Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 fClk í fréttum Nýútskrifaðir röntg-entæknar, aftari röð firá vinstri: Sigríður Bergsteinsdóttir, Unnur Björnsdóttir, Harpa Viðars, Jóna Gréta Einarsdóttir og Erna Agnarsdóttir deildarsfjóri. Fremri röð frá vinstri: SofKa Sverrisdóttir, Dagný Sverrisdóttir, Margrét Geirsdóttir og Birna Antonsdóttir. Nýir röntgentæknar Röntgentæknar voru nýlega Námstími er þijú og hálft ár og Tækniskóla íslands, Borgarspítala brautskráðir í fyrsta sinn lýkur náminu með B.Sc.-gráðu. og Landspítala. frá Tækniskóla íslands. Menntunin er veitt í samvinnu FRAKKLAND Mitterrand breytir ímynd sinni Frakkar hugsa mikið um útlitið, jafnt háir sem lágir. Francois Mitterrand Frakklandsforseti, sem nú hefur tvo um sjötugt, skipti um valdatákn þegar hann var endur- kjörinn fyrr á árinu. í bytjun for- setatíðar sinnar, þegar sósíalistar störfuðu með kommúnistum í ríkis- stjórn, hóf Mitterrand hinn tilgerð- arlausa flókahatt aftur til vegs og virðingar. Flókahatturinn hafði ver- ið tákn Leons Blums, forsætisráð- herra í samsteypustjóm sósíalista og kommúnista á fjórða áratugnum. Menn minnast þess ef til vill að Mitterrand æskti þess að mynduð yrði samsteypustjórn sósíalista og hægri manna eftir forsetakosning- arnar í vor. Um svipað leyti brá svo við að forsetinn kom fram ber- höfðaður með spjátrungslegan, borgaralegan, silfurbúinn staf. Sumir segja að slíkur stafur sé meira virði en doktorsnafnbót en í frönskum verslunum kostar hann rúmar sjö þúsund íslenskar krónur. I dagblaðinu Figaro var talað um stafinn sem „nýjustu tálbeitu" for- setans. YFIRÞJÓNAR Harður skóli í London Iorðabókinni er enska orðið butler þýtt þannig: bryti, yfirþjónn á heimili; hefir umsjón með öðru þjón- ustuliði, annast mat- og drykkjar- föng, stendur fyrir framleiðslu og veitir húsbændum ýmsa persónulega þjónustu. Þetta allt og miklu meira geta menn lært á átta vika nám- skeiði hjá Alþjóðlega skólanum fyrir yfirþjóna sem efnt er til á hóteli í London. Meðal þeirra sem sækja nám- skeiðið að þessu sinni er Michael Schmidt, 38 ára gamall. Hanr. var til skamms tíma einn af stjórnendum glerfyrirtækis í Minneapolis í Banda- ríkjunum og sagði upp starfinu sem veitti honum tæplega tveggja millj- óna króna árslaun. Hann hafði feng- ið nóg af því að sitja á stöðugum fundum við stjóm fyrirtækisins og vildi fara inn á nýjar brautir, að veita hinum ríku og frægu þjónustu sem yfírþjónn. Blaðamaður International Herald Tribune horfði á það, þegar Schimdt gekk fram á gólfið og sýndi kennara sínum Ivor Spencer, að hann gæti gengið með vínglas á höfðinu og silfurbakka með kampavínsflösku í höndunum. Samkvæmt fyrirmælum kennarans endurtók hann: „Mín er ánægjan, herra. Alveg sjálfsagt, herra. Ég skal ná í þetta fyrir yður, lávarður.“ Spencer sagði við nemendur sína 17: „Við leggjum áherslu á full- komnun, og svona lærið þið að ganga virðulega." Flestir nemend- anna brutu glösin í þriðja skrefí. „Gangið hægt,“ sagði Spencer „þjónn á aðeins að flýta sér, þegar hann er að ná í kaupið sitt.“ Hann segir, að auðugt fólk um víða veröld sækist í vaxandi mæli eftir yfir- þjónum og þyki þeir æskilegt stöðu- tákn. Það er ekki gefíð að læra að ganga með þeim hætti sem sæmir yfir- þjóni, því að námskeiðið hjá Spencer kostar 200 þúsund krónur. Meðal þeirra sem sækja það núna er Brian Claussen, 18 ára gamall Dani, sem segist hafa notað arf, er honum hlotnaðist, til að bera kostnað af námskeiðinu. „Yfirþjónar eru ekki algengir í Danmörku," segir hann „ég vonast eftir að vinnu í Banda- ríkjunum, kannski í Beverly Hills í Hollywood." Ivor Spencer ætti að kunna sitt fag, því að hann hefur komið við sögu í stórveislum í Bretlandi um áratugaskeið. Hann hefur skipulagt rúmlega 800 konunglegar veislur eða samsæti. Þegar sonur Marga- retar Thatcher gifti sig skipulagði hann brúðkaupið. Raunar rekur Spencer alþjóðlega veislumiðstöð, sem tekur að sér verkefni hvar sem er. Ur skóla sínum hefur hann út- skrifað 150 yfírþjóna síðan 1980. Hann er nú með átta vikna nám- skeið tvisvar á ári í London, þriggja vikna árlegt námskeið í Banda- ríkjunum og viku námskeið í Hong Kong. Byijunarlaun yfírþjóna í Banda- ríkjunum eru frá 1,4 milljónum króna til 2,3 milljón króna á ári. Auk þess fá þeir afnot af bíl, sjúkra- tryggingar og önnur hlunnindi. Launin eru lægri í Bretlandi eða um eða yfír ein milljón króna á ári og hlunnindi einnig minni. Hæstu laun eru greidd í Saudí Arabíu en þar er vinnuálagið einnig mikið. Prinsarnir fara seint að sofa og vakna seint á morgnana. Þeir vilja að þjónar sínir vinni langt fram eftir og vakni snemma á morgnana. Spencer segir að þjóni sé ekki skylt að hlæja af bröndurum hús- bónda síns, ef þeir eru ekki fyndnir. Þá eigi þeir aðeins að horfa í augu húsmæðranna og ekki gjóta augun- um annað. Komi húsbóndinn heim með hjákonu sína eigi þjóninn að láta eins og ekkert sé. Við kvenþjóna segir hann: Skyggið ekki á húsmæð- ur ykkar! Japanir í klípu Veikindi Japanskeisara hafa víða áhrif í japönsku sam- félagi, meðal annars þora menn ekki að heQast handa við prent- un almanaksins fyrir næsta ár. Keisarahöllin er eins og myrkur femingur í miðju ljósahafi stórborg- arinnar Tokyo. Þaðan hefur Hiro- hito stjómað þjóð sinni í méira en sex áratugi. Nú er hinn aldurhnigni keisari alvarlega veikur, og 125 milljónir Japana bíða spenntir dag hvern eftir fréttum af heilsufari hans. Óvissan, sem fylgir sjúkralegu keisarans, setur mark sitt á margt í daglegu lífí í Japan. Til dæmis þora útgefendur almanaka ekki fyr- ir sitt litla líf að hefjast handa við prentunina fyrir næsta ár, þar sem almanaksárið fylgir stjómarári ríkjandi keisara. Það sem við Vest- urlandabúar nefnum árið 1988, er árið 63 í Japan, af því að Hirohito hefur setið 63 ár á valdastóli. Ef keisarinn lifir fram yfir ára- mótin, nefna Japanir árið 64. stjórn- arár Hirohitos. Látist hann, áður en nýtt ár gengur í garð, verður árið 1 í stjómartíð hins nýja keisara. En áhrifanna gætir miklu víðar. Að öllum jafnaði streyma ferða- menn þúsundum saman á hveijum degi fram hjá keisarahöllinni í mið- borg Tokyo. En svo er ekki nú um stundir, þar sem stóru svæði í kring- um höllina hefur verið lokað, svo að læknum cg hjúkrunarfólki gefist næði til að annast keisarann. Oft má þó sjá fólk gera bæn sína fyrir utan lokaða svæðið — og bæn- arefnið er að sjálfsögðu tengt heilsu keisarans. Hópur Japana á bæn nálægt keisarahöllinni í Tokyo síðastlinn laugardag, eftir að tilkynnt hafði verið, að orðið hefði að gefa Hirohito keisara mikið blóð nóttina áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.