Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 03.11.1988, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER- 1988 oo 29 Frakkland: Le Pen reynir að veqa heiður sinn fyrir rétti Tner. Frá Steingfrími Signrg'eirssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞESSA dagana standa yfir í París réttarhöld vegna ummæla sem læknirinn Jean-Marie Demarquet lét hafa eftir sér í viðtali við Le Monde árið 1985 um Jean-Marie Le Pen, formann Þjóðernis- fylkingarinnar. Demarquet og Le Pen höfðu um áratuga skeið verið nánir vinir en í viðtalinu sakaði Demarquet Le Pen um gyðingahatur og sagði hann bera ábyrgð á dauða milljónamærings- ins Huberts Lamberts. Lambert, sem átti sementsverksmiðjur með sama nafiii, var alkóhólisti og dvaldi síðasta ár lífs síns á heimili Le Pens. Að sögn Demarquet á Le Pen að hafa dælt áfengi stöð- ugt ofan í Lambert og þar með hafa orðið valdur að dauða hans. Eftir lát Lamberts kom í ljós að hann hafði arfleitt Le Pen að öllum eignum sínum. Auk Demarquet þurfa dagblöð- in Le Monde og Liberation sem birtu ummæli hans, að svara til saka í réttarhöldunum er nú hafa loks hafist eftir þriggja ára undir- búning. Lögfræðingur Le Pens, George Wagner, krefst 150.000 franka (1,2 millj. ísl. kr.) fyrir rógburð gegn Le Pen og svívirð- ingu á mannorði látins manns (Lamberts). í framsöguræðu sinni sagði Wagner þessi ummæli Dem- arquets stafa af því að hann hefði ekki sætt sig við að vera ekki skipaður á framboðslista Þjóðern- isfylkingarinnar í kjördæminu Bouches-du-Rhone (Marseille) fyr- ir þingkosningamar 1986. Veijendur Le Monde og Libera- tion, þeir Henri Leclerc, Jean-Paul Lévy og Yves Baudelot, telja sig hins vegar geta fært sönnur á all- ar staðhæfingar Demarquets. Einkaspæjarinn Marcel Gianmar- inaro, sem' starfað hefur fyrir Philippe Lambert, frænda Huberts og lögmæts erfingja, segir að and- legri heilsu Huberts hafi hrakað svo mjög vegna áfengisins, sem Le Pen veitti honum, að hann = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER hafi ekki verið fær um að undir- rita skjöl eða skrifa ávísanir. Það sé því líklegt að hann hafi verið blekktur til að breyta .efðaskrá sinni, Le Pen í hag. Varðandi ásak- anirnar um gyðingahatur segjast lögfræðingamir hafa litlar áhyggj- ur af því að geta ekki sannað að þær hafi átt við rök að styðjast. En það beinast fleiri spjót að Le Pen þessa dagana. í væntan- legri bók eftir fyrrverandi eigin- konu hans, Pierrette, eru að sögn tímaritsins L’Evenement du Jeudi frásagnir af því hvernig Le Pen smyglaði milljónum franka til Sviss og lagði þar inn á leynilega bankareikninga. Þá er einnig sagt frá tengslum hans við melludólg- inn Henry Botey sem stundum er kallaður „guðfaðir" Pigalle-hverf- isins í París. Botey er einnig guð- faðir yngstu dóttur Le Pens og segir Pirette í bókinni að hann hafi á undanfömum árum séð Le Pen fyrir lífvörðum. Þokkadísirá Spáni Reuter Stöllumar á myndínni heita Morgan Fox (t.v.),18 ára gömul yng- ismær frá Kanada, og Catherine Bushell sem er 21 árs og frá Astralíu. Þær taka þátt í undankeppni Miss World-fegurðarsam- keppninnar í Marbella á Spáni. Lokakeppnin fer síðan fram í London i næstu viku. AF ÞESSIIM TEGUNDIHH: Blómstrandi nóvemberkaktus aðeins kr. Haustlaukar 20% afsláttur Nú er um að gera að drífa haustlaukana niður áður en það er um seinan. JUKKUR DREKATRÉ BURKNAR FÍKUSAR (STÓRIR) PÁLMAR (STÓRIR) KAKTUSAR Keramik, glervara, kerti o.fl. Alls konar vörur á ótrúlegu verði. Komid íBlómaval oggerid góðkaup blómciuol Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.