Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 Stefiiuræða forsætisráðherra í kvöld: Umræðu útvarp- að og sjónvarpað Ste&iuræðu Steingríms Her- manssonar forsætisráðherra og umræðu í Sameinuðu þingi um stjórnarste&iuna verður bæði útvarpað og sjónvarpað í kvöld. Umræðan hefet klukkan hálf níu. Hefðbundin umræða um stjóm- arstefnuna fer fram í Sameinuðu þingi í kvöld. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, flytur stefnuræðu fyrir hönd ríkisstjómar sinnar. Stefnuumræðan verður í tveimur umferðum. Steingrímur Hermannsson talar fyrir hönd Framsóknarflokksins í fyrri umferð en Finnur Ingólfsson í þeirri síðari. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins taia í fyrri umferð Þorsteinn Páls- son og Halldór Blöndal en Geir H. Haarde í síðari umferð. Fyrir hönd Alþýðuflokksins tala í fyirí umferð Jón Baldvin Hanni- balsson og Sighvatur Björgvinsson en Jón Sigurðsson í þeirri síðari. Guðmdundur Ágústsson, Óli Þ. Guðbjartsson og Ingi Bjöm Alberts- son verða talsmenn Borgaraflokks í fyrri umferð en Júlíus Sólnes í þeirri seinni. Talsmenn Alþýðubandalags í fyrri umferð verða Ólafur Ragnar Grímsson og Margrét Frímanns- dóttir og Steingrímur J. Sigfusson f síðari umferð. Samtök um kvennalista tefla fram Málmfríði Sigurðardóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur í fyrri um- ferð og Guðrúnu Agnarsdóttur í síðari. Stefán Valgeirsson, sem er eini þingmaður Samtaka um jafnrétti og félagshyggju, talar í 15 mínútur í lok fyrri umræðu. Þingflokkar hafa 20 mínútur til umráða í fyrri umferð en 10 mínút- ur í þeirri síðari. Falsaði ur stolnu hefti INNBROT í kjallaraíbúð í Hlíða- hverfi er nú talið upplýst. Þang-' að var brotist inn að næturlagi til einstæðrar móður með ungt barn og stolið fjármunum. Að sögn Jóns Snorrasonar, deild- arstjóra hjá RLR, upplýstist málið þegar farið var að fasla tékka úr hefti sem stolið var í innbrotinu. Játning liggur fyrir um falsið en Jón Snorrason vildi ekki segja til um hvort sami maður hefði játað innbrotið og þá hvort um sama mann væri að ræða og reyndi skömmu seinna að bijótast inn í annað hús í Hlíðahverfi. Þorlákshöfii: Byggt yfir 500 þúsund laxaseiði FRAMKVÆMDIR eru í ftillum gangi við uppsetningu laxeldis- stöðvar Fjörfisks hf. sem rís vest- an við Þorlákshöfn við svonefii'da Keflavik. Framleiðslugeta stöðv- arinnar verður 380 tonn á ári. Stöðin mun taka á móti seiðum frá seiðaeldisstöðvum á Suðurlandi, allt að 500 þúsundum, upp úr næstu mánaðamótum. í fyrsta áfanga stövarinnar verða tekin í notkun fjórtán eldisker, sex þeirra eru 11 metrar í þvermál og átta 13 metrar. Borun er lokið fyrir fyrsta áfangann, tvær sjóholur og þijár ferskvatnsholur. Að auki verða í vetur boraðar fímm sjóholur um leið og eldisrýmið stækkar. — Sig. Jóns. Unnið við að setja saman eldisker Fjörfisks hf. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Rætt um möguleikann á sam- runa Meitilsins og Glettings VIÐRÆÐUR um mögulega tækjanna telja að aukinni hag- sameiningu Meitilsins og Glett- ræðingu megi ná með samein- ings í Þorlákshöfn eru ný hafn- ingu, en segja málið mjög Stjómendur beggja fyrir- skammt á veg komið. Gletting- ar. Oraunhæfer tíllögur sem byggja á mj ög mikilli vanþekkingu — segir Alfi-eö Þorsteinsson, forstjóri Sölu vamarliðseigna „ÞESSAR tillögur sem gerðar eru í Qárlagafrumvarpinu eru óraun- hæfar að mínu mati, og sennilega jafii óraunhæfar og sá ásetningur Qármálaráðherra að ná tekjuaf- gangi af Qárlögum upp á 1,2 millj- arða. Ef hann stendur við það þá skal ég reyna að standa við mitt,“ segir Alfreð Þorsteinsson, for- stjóri Sölu vamarliðseigna. Hann segir að um^öllun í fjárlagafrum- varpinu um málefhi Sölu vamar- liðseigna sé byggð á mikilli van- þekkingu á eðli og starfsemi fyr- irtækisins, og ljóst sé að fjármála- ráðherra vilji einungis hirða hagnað af starfeemi þess, en ekki rækja samningsbundið þjónustu- hlutverk við vamarliðið. „Ólafur Ragnar Grímsson er fyrsti ráðherrann sem ég man eftir sem hefur lagt svona gifurlega mikla áherslu á að auka tekjur af þessari starfsemi. Hann hefur hingað til kallað þessa starfsemi „hermang", þannig að það er því ljóst er að hon- um er mjög í mun að auka „her- mangsgróðann" svo mikið sem mögulegt er,“ segir Alfreð Þor- steinsson. Alfreð segir að í umfjöllun í Qár- lagafrumvarpinu virðist gleymast að hlutverk Sölu vamarliðseigna sé tvíþætt. Annars vegar sé fyrirtækinu ætlað að tollafgreiða í gegnum útboð þær bifreiðar, sem vamarliðsmenn Igósa að selja hér á landi, en aðal hagnaðurinn af starfsemi þess hafí verið af þeim sökum. Hins vegar sé fyrirtækið skuldbundið samkvæmt reglugerð til þess að taka við alls- konar umframbirgðum frá vamarlið- inu og selja. Hagnaður sé alls ekki af allri þeirri sölu, og segja megi að sala bifreiðanna hafí að mörgu leyti staðið undir þessum þætti starf- seminnar. „Mér sýnist að ríkið fái á bilinu 25 til 30 milljónir á þessu ári vegna ur á fimm fiskiskip og Meitillin þijú og bæði fyrirtækin reka umfangsmikla flskvinnslu. Með sameiningu gætu þau orðið eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á landinu. Björgvin Jónsson, forstjóri og eigandi Glettings, sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn vildu ekki missa skipin af staðnum og þar sem hagræðing væri eina hald- reipið sem sjávarútvegurinn hefði við núverandi aðstæður, hefðu menn byijað að ræða möguleikann á sameiningu. „Til þess að árangur náist, verða báðir aðilar að fóma miklu. Ég tel að mikil hagræðing sé möguleg, bæði fyrirtækin reka til dæmis netaverkstæði og véla- verkstæði. Þá ætti að vera mikill spamaður af sameiginlegri stjóm- un,“ sagði Björgvin. „Það er vilji til að skoða allar leiðir til hagræðingar. Aukið hrá- efni í gegn um eitt fyrirtæki undir sameiginlegri stjóm ætti að auka hagkvæmni," sagði Páll Jónsson, forstjóri Meitilsins í samtali við Morgunblaðið. „Meitillinn er ekki farinn á hausinn. Greiðslustaðan er erfíð og þar sem búið er að fram- leiða upp í hagstæðustu sölusamn- ingana á karfa og ufsa, er tap á frystingu þessara tegunda talsvert. Við höfum því hætt vinnslu til ára- móta til að forðast frekari tap- rekstur. Mér fínnst einnkennileg sú af- staða Björgvins Jónssonar, eig- anda Glettings, sem fram hefur komið. Hann segir að munurinn á rekstri fyrirtækjanna feiist í útgerð þriggja báta, sem frysta flatfisk um borð. í DV segist hann ætla að halda þessum bátum utan mögulegrar sameiningar. Mér sýn- ist það hljóti að vera hæpið að skilja frá það, sem mestum arði skilar áður en fyrirtækin verða sameinuð, það er ekki góður samn- ingsgrundvöllur," sagði Páll Jóns- son. Úr verslun Sölu vamarliðseigna þessarar starfsemi í formi beinna framlaga og söluskatts, en ég vil taka það fram að þegar aðflutnings- gjöld af bifreiðum voru lækkuð á sínum tíma, þá lækkuðu nettótekjur Sölu vamarliðseigna um 40—50%, og það er það sem hefur skapað erfiðleika í rekstri fyrirtækisins. Ég er margbúinn að skrifa Fjárlaga- og hagsýsludeild og viðkomandi ráðu- neytum og bent á þetta, en ekkert tillit hefur verið tekið til þess. Ár eftir ár er þessu fyrirtæki gert að skila helmingi meiri hagnaði en það hefur gert árið áður, og ekkert tillit tekið til þeirra miklu breytinga sem hafa orðið á högum þess. Þó tekjum- ar hafí farið minnkandi, þá hefur þjónustuhlutverkið við vamarliðið ekkert breyst, því við verðum að sinna þeim þætti samkvæmt samn- ingum. Það er spuming hvað Ólafur Ragnar ætlar sér í því sambandi, en það er greinilegt að hann vill aðeins hirða gróðann af bifreiðasöl- unni og láta hinn þátt starfseminnar eiga sig. Mér er því hulin ráðgáta hvemig ætlunin er að standa við gerða samninga við Bandaríkja- menn. Þessi umfjöllun sem kemur fram í fjárlagafrumvarpinu byggist á mjög miklu þekkingarleysi á störf- um og eðli Sölu vamarliðseigna. Ef það á að fara að setja þá starf- semi sem fer fram í þessu fyrirtæki undir Innkaupastofnun ríkisins, sem heyrir undir ráðuneyti Ólafs Ragn- ars Grímssonar, þá er það í fyrsta skipti sem Alþýðubandalagsmenn komast með tæmar inn á Keflavík- urflugvöll, en það hefur lengi verið áhugamál þeirra. í þessu sambandi vil ég benda á að skynsamlegra væri að sú bifreiðasala, sem fram fer á vegum Innkaupastofnunar við mjög léleg skilyrði og lág verð, væri á okkar vegum, því hér er mjög góð aðstaða til að annast þá þjónustu. Húsnæðið hér er samtals um 4000 fermetrar, og það hafa vissulega staðið deilur um það lengi, en á næstunni stendur til að leigja Orku- stofnun hluta af því undir geymsl- ur,“ segir Alfreð Þorsteinssön. Framlag til Pósts og síma: Alveg óraunhæf tala - segir Ólafur Tómasson í íjárlagafrumvarpinu fyrir 1989 er gert ráð fyrir 204 millj- ónum króna I Qárfestingar hjá Pósti og síma, en stofiiuninn hafði farið fram á 900 milljónir' til Qárfestinga. Ólafúr Tómas- son Póst- og símamálastjóri seg- ir að ekki sé ennþá ljóst hvaða afleiðingar þetta hefúr, og hjá stofnuninni sé nú verið að kanna hvað búið sé að fjárbinda nú þegar. Afliend- ing ljóða Þeir sem sendu inn ljóð í samkeppni í tilefni 75 ára af- mælis Morgunblaðsins, og hafa hug á að nálgast þau, geta snúið sér til Jónu Ágústu Gunn- arsdóttur á ritstjóm Morgun- blaðsins, 2. hæð. Þar verða ljóð- in geymd undir kjörorði til 1. desember. „Við erum að kanna hvaða af- leiðingar þetta hefur, en að mínu viti er þetta alveg óraunhæf tala sem þama kemur fram. Ef lækka á mjög verulegar okkar fjárfest- ingar, þá er ljóst að ákveðin röð verkefna verður að hafa forgang, og það er verið að skoða þau mál nú, ásamt því sem búið er að fjár- binda nú þegar. Póstur og sími er þjónustustofn- un sem er greidd af neytendum en ekki í formi skatta, og það er því ekki um útlagðan kostnað úr ríkissjóði að ræða. Spumingin snýst um það hvernig hagnaði stofnunarinnar er varið, en hingað til hefur honum meðal annars ver- ið varið til að byggja upp ný kerfi og nýjar þjónustugreinar fyrir al- menning," segir ólafur Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.