Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 HANDKNATTLEIKUR / ÍSLANDSMÓTIÐ 1. DEILD Hingað og ekki lengra! - sögðu Jón Kristjánsson og Valdimar Grímsson, sem fóru á kostum á lokamínútum leiks Vals og Breiðabliks. Þeir skoruðu sjö síðustu mörk Vals JÓN Kristjánsson og Valdimar Grímsson voru ekki á þeim buxunum að gefa Blikum tœki- færi til að jafna metin, þegar íslandsmeistarar Vals hófu meistaravörnina að Hlíða- renda. Nokkur skjálfti var kom- inn í stuðningsmenn Vals, þeg- ar Blikarnir náðu að vinna upp sjö marka (17:10) forskot Vals- manna og minnka muninn í 20:19. Jón og Valdimar sögðu þá hingað og ekki lengra. Þeir skoruðu sjö síðustu mörk Vals- manna, sem unnu 27:23. Jón skoraði tvö mörk, en Valdimar fimm - sum ævintýraleg úr horni. Einar Þorvarðarson varði vel á þessum tíma. Sigur Valsmanna virtist í öruggri höfn þegar staðan var 20:15. En Valsmenn misstu þá dampinn og þrír leikmenn fengu brottvísun, þannig SigmundurÓ. að þeir léku aðeins Steinarsson þn'r gegn sex Blik- skrifar um um yma tLeik- urinn er ekki búinn!“ hrópaði Geir Hallsteinsson þá til sinna manna, sem náðu að minnka muninn í 20:19. Blikarnir fengu tækifæri til að jafna þegar tólf mín. voru til leiksloka, en þeim brást bogalistin í hraðupphlaupi. „Ég veit ekki hvað hefði gerst ef við hefðum náð að jafna. Úslitin hefðu hæglega getað orðið önnur,“ sagði Geir Hall- steinsson, þjálfari Breiðabliks, en hann hrópaði til sinna manna, þeg- ar þeir fóru að reyna ótímabær skot: „Nú er þetta orðið vonleysi!" Já, Blikarnir þoldu ekki spenn- una. Þeir skoruðu ekki mark í átta mínútur, en á þeim tíma gerðu Valsmenn út um leikinn - komust í 25:19. Tveir teknir úr umferð Geir Hallsteinsson tók til þess Sigurður fékk á sig yfirfrakka að er ekki skemmtilegt að leika þegar maður fær á sig yfírfrakka. Eg fékk fá tækifæri til að skjóta að marki Blikanna," sagði Sigurður Sveinsson, stór- skytta hjá Val, sem var tekinn úr umferð í sínum fyrsta leik í 1. deildarkeppninni. Sigurður skoraði aðeins þrjú mörk - eitt með langskoti og tvö eftir gegn- umbrot. Ég sá strax að það þýtti ekk- ert að ætla að skjóta í hvert sinn sem ég fékk þokkalegt færi. Það þýðir ekkert þegar maður hugsar um liðsheildina," sagði Sigurður, sem var ánægður með Valsliðið í fyrri hálfleik. „Við lékum þá vel, en í seinni hálfleik fór leikur okk- ar úr böndum - þá lékum við sem einstaklingar, en ekki sem liðs- heild,“ sagði Sigurður, sem lék sinn fyrsta 1. deiidarleik á íslandi síðan 1981. „Það er alltaf gaman að leika heima. Það er þó öðru- vísi en 1981, en þá var ég yngri og æstari - og skaut úr hveiju færi sem maður fékk.“ Sigurður, sem er ekki þekktur fyrir að leika í vöm, lék eins og herforingi í vörn Valsmanna allan leikinn. „Jú, blessaður vertu. Það em komin ár og dagar síðan ég hef leikið svona mikið í vörn. Ég hef aðeins leikið í vöminni einn og einn leik síðustu tvö árin,“ sagði Sigurður. Morgunbiaðið/Júlíus Valdlmar Grímsson átti mjög góðan leik með Valsliðinu. Þrátt fyrir óblíðar móttökur Blikanna skoraði hann tíu mörk. íi Valur-UBK 27 : 23(15:7) íslandsmótið í handknattleik. fþrótta- hús Vals að Hlíðarenda, miðvikudagur 2. nóvember 1988. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:4, 6:4, 8:5, 11:6, 11:7, 15:7. 15:9, 17:10, 19:13, 20:15, 20:19, 25:19, 25:20, 26:22, 27:23. Áhorfendur: 487 Valur: Einar Þorvarðarson, Páll Guðnason, Gísli Óskarsson, Theodór Guðfinnsson, Valdimar Grímsson 10/2, Geir Sveinsson 4, Jón Kristjánssori 5, Júlíus Jónasson, Þorbjörn Jensson, Jakob Sigurðsson 5, Sigurður Sævars- son og Sigurður Sveinsson 3. Varin skot: Einar Þorvarðarson 12/1. Breiðablik: Guðmundur Hrafnkelsson, Þórir Sigurgeirsson, Kristján Halldórs- son 1, Hans Guðmundsson 6, Sveinn Bragason 3, Ólafur Björnsson, Pétur Arason 2, Jón Þórir Jónsson 7/5, Þórð- ur Davíðsson 4, Haukur Magnússon, Andrés Magnússon og Eyjólfur Einars- son. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/1 og Þórir Sigurgeirsson 1. Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Egill Markússon, sem dæmdu ágæt- lega. Utan vallar: Valur 12 mín. og Breiða- blik 6 mín. ráðs að láta taka tvo leikmenn Vals úr umferð - Jón Þórir Jónsson elti Júlíus Jónasson og Kristján Halldórsson elti Sigurð Sveinsson. „Ég veit ekki hvor að öll félög leiki þetta eftir. Ég ákvað að reyna þessa leikaðferð, til að reyna að leysa leik Valsmanna upp. Mér fannst það heppnast ágætlega og koma Vals- mönnum, sem eru með skyttur í öllum homum, í opna skjöldu," sagði Geir. Baráttuglaðir Blikar veittu Vals- mönnum harða keppni í byijun, en síðan tóku Valsmenn leikinn í sínar hendur og voru yfir, 15:7, þegar flautað var til leikshlé, en eins og fyrr segir þá náðu Blikarnir að minnka muninn þegar hver Vals- maðurinn á fætur öðrum var sendur af leikvelli til hvíldar. Valsmenn létu ekki bragð Geirs slá sig út af laginu. Þeir voru of sterkir til þess og leikmenn Valsliðs- ins er vel sjóaðir. Jón Kristjánsson og Valdimar Grímsson vom bestu leikmenn Vals. Sigurður Sveinsson átti skemmtilega spretti í fyrri hálf- leik og er greinilegt að hann á eft- ir að setja sterkan og skemmtilegan svip á Valsliðið. Blikamir em ekki eins sterkir og áður, en þeir geta veitt öllum liðum harða keppni með baráttu sinni. Breiðabliksliðið á eftir að verða betra, þegar Geir hefur fínpússað það. KNATTSPYRNA Leikur Júgóslavi með Þór- liðinu? SVO gæti farið að júgóslav- neskur leikmaður yrði í herbúð- um 1. deildarliðs Þórs á Akur- eyri í knattspyrnu næsta sum- ar. Um er að ræða 23 ára fram- heija, Bojan Tanaeski. Þórsarar gengu um helgina frá ráðningu þjálfara fyrir næsta sumar ~— Júgóslavinn Milan Djuricic verður við stjómvölinn hjá Þór, eins og greint hefur verið frá í blaðinu og em líkur á að leikmaðurinn komi til landsins með honum í febrúar. Tanaeski hefur leikið sem at- vinnumaður í 1. og 2. deild í Júgó- slavíu — og einnig lék hann um •«*,tíma í 2. deild í Austurríki. llkllllillllllillILIllilllllI" KNATTSPYRNA / 1. DEILD Líklegast að Halldór fari í Val HALLDÓR Áskelsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu úr Þór á Akureyri, leikur nær örugg- lega með Valsmönnum næsta keppnistímabil. Mér sýnist ekkert geta komið í veg fyrir að ég fari suður," sagði Halldór í samtali við Morgun- blaðið. Halldór er 23 ára að aldri. Hann hefur Ieikið í sjö ár með meistaraflokki Þórs; lék fyrstu í lið- inu 17 ára gamall árið 1981. JltLt.l j ('JSJn 3 Reykjavíkurfélögin Fram, KR og Valur hafa öll falast eftir kröftum Halldórs fyrir næsta keppnistíma- bil, en skv. heimildum Morgvn- blaðsir.s er nánast ömggt að Hall- dór gangi til liðs við Valsmenn. Heimir Karlsson, sem þjálfaði og lék með Víði í Garðinum í sumar, hefur tilkynnt félagaskipti í Val, og þá hefur landsliðsmarkvörðurinn Bjarni Sigurðsson einnig verið orð- aður við Val, ásamt fleiri félögum. Miklar líkur em taldar á því að hann leiki með Val næsta sumar. iiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiftiiiiir' i Halldór Áskelsson Ieikur nær ör- ugglega í Valsbúningnum á næsta keppnistímabili. .tíddl lij 88líi KNATTSPYRNA Amórí sprautu- meðférðí Munchen Meiðsiin vom alvarlegri en haldið var í fyrstu. Það kom í ljós í læknisskoðun hér f Miinchen, að stærðar gat hafði komið í vöðva í lærinu," sagði Amór Guðjohnsen, sem hefur verið í læknismeðferð í Miinchen frá því á laugardaginn, en hann heldur aftur til Briissel á morg- un. Ég hef farið tvisvar á dag í sprautumeðferð og nudd. Einnig hef ég verið í geislameðferð. Það verður ekki fyrr en eftir þtjár vikur sem ég get farið að sparka bolta," sagði Arnór. Læknamir í Munchen hafa sagt Arnóri að hann nái sér full- komlega og verði kominn á fulla ferð eftir fimm til sex vikur. IJJJJJJlJJJJJJJJJJIJÍIIIiliill
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.