Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1988 M n ■ v inBiiknll IvEFÐIR B SJiniB ftrlll I Hlfl111 Stolnar fjaðrir utanríkisráðherra llltf i8®! mm lllfl IM¥ EUVIVI OSTA CARPET5 Stök teppi í austurlenskum mynstrum í úrvali sem aldrei fyrr. Stök teppi úr gerviefni og ull, allir gæöa- og verðflokk- ar. Stærðir minnst 60x120 cm, stærst 240x340 cm og úrval þar á milli. Sérpöntum einnig eftir ósk kaupanda stærðir og mynstur. Sígild teppi sem standast tímans tönn og tískustrauma. SKOÐAÐU ÚRVALIÐ. Grensásvegi 13,105 Rvík, símar 83577 og 83430 eftir GeirH. Haarde Margir hafa orðið til að furða sig á yfirlýsingum núverandi utanríkis- ráðherra um störf fyrrverandi ríkis- stjómar og samstarfsmenn hans í þeirri stjóm. Palladóma sína um einstaka menn má Jón Baldvin Hannibalsson hafa fyrir sig. Svo ligur hver sem lund er til, eins og Sverrir Hermannsson sagði stund- um á Alþingi. En það sem fær mig til að staldra við er tvennt: Annars vegar síendur- teknar yfirlýsingar utanríkisráð- herra um frumkvæði hans og af- köst í skattamálum. Hins vegar það framtak hans að hefja máls á fríverslunarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna í viðræðum vest- an hafs, eins og þar væri á ferðinni mál, sem aldrei hefði áður komið til umræðu. Ráðherrann skreytir sig óspart með annarra fjöðmm án þess að sjá ástæðu til að geta þess. Lítum fyrst á hverjar staðreynd- irnar em í sambandi við tvö skatta- mál, sem ráðherrann hreykir sér einna mest af og síðan á fríverslun- armálið. Staðgreiðslukerfi skatta Jón Baldvin er óþreytandi við að fullyrða að hann hafi komið á stað- greiðslukerfi skatta og virðisauka- skattinum, sem ætlað er að leysa söluskattinn af hólmi um mitt næta ár. Þetta sé vitnisburður um elju og fmmkvæði Alþýðuflokksins í síðustu ríkisstjóm, meðan sam- starfsflokkarnir hafi ekki gert ann- að en flækjast fyrir. Samt er staðreyndin varðandi staðgreiðsluna sú, að um hana vom samþykkt fern lög í marsmánuði 1987 og faglegur undirbúningur var langt á veg kominn mörgum mánuðum áður en nokkmm manni datt í hug, að Jón Baldvin Hanni- balsson ætti eftir að verða fjármála- ráðherra. Kom þar ekki aðeins til pólitísk forysta Þorsteins Pálssonar og ómælt vinnuframlag starfs- Electrolux 0eW>» «|áttff í »*" Eigum Hæðir 1,55 m og 1,75 m útlitsgallaða kæli- og frystiskápa með verulegum afslætti! Vörumarkaðurinn J KRINGLUNNI SÍMI 685440 manna fiármáiaráðuneytis og skattyfirvalda. Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins, sem sett höfðu þetta mál á oddinn í kjarasamning- unum í desember 1986, áttu þar einnig hlut að máli. Hitt var ljóst, að ýmis atriði yrðu að bíða haustsins og þess m.a. að niðurstöður skattálagningar sumar- ið 1987 lægju fyrir. Var gengið frá þessum atriðum um haustið í milli- þinganefnd, sem í sátu fulltrúar allra stjómmálaflokka auk fulltrúa skattyfírvalda og fleiri aðila. Naut nefndin ágætrar forystu Kjartans Jóhannssonar alþingismanns. Um þetta mál var í raun prýðileg samstaða milli stjórnmálaflokk- anna, en það lá í eðli málsins að fjármálaráðherra þáverandi flytti frumvörp nefndarinnar síðan á Al- þingi. Fórst honum það vel úr hendi. En jafnljóst var, að grund- vallarlöggjöfin lá þegar fyrir og á henni hvíldi hinn faglegi undirbún- ingur skattyfirvalda, sem gerði þessa breytingu mögulega á þeim stutta tíma sem til stefnu var. Tilraunir Jóns Baldvins Hanni- balssonar til að eigna sér heiðurinn af þessari mikilvægu skattkerfis- breytingu em því illskiljanlegt sjón- arspil. Virðisaukaskatturinn Önnur mikilvæg skattkerfis- breyting, sem Jón Baldvin stærir sig af, er breytingin úr söluskatti í virðisaukaskatt, sem fyrirhuguð er. Lög um þetta efni voru sam- þykkt sl. vor og var ráðgert að þau kæmu til framkvæmda um mitt næsta ár. Nú hefur hins vegar flog- ið fyrir að þeirri framkvæmd verði frestað um hálft ár. Um þetta mál er það að segja, að það var að flestu leyti undirbúið í tíð forvera Jóns Baldvins. Þannig var að máli þessu unnið bæði í fjármálaráðherratíð Ragnars Amalds og Alberts Guð- mundssonar, og Matthías Á. Mat- hiesen vann einnig að því meðan hann var fjármálaráðherra. En á árinu 1986 var að undirlagi Þorsteins Pálssonar mjög mikið unnið að þessu máli í fiármálaráðu- neytinu og náið samstarf haft um það við hin ýmsu samtök atvinnu- lífsins. M.a. var efnt til sérstakrar kynningarferðar til Danmerkur með fulltrúum þessara aðila. Frumvarp um málið var síðan lagt fram haustið 1986 og mælt Geir H. Haarde „Það er nokkurt auka atriði, hvort Jón Bald- vin Hannibalsson gerði sjálfan sig að viðundri með þessari spurningu á fundi sínum með Schultz. Aðalatriðið er það, að af hálfu íslenzkra stjórnvalda var þetta mál fyrir nokkru síðan komið af þessu fyrirspurnar- stigi, þótt Jón Baldvin virðist halda að hann hafi fyrst bryddað á því.‘ fyrir því í desember. Það frumvarp var í aðalatriðum nákvæmlega eins og það sem samþykkt var á sl. vori. En haustið 1986 brá svo við að Jón Baldvin Hannibalsson og félagar hans í Alþýðuflokknum beittu sér með oddi og egg gegn málinu, þrátt fyrir að fyrir lægi nýleg flokkssam- þykkt Alþýðuflokksins virðisauka- skattinum til stuðnings. Jón Baldvin stóðst sem sé ekki þá freistingu nokrum mánuðum fyrir kosningar að leggjast gegn máli, sem vitað var að væri óvinsælt, þótt svo flokk- ur hans hefði lýst stuðningi við það. Því var borið við að svokallaðar Beitukóngur og trjónukrabbi veidd- ir í Hvammsfirði BúðardaJ. Tilraunaveiðar hafa farið fram að undanförnu í Hvamms- jGrði. Hér er um að ræða skel- fískveiðar á beitukóngi og tijónukrabba. Veiðarnar eru hér í innanverðum Hvamms- fírði. Gildrur eru lagðar og fylgst með stærð og þunga kuð- unga og krabba. Veiðistaðir eru merktir og með þessum athug- unum er hægt að gera sér grein fyrir hvort grundvöllur sé fyrir veiðum í framtíðinni. Endanleg- ar niðurstöður liggja ekki fyrir en þess má geta að beitukóngur- inn hér hefur reynst mjög stór miðað við aðra veiðistaði — að meðaltali 65% 8 sm og stærri. Ef þessar athuganir gætu orðið að áframhaldandi verkefni þá gætu þessar veiðar skapað hér atvinnu en samfara því þyrfti að koma hér upp aðstöðu fyrir smábáta. Nýlega var haldinn fundu: vegna þessa máls og mættu hingac fulltrúar frá íslenskum skelfisk framleiðendum, þeir Eiríkur Sigur geirsson og Þorbjörn Daníelsson Siguijón Arason frá Rannsókna stofnun fiskiðnaðarins og Sól mundur Einarsson frá Hafrann sóknastofnun. Ennfremur kom í fundinn Sigmar B. Hauksson sen vinnur að markaðsmálum og full trúar frá Byggðastofnun sátu einn ig fúndinn ásamt heimamönnum. Ýmsar upplýsingar komu fran hjá aðkomumönnum og þeir svör- uðu fyrirspurnum heimamanna. Miklir möguleikar eru til staðai til að selja þessar afurðir, aðalleg; til ýmissa Evrópulanda. Þetta ei ánægjulegt fyrir íbúa héraðsins e: af þessu getur orðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.