Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 18 Sr. Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu: Á vit forfeðranna Konan við „framfaraeldstóna" góðu, lokað eldstæði fyrir marga potta. Slíkar „eldavélar" nota miklu minni eldivið en opnar hlóðir. Við gengum inn í bananaakur- inn. Sólin var ekki komin hátt á loft. Stór blöð bananatrjánna drógu úr birtunni, svo að hún varð hálfdrungaleg. Crispin gekk á undan, en nam staðar öðru hvoru til að bíða eftir okkur, sem gengum hægar. Hann var eins og þaulvanur leiðsögumaður og útskýrði það, sem fyrir augu bar. „Hvernig skyldu börnin bregðast við?“ hugsaði ég. Skyndilega varð stígurinn snarbrattur. Halda varð greinum trjánna til hliðar, svo að við kæmumst leiðar okkar. „Það er héma rétt fyrir ofan,“ sagði hann og benti upp eftir hlíðinni. Þetta var spennandi. Skyndilega stoppaði hann og við litum upp. Þama var það! Hellisskúti fullur af hauskúpum! Við gengum upp að Crispin, sem tók eina þeirra og sýndi okkur. Hann handlék hana eins og hvern annan dauðan hlut. Síðan dró hann fram hverja á fætur annarri, heilar hálfar. Sumar voru greinilega orðnar ævagamlar. Umgengni Crispins við leifar ættingja sinna var svo eðlileg, að börnunum fannst ekk- ert athugavert við þetta. Hauskúpunum var raðað snyrti lega, þannig að þær horfðu yfir sveitina og jarðir afkomendanna. Er við spurðum um ástæðuna fyr- ir því, að þeim væri komið fyrir á þennan hátt, sagði Crispin, að best væri að ræða það við afa sinn, sem byggi heima hjá þeim, vegna þess að hann þekkti siðinn af eigin raun. Taita-hérað Við fjölskyldan vorum í sum- arfríi og bjuggum í húsi sam- starfsmanna okkar, sem vom í heimalandinu. Þetta var hátt uppi í Taita-fjöllunum. Landslagið ein- kenndist af ótal fjöllum og hæð- um. Héraðið er mjög þéttbýlt og stöllóttir akrar þekja íjallshlíðarn- ar. Loftslagið er svalt og jarðveg- urinn fijósamur. Þarna eru ótal- margir skólar af öllum gerðum. Segja má, að menntun sé útflutn- ingsvara þessa héraðs, enda ber margt þess merki, að hún standi á gömlum merg, þótt ríkidæmi sé almennt ekki mikið. Synir erfa að jafnaði land föður síns og skipta því á milli sín. Nú orðið eiga flestir aðeins smáskika vegna mikillar fólksfjölgunar. Gestrisni Það var hressandi að fara í göngutúra í fjöllunum og teyga að sér svalt og heilnæmt fjallaloft- ið. Crispin, ungur maður, sem gætti húss samstarfsmanna okk- ar, bauðst til að sýna okkur haus- kúpuhelli ættarinnar einn daginn. Þegar við vorum búin að sjá hann, fór hann með okkur um land fjöl- skyldunnar. Það var ekki stórt, aðeins örfáir hektarar, sem áttu að skiptast á milli sex eða sjö bræðra. Eigi að síður var það þaulnýtt og þar kenndi margra grasa. Ógerningur var að fá keypt nýtt land á þessum slóðum. Eldri bræðurnir höfðu fengið vinnu í öðru héraði með von um að geta fest kaup á jörð þar. Við gengum um lönd nágrann- anna. Þar var marg að sjá. Þær fáu kýr og geitur, sem fyrir augu bar voru tjóðraðar, svo að þær færu ekki út í kálbeðin. Við mætt- um rosknum manni, sem rogaðist upp brattan stíginn með striga- poka fullan af eins konar stör, sem hann hafði skorið við ána neðst í dalnum. þetta var handa kúnni hans. Hann átti ekki nógu stórt land fyrir hana. Afríkumenn eru yfirleitt opnir og félagslyndir. Fyrir mörgum er hugtakið næði, það að vera einn löngum stundum, eins og við ís- lendingar þurfum svo mjög, nán- ast óþekkt. Enda eru fjölskyldum- ar oftast stórar og húsakynnin lítil. Gestir em yfirleitt alltaf vel- komnir. — Það vakti athygli okk- ar að sjá myndarlegt steinhús á leið okkar. Þar bjó greinilega fólk í góðum efnum. Miðaldra kona kom út er við nálguðumst og gaf sig á tal við okkur. Ekki leið á löngu, þar til konan mín var kom- in inn til að sjá hið forláta fína framfaraeldhús hennar. Skömmu seinna birtist heimasætan og bauð okkur til stofu í te. Hún kvaðst hafa nýlokið stúdentsprófi. — Það er hægt að kalla þetta gestrisni! Útlendingum, sem fólkið hafði aldrei séð, var strax boðið í hús uppá hressingu. Skyldi svertingj- um vera tekið jafn opnum örmum á íslandi? Hauskúpusmiðurinn Um síðir komum við heim til leiðsögumannsins. Þar beið afinn, gamall maður, fremur lágvaxinn og grannur. Hann var blindur og næstum tannlaus; hafði þó aðra framtönnina í efri gómi, sem hafði verið sorfin í odd á unglingsárun- um. Það var gaman að ræða við karlinn, þvi hann var kátur og fús að segja frá liðnum tímum. Sægur af börnum hópaðist að gestunum. Hvítir menn komu sennilega ekki í heimsókn á hveijum degi. Foreldrar Crispins höfðu eign- ast mörg börn, en af þeim kom- ust 11 til manns. Þeir, sem unnu fyrir sér fjarri heimilinu, skildu stálpuðu börnin eftir Iöngum stundum hjá ömmu í sveitinni. Það var greinilegt, að börnunum þótti vænt um hana, enda var hún Ijúf og opin. Við spurðum afann um haus- kúpurnar. Hann kvað þær yngstu vera af ömmum sínum og öfum og þeirra jafnöldrum. Siðurinn væri æváforn og ætti rætur sínar að rekja til gömlu trúarbragða Ljósmynd/Valdís Magnúsdóttir Afínn, gamall og blindur. Hann tók þátt í hinum forna sið á yngri árum, sem hefur nú verið lagður af með tilkomu kristninnar. þjóðflokksins. Fullorðið og gamalt fólk fékk virðulega útför andstætt bömum og unglingum, sem voru grafín í kyrrþey. Mikilvægt væri að sýna sorgina rækilega, þegar dauðsfall bar að höndum. Ymsar konur kunnu vel þá list að gráta og gefa frá sér sorgarhljóð. Þær vom oft fengnar í lið með syrgj- endum. Tjáði einhver ekki sorg sína nógu sannfærandi, gátu menn farið að gmna hann um græsku, s.s. að hann gæti hafa átt þátt í dauða viðkomandi eða að hann bæri enga virðingu fyrir honum. Lík er yfirleitt greftrað á landi íjölskyldunnar hjá Taita-þjóð- flokknum. Þegar það hafði legið í gröfinni í nokkur ár og allt hold hafði rotnað og eyðst, gerði hinn dáni vart við sig í draumi og sagði, að nú væri tími til kominn, að honum væri sýnd sú virðing, sem hann ætti heimtingu á. Draumamaðurinn, sem gat verið hver sem var í fjölskyldunni, jafn- vel barn, sagði hinum drauminn. Allir vissu hvað þeim bar að gera og undirbúningur hófst strax. Þegar dagurinn, sem ákveðinn hafði verið, rann upp, komu ætt- ingjar og nágrannar saman. Geit eða kú, sem var betra (því að hún er stærra og kjötmeira dýr og miklu meira virði, var slátrað. Síðan fór fram stutt athöfn við gröfina, þegar hún var opnuð, og hauskúpan tekin upp. Mikilvægt var, að menn grétu á ný hinn horfna ættingja. Að þessu loknu var hún flutt upp í hellinn og komið fyrir hjá hauskúpunum, sem fyrir voru. Þar fór fram önn- ur athöfn, þar sem heimatilbúnum miði var hellt niður og annar framfótur skepnunnar, sem slátr- að hafði verið, var skilinn eftir hinum dána til viðurværis. Honum var þá tilkynnt, að nú væru hinir lifandi ættingjar búnir að uppfylla allar skyldur sínar við hann og nú skyldi hann hvíla í friði og leyfa sínu fólki að lifa óáreittu. Að þessu loknu hófst mikil veisla þar sem kjöti og miði var örlátlega veitt í minningu hins látna. — Enginn vogaði sér að láta hjá líða að sinna þessum skyldum við ættingja sína, því að það gat leitt af sér ómælda ógæfu af hendi hins látna, sem yrði afar reiður. Þessi siður lagðist af upp úr seinni heimsstyijöldinni, er meiri hluti sveitunga voru orðnir kristn- ir. Gamli maðurinn gerir hlé á frá- sögninni og bætir síðan við ævi- sögu sinni, sem er of löng til að hún verði rakin hér, nema í ör- stuttu máli. Hann lýsti því hvern- ig hann fór ungur að árum langt inní Tanzaníu til að nema grasa- lækningar. Þá list stundaði hann síðan er heim kom fram á gamals aldur. Líf hans var um margt æði misjafnt, en fyrir nokkrum árum varð hann kristinn, „það er gleði mín“, sagði hann að lokum. Forfeðradýrkun á íslandi? Hugurinn leitaði heim til ís- lands eftir þessa heimsókn. Auga gestsins sér hlutina oft öðru vísi en heimamaðurinn. Án efa er þessi siður, að grafa upp hauskúp- ur látinna ættingja, undarlegur fyrir íslendingum, að maður kveði ekki sterkar að orði. En hvernig skyldu ýmsir siðir í okkar menn- ingu koma Afríkumönnum fyrir sjónir? Tvö dæmi: Prestar úr lúthersku kirkjunni hér í landi, sem ferðast hafa til Norðurlanda, eiga erfitt með að sætta sig við öll blómin og skraut- ið, sem komið er fyrir á ölturum kirkna þar. Þeir halda því fram, að þetta standi í sambandi við einhvern átrúnað. Þrátt fyrir góð- ar skýringar okkar um að svo sé ekki eiga þeir erfitt með að láta sannfærast. Einn helsti sérfræðingur í trú- arbrögðum Afríku, presturinn Dr. John S. Mbiti frá Kenýu, á evr- ópska konu og býr í Sviss. Hann þekkir vel evrópska menningu. Hann hélt því fram í fyrirlestri, sem ég hlustaði á fyrir nokkru, að umhyggja Evrópumanna fyrir gröfum ættingja sinna, s.s. að láta ljós loga á þeim og dvelja þar löngum stundum, sé ekkert annað en forfeðradýrkun. Skyldi þetta eiga við rök að styðjast? Kristindómurinn hreinsar þá menningu sem hann kemur inn í og vinnur gegn hinu mannfjand- samlega í henni. Höfundur er kristniboði í kenýu og hefur um lengri tima sent Morgunblaðinu pistla um land ogþjóð. Ljósmynd/Valdís Magnúsdóttir Frá Taita-héraði. Stöllóttir akrar þekja fjallshlíðarnar. Héraðið er mjög þéttbýlt. Ljósmynd/Valdis Magnúsdóttir Frá hauskúpuhellinum. Hinn forni siður kvað á um að grafa bæri upp hauskúpur látinna ættingja, þegar þeir höfðu legið í gröf sinni í nokkur ár og setja þær hjá hauskúpum ættarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.