Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 25 Fjárlagafrumvarpið 1989 Samdrætti spáð í nær öllum atvinnugreinum á næsta ári Heildarflárfesting talin verða sú minnsta 140 ár SAMDRÁTTUR verður í öllum atvinnugreinum nema flutninga- tækjum á næsta ári, samkvæmt Qárfestingarspá sem Seðlabank- inn, Þjóðhagsstofnun og Framkvæmasjóður Islands hafa gert og lánsljáráætlun næstá árs byggir á. Talið er að heildarfjárfesting, sem hluti af landsframleiðslu, verði sú minnsta sem um getur síðustu 40 ár. 1 spánni er gert ráð fyrir að heildarfjárfesting í ár verði 44,7 milljarðar króna, eða um 17,7% af landsframleiðslu. Árið 1987 nam þetta hlutfall 18,8%, en að meðaltali 20,9% á árunum 1982-86, og 24,6% að mepaltali á árunum 1977 til 1981. Á næsta ári er áætlað að heildarfjárfesting dragist saman um 3,3% miðað við yfirstandandi ár þannig að hlutfall heildarfjárfestinga af landsfram- leiðslu verði 17,2% og hefur það ekki verið lægra síðustu 40 ár. Framkvæmdir við byggingar og mannvirki hins opinbera hafa auk- ist um 4,5% á þessu ári, en á næsta ári er gert ráð fyrir rúmlega 3% samdrætti. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við rafvirkjanir og rafveitur aukist um 16%, vegna aukinna framkvæmda við Blöndu- virkjun. Þá verða miklar fram- kvæmdir á vegum Hitaveitu Reykjavíkur við Nesjavallaveitu, bæði árin 1988 og 1989. Gert er ráð fyrir 8% samdrætti í sam- göngumannvirkjum, aðallega vegna minni framkvæmda Pósts og síma, en 4% aukning er áætluð í vegagerð. Þar er áætlað að nær öll tekjuhækkun milli ára fari í nýframkvæmdir en viðhald dragist saman. ' í held er gert ráð fyrir að opin- ber ijárfesting opinberra fram- kvæmda á næsta ári verði 13,7 milljarðar. Gert er ráð fyrir að fjár- veitingar nemi 4,6 milljörðum, úr rekstri og sjóðum komi 7,6 millj- arðar en 1,5 milljarðs verði aflað með lánum. Á yfírstandandi ári eru fram- kvæmdir við íbúðarhús taldar auk- ist um 5% og er spáð sömu aukn- ingu á næsta ári. Framkvæmdir við verslunar-, skrifstofu- og gisti- hús eru taldar dragast saman um 20% á þessu ári og um 10% á því næsta en þessar framkvæmdir voru í hámarki árið 1987. Alls er gert ráð fyrir að umsvif í bygging- arstarfsemi og mannvirkjagerð dragist saman um 4-5% en á þessu ári, en gert er ráð fyrir 1-2% sam- drætti í ár. Árið 1987 jókst þessi starfsemi um 10% en þar áður hafði verið samdráttur. Á þessu ári er fiskiskipainn- flutningur talinn aukast sem nem- ur 500 milljónum, en á árinu voru þrjár DC-8 flugvélar Flugleiða seldar úr landi, fyrir 1,4 milljarða. Á næsta ári fyrirhuga Flugleiðir síðan kaup á tveimur Boeing 737-400 flugvélum en kaugverð þeirra er um 2,9 milljarðar. Á því ári er á móti áætlaður 35% sam- dráttur í fiskiskipum. Fjárfesting í landbúnaði er talin dragast saman um 5% á næsta ári, þótt framkvæmdir verði miklar í fiskeldi, en þar hefur átt sér stað mikil uppbygging frá árinu 1985. í heild er þannig gert ráð fyrir að fjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 9% á þessu ári. Á næsta ári er síðan gert ráð fyr- ir að íjárfesting atvinnuveganna dragist saman um 4%, en um 12.5% þegar flugvélakaupin eru fráta- lin.Á árunum 1984-87 jókst fjár- festing atvinnuveganna um 70%. Erlend lán tvöfalt hærri á árinu en lánsfjárlög áætluðu: Erlendar skuldir nema 106 milljörðum í árslok RIKISSJÓÐUR mun taka rúmlega fímmfalt hærri upphæð að láni erlendis fi'á, á þessu ári, en gert var fyrir í lánsfjárlögum. Þar munar mestu um að ráðgert er að Qármagna áætlaðan greiðslu- halla ríkissjóðs og skammtímaskuldir við Seðlabanka með erlendum lánum. Heildarupphæð erlendra lána tvöfaldaðist á árinu miðað við áætlanir lánsfjárlaga. AIIs mun þjóðin skulda 106,5 milljarða erlend- is í árslok. Gera má ráð fyrir því að Islendingar verði um 248 þús- und talsins í lok ársins, sem þýðir að hvert mannsbarn skuldar þá um 430 þúsund krónur erlendis. Lánsfjárlög gerðu ráð fyrir að opinberir aðilar tækju 1.849 millj- ónir að láni erlendis á þessu ári. Þar af tæki ríkissjóður 905 milljón- ir, fyrirtæki með eignaraðild ríkis- sjóðs 550 milljónir og sveitarfélög Sigmundur Guðbjarnason, háskólarektor: Háskólanum refsað fyrir velgengni happdrættisins Myndi borga 150 m.kr. í happdrættisskatt SIGMUNDUR Guðbjarnason, háskólarektor, segir að með því að setja 12% söluskatt á happ- drætti sé ríkissjóður að spara sér það fé sem Háskólanum hafí tekist að ná inn með velgengni Hapþdrætti Háskólans á síðustu misserum. Hann segir það ný- mæli að í Ijárlagafrumvarpi fyr- ir 1989 sé nær 30 milljónum króna af happdrættisfé ráðstaf- að í beinan rekstur Háskólans og kaup á tækjum fyrir stofiian- ir sem tilheyri honum ekki beint. Skattur á orkufyrirtæki ÁFFORMAÐ er að orkufyrirtæki verði skattlögð með almennum hætti samkvæmt fjárlagafrum- varpinu fyrir 1989. Þá eiga veð- deildir og fjárfestingarlánasjóð- ir að vera tekjuskattskyldir með sama hætti og bankarnir og ■ stefiit er að breytingum á tekjus- köttum fyrirtækja. Herða á ákvæði skattalaga þann- ig að tekjur í formi hlunninda, svo sem bílaafnot, úttektir á reikning fyrirtækis og lánafyrirgreiðsla, komi til skattlagningar. Jafnframt á að skerða heimildir fyrirtækja til þess að leggja hluta af hagnaði sínum inn á sérreikninga og af- skriftareglur verða endurskoðaðar. Áætlað er að tekjuskattur félaga skili um 2.250 milljónum króna í ríkissjóð á næsta ári. Verið sé að kanna hvort þetta standist lög um Happdrætti Háskólans. Velta Happdrættisins á þessu ári er áætluð um 1,3 milljarðar króna og myndi það því borga rúm- ar 150 milljónir króna í söluskatt á ári. Happdrættið skilaði Háskó- lanum um 250 milljón króna tekj- um á síðasta ári sem runnu að 2/3 hlutum til bygginga og að Vs hluta til tækjakaupa fyrir Háskólann. Samkvæmt fjárlagafrumvarp- inu eiga 15 milljónir króna af happ- drættisfé að renna til Rannsókna- sjóðs og tæplega 15 milljónir í tækjakaup fyrir Raunvísindastofn- un, Ámastofnun og Tilraunastöð Háskólans á Keldum. Sigmundur Guðbjarnason sagði að þetta væri í raun bein skerðing á frarhlögum úr ríkissjóði til Háskólans. Þá ótt- uðust menn samdrátt í happdrætt- inu á næsta ári og reyndar væri nú þegar farið að draga úr sölu á Happaþrennu. Þees mætti geta að Háskólinn borgaði þegar um 60 milljónir króna á ári í ríkissjóð í svokallað einkaleyfisgjald til að mega reka peningahappdrætti. Ölafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra, sagði er hann kynnti fjárlagafrumvarpið í gær að hugs- anlega væri hægt að fella sölu- skatt niður af einstökum happ- drættum ef þau veittu fé til rekstr- ar sem myndi spara ríkissjóði út- gjöld. Hann nefndi sem dæmi að hugsanlegt væri að fé úr Happ- drætti Háskólans rynni að ein- hveijum hluta í rekstur Háskólans, en ekki aðeins til bygginga. Há- skólarektor sagði að slíkt væri er- fítt lögum samkvæmt og auk þess væri alls ekki of vel búið að Háskó- lanum hvað húsnæði snerti. Fjöldi starfsmanna Háskólans hefði þar enga aðstöðu og starfsemin dreifð út um allan bæ, en stefnt væri að því að færa hana að mestu leyti á Háskólasvæðið. 394 milljónir. Nú er gert ráð fyrir að opinberir aðilar taki alls 5.755 milljónir að láni erlendis á árinu. Þar af taki ríkissjóður 4.622 millj- arða að láni, fyrirtæki 888 milljónir og sveitarfélög 245 milijónir. í lánsfjáráætlun fyrir næsta ár, kemur fram að mismuninn megi aðallega rekja til fyrirhugaðrar 3.400 milljón króna lántöku til að greiða halla ríkissjóðs og skammtímaskuldir við Seðlabanka. Onnur skýring sé að vegna breyt- inga á gengi krónunnar hækki lán- tökur vegna skipasmíða um 200 milljónir og lántökur Landsvirkjun- ar um 50 milljónir. Þá hafi Lands- virkjun tekið nýtt lán að fjárhæð 168 milljónir og greitt upp erlent lán í staðinn. Þróunarfélag íslands fékk heimild til 120 milljóna lántöku til að fjármagna fóðurkaup fiskeld- isstöðva. Loks tók ríkissjóður 100 milljón króna lán sem flóabáturinn Baldur hafði heimild til að taka, og 12 milljóna lán fyrir hitaveitur. Lækkun á áætluðum lánum til sveitarfélaga skýrist að mestu af því að Hitaveita Suðumesja nýtir ekki heimild til 150 milljóna lántöku fyrr en á næsta ári. Erlendar lántökur flárfestingar- lánasjóða voru áætlaðar 1.625 millj- ónir í lánsQárlögum en útlit er fyr- ir að þær verði 3.100 milljónir. Mismuninn má skýra með ýmsum heimildum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, m.a. til Byggða- stofnunar gegnum Framkvæmda- sjóð og einnig til Framkvæmdasjóðs til að afla erlends láns til fiskeldis. Samtals voru auknar lánsheimildir til Framkvæmdasjóðs 1.137 millj- ónir. Lánsfjárlög gerðu ráð fyrir að atvinnufyrirtæki tækju 5.580 millj- ónir króna að láni, þar af tækju fjármögnunarleigur 800 milljónir. Áætlunin varðandi íjármögnunar- leigur hefur staðist, en atvinnufyrir- tæki hafa tekið alls 9.153 milljónir að láni erlendis. Þar má nefna að ríkisstjómin heimilaði fyrirtækjum í útflutnings- og samkeppnisgréin- um að taka rúman milljarð að láni til fjárhagslegrar endurskipulagn- ingar. Þá hefur Sambandið og fyrir- tæki þess fengið leyfí til að taka erlend rekstrarlán, svo nokkuð sé nefnt. Alls verða tekin erlend lán að upphæð 18.020 milljónir á árinu sem er nær tvöföld áætlun láns- fjárlaga. Erlendar afborganir opin- berra aðila, eru áætlaðar 2.220 milljónir króna á þessu ári, en hrein erlend lántaka opinberra aðila er áætluð um 2486 milljónir á árinu. Afborganir lánastofnana eru áætl- aðar 490 milljónir króna og af- borganir einkaaðila eru áætlaðar 4.170 milljónir. Alls em afborganir því 6.880 milljónir svo nettóhreyf- ing lánanna nemur alls rúmum 11 milljörðum króna. Óljóst hvort sala á bjór skili áætluðum tekjum í FRUMVARPI til fjárlaga er gert ráð fyrir að bjórsala skili 900 til 950 milljónum króna í ríkissjóð á næsta ári. Svo virðist sem ölfé þetta sé fremur sýnd veiði en gefín, því að enn skort- ir nokkuð á að forsendur þess- arar upphæðar séu fyrir hendi. Er allt útlit fyrir að þessi tekjut- ala hafi verið ákveðin og síðan eigi að skapa forsendurnar. Bjórverð hefúr ekki verið ákveðið og lítið er vitað um hve mikið mun drukkið verða af veigunum. Þegar Morgunblaðið leitaði upp- lýsinga um hvernig þessi tala væri fundin, 900 til 950 milljónir króna, var vísað á ÁTVR og sagt að þar væri uppsprettan. Höskuld- ur Jónsson forstjóri ÁTVR sagði að þessi upphæð væri ekki búin til þar. „En ég neita því ekki að eftir að þurfti á þessari tölu að halda inn í fjárlögin, þá var þetta rætt við mig,“ sagði Höskuldur. Hann kvað marga óvissuþætti enn vera til staðar um þessa tekjuöflun ríkissjóðs og ótryggt væri að þetta fé gæti skilað sér. Til dæmis sagði hann lítið vera vitað um hve mikið gæti selst af bjórnum, þá væri verð ekki ákveðið ennþá og full- komlega óvíst hver áhrif bjór- drykkja hefur á sölu annarra drykkjarfanga, sem skila nú þegar tekjum til ríkissjóðs, þar á meðal annarra áfengra drykkja. „Ég neita því þó ekki að þessi tala kemur mér ekki á óvart,“ sagði hann. Nefnd sein er ráðgefandi um áfengismál hefur skilað áliti um bjórverð og þar segir að 33 senti- lítra dós af stekasta miðinum, 5,4%, eigi að kosta 111 krónur. Það er hins vegar í höndum fjár- málaráðherra að taka endanlega ákvörðun um bjórverðið. Höskuld- ur Jónsson sagði að ekki hefði verið neitt ákveðið um það enn, hvenær á að ákveða bjórverðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.