Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 56
> 56 MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR FLMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 BORÐTENNIS Kjartan Brlem úr KR sigraði nokkuð örugglega í styrkleikamóti BTÍ um helgina. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR ■ KOPAVOGUR Laugarásvegur 39-75 Sunnubraut Langholtsvegur45-108 Kjartan Bríem sigraði - ífyrsta styrkleikamóti vetrarins Kjartan Briem úr KR, sem er núverandi íslandsmeistari í borðtennis, sigraði á styrkleikamóti DUNLOP sem Borðtennissamband Islands stóð fyrir um síðustu helgi. Alls voru 25 keppendur sem tóku þátt í mótinu. Kjartan Briem sigraði Albrecht Ehmann úr Stjömunni í úrslitaleik 21:19 og 22:20. Kristján Jónasson, Víkingi, varð í 3. sæti eftir sigur á Gunnar Valssyni úr Stjörnunni, 21:17 og 21:16. Markmiðið með þessu móti sem fram fór í KR-heimilinu er að búa til styrkleikalista sem sýnir röð manna og notaður til að auðvelda val á landsliðshópi. Urslit í mótinu urðu sem hér segir: Kjartan Briem, KR Albrecht Ehmann, Stjömunni Kristján Jónasson, Vfkingi Gunnar Valsson, Stjömunni Bjami Bjamason, Stjömunni Jóhannes Hauksson, KR Kristinn Már Emilsson, Víkingi Jón Karlsson, Eminum Haraldur Kristinsson, Víkingi Sigurbjöm Sigfússon, Víkingi Ragnar Ragnarsson, Eminum Tómas Sölvason, KR Kristján Viðar Haraldsson, Víkingi Pétur Blöndal, KR Vignir Kristmundsson, Eminum Tryggvi Valsson, Stjömunni Pétur Stephensen, Víkingi Davíð Pálsson, Eminum Sigurður Herlufsen, Víkingi Snorri Briem, KR Elías Elíasson, Stjömunni Sveinn Óli Pálmarsson, Stjömunni Stefán Siguijónsson, KR Sigurður Bollason, KR Gunnar Birkisson, Eminum ISLENSKAR GETRAUNIR Morgunblaðiö/Bjarni Fyrsti seðillinn Halldór Asgrímsson sjávarútvegsráðherra setti fyrsta seðilinn í lottóvélina við opnum nýja kerfísins. Anna Guð- mundsdóttir, starfsmaður Islenskra getrauna, tekur við miðanum. Getraunir allan ársins hring Miklar breytingar á fyrirkomulagi íslenskra getrauna SALA getraunaseðla úr ensku knattspyrnunni er nú hafin. Gamli getraunaseðillinn heyrir nú sögunni til og í hans stað eru komnir miðar fyrir Lottó- vélarnar og framvegis munu getraunir verða með sama sniði og Lottó. Miklar breyting- ar hafa verið gerðar á sterf- semi getrauna og nú stendur til að hægt verði að „tippa" allan ársins hring. Enska knatt- spyrnan á veturna og sú fslenska á sumrin. að munar að sjálfsögðu gífur- lega miklu fyrir getraunir að geta komist í lottókassana. Fólk á landsbyggðinni þarf nú ekki að skila seðlum í miðri viku heldur getur „tippað" allt fram að síðustu stundu. Auk þess sparast mikið í prentunarkostnaði og margskonar hagræðing fylgir nýja fyrirkomu- laginu," sagði Hákon Gunnarson, framkvæmdastjóri Islenskra get- rauna. Margir hafa af því áhyggjur að með því að færa getraunaseðla í lottókassa hverfi félagslegi þáttur- inn úr getraunastarfínu. Hákon segist ekki hafa áhyggjur af því: „Það mun ekki breytast svo mikið. Fólk heldur áfram að hittast, dreifa getraunaseðlum og félögin munu eftir sem áður hagnast á getraun- um,“ segir Hákon. „Þetta hefur hinsvegar gífurlega hagræðingu í för með sér og verður mun skemmtilegra.“ íslensklr leikir Eitt stærsta vandamál íslenskra getrauna hefur verið langt sum- arfrí. Þegar deildakeppninni í Eng- landi lýkur fara getraunir í frí og hefjast ekki aftur fyrr en á haustin. „Það er að sjálfsögðu hræðilegt að þurfa að hætta á vorin. Síðastu vik- una í vor var þriðji stærsti pottur í sögunni og grátlegt að þurfa að fara í frí,“ segir Hákon. „Við erum ákveðnir í að halda áfram allan ársins hrihg og þegar keppni lýkur í Englandi munum við byija á íslenskri knattspyynu. Við eigum í viðræðum við KSÍ og ef samþykki næst þá held ég að báðir aðilar gætu hagnast á því,“ segir Hákon. Spamaðar- og útgangs- raöakerfi Ein af nýjungunum sem í boði verða á nýja getraunaseðlinum eru svokölluð spamaðar- og útgangsr- aðakerfi Það eru kerfi sem flestir getraunaspámenn þekkja. Hægt er að taka stór kerfi með tiltölulega litlum kostnuði, en að vísu eru kerf- in heldur gloppóttari fyrir vikið. Þrátt fyrir að nýju seðlarnir séu flóknir við fyrstu sýn ætti hver sem er að geta fyllt þá út. í hverri viku munu íslenskar getraunir gefa út leiðbeiningar, þar sem fram kemur hvaða leikir eru á dagskrá og hvern- ig eigi að útfylla seðilinn. Svo er líka hægt að láta tölvuna velja fyr- ir sig, líkt og í Lottóinu. MánudagsbiAin á enda Eitt af því sem hefur fylgt get- raunum er spennan og óvissan um hve margir eru með 12 rétta. Áður þurfti að bíða fram til mánudags til að komast að því hvort það voru 2 eða 200 með 12 rétta. Að vísu hefur það breyst síðustu ár, en nú á að fara yfir strax á laugardegi þannig að hægt sé að tilkynna hve margir séu með 12 rétta fyrir kl. 18 á laugardögum. Mikil tæknivinna Bandarískir kerfisfræðingar hafa nú breytt tölvu- kerfi lottókassanna svo hægt sé að koma getraunaseðl- um fyrir. Töluverðar breytingar þurfti að gera á þeim 160 lottóköss- um sem fyrir eru víðsvegar um landið. Nú er þessum breytingum lokið og getraunir hefjast að nýju, með nýju fyrirkomulagi, allan árs- ins hring. FELAGSLIF Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið í Kiwanishúsinu Dalshrauni 1 í Hafnarfirði á morgun, föstudag og hefst kl. 19.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.