Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 57
57 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FTMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 KNATTSPYRNA Jafnt hjá Dönum DANIR gerðu annað jafntefli sitt, 1:1, í 1. riðli undankeppni HM er þeirtóku á móti Búlgur- um. Þetta er annað jafntefli Dana en fyrsta stig Búlgara í riðlinum. Leikurinn var nckkuð harður og búlgarski vamarmaðurinn Tri- fon Ivanov var vikið af leikvelli skömmu fyrir leikslok og fjórir leik- menn voru bókaðir. Danir, sem stilla upp nýju liði eftir slæmt gengi í Evrópukeppn- inni, náðu forystunni á 8. mínútu. Lagleg sókn þeirra endaði með marki frá Lars Elstrup. Danir fengu fleiri færi en þvert á gang leiksins náðu Búlgarir að jafna á 38. mínútu. Anio Sadkov skoraði eftir aukaspyrnu. Tyrkirtöpuðu Austurríkismenn sigruðu Tyrki 3:2, í 3. riðli en í þeim riðli eru íslendingar. HM1.RIÐILL DANMÖRK- BÚLGARÍA............1:1 RÚMENÍA- GRIKKLAND ............3:0 DANMÖRK- BÚLGARÍA............1:1 RÚMENÍA- GRIKKLAND ............3:0 Fj. leikja U J T Mörk Stig BÚLGARÍA 2 1 1 0 4: 2 3 RÚMENÍA 2 1 0 1 4: 3 2 DANMÖRK 2 0 2 0 2: 2 2 GRIKKLAND 2 0 1 1 1: 4 1 HM 3. RIÐILL AUSTURRÍKI - TYRKLAND ....3:2 Fj. leikja U J T Mörk Stig SOVÉTRÍKtN 2 1 1 0 3: 1 3 A-ÞÝSKAL. 1 1 0 0 2:0 2 AUSTURRÍKI 2 1 0 1 3:4 2 ÍSLAND 3 0 2 1 2:4 2 TYRKLAND 2 0 1 1 3:4 1 HM 5. RIÐILL KÝPUR - NOREGUR......0:3 Fj.leikja U J T Mörk Stig SKOTLAND 2 110 3:2 3 FRAKKLAND 2 110 2: 1 ' 3 NOREGUR 3 1 0 2 4: 3 2 JÚGÓSLAVÍA 1 0 10 1:1 1 KÝPUR 2 011 1:4 1 2. DEILD Haukar unnu Haukar lögðu Keflvíkinga að velli, 26:19, í 2. deildarkeppn- inni í handknattleik í Keflavík í gærkvöldi. Keflvíkingar voru jrfir í leikhléi, 10:9. KNATTSPYRNAl ÁsgeirSigurvinsson: „Bjartsýnn á að leika meðgegn Hamburger" Eg hef verið í sprautumeð- ferð og geislum undanfama daga og vonast ég til að geta leikið með gegn Hamburger á laugardaginn," sagði Ásgeir Sigurvinsson, sem meiddist á nára á æfingu. Ég rann til þannig að vöðvi við nára rifnuðu lítiliega. Þetta er ekki slæmt. Ég hef ekki fund- ið verki nú síðustu æfinga, en þá hef ég eingöngu skokkað," sagði Ásgeir. „Leikurinn gegn Hamburger er mjög þýðingamikill fyrir okk- ur. Við vonum að þeir Fritz Walter og Jurgen Klinsmann, sem hafa skorað fá mörk að undanförnu, verði á skotskónum gegn Hamburger." HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD „Of snemmt að kveða upp úrskurð um KR-liðið“ - sagði Jóhann Ingi Gunnarsson, þjálfari KR, eftirstórsigurá Fram KR-ingar hófu keppnistímabilið með sigri; auðveldum sigri á ungu liði Fram, 30:18. Munur- inn var allt of mikill til að leikur- inn yrði skemmtilegur, góð til- þrif sáust þó áfjölum Hallar- innar en of mikið var um daufa kafla til að áhorfendur hefðu verulega skemmtan af. Skapli Hallgrímsson skrífar Þrátt fyrir stóran sigur eiga KR-ingar að geta miklu betur og greinilegt er að ýmislegt á eftir að fínpússa í leik liðsins. Jóhann Ingi þjálfari tók undir það eftir leik- inn: „Já, við eigum ýmislegt eftir. Ég er þokkalega ánægður með leikinn en það er allt. of snemmt að kveða upp úrskurð um KR-liðið. Það á eftir að fínpússa ýmsa hluti, „smyrja" sóknarleikinn þannig að hann gangi betur upp. En það voru ljósir punktar í þessu — til dæmis að Páll Ólafsson er á réttri leið,“ sagði Jóhann Ingi. Gústaf Bjömsson þjáifar Fram- ara, og sagði þá gera sér vel grein fyrir stöðu liðsins. „Við mætum tveimur af bestu liðunum nú strax í byijun, nú KR og Val næst. Við vitum að við getum fengið skell í þessum leikjum en liðin skulu samt fá að hafa fyrir því að vinna okk- ur. Við erum til í slaginn I vetur — það er ljóst að þijú iið eru með talsvert forskot á hin liðin; Valur, KR og FH, en hin sjö eru í ákveð- inni óvissu," sagði Gústaf. Um leik- inn í gær sagði hann: „KR er með landsliðsmenn í hverri stöðu en við ekki og sá munur kom berlega í ljós í stöðunni einn gegn einum.“ Það er ljóst að Páll Ólafsson og Alfreð Gíslason styrkja KR-liðið geysilega mikið. Þeir skoruðu sam- tals helming marka liðsins í gær, 15 af 30, og voru einnig báðir góðir í vörn — þó Alfreð hafí vissulega oft skilað varnarhlutverkinu betur. En liðið er greinilega ekki enn orð- ið nægilega vel samstillt — það á eftir að laga mikið í sóknarleiknum. Framarar eru með ungt lið. Þar eru efniiegir ieikmenn innanborðs en þeir eru óreyndir margir hveijir. Morgunblaöiö/Július Páll Ólafsson sýndi góða takta með KR-liðinu i gærkvöldi. Fram-KR 18 : 30(7:15 Laugardalshöll, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, miðvikudaginn 2. nóvember 1988. Gangur leiksins: 1:0, 8:3,6:3, 8:4,12:6,15:7,17:9,19:10,22:12, 27:15, 29:17, 30:18. Fram: Birgir Sigurðsson 5, Júlíus Gunnarsson 4, Egill Jóhannesson 4/2, Ólafur Vil- hjálmsson 2, Hermann Bjömsson 1, Jason ólafsson 1, Sigurður Rúnarsson 1, Tryggvi Tryggvason, Gunnar Andrésson og Agnar Sigurðsson. Varin skot: Guðmundur A. Jónsson 8, Þór Bjömsson 2. Utan vallar: 4 mfnútur. KR: Alfreð Gíslason 9/2, Páll Ólafsson 6, Stefán Kristjánsson 4, Konráð Olavson 4, Þorsteinn Guðjónsson 3, Sigurður Sveinsson 3, Guðmundur Albertsson 1, Guðmundur Pálmason, Jóhannes Stefánsson. Varin skot: Leifur Dagfinnsson 8, Ámi Harðarson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Áhorfendur: 443. Dómarar: Stefán Amaldsson og Ólafur Haraldsson og komust ágætlega frá sínu. KNATTSPYRIMA / ENGLAND ÍHémR FOLK ■ JAKOB Sigurðsson skoraði fyrsta mark 1. deildarkeppninnar. Hann skoraði mark úr homi fyrir Val eftir 2.17 mín. ■ HANS Guðmundsson, Breiðabliki, var fyrstur til að skora mark með langskoti. ■ GEIR Sveinsson, Val, skoraði fyrsta markið af línu, eftir sendingu frá Jóni Kristjánssyni. ■ KRISTJAN Halldórsson, Breiðabliki, skoraði fyrsta markið með gegnumbroti. Kristján fiskaði fyrsta vítakastið, sem Jón J>órir Jónsson skoraði úr. ■ JAKOB Sigurðsson skoraði fyrsta mark markið úr hraðupp- hlaupi. ■ ÞÓRIR Sigurgeirsson var fyrstur til að veija skot og félagi hans í marki Breiðabliks, Guð- mundur Hrafhkelsson varð fyrst- ur til að veija vítakast - hann varði vítakast frá Sigurði Sveinssyni. ■ FYRSTI ieikmaðurinn sem var sendur af leikvelli var Pétur Arason, leikmaður Breiðabliks. Hann fékk að kæla sig á 29. mín. leiks Vals og Breiðabliks. ■ GUÐMUNDUR Karlsson, landsþjájfari í fijálsum íþróttum og þjálfari IH í handknattieik er einnig með KR-ingum. Hann er aðstoðar- þjálfari hjá Jóhanni Inga Gunn- arssyni. ■ JÓN Sigvrðsson, körfuknatt- leiksmaðurinn kunni, lék stórt hlut- verk í Laugardalshöll í gærkvöldi á handboltaleik Fram og KR. Starfs- menn Hallarinnar sáu um að staðan hveiju sinni kæmi á skjá nýju klukkunnar í ijáfri Hallarinnar en Jón stjórnaði hins vegar tölvukerfi klukkunnar — ritaði inn ýmsar upp- lýsingar fyrir áhorfendur, hvemig staðan var í öðrum leikjum ogýmis- legt fleira. Jón er umboðsmaður fyrir klukkutegund þessa hér á iandi og sá eini sem kann enn á tölvukerfi hennar. Stórkostleg á Anfield Jafnt hjá Liverpool og Arsenal. Norwich og Manchester United úr leik TVÖ frœgustu lið Englands, Liverpool og Arsenal gerðu jafntefli 1:1 í 3. umferð enska deildarbikarsins. Leikurinn var mjög skemmtilegur og bæði liðin léku af fullum krafti allan tfmann. Bæði liðin léku mjög skemmti- lega knattspyrnu og Dennis Law, fyrrum leikmaður með Manc- hester United, sagði eftir leikinn HHHi að þetta væri besti Frá Bob leikur vetrarins. Hennessy John Barnes náði / Englanrli forystunni fyrir Li- verpool á 65. mínútu. Hann fékk boltann á miðj- um velli og óð í gegnum vörn Arsen- al og skoraði með góðu skoti. David Rocastle jafnaði fyrir Arsenal á 84 mínútu. Liðin verða því að mætast að nýju á Highbury, heimavelli Arse- nal. Leicester kom mjög á óvart með því að sigra efsta lið 1. deildar, Norwich, 2:0. Mike Newell og Paul Read skoruðu mörk Leicester. Þetta var annað tap Norwich í vetur en Leicester er í neðri hluta 2. deildar. Manchester United er úr leik eft- ir tap fyrir Wimbledon á útivelli, 1:2. Það var fyrrum leikmaður Manchester United, Terry Gibson, sem gerði bæði mörk Wimbledon en Bryan Robson hafði áður skorað fyrir Manchster United. Trevor Francis skoraði bæði mörk Q.P.R. sem sigraði Charlton 2:1. Paul Williams skoraði mark Charlton. Litla liðið Scarbrough, sem leikur í 4. deild, gerði óvænt jafntefli við Southampton. Það var troðfullt á heimavelli Scarbrough og leikurinn tafðist af þeim sökum. Jimmy Case og Matthew Le Tissier gerðu mörk Southampton en Steve Morris og Mike Cook jöfnuðu metin fyrir Scarbrough. Nottingham Forest sigraði Coventry 3:2 í mjög góðum leik. Colin Foster og Steve Hodge skor- uðu fyrir Forest en Gary Bannister og Brian Kilcline jöfnuðu fyrir Coventry. Það var svo Nigel Clough sem tryggði Nottingham Forest sig- ur á 75. mínútu. Aston Villa sigraði Millwall ör- ugglega 3:1. Alan Mcinally gerði tvö mörk fyrir Aston Villa og David Platt eitt. Neal Ruddock gerði mark Millwall. Þetta er annað tap Mill- wall í röð eftir mjög gott gengi í fyrstu leikjunum. Paul Moulder gerði þrennu fyrir Manchester City sem sigraði Shef- field United 4:2. Þá gerðu Bradford og Scun- thorpe jafntefli, 1:1. HANDBOLTI Frestað í Eyjum Fyrsta ieik Eyjamanna í 1. deiid, gegn Gróttu, var frestað vegna þoku. Nýliðamir í 1. deild áttu að mætast kl. 20 í gær en leikurinn fer fram í dag á sama tíma. íkvöld Körfuknattleikur Tveir leikir verða á fslandsmótinu f körfuknattleik í kvöld. KR og Þór leika í Hagaskóla og Tindastóll og UMFG leika á Sauðárkróki. Tveir leikir verða í 2. deild karla í handknattleik í kvöld. UMFA og Ár- mann og leika að Varmá og IR og Njarðvík í Seljaskóla. Allir leikimir he^ast kl. 20.00. Handknattleikur Einn leikur verður í 1. deiidinni í handknattleik. ÍBV og Grótta mætast í Vestmannaeyjum og hefst leikurinn kl. 20. Þessi leikur átti að fara fram í gær en var frestað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.