Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FEMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 59 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD JttJU Valdimar Grímsson, Val, Al- freð Gíslason og Páll Ólafsson (eldri) KR. Sigurpáll Árni Áðalsteinsson KA. JW Einar Þorvarðarson, Geir Sveinsson, Jón Kristjánsson og Jakob Sigurðsson Val. Jón Þórir Jónsson og Þórður Davíðsson, Breiðabliki. Magn- ús Ámason og Óskar Ár- mannsson FH. Brynjar Kvar- an, og Hafsteinn Bragason Stjömunni. Axel Stefánsson, Erlingur Kristjánsson, Jakob Jónsson og Guðmundur Guð- mundsson, KA. m fyrirgóðan leik í UMFJÖLLUN Morgunblaðs- ins um 1. deild karla í hand- knattleik verður tekin upp ein- kunnagjöf eins og í knatt- spyrnu og körfuknattleik. Einkunnagjöfín verður með því sniði að ef leikmenn standa sig vel fá þeir Morgunblaðs M-ið. Fyrir góðan leik er gefíð eitt M , tvö M fyrir mjög góðan leik og fyrir frá- bæra frammistöðu fá leikmenn þijú M. Þeir leikmenn sem ekki sýna góðan leik fá ekki einkunn. Sá sem fær flest M á keppn- istímabilinu hlýtur titilinn Leikmað- ur Morgunblaðsins keppnistímabilið 1988 til 1989. Morgunblaðiö/Sverrir Allirtil í slaginn í Frakklandi Allir landsliðsmenn íslands í handknattleik sem vora í Ólympíuhópnum í Seoul era til- búnir að leika fyrir íslands hönd í B-keppninni í Frakklandi í febrúar. Landsliðsnefnd hélt fund með leikmönnum í fyrra- dag og lýstu allir því yfír að þeir gæfu kost á sér. Áður höfðu þeir sem leika erlendis, Kristján Arason og Atli Hilmarsson, gef- ið jákvætt svar. KA-Víkingur 30 : 20 íþrótlahöllin á Akureyrí, íslandsmótið t handknattleik, 1. deild, miðvikudag- inn 2. nóvember 1988. Gangur leiksins: 0:1, 4:4, 8:4, 10:5, 12:8, 13:8, 17:8, 19:10, 20:15, 22:16, 26:16, 28:19, 30:20. KA: Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson 9/6, Grlingur Kristjánsson 5/1, Pétur Bjamason 4, Jakob Jónsson 4, Priðjón Jónsson 4, Guðmundur Guðmundsson 3, Svanur VaJgeirsson 1/1, Þorleifur Ananíasson, Haraldur Haraldsson, Ólafur Hilmarsson. Varin skot: Axel Stefánsson 12/1, Gfsli Helgason 2. Utan vallar: 4 mfnútur. Vikingur: Ámi Friðleifsson 7/2, Eirfk- ur Benónýsson 4, Bjarki Sigurðsson 3, Karl Þráinsson 2/1, Sigurður Ragn- arsson 2, Siggeir Magnússon 1, Jóhann Samúelsson 1, Ingimundur Helgason, Brynjar Stefánsson. Varin skot: Sigurður Jensson 7, Einar Gunnarsson. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Sigurður Baldursson og Bjöm Jóhannsson og stóðu sig tæplega f meðallagi. Áhorfendur: 400 greiddu sig inn, en 700 sáu leikinn þar sem boðsmiðum var dreift í skóla. Yfir- burða- sigur KAá Akureyri Víkingar máttu sætta sig við tíu marka tap ÞAÐ var sannarlega kátt í Höll- inni á Akureyri í gærkvöldi er KA tók á móti Víkingum. Norð- anmenn hreinlega gengu yfir aðkomupilta og unnu næsta auðveldiega, 30:20, eftir að hafa leitt 12:8 í hálfieik. Sterk liðsheild, markvarsla í háum gæðaflokki samfara mikiili bar- áttu var aðall KA og liðið er til alls líklegt í vetur. Víkingar hengu með fyrstu tíu mín., staðan þá 4:4, hverri KA-menn breyttu í 8:4 á fáum mínútum. Eins og tölumar gefa til QggggmH kynna var jafnvægi Magnús Már í skoraninni eftir skrifar frá það fram að hálfleik. Akureyri Upphafsmínútur síðari hálfleiks voru KA, eða öllu heldur Jakobs Jónsson- ar. Hann gerði þá þrjú mörk og átti línusendingar er gáfu mörk og staðan varð skyndilega 17:8 og eft- ir það var nánast formsatriði að ljúka leiknum. KA-piltar léku skynsamlega og uppskáru samkvæmt því. Kjarni liðsins er sterkur og mun ugglaust fleyta liðinu langt í vetur. Jakob, Pétur, Friðrjón, Guðmundur og Erl- ingur léku allir vel að Axel í mark- inu ógleymdum, en enginn lék þó betur en Sigurpáll Ámi Aðalsteins- son. Drengurinn var stjarna kvölds- ins þó hann hafi verið gífurlega stressaður í upphafi leiksins, eins og hann orðaði það sjálfur — en hann lék þama sinn fyrsta alvöru leik með KA. Víkingspiltar léku ekki vel, en enginn leikur betur en andstæðing- urinn leyfír. Ámi Friðleifsson og Eiríkur Benónýsson vora bestu menn liðsins en lítið fór fyrir Karli og Bjarki. Guðmundur Guðmunds- son er meiddur og lék ekki með, og munar um minna. EkBd leikið gegn ^ S-Kóreu og Svíþjóð Ljóst er að íslendingar mæta ekki Suður-Kóreubúum í undirbún- ingi sínum fyrir B-keppnina í handknattleik í Erakklandi. Fyrirps- umir um hugsanlega iándsleiki hafa verið sendár handknattleiks- samböndum nokkurra þjóða, og svar hefur borist feá Kóröubúum. Þeir verða ekki á ferðinni í Evrópu fyrir B-keppnina og geta því ekki komið hingað til lands. Að sögn Gunnars Þórs Jonssonar, formanns landsliðsnefndar, eru heldur ekki miklar líkur á að Svíar komi hingað til lands — þeir hafa ekki sýnt því áhuga. Gunnar sagði að jafnvel gæti farið svo að á undirbúningstímabilinu yrði leikið gegn Vestur-Þjóðveijum og Rúmenum. Báðar þjöðirnar era í B-keppninni, Rúmenar era með íslendingum í riðli og íslendingar mæta Vestur-Þjóðverjum í milliriðli ef báðar þjöðir komast áfram. „Bogdan hafði ekki mikinn áhuga á því í byijun að mæta þessum þjóðum, en.hann útilokar það ekki nú,“ sagði Gunnar Þór í gærkvöldi. „Baráttan bjargaði okkur fyrfr hom“ - sagði Þorgils Óttar Mathiesen eftir nauman sigur FH gegn Stjörnunni „ÞEIR hljóta að vera ánægðir, því við áttum að minnsta kosti skilið annað stigið,“ sagði Brynjar Kvaran, markvörður Stjörnunnar, eftir leikinn og var reiður. „Baráttan bjargaði okk- ur fyrir horn. Við gáf umst aldrei upp þó á móti blési og sigurinn var sanngjarn þegar á heildina er litið, en mistökin voru engu að síður of mörg,“ sagði Þor- gils Óttar Mathiesen hins veg- ar við Morgunblaðið. Að sumu leyti hafa báðir rétt fyrir sér. Bæði liðin ætluðu sér sigur, leikmenn beggja liða börðust vel, en segja má að meiri heppni hafi fylgt gestunum. Markverðirnir, Magnús Arnason, FH, og Brynjar Kvaran, Stjömunni, vörðu báðir mjög vel úr opnum færum, en FH-ingar náðu oftar FOLK ■ EINN leikur var í v-þýsku bikarkeppninni í gær. Kaisersiaut- em sigraði Kickers Offenbach 5:0. ■ ABERDEEN og Celtic gerðu jafntefli í skosku úrvalsdeildinni í gær, 2:2. Aberdeen byijaði vel og David Dodds og Charlie Nichoias komu liðinu í 2:0. En leikmenn Celtic gáfust ekki upp og Billy Stark tryggði liðinu annað stigið með tveimur mörkum. Tommy Coyne gerði þrennu fyrir Dundee sem sigraði Hamilton 5:2, Þá gerðu Hiberaian og Dundee United jafntefli 1:1. ■ PSV Eindhoven tapaði fyrir Haarlem í gær, 0:2, í hollensku 1. deildinni í knattspyrnu. PSV sigraði í deildinni í fyrxa með fullu húsi stiga en þetta var annað tap liðsins í vetur. Þá gerðu Feyenoord og Venlo jafntefli 2:2. PSV er í efsta sæti deildarinnar með 19 stig eftir 12 leiki en Twente kemur næst með 15 stig úr 11 leikjum. ■ KEIL UBANAR urðu Reykjavíkurmeistarar í keilu um síðustu helgi, ekki Fellibylur eins og sagði ( blaðinu í gær. Keiluban- ar sigruðu örugglega eftir keppni við Fellibyl. Beðist er velvirðingar á mistökunum. knettinum eftir frábæra markvörslu Brynjars og skoraðu. Þá skipti miklu máli er Magnús varði línu- skot frá Skúla Gunnsteinssyni, þijár mínútur eftir og staðan 22:21 fyrir FH, sem bætti við marki í næstu sókn. Sverfiukenndur leikur Liðin mættust fyrir skömmu í úrslitaleik Reykjanessmótsins og þá hafði FH mikla yfirburði. Nú var hins vegar jafnræði með liðunum lengst af, en Stjarnan náði fjögurra marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik, sem FH náði að jafna fyr- ir hlé. Hafnfírðingarnir höfðu síðan frumkvæðið í seinni hálfleik, en Garðbæingar svöruðu ávallt fyrir sig nema undir lokin. Vamarleikur liðanna var lengst af ekki traustvekjandi. Sóknarleik- urinn var einnig oft ráðleysislegur. FH-ingar náðu fáum hraðaupp- hlaupum, sem vora þeirra aðals- merki í fyrra; skoruðu aðeins tvö mörk úr slíkum. Stjörnumenn sökn- uðu greinilega Einars Einarssonar og vinstra homið var ekki með. Leikurinn var samt sem áður skemmtilegur á að horfa og spenn- andi. Óskar Armannsson og Guðjón Ámason vora mest ógnandi hjá FH, en hjá Stjömunni bar mest á Gylfa Birgissyni og Hafsteini Bragasyni auk Brynjars. Stjaman - FH 22 : 23 íslandsmótið í handknattieik, 1. deild, fþróttahúsinu í Digranesi miðvikudag- inn 2. nóvember 1988. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 6:3, 6:4, 8:4, 8:5, 9:5, 9:11, 11:11, 11:12, 12:12, 13:13, 14:14, Í5:15, 16:16, 17:17, 18:18, 19:19, 20:20, 20:22, 21:22, 21:23, 22:23. Stjarnan: Gylfí Birgisson 6/2, Sigurð- ur Bjamason 5, Hafsteinn Bragason 4, Skúli Gunnsteinsson 4, Valdimar Kristófersson 2, Hilmar Hjaltason 1, Magnús Eggertsson, Siguijón Bjama- son, Þóroddur Ottesen, Axel Bjömsson. Varin skot: Brynjar Kvaran 8/1, Óskar Friðbjörnsson. Utan vallar. Samtals 10 minútur og eitt rautt spjald er leiktími var úti. FH: Óskar Ármannsson 7/3, Þorgils Óttar Mathiesen 5, Guðjón Ámason 5, Héðinn Gilsson 4, Einar Hjaltason 2, Hálfdán Ámason, Ólafur Magnús- son, Gunnar Beinteinsson, Oskar Helgason, Jónas Ámason. Varin skot: Magnús Ámason 8/3, Bergsveinn Bergsveinsson 1. Utan vailar: Samtals átta mínútur og eitt rautt spjald er leiktími var úti. Dómarar: Hákon Siguíjónsson og Guðjón L. Sigurðsson dœmdu vel fyrstu 40 mínútumar, en misstu að nokkru leyti tökin undir lokin án þess að það réði úrslitum. Steinþór Guóbjartsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.