Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 17 Lindalax hf.: Vatnið súrefiiisbætt til aukningar firamleiðslu Vogum. Framleiðslugeta Lindalax hf. við Vatnsleysu í Vatnsleysu- strandarhreppi er talin um 1.100 tonn af laxi á ári, en forráða- menn fyrirtækisins vilja auka framleiðslugetuna verulega um- fram það magn sem er talið eðli- legt í dag, en i sama eldisrými sem er um 26.000 rúmmetrar og vatns- og sjónotkun sem er áætl- uð samtals um 3.500—4.000 lítrar á sekúndu. Þórður H. Ólafsson fram- kvæmdastjóri Lindalax sagði í sam- tali við fréttaritara Morgunblaðsins að til að auka þéttleika á laxi í eld- iskeijum fyrirtækisins væri um að ræða að auka vatns- og sjónotkun í stöðinni, eða að súrefnisbæta vatn- ið. Miðað við núverandi framleiðslu- getu þarf 3.500—4.000 lítra af vatni og sjó á sekúndu, en allar lagnir hjá Lindalax eru miðaðar við að flytja 7.500 lítra á sekúndu og útr- ásin frá stöðinni getur tekið alls 8.000 lítra á sekúndu, sem er stærsta útrás á landinu. „Tölur um þéttleika á físki eru miðaðar við viðurkenndar tölur tryggingarfélaga og annarra aðila, sem miða við 30 kíló af laxi á rúm- metra,“ sagði Þórður, „en við von- umst til að geta farið upp í 40 kíló á rúmmetra og ef sú reynsla skilar góðum árangri, má jafnvel auka þéttleikann enn frekar.“ Lindalax á von á tækjum til landsins til að framleiða súrefni, sem síðan verður bætt öt í vatnið. Þórður segir miklu ódýrara að framleiða súrefnið en að dæla því upp úr borholum. I venjulegu rekstrarári eru 500—600 þúsund laxar í eldi hjá Lindalaxi, en um þessar mundir eru um 12.000 seiði í stöðinni og á þeim eftir að fjölga í um 1.800 þúsund á næstu vikum. Ástæðan fyrir þessum fjölda laxa er að mögu- leikar sköpuðust núna til að taka seiði í eldi sem síðar færu til áfram- eldis annars staðar sem unglaxar um 400—500 grömm að þyngd. Það er síðan í maí á næsta ári sem slátrun hefst á framleiðslu Lindalax á smálaxi sem er um eitt kíló að þyngd. - EG Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Bílflök á Vatnsleysuströnd. Þar hafa safnast saman bilflök eins og viða á Suðurnesjum. Suðurnes: Bílflökum flölgar á víðavangi 1—— Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Athafnasvæði Lindalax hf. við Vatnsleysu. Vogum. „VIÐ höfum ekki nákvæmar tölur um fjölda bílflaka, en þeim hefúr Qölgað mikið síðustu tvö árin,“ sagði Jóhann Sveinsson heilbrigðisfúlltrúi á Suðurnesj- um i samtali við Morgunblaðið um bílflök sem skilin eru eftir á víðavangi á Suðurnesjum. Jóhann sagði að eftir að tollar á bíium voru lækkaðir hefðu margir eignast nýja bíla og þeir gömlu verið afskráðir og þegar gjöld voru sett á bíla hefðu margir gamlir bílar verið afskráðir, jafnvel bílar sem höfðu ekki verið í notkun í mörg ár, en eigendumir hefðu ekki hirt um að koma þeim í Sorpeyðing- arstöð Suðumesja. Þess í stað hefðu eigendur skilið þá eftir hér og þar, til dæmis eru Keflavíkur- höfh og Njarðvíkurhöfn staðir þar sem slíkum bflskijóðum er komið fyrir. í bflunum er yfírleitt ekkert sem bendir til hver sé eigandi þeirra og því erfítt að hafa upp á honum. Eigendur fyrirtækisins Bílarif í Njarðvík hafa kvartað yfír þvi að til þeirra sé komið með bflskijóða sem þeir hefðu ekkert annað með Sinfóníuhljómsveit íslands: Tsjajkovskíj-tónleikar ÞRIÐJU reglulegu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í Háskólabíói fímmtudaginn 3. nóvember og heijast þeir kl. 20.30. Á efnis- skrá verða þijú verk, öll eftir Tsjajkovskíj. Einleikarar verða þau Nina Kavtaradze píanóleik- ari og Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari. Stjórnandi verður Petri Sakari, aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóniuhljómsveitar ís- lands. Verkin sem verða flutt em Píanókonsert nr. 1, Rococo til- brigðin og Francesca da Rimini. Pjotr Iljítsj Tjajkovskíj fæddist í Úralfjöllunum í Rússlandi í maí 1940 og lést í Pétursborg í nóvem- ber 1893, sonur námaeftirlits- manns. Hann hlaut góða tónlistar- menntun og varð eitt ástsælasta tónskáld Rússa og jafnframt eitt þeirra, sem rússneska byltingin viðurkenndi og hélt á lofti. Hann var enda eitt þeirra tónskálda sem rómantíkin reis hæst hjá. Verkin þijú, sem verða flutt á tónleikun- um, voru samin á árunum 1874— 1877. Nina Kavtaradze píanóleikari fæddist í Sovétríkjunum og hefur sest að í Danmörku. Hún hóf feril sinn sem konsertpíanisti strax á námsárunum í Sovétríkjunum. Hún hefur haldið tónleika víða um heim, Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum og flestum löndum Evr- ópu. Hún hefur hlotið margar við- urkenningar og verðlaun fyrir leik sinn. Petri Sakari hljómsveitarsljóri Nina Kavtaradze píanóleikari Erling Blöndal Bengtsson er af dönsku og íslensku bergi brotinn. Hann fæddist í Kaupmannahöfn og hóf bamungur að læra á selló og kom m.a. oft fram á tónleikum í Reykjavík á unglingsárum sínum. Hann stundaði nám í Bandaríkjun- um og kennslu hefur hann stundað við tónlistarháskóla á Norðurlönd- um og í Vestur-Þýskalandi. Hann hefur oft áður leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands. Á föstudag heldur Sinfóníu- hljómsveitin til Akureyrar ásamt einleikurunum og verða Tsjajkov- skíj-tónleikarnir endurteknir í íþróttaskemmunni á föstudags- kvöldið. að gera en koma í sorpeyðingar- stöðina. Jóhann segir að reynt sé að hreinsa til í áföngum og ákveðin hverfí séu tekin fyrir hveiju sinni. Þá væri límmiði festur á bflskijóð- ana og gefínn ákveðinn frestur til að fjarlægja þá. Eftir að fresturinn er liðinn fær verktaki tilkynningu um hvaða bíl eigi að fjarlægja og flytur hann til geymslu. Þar geta eigendur vitjað þeirra í tvo mán- uði, en fæstir vitja þeirra. Að þeim tíma liðnum er farið með skijóðana í Skiptinu í Keflavík til niðurrifs eða þeim hent á svæði Sorpeyðing- arstöðvar Suðurnesja. - EG Hugmyndasamkeppni um nýtingu Viðeyjar Borgarstjórn Reykjavíkur hef- ur efíit til hugmyndasamkeppni um nýtingu Viðeyjar. Að sögn Magnúsar L. Sveinssonar, for- seta borgarstjórnar, er tilgangur keppninnar að fá fram hugmynd- ir um nýtingu eyjarinnar sem útivistarsvæðis fyrir Reyk- vikinga og aðra landsmenn. Verðlaunaféð er samtals 800.000 krónur og er síðasti skiladagur hugmynda 15. desember nk. Magoús lagði áherslu á að keppn- in væri öllum opin, jafnt fagfólki í hönnun sem áhugafólki um nýtingu Viðeyjar. Keppnin er ekki bundin við einstaklinga, heldur geta fleiri tekið sig saman um mótun hug- mynda. Þrenn verðlaun verða veitt og verða fyrstu verðlaun ekki lægri en 400.000 krónur. Trúnaðarmaður dómnefndar Ólafur Jensson, framkvæmdastjóri Byggingarþjónustunnar, veitir allar upplýsingar um tilhögun keppninn- ar og afhendir keppnisgögn. Einnig hefur séra Þórir Stephensen, stað- arhaldari í Viðey orðið við tilmælum dómnefndar um að veita þátttak- endum upplýsingar. Tillögum skal skila í formi upp- dráttar er sýni vel hugmyndir um nýtingu eyjarinnar og/eða skriflegri greinagerð. Áætlað er að dómnefnd ljúki störfúm á fyrsta ársljórðungi 1989. MONTEIU Snyrtivörukynning í dag, fimmtudag 3/11 kl. 13.30-18.00. Verið velkomin. ft/ana, Lóuhólum. maconde formen MAOE M npnTUGAL Glæsileg herraföt Vörumerkiðtryggir gæðiogbestusnið Macondeverksmiðjumar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,-1.595,-1.695,-1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrvai. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari I H Metsölublað á hvetjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.