Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 15 hliðarráðstafanir til að bæta al- menningi kostnaðarhækkanir af völdum virðisaukaskattsins væru ótækar. Þar var m.a. um að ræða hækkun tryggingabóta, niður- greiðslur og aðrar ráðstafanir, sem Jón Baldvin kallaði á sínum tíma „framsóknarmoðsuðu". Hann hafði þó lítið fyrir að gera þær að sínum, þegar hann fyrir síðustu áramót hafði forystu um að afnema með öllu söluskattsundanþáguna á mat- vælum. „Þetta sem helst nú varast vann, varð þó að koma yfir hann." Hitt er svo auðvitað rétt, að Jón Baldvin flutti virðisaukaskatts- frumvarpið á síðasta þingi þar sem það var samþykkt í harðri andstöðu við núverandi félaga hans í Al- þýðubandalaginu. Astæðulaust er að gera lítið úr hlut hans í því, sér- staklega ekki hafi honum nú tekist að snúa Alþýðubandalaginu til stuðnings við málið. Fyrri afstaða hans og málflutningur segir hins vegar sína sögu um framsýni hans og frumkvæði í þessu máli. Fríverslunarsamningur við Bandaríkin Utanríkisráðherra varð tíðrætt um það í fréttum eftir viðræður sínar við Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að hann hefði spurst fyrir um möguleika á gerð fríverslunarsamnings milli ríkjanna. Jafnframt hefði hann spurt hvort Bandaríkin gerðu slíka samninga aðeins við nágranna sína. Sú spum- ing var þó auðvitað út í hött, því alkunna er, að slíkur samningur var gerður við ísrael fyrir nokkrum árum. Ráðherra greindi hins vegar drýgindalega frá þessu á fundi Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu sl. laugardag og jafnframt því að Schultz hefði svar- að því svo til, að samningurinn við ísrael væri til marks um að fríversl- unarsamningar við fjarlæg ríki gætu komið til greina. Það er nokkurt aukaatriði, hvort Jón Baldvin Hannibalsson gerði sjálfan sig að viðundri með þessari spumingu á fundi sínum með Schultz. Aðalatriðið er það, aé af hálfu íslenzkra stjómvalda var þetta mál fyrir nokkru síðan komið af þessu fyrirspumarstigi, þótt Jón Baldvin virðist halda að hann hafí fyrst bryddað á því. Alþingi samþykkti vorið 1986 þingsályktunartillögu frá Gunnari G. Schram, þar sem ríkisstjóminni var falið að hraða könnun á gerð fríverslunarsamnings við Banda- ríkin með hliðsjón af því hver yrði viðskiptalegur hagnaður af slíkum samningi fyrir íslenska atvinnuvegi og útflutningsstarfsemi. í framhaldi af þessari samþykkt var nokkuð unnið að máli þessu af hálfu sendi- ráðs íslands í Washington og við- skiptaráðuneytisins, en Bandaríkja- menn reyndust áhugalitlir enda hinn umfangsmikli og flókni samn- ingur við Kanada þá í undirbúningi. Þegar Þorsteinn Pálsson, þá for- sætisráðherra, var í Washington í opinberri heimsókn í ágústmánuði sl. var þetta mál tekið upp að nýju við Bandaríkjaforseta sjálfan og aðra æðstu menn þar í landi, þeirra á meðal varautanríkisráðherrann, sem þá gegndi embætti fyrir George Schultz í fjarveru hans. Þorsteinn lagði á fundunum fram minnisblað um þessi mál, þar sem lögð var áhersla á nauðsyn þess að farið væri sameiginlega yfír allar hliðar viðskipta landanna og leitað leiða til að auka þau og draga úr viðskiptahindrunum innan ramma GATT samkomulagsins. Jafnframt yrði kannað hvort fríverslunar- samningur á borð við Kanadasamn- inginn eða í annarri mynd gæti hentað löndunum. Bandaríkjaforseti og aðrir ráða- menn tóku vel í þessar hugmyndir almennt, en samt er að mínum dómi ljóst, að óraunhæft er að ætla að alvarlegar viðræður geti farið fram fyrr en ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum og gefíð sér nokkum tíma til að meta allar hliðar viðskiptamála Banda- rílq'anna. Ekki er að sjá að utanríkisráð- herra hafi séð ástæðu til að fylgja þessu máli eftir með eðlilegum hætti, heldur einskorðað sig við spumingar um atriði, sem þegar lágu fyrir. Þannig þurfti ekki að koma á óvart, í ljósi þess sem að ofan greinir, að Schultz hafí tekið vel í þessi mál og að Bandaríkja- stjóm væri til viðtals um þau. Það sem hins vegar kemur á óvart er að utanríkisráðherra virðist halda, að hér sé eitthvert sérstakt frumkvæði hans á ferðinni. Annað mál er svo það, hvort fríverslunarsamningur sömu gerðar og Kanadasarnningurinn hentar ís- lendingum. Ég er mjög efíns um að svo sé og færði m.a. fyrir því rök í grein í Mbl. 20. ágúst sl. Aðalatrið- ið er hins vegar að koma af stað alvöruviðræðum á breiðum grund- velli um þessi mál til að komast að því, hvort svigrúm sé fyrir ein- hverjar jákvæðar breytingar á_ við- skiptaháttum milli landanna. í því efni getur verið um verulega hags- muni að tefla, þótt ekki sé stefnt að alhliða fríverslunarsamningi að kanadískri fyrirmynd. Það er fagn- aðarefni ef utanríkisráðherra hefur áhuga á að beita sér fyrir slíkum viðræðum í framhaldi af þeim skoð- anaskiptum sem þegar hafa farið fram. Höfundur er einn afalþingis- mönnum SjáifstæðisOokksins í Reykjuvík. MorgunbJaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Tilraunaveiðar á beitukóngi og trjónukrabba eru nú fferðar í Hvammsfirði. Aðaláhugamenn hér að þessum verkefnum eru Aðalsteinn Valdi- marsson og Svavar Garðarsson atvinnumálafulltrúi Dalasýslu, en þeir hafa stundað þessar tilrauna- veiðar og iagt mikið á sig til að kynna þetta hér heima og víðar. - Kristjana , myjL. iduydiu Uðuntu VERSLUN v/NESVEC. SELTJARNARNESI Stakir jakkar - blaser einlitir Pils - einlit, munstruð Buxnapils Síðbuxur 100% ull ull/terelene 100% bómull Tískuvara - gæðavara Opið daglega 9-18 laugardaga 10-16 NÁMSMENN ATHUGIÐ! Ný hraðvirk, létt og handhæg TA Triumph-Adler skrif- stofuritvél á vetði skólaritvélar. Umboðsmenn um land allt: Bókabúð Keflavikur, Keflavík, Bókabúð Olivers Steins Hafnarfirði, Bókabúðin Gríma, Garðabæ, Grifill, Reykjavik, Hans Arnason, Reykjavík, Jón Bjarnason, Akureyri, Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga, Kaupf. A-Skaftf Hornafirði, M.M. búðin, Selfossi, PC tölvan, Akranesi, Penninn, Reykjavík, Rás s.f., Þorlákshöfn, Stuðull s.f., Sauðárkróki, Sameind, Reykjavik, Skrifvélin, Reykjavlk, Tölvuvörur hf., Reykjavík, Traust, Egilsstöðum. Sendum i póstkröfu • Prenthraði 13 slög/sek • ”Lift off” leiðréttingar- búnaður fyrir hvern staf eða orð. • 120 stafa leiðréttingarminni • Sjálfvirk: miðjustilling undirstrikun feitletrun • Handfang og lok. auk ýmissa annarra kosta sem prýða eiga ritvél morgun- dagsins. Komdu við hjá okkur eða hringdu og fáðu frekari upplýsingar. Einar J. Skúlason hf. Grensásvegi 10, sími 686933
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.