Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 BÓKAÚTGÁFAN í VETUR: MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið upplýs- ingar frá útgefend- um um bókaútgáf- una í vetur. Hér birt- ist yfirlit, sem unnið er upp úrþessum upplýsingum. Þrjár bæk- ur frá Þjóðsögu -airiyasssy Wfffl q Útgáfiibækur Bókaútgáfii Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins: , Bókaútgáfan Þjóðsaga sendir frá sér þijár bækur fyrjr jólin. Þegar er útkomin „Árið 1987, stórviðburðir í myndum og máli“, ritstjóri var Gísli Olafsson, höfund- ur íslenska kaflans Björn Jóhanns- son og hönnuður Hafsteinn Guð- mundsson. Aðrar bækur frá Þjóðsögu eru: „íslensk þjóðmenning" 5. bindi og 8. og 9. bindi þjóðsagna Sigfúsar Sigfússonar. Níu bækur frá ' ísafold ÍSAFOLD sendir frá sér níu bækur fyrir þessi jól, þar af fimrn fyrir yngstu lesend- urna. „Fálkinn flýgur" eftir Wilbur Smith er þriðja bókin sem út kemur hjá ísafold eftir Smith og er hún fyrsta bindið í flokki hans um landvinninga og örlög hvítra manna í hinni svörtu Afríku. Garðar Baldvinsson er að þýða bók eftir Christopher Nolan, ungan fjölfatlaðan mann frá Irlandi og byggir bókin á ævi hans. Hún hefur enn ekki hlotið íslenskan titil en heitir á ensku „Under the Eye of the Clock“ og hlaut verðlaun í Bretlandi í ársbyij- un sem „The Whitbread Book of the year“. „Minna" nefnast æviminn- ingar Guðfinnu Breiðfjörð sem dóttir hennar Helga Thorberg, leikkona, hefur fært í letur. Anders Hansen ritar bók um „Svaðastaðahrossin" og loks koma út hjá ísafold fimm bæk- ur fyrir yngstu kynslóðina: „Sjón“, „Heym“, „Lykt“, „Bragð“ og „Tilfinnig". Það er Rannveig Löve, sérkennari r sem þýðir. Saga hafrannsókna og þýdd frönsk lióð meðal bókanna Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins sendir frá sér átta bækur fyrir jóiin, auk ársrita útgáfúnnar. „Hafrannsónir við Ísland" fyrra bindi. Frá öndverðu til 1937, eftir dr. Jón Jónsson, fyrrverandi for- stjóra Hafrannsóknarstofnunar, segir frá skrifum íslenskra og er- lendra höfunda um lífríki hafsins og rannsóknum útlendinga á nítjándu öld og íslendinga eftir að þeir tóku við. „Mannfræði Hrafnkelssögu og frumþættir" er þriðja bindið í ritröð- inni íslensk ritskýring eftir Her- mann Pálsson, prófessor í Edinborg. „Ljóðastund á Signubökkum“ geymir þýdd ljóð eftir 12 frönsk skáld, ásamt ágripi af sögu fran- skrar ljóðagerðar á 19. og 20. öld eftir Jón Oskar. Frönsku höfund- arnir eru m.a. Baudelaire, Rimbaud, Prudhomme, Appolinair o.fl. „Sáð í sandinn" smásagnasafn eftir Agnar Þórðarson inniheldur 9 FJÖLVA-útgáfan hefur hafið endurútgáfú á bókunum um Prins Valíant og koma fjórar þeirra út fyrir jól. Einnig er haf- in endurútgáfa á Tinnabókunum. Fyrstu fjórar bækurnar um Prins Valíant heita: „Flóttamenn í fenj- um“, „Syngjandi sverðið", „Riddari hringborðsins" og „Húnaveiðararn- ir“. Af Tinnabókunum eru fyrstu endurútgáfurnar á „Eldflaugastöð- inni“ og „Svaðilför í Surtsey". Aðrar bækur frá Fjölva fyrir þessi jól eru bók úr Alex-flokknum, sem nefnist „Keisarinn af Kína“, tvær bækur um Palla og Togga: „Bannað að leika sér“ og „Allt í lagi“, tvær bækur í nýjum flokki „Vertu með - vertu með“ sem nefn- ast „Tímavélin - taktu þér far“ og „Falinn Ijársjóður - finndu hann“. I flokknum Leiðsögurit Fjölva kemur út bókin „New York, nafli alheimsins“ eftir Jónas Kristjánsson og bækur hans um Kaupmannahöfn og London koma út í endurbættum útgáfum. Bækur fyrir yngstu lesendurna sögur, ritaðar á löngu tímabili. „Iðnbylting hugarfarsins" er eftir Ólaf Ásgeirsson og fjallar um íslensk stjómmál og umbreytingu samfélagsins 1900 — 1940. Bókin er í ritröðinni Sagnfræðirannsóknir og er gefin út í samvinnu við Sagn- fræðistofnun Háskóla íslands. í ritröðinni íslensk leikrit kemur út eitt verk, „Týnda teskeiðin“ eftir Kjartan Ragnarsson. „Barnagull" eru þýddar áður óútgefnar sögur teknar saman um miðja 19. öld af Jóni Árnasyni, þjóðsagnasafnara og í þýðingu hans. Umsjón hefur dr. Hubert Seelow, sem í eftirmála rit- ar um efnið og þýðandann, Jon Árnason, en á þessu ári er öld liðin frá dauða hans. Ársrit Menningarsjóðs og Þjóð- vinafélagsins eru: Andvari 1988, 113. árgangur. Ritstjóri er Gunnar Stefánsson. Aðalgrein ritsins er æviþáttur um Pétur Benediktsson, bankastjóra og alþingismann, eftir Jakob F. Ásgeirsson. Auk þess eru eru „Stafabókin mín“ eftir Nönnu Björnsdóttur, „Busi hlunkur flóð- hestabarn", t.vær bækur um þríburasysturnar Trillurnar: „Sæl og bless, við erum Trillurnar" og „Trillurnar í leikskóla", tvær bækur um Óla Þor: „Óli Þór þó, hvar er kötturinn?“ og „Óli Þór þó, hvar er dýrabókin?“ Hjá Vasa-úgáfunni, dótturfyrir- tæki Fjölva-útgáfunnar, koma einn- ig út nokkrar bækur: „Kynlífið, heilbrigt og ábótavant" er 2. bindi Læknisráða Munsters, „Gári litli“ sem fjallar um meðferð Úndúlata, heilsubókin „I fínu formi" eftir Diamond-hjónin, „Anna Gyða“ eftir norska skáldið Johannes Heggland, „Með orðsins krafti" hugvekjubók eftir Erling Ruud í þýðingu og að- lögun Benedikts Arnkelssonar og „Framhaldsfræði í Yogaheimspeki" eftir Yogi Ramacharaka í þýðingu Önnu Maríu Þórisdóttur. Einnig kemur út 3. bindi „Grimms-ævintýra" og bókin „Alís í Undralandi“ í þýðingu Þorsteins Thorarensens og fylgja hljómkass- í ritinu ritgerðir og ljóð. Almanak Hins íslenska Þjóðvina- félags 1989 er 115. árgangur og er aðalhluti þess almanak um árið 1989 sem Þorsteinn Sæmundsson, FRJÁLST framtak sendir frá sér átta bækur fyrir jólin. „Og þá flaug hrafninn" eftir Ingva Hrafn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóra Sjónvarpsins, er lýsing Ingva Hrafns á árum sínum hjá Sjónvarpinu, átökum, samstarfs- mönnum og viðskiptum við út- varpsráð. „Kristinn Olsen - svipmyndir frá litríkum flugmannsferli" eru ævi- ettur með upplestri þýðandans á sögunni. Bókaútgáfan Skuggsjá sendir frá sér átta bækur fyrir þessi jól. „Andstæður" nefnist bók sem hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum og sá sonur hans Auðunn Bragi um útgáfuna. Ásgeir Jakobsson hefur ritað sögu Þórðar kakala Sighvatssonar og nefnist hún „Þórður kakali“. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. „Víkingslækjarætt" fjórða bindi ættfræðirits Péturs Zophoníasson- ar, kemur nú út og eru í þessu bindi i-, k- og 1- liðir ættarinnar, niðjar stjarnfræðingur hefur reiknað og búið til prentunar. Annað efni er Árbók íslands 1987, sem Heimir Þorleifsson, menntaskólakennari tók saman. minningar Kristins Olsen, skráðar af Sæmundi Guðvinssyni. „Púsluspil" er unglingasaga eftir Hrafnhildi Valgarðsdóttur og eftir hana kemur einnig út bamabókin „Kóngar í ríki sínu og prinsessan Petra“. „Umsátur" er spennusaga eftir Stephen King í þýðingu Karls Birg- issonar, „Harmsögur og hildarleikir á 20. öld“ er eftir blaðamennina Nigel Blundell og Roger Boar og fjallar um ýmis stórslys og hildar- leiki sem orðið hafa á þessari öld. „Hvorki meira né minna“ eftir Jeffrey Archer er þýdd af Birni Jónssyni og loks kemur út hjá Ftjálsu framtaki bókin „Hvernig lesa á ársreikninga fyrirtækja" eft- ir Árna Vilhjálmsson, prófessor og Stefán Svavarsson, löggiltan endur- skoðanda. Ólafs og Gizurar Bjarnasonar og Kristínar Bjarnadóttur. Auk þessa gefur Skuggsjá út fimm þýddar skáldsögur, þar af þrjár í flokknum Rauðu ástarsög- urnar og eru þær eftir Erik Nerlöe, Else-Marie Nohr og Sigge Stark í þýðingum Skúla Jenssonar og Sverris Haraldssonar. Loks koma nýjar bækur eftir þær Barböru Cartland, í þýðingu Sigurðar Steinssonar og Theresu Charles í þýðingu Andrésar Kristjánssonar. Fj ölva-útgáfan: Prins Valíant og Tinni Atta bækur frá Frjálsu framtaki Skuggsjá: Saga Þórðar kakala meðal j ólabókanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.