Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 MAZDA 626 HD GTI '88 Af sérstökum ástæðum er til sölu nýr bíll. 148 hestöfl, 16 ventla, ókeyrður úr umboði. Verulegur staðgreiðsluafsláttur eða góð kjör. Upplýsingar í síma 651720. Einnig er til sölu á sama stað Saab 900i ’88. 1. VESNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittír á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki , vanta í þetta sinn! VIÐ ERUM EKKI EIN í HEIMINUM eftir Kristínu Halldórsdóttur Til skamms tíma voru þeir tiltölu- lega fáir, sem kváðu einarðlega upp úr með það að stefna stjórnvalda í hvalveiðum væri röng eða a.m.k. vafasöm, og skoðanakannanir sýndu yfirgnæfandi stuðning við þá stefnu, sem fylgt hefur verið. Það er í rauninni ekki undarlegt eins og atburðarásin hefur verið og eins og málið hefur verið kynnt og jafnvel lagt upp sem sjálfstæðismál íslensku þjóðarinnar. Andmælendur hafa gjaman verið stimplaðir sem þekkingarsnauðir öfgamenn, jafn- vel „öfugsnúnir ónytjungar velferð- arríkja", eins og einn greinarhöf- undur orðaði það í Tímanum nýlega. Áróðursstaða stjórnvalda hefur verið mjög sterk. Fjölmiðlar hafa fyrst og fremst skilað sjónarmiðum þeirra til þjóðarinnar, einkum ríkis- fjölmiðlamir og að sjálfsögðu mál- gagn sjávarútvegsráðherra, og and- mælendum hefur ekki á sama hátt tekist að ná til fólks með sín sjónar- mið. Þeir sem hafa viljað kynna sér málið hafa virkilega þurft að hafa fyrir því að fá fram allar hliðar þess. Ófögur hvalveiðisaga Forsagan er sú, að Alþjóðahval- veiðiráðið samþykkti árið 1982 tímabundið hvalveiðibann, þ.e. stöðvun hvalveiða í ábataskyni frá 1986 til 1990. Sú samþykkt var ekki gerð í neinu bráðræði, heldur höfðu þessi mál verið til umræðu um langt árabil innan ráðsins og meðal vísindamanna og umhverfis- vemdaraðila um allan heim. Og það ekki að ófyrirsynju. Saga hvalveiða ber ekki mannin- um fagurt vitni, heldur er það saga ofveiði og útrýmingar, og því er ekki að undra, þótt margir vildu í raun ganga miklu lengra og fá fram lengri stöðvun veiða. En þetta varð niðurstaðan eftir mikla umfjöllun og umræður. Ætlunin var síðan að afla víðtækra gagna um hvalastofn- ana og byggja framtíðarstefnu í hvalveiðum í slíkum grunni með það fyrir augum að koma í veg fyrir ofveiði og útrýmingu einstakra teg- unda sem væru í hættu. Þótt mjótt væri á munum, þá samþykkti Alþingi í febrúar 1983 að mótmæla ekki þessari samþykkt Alþjóðahvalveiðiráðsins um stöðvun hvalveiða árin 1986—1990. Mjög margir tóku þessa afstöðu alveg bókstaflega og voru því e.t.v ekki á varðbergi gagnvart því sem á eftir hefur farið. Það kom a.m.k. undirritaðri á óvart, þegar farið var að tala um áætlun um hvalveiðar á því tímabili sem sagt hafði verið að hvalveiðar yrðu ekki stundaðar. En ráðamenn báru þetta mál fram með vísindamenn sér til fulltingis og kynntu það af mikilli festu og öryggi og virtust aldrei eitt andar- tak í vafa um ágæti og réttmæti sinna gjörða. Þeir sem efuðust áttu í raun við ofurefli að etja og þurftu allnokkurn tíma til að ná áttum í þessu máli, jafnvel virtir vísinda- menn og kunnáttumenn um þessi mál, enda var alla tíð gert mjög lítið úr andstöðunni innan Alþjóða- hvaiveiðiráðsins. Hver á réttinn? Við hljótum að áskilja okkur allan rétt til að nýta auðlindir okkar á þann hátt sem við teljum réttast og best. Með hvali gegnir þó sér- stöku máli, enda eru þeir ekki auð- lind neins einstaks ríkis, og nýting þeirra er háð samkomulagi milli þjóða eins og kveðið er á um í Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna, sem íslendingar eru aðilar Kristín Halldórsdóttir „Ætla menn enn að þrjóskast víð og halda því fram — fram í rauð- an dauðann — að and- * mælendur stefnu Is- lendinga í hvalveiðimál- um séu fámennur og áhrifalaus hópur öfga- sinnaðra sérvitringa, sem ekkert mark sé takandi á?“ að og áttu raunar verulegan þátt í að semja. Þar stendur m.a. í 65. grein: „Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi al- þjóðastofnana að verndun og stjórn- un þeirra og rannsóknum á þeim.“ Slík alþjóðastofnun er Alþjóða- hvalveiðiráðið, sem íslendingar eru aðilar að. Þessi stofnun hefur ítrek- að gert athugasemdir við hvalveiðar Islendinga í vísindaskyni og skorað á íslensk stjórnvöld að draga veiði- heimildir sínar til baka. Það er margra álit, að með aðild okkar að Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóð- anna séu íslendingar skuldbundnir til að hlíta fyrirmælum ráðsins. Það hefur ekki verið gert, og vegna þeirrar stefnu erum við komin í alvarlega stöðu. Einsýni er skammsýni Margir óttast, að stefna stjóm- valda í þessu máli hafi spillt veru- lega fyrir lífsnauðsynlegu samstarfi okkar við aðrar þjóðir um víðtæka umhverfisvernd. Við erum ekki í góðri aðstöðu til þess að krefjast þess af öðrum þjóðum, að þær virði alþjóðasamþykktir, ef við virðum þær að vettugi þegar okkur hentar. Og við skulum ekki gleyma því, að einmitt þau öfl, sem harðast hafa beitt sér gegn stefnu íslendinga í hvalveiðum, eru okkar dyggustu bandamenn í baráttunni gegn mengun hafsins. Sú barátta getur orðið upp á líf og dauða, og það er skammsýni að gera okkur erfið- ara um vik í þeirri baráttu en þörf er á. Ég legg áherslu á þetta atriði og vitna í því sambandi til stefnu- skrár Kvennalistans, kaflans um umhverfísmál, þar sem því er lýst yfir að Kvennalistinn vilji, að „ís- lendingar taki þátt í alþjóðlegu starfi í umhverfis- og náttúruvernd- armálum og virði alþjóðasamninga í þessum málaflokkum". Þetta mik- ilvæga atriði hefur sífellt meira vægi eins og heimurinn er nú orð- inn. Vísindi eða yfírskin Eins og áætlunin um hvalveiðar í vísindaskyni var upphaflega kynnt, var ekki auðvelt fyrir leik- menn og jafnvel ekki vísindamenn að átta sig á því, hvort hér væri í raun og veru um vísindaáætlun að ræða. Þessa fullyrðingu byggi ég m.a. á viðtölum við ýmsa aðila, sem hafa kynnt sér þetta mál. Við kvennalistakonur fengum til fundar við okkur fyrir rúmu ári allmarga aðila með mismunandi sjónarmið í hvalveiðimálinu. Við fengum fulltrúa frá sjávarútvegs- ráðuneytinu og Hafrannsókna- stofnun og svo úr hópi þeirra vísindamanna, sem hafa gagnrýnt stefnu stjómvalda í málinu. Einn vísindamanna úr hópi gagn- rýnenda komst svo að orði um vísindaáætlunina, að sér hefði litist nokkuð vel á hana í upphafi, en smám saman orðið ljóst, að hér væri ekki fyrst og fremst um rann- sóknir að ræða, heldur bara venju- legar veiðar. Aðrir sögðust aldrei hafa efast um að vísindaáætlunin væri fyrst og fremst yfirskin. Þeir hefðu þó veigrað sér við því að beita sér af hörku gegn málinu, því sannleikur- inn er sá, að margir vonuðu í lengstu lög, að þetta mál yrði til lykta leitt, án þess að koma þyrfti til átaka hér innanlands og afdrátt- arlausrar skiptingar í hópa með og á móti. Það væri auðvitað farsælla, ef þjóðin gæti sýnt samstöðu í þessu sem öðru gagnvart öðrum þjóðum. En því miður hefur hvert tækifærið af öðru til þess að komast frá þessu með sæmilegri reisn verið vannýtt. „ Vituð ér enn?“ Það sem hrindir þessari umræðu af stað nú er sú staða sem er kom- in upp á mörkuðum erlendis fyrir fiskaftirðir okkar. Þessi hætta hefur vofað yfir okkur allar götur síðan ákveðið var að halda fast við veið- arnar þrátt fyrir athugasemdir og mótmæli, og vitaskuld er það ein- mitt vegna hagsmuna okkar á er- lendum fiskmörkuðum, sem við höfum verið á stöðugu undanhaldi í hvalveiðimálinu. Ráðamenn hafa hins vegar ekki borið gæfu til að fínna rétta leikirín í því tafli, sem er sá einn að ná fullkomnum sáttum við samstarfs- þjóðir okkar. Nú er svo komið að hver viðskiptaaðilinn af öðrum í Bandaríkjunum og Evrópu er annað hvort hættur viðskiptum við íslensk útflutningsfyrirtæki eða íhuga að gera það. Long John Silver, Tengelman og Aldi eru fyrirtæki, sem ráða miklu um afkomu okkar. En neytendur hafa síðasta orðið. Þeir þurfa að standa með okkur, en ekki á móti. Þurfa menn frekar vitnanna við? Treysta menn sér til að bera ábyrgð á því, að viðskiptasambönd okkar erlendis bíði enn frekari hnekki og að atvinnulíf okkar lendi í enn frek- ari þrengingum? Ætla menn enn að þrjóskast við og halda því fram — fram í rauðan dauðann — að andmælendur stefnu íslendinga í hvalveiðimálum séu fámennur og áhrifalaus hópur öfgasinnaðra sér- vitringa, sem ekkert mark sé tak- andi á? Það er áreiðanlega ekki skoðun þeirra fjölmörgu, sem finna nú atvinnuöryggi sínu ógnað. Það er mín skoðun, að stjórnvöld eigi að láta af einstrengingslegri stefnu sinni og hætta öllum hval- veiðum og snúa sér að því að vinna aftur upp það traust, sem tapast hefur meðal annarra þjóða. Höfundur er þingmaöur Kvenna- listans í Reykjaneskjördœmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.