Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Brýnast að koma vitinu fynr ráðamenn þjóðarinnar • • - segir Ogmundur Jónasson nýkjörinn formaður BSRB Ogmundur Jónasson var kjörinn formaður BSRB á 35. þingi samtakanna. Hinn nýi formaður er fertugur síðan í júlí. Hann er stúdent frá MR, lagði síðan stund á sagnfræði og stjórnmálafræði við háskólann i Edinborg í Skotlandi og Iauk þaðan MA-prófi 1974. Hann hefúr stundað kennslu við Grunnskóla Reykjavíkur, sagn- fræðirannsóknir í Edinborg auk ýmissa annarra starfa. Arið 1978 réðst Ögmundur tíl starfa á fréttastofú hljóðvarps Ríkisútvarps- ins. Við Ríkisútvarpið hefúr hann starfað síðan, und anfarin tvö ár sem fréttamaður I Kaupmannahöfn. Haft hefúr verið á orði, að kjör Ögmundar boðaði breytingar í starfi BSRB. í tileftii af kjöri hans ræddi blaðamaður Morgunblaðsins við hann og leitaði svara við spurningum um hlutverk samtakanna, næstu aðgerðir og þær áherslubreytingar sem hann hefúr boðað í starfi BSRB. Fyrst, hvað er BSRB og hvaða framtíð eiga slík samtök fyrir sér? efni, starfa að málum og mynda sér skoðanir um ýmislegt sem lýtur til dæmis að vinnuvemd, jafnrétti og margvíslegum öðrum hagsmuna- málum launamanna. Við þurfum að finna leiðir til að koma þessum upp- lýsingum og skoðunum á framfæri út í þjóðfélagsumræðuna Mér hefur fundist þjóðfélagsumræðan vera of einhæf síðustu ár. Samtök atvinnu- BSRB eru samtök tæplega 17 þúsund opinberra starfsmanna. Þessi samtök fengu verkfallsrétt 1976 og þau hafa sýnt það margoft í verki að þau eru mikils.megnug. Þetta eru öfiug og sterk samtök. Samningsrétturinn sem var í hönd- um heildarsamtakanna hefur nú færst til einstakra félaga. Ég tel að það hafi verið heppileg ráðstöfun, í anda valddreifingar. En það hefur jafnframt sýnt sig og kom greinilega í Ijós á þessu þingi, að menn eru almennt á því að ábyrgð og vægi heildarsamtakanna hafi síst minnk- að við þetta. Fremur þyrfti að efla ýmsar stofnanir bandalagsins, sér- staklega þær sem lúta að öflun og miðlun upplýsinga. Þótt samnings- rétturinn sé nú hjá einstökum félög- um, þá er ekki þar með sagt að þau geti ekki samið í samfloti. Samtökin kunna þannig að þurfa að stilla sam- an strengi þegar þess er óskað í kjarasamningum. Þú spyrð um framtíð samtakanna. Ég held að margir hafi spurt sig á síðustu árum, hvort verkalýðsbar- átta sé að verða úrelt fyrirbrigði. En, margir hafa jafnframt fundið svar við þeirri spumingu, einfaldlega með því að líta í kringum sig á sínum vinnustöðum, sjá hvað gerist þegar samtök þeirra fara í lægð. Nú er sótt mjög að opinberum starfsmönn- um og ekki aðeins þeim, heldur ýmsum samtökum launafólks og reynt að skerða ýmis réttindi fólks á marga vegu. Ég held að nfenn séu að komast að þeirri niðurstöðu, að barátta af þessu tagi er síður en svo úrelt og ef til vill meiri þörf á henni en oft áður. — Hver eru helstu verkefúin framundan, annars vegar fyrstu verkefiii, hins vegar ef horft er til næstu missera? Þegar til skamms tíma er litið er brýnast að koma vitinu fyrir ráða- menn þjóðarinnar. Hjálpa þeim að átta sig á því, að sú framkoma sem þeir hafa sýnt með því að ganga á gerða samninga, nema samningsrétt úr gildi, hún verður ekki þoluð. Ef maður spyr sjálfan sig, með hvaða hætti þetta verði gert, þá tengist þetta langtímamarkmiðum. Þau eru að styrkja hreyfinguna. Það er nú einu sinni svo, að síður er gengið á rétt þess sem er sterkur og öflugur og ég held að samtök launamanna þurfi að efla alla sína starfsemi, verða virkari, sterkari og öflugri, til þess að koma í veg fyrir að launa- menn verði beittir misrétti eins og við höfum upplifað nú á síðustu árum. — Ertu þá að tala um einhveij- ar áþreifanlegar breytingar í starfi BSRB? Ég er fyrst og fremst að tala um að leita þurfi leiða til þess að gera samtökin virkari. Okkar áherslur snúast ekki eingöngu um form eða skipulag. Þær snúast um afstöðu. Auðvitað kem ég ekki til með að róa einn á báti, heldur er þetta er spum- ing um að virkja félagsmenn, fyöici- ann, til starfa. Ég tel að það þurfí að opna samtökin meira og ýmsar leiðir má fara til að virkja einstakl- ingana. Margt merkilegt starf er unnið á vegum þessara samtaka. Hér er fólk að kynna sér ýmis mál- með er ekki sagt að pólitískir flokk- ar eigi ekki fullan rétt á sér, en, mér finnst menn of hugfangnir af merkimiðunum og hyggi minna að markmiðunum. Fjöldinn allur af fólki sem ég hef rætt við og hefur svipuð viðhorf og ég til hlutverks launa- mannasamtaka, getur haft hinar ólíkustu skoðanir á því hvemig sam- félaginu eigi að vera skipað að ýmsu öðm leyti. Þegar rætt er um þessi markmið, sem eru til dæmis að bæta lífskjör launamanna og auka atvinnulýðræði, þá á hér fólk úr ýmsum pólitískum flokkum samleið. — Stundum hefúr verið settur á þig flokkslitur Alþýðubanda- lagsins og því hefur verið haldið fram að sá flokkur hafi viljað eigna sér þig, hvernig lítur þú á það? Ég er óflokksbundinn maður. Ef einhveijum innan þess flokks sem þú nefndir, eða annarra flokka, finnst þeir eigi samleið með mínum skoðunum eða markmiðum, þá er ekkert nema gott um það að segja. En eins og ég segi, þá finnst mér sjálfum ég finna ákveðinn samhljóm um séu starfandi í stjómmálaflokk- um, síður en svo. Ef til vill höfum við gengið of langt í því, eins og er í tísku hjá mörgum, að fordæma allt pólitískt starf. Auðvitað er þetta pólitískt starf sem við vinnum að hér. — Ef við víkjum aftur að þing- inu, hvenær varðstu viss um að sigra í kosningunum? Ég var farinn að trúa því tveimur dögum fyrir kosningu, að ég kynni að standa nokkuð vel. En, jafnframt gerði ég mér grein fyrir því, að ég var umkringdur bjartsýnisfólki og sem betur fer smitast maður af slíku. Ég þorði nú ekki alveg til að byija með að trúa þessu ofan í magann. Duttlungar örlaganna höguðu því svo þannig að ég sigraði. — Voru það duttlungar örlag- anna? Mótframbjóðendur þínir sögðu báðir eftir kosningarnar: Fólkið vildi breytingar og fékk þær. Er þetta skýringin? Ég er ekki alveg frá því að þetta sé einhver hluti af skýringunni. Að fólk hafi tengt mitt framboð kröfu um breytingar. Morgunblaðið/Þorkell Ogmundur Jónasson formaður BSRB afhendir Steingrími Hermannssyni og Ólafi Ragnari Grimssyni ályktanir 35. þings BSRB. Ragnheiður Guðmundsdóttir og Haraldur Hannesson varaformenn samtak- anna fylgjast með. Ráðherrarnir heimsóttu aðalstöðvar BSRB í gær. rekenda hafa verið sterk og þau hafa verið mjög dugleg að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Mér fínnst ekki sania eiga við um samtök launamanna. Ég held að það sé hreinlega öllu samfélaginu til góðs, að umræðan verði sem fjölbreyttust, að um það leiki sem margbreytileg- astir straumar. Við þurfum að sjá til þess að frá okkar samtökum komi þessir straumar. — Ertu bjartsýnn á að takist að virkja einstaklingana í auknum mæli nú, þegar samkeppnin er svo mikil um tima fólks? Ég vona að það takist. Ég held að það sé núna, ekki aðeins í þessum samtökum, heldur alls staðar í þjóð- félaginu, krafa um breytingar, krafa um breytta afstöðu, krafa um að opna þjóðfélagið. Mér finnst þessi krafa hljóma og enduróma úr öllum homum samfélagsins. Og á þessari kröfu byggi ég mína von. — Víkjum að nýafstöðnu þingi BSRB, hver var aðdragandi þess að þú bauðst þig fram? Eg hef haft talsverð afskipti af félagsmálum í BSRB. Að auki hef ég brennandi áhuga á félagsmálum almennt. Aðdragandi þess að ég ákvað að bjóða mig fram til for- manns nú var stuttur. Það má segja að ég hafi tekið þessa ákvörðun viku fyrir þingið. Ég vildi taka virkari þátt í starfinu. Margir sem voru svipaðs sinnis, ýttu á mig og viðruðu þessa skoðun, að þeir gætu hugsað sér að styðja mig til formanns. — Hvaðan kom þessi stuðning- ur? Ég held að hann hafi komið víða að. Þessi stuðningur rauf allar flokkslínur, það var fólk úr ýmsum pólitískum áttum sem studdi mig í þessu. Ég held að fólk geri of mikið af því að hugsa í flokkshólfum. Þar hjá fólki í öllum flokkum. Það er ekki þar með sagt að mér finnist allir flokkar jafn góðir. — Við eigum þá ekki von á að sjá þig á framboðslista hjá ein- hveijum flokki? Það er ekki á döfinni. Ég hyggst vinna að málefnum þeirTa samtaka sem ég hef nú verið kosinn til að gegna formennsku í, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Mér finnst hins vegar ekkert athugavert við það, að félagar í þessum samtök- — Varðstu var við einhvers konar hrossakaup? Það var nefnt við mig á þinginu, að bæjarstarfs- menn myndu hópast að baki þér gegn því að stuðningsmenn þínir styddu Harald Hannesson í kjöri til 1. varaforseta, er eitthvað til í þessu? Þessar fréttir eru algjörlega úr lausu lofti gripnar. — Varðstu var við að stuðning- ur við þig kæmi frá einhverjum hópum fremur en öðrum? Nei. — Kennarar gengu úr BSRB fyrir ekki löngu. Munt þú reyna að tk samtök þeirra á ný inn f BSRB eða á annan hátt að stofina til samstarfs við þá? Það er í fyrsta lagi kennara að ákveða hvar þeir vilja skipa sér í raðir. Hitt er annað mál, að ég tel nauðsyn á því að stórauka samstarf við kennara og aðra opinbera starfs- menn um sameiginleg mál. Ég mun hiklaust beita mér fyrir slíku sam- starfi. Því nánara sem það getur orðið, þeim mun betra. Sama gildir um önnur samtök launamanna. — Munt þú á einhvern hátt beita þér fyrir breyttri Iauna- pólitfk eða breyttum áherslum i þvf efni og hvernig verður barist fyrir bættum kjörum? Það má fara ýmsar leiðir til að tryggja lífskjör fólks. Þorri opin- berra starfsmanna býr við lág laun og má ekki við kjaraskerðingu., „/^ — Hvemig líst þér á að ná fram kröfúm um kjarabætur við núver- andi skilyrði, halla á rfkissjóði, launafrystingu, þegar eins konar kreppuástand ríkir í þjóðfélag- inu? Ég er ekki viss um að það eigi að kalla þetta ástand kreppu og það er ekki síður þörf á kjarabótum í slíku ástandi ef það á annað borð skapast. Kjarabætur geta vitanlega verið margvíslegar. Það er rangt að einblína á krónur og aura. — Kemur þá til greina að semja um félagsmálapakka sem kjara- bætur? Innihalda félagsmálapakkar ekki oft ýmsa þætti velferðarþjóðfélags- ins? Að mínu áliti snúast allir kjara- samningar um veiferðarmál. Við skulum ekki gera lítið úr félagsmála- pökkum, en það má aldrei stunda blekkingarleik með þá. — Um 67% félagsmanna BSRB em konur. Veldur þetta háa hlut- fall erfiðleikum í kjarabarátt- unni, eða auðveldar það jaftirétt- isbaráttuna, hvaða áhrif hefúr þetta hlutfall? Jafnréttisbaráttan eins og ég skil hana er barátta karla og kvenna sem standa höllum fæti fyrir jafnrétti á borð við aðra karla og konur. Það hefúr sýnt sig að kvennasstörf eru lakar launuð en karlastörf. Hér þarf að gera stórátak og um það þurfum við að sameinast, karlar og konur. — Tiltölulega stutt er síðan opinberir starfsmenn á íslandi fengu verkfallsrétt. Hvaða aug- um lítur þú þann rétt með tilliti til opinberra starfsmanna hér á landi? Ég lít á verkfallsréttinn sem eins konar öiyggisventil í lýðræðisþjóð- félagi. Hann er réttur til að leggja niður vinnu þegar fólk kemst að þeirri niðurstöðu, að það sé beitt svo miklu ofríki eða misrétti, að við það verði ekki búið. Takmarkið er að koma í veg fyrir að til slíks misrétt- is komi, en sé ofríki beitt þarf að svara því að sjálfsögðu. — Að lokum, þú ert nú búinn að vera hér nokkra starfsdaga, hveraig list þér á þig? Vel. - þj Steingrímur Hermannsson og Qlafur Ragnar heimsækja BSRB: Rukkaðir um mannréttindi „VIÐ LÖGÐUM ríka áherslu á við forsætisráðherra og fjármála- ráðherra, að það hljótí að teljast alvarlegt mál þegar rætt er tun íslensk innanríkismál undir liðnum mannréttindamál, það var fjallað um aftiám samningsréttar einmitt undir þeim lið á þinginu,“ sagði Ögmundur Jónasson formaður BSRB eftir fiind með ráðherrunum í gærmorgun. Þeir heimsóttu aðalstöðvar BSRB og ræddu við formann og varaformenn samtakanna. Þing BSRB, sem lauk fyrir nokkru, fól formanni og varaformönnum bandalagsins að koma á framfæri mótmælum gegn afiiámi samn- ingsréttarins. „Það er fyrst og' fremst þetta sem við iögðum áherslu á i þessum samræðum," sagði Ögmundur. Ögmundur ræddi um þann vanda sem nú steðjar að þjóðfélag- inu og sagði að ráðast verði gegn honum á réttum sviðum, sem væri ekki að ráðast að launafólki, það bæri ekki ábyrgðina. Hann vitnaði til orða Vilhjálms Egilssonar fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs, sem varaði við skuldasöfnun. „Ég held að allir íslendingar séu sammála um að það sé varasamt að safna meiri skuldum. En, mér er spurn, eru það ekki umbjóðendur Versiun- arráðsins sem hafa safnað skuld- um núna síðustu árin? Því miður hefur því fjármagni sem hefur streymt inn í landið á undanfömum misserum ekki verið varið skyn- samlega. Það er þama sem þarf að taka á vandanum." Það kom fram 5 máli forsvars- manna BSRB að skattleggja ætti hina miklu fjárfestingu og umsvif í verslun og þjónustu, til þess að jafna lífslqörin í landinu. Ögmund- ur var spurður hvort launafólk ætti að reyna að ná til sín stærri hluta af landsframleiðslunni og hvort hægt væri að raska því launahlutfalli sem nú er á miili einstakra launþegahópa án þess að efna til stéttaátaka, til dæmis með því að auka hlut opinberra starfsmanna. Hann sagði að höf- uðmarkmiðið væri að tryggja hag þeirra sem minnst bera úr býtum í dag og að auka jöfnuð á milli manna. Um stöðu opinberra starfs- manna miðað við aðra hópa sagði Ögmundur: „Ég held að þetta hlut- fall sé ekkert náttúrulögmál. Menn eiga alltaf að vera tilbúnir að skoða með opnum huga, hvemig við skiptum þeim verðmætum sem við höfum sameiginlega til ráðstöfun- ar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.