Borgarfírði eystra, í húsi sem faðir hans hafði byggt. Þórhallur var alltaf sannur Borg- fírðingur. Hann var einn af stofn- endum Borgfírðingafélags eystra, sem stofnað var 1949 og hefur það félag stuðlað að tengslum við byggðina fyrir austan og studdi Þórhallur við bak þess þegar á þurfti að halda. Ógleymanlega minningu á ég, er fjölskyldur okkar ferðuðust saman um heimaslóðir hans. Eina bjarta sumamótt sátum við uppi á ÁJfaborg, sem er huldu- heimar þorpsins. Þar nefndi hann hveija þúfii og hvert fjall með nafni. Dyrfjöllin í allri sinni dýrð, séð með hans augum, urðu himn- aríki á jörð. Þórhallur hafði mjög góða eðlis- greind og alltaf svar á reiðum hönd- um. Hann hafði eldlegan áhuga á þjóðmálum og urðu ósjaldan líflegar umræður á heimili þeirra hjóna. Hann fyigdist grannt með fram- kvæmdum, jafnt til sjávar og sveita, var sjálfur athafnamaður og féll aldrei verk úr hendi, áhugamálin óteljandi þar til yfír lauk. Hann var ljúfmenni að eðlisfari. + SIGRI'ÐUR ÞÓRÐ ARDÓTTIR frá Barðsnesi, Norðfirði, lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstaö laugardaginn 29. október. Útför verðurfrá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 5. nóvember kl. 14.00. Börn,tengdabörn og barnabörn. t Faðir minn, sambýlismaður og bróðir okkar, RAGNAR GÍSLI KJARTANSSON, Hverfisgötu 102b, verður jarðsunginn föstudaginn 4. nóv. kl. 13.30frá Dómkirkjunni. Blóm eru vinsamlega afbeðin. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Ólaffa Guðrún Ragnarsdöttir, Kristfn Elísabet Slgurðardóttir og systkini + Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HARALDUR ÁGÚSTSSON amlöur, Framnesvegi 16, Keflavfk, verður jarösunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 5. nóvember nk. kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag íslands eöa Sjúkrahús Keflavíkur læknishéraös. Fjóla Eirfksdóttir, Eirfka Haraldsdóttir, Aldís Haraldsdóttir, Sólveig Haraldsdóttiir, Haraldur L. Haraldsson, Ágúst Lfndal Haraldsson, Hreinn Lfndal Haraldsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Antonfa Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Steinþór Eyþórsson, Siguröur Guðnason, Arnbjörn Óskarsson, Ólöf Thorlacíus, + Innilegar þakkir til allra fyrir auðsýnda samúö við andlát og útför HALLFRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks St. Jósefsspítala, sem önnuöust hana í veikindum hennar. Sigurður Lfkafrónsson og aðrir aðstandendur. + Þökkum innilega samúðarkveðjur og vinarhug við andlát og jarðar- för föður míns, tengdaföður, afa okkar og langafa, JÓHANNESAR PÉTURSSONAR, Droplaugarstöðum. Vilborg Jóhannesdóttir, Benedikt Steingrfmsson, Steingrfmur J. Benediktsson, Helga Benediktsdóttir, Margrát Benediktsdóttir og barnabarnabörn. Tengdamóður sína og móður bar hann á höndum sér meðan þær þurftu á því að halda. Þórhallur ferðaðist mikið og bar mikið traust til Flugleiða en tveim dögum fyrir andlát sitt hafði hann orð á því að nú þyrfti hann ekki lengur á þeim að halda, næst myndi hann fljúga á eigin vegum. Hann var raunsær maður og trúaður. Ég kveð vin minn og mág, Þórhall, með hans eigin orðum: „Allt best sem er.“ Helga Helgadóttir Þann 13. október var til foldar borinn lítríkur vinur minn, Þórhall- ur eða Lóló, eins og ég hef alltaf kallað hann síðan ég var smástelpa og var ómögulegt að segja nafnið hans rétt. Við kynntumst þegar hann bjó ásamt móðursystur minni og þrem- ur börnum þeirra í Kópavoginum, í næsta húsi við okkur. Já, það voru svo sannarlega hlunnindi fyrir mig að hafa hann þama á næstu grösum. Það þurfti nú ekki mikið til að „dobla" Lóló upp úr skónum. Þegar ég, af mömmu, var send út til að fá mér „frískt loft“, fór ég oft út að glugganum hjá Lóló, þótt- ist skjálfa úr kulda og var þá hleypt inn eins og skot og gat skemmt mér konunglega við að horfa á hann bauka við hitt og þetta, því aldrei féll honum verk úr hendi. Svo þegar maður varð svolítið eldri, man ég eftir spenningnum þegar Lóló kom í heimsókn og fyllti húsið af skemmtilegum sögum, svo augun stóðu á stilkum og eyrun biökuðu, því hann kunni svo sannarlega að segja frá. Ég man eftir að þegar ég fór í sumarbúðir, átta ára gömul, birtist Lóló frændi með forláta ferðatösku, svo stelpan hefði nú eitthvað til að setja spjarirnar í. Þegar rútan var um það bil að renna úr hlaði, birt- ist þekkt andlit í mannþrönginni með stóran poka fullan af sælgæti, og framvegis, þegar ég fór í sveit- inaj gat ég alltaf reiknað með sæl- gætispokanum. Þegar kom fram á unglingsárin var ég alltaf jafn velkomin á heim- ili hans og Unnu. Manni var bara sagt hvar lykillinn væri falinn og ef enginn væri heima, bara að drífa sig inn og fá sér eitthvað í gogg- inn. Þau kunnu svo sannarlega að taka konunglega á móti gestum. Eldaði Lóló þá gjama, hann var ágætis kokkur, og get ég séð hann fyrir mér þybbinn, hlæjandi með stóra svuntu á bumbunni. Lóló var vel gefinn, hnyttinn í tilsvörum og átti oftast síðasta orð- ið. Lóló trúði á annað líf og er ég viss um að þeir hinu megin standa á öndinni þegar hann segir þeim sögumar af jarðardvölinni. Eg kveð þá vin minn í bili. María Vinur okkar, Þórhallur R. Stef- ánsson, er genginn á fund feðra sinna og hefur kvatt okkur að sinni. Þórhallur var til moldar borinn 13. október síðastliðinn í fögru veðri að viðstöddu fjölmenni. Við hjónin áttum því láni að fagna að eignast Þórhall og Unnu sem vini og eiga með þeim margar ánægjulegar og ógleymanlegar stundir á liðnum ámm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.