Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988
15
eftirGeirH.
Haarde
Mörgum eru enn í fersku minni
ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar
árið 1982 á þá leið að blaðrið í
Steingrími Hermannssyni væri
helsti efnahagsvandi Islendinga.
Ólafur var þá formaður þingflokks
Alþýðubandalagsins en Steingrímur
sjávarútvegsráðherra og formaður
Framsóknarflokksins. Nú er Ólafur
fjármálaráðherra í ráðuneyti
Steingríms og sex ára gömul um-
mæli hans eru að verða að
áhrínsorðum.
Það er hins vegar ekkert gaman-
mál hvernig forsætisráðherra talar
af fullkomnu ábyrgðarleysi um
efnahagsmál þjóðarinnar, ábyrgð-
arleysi sem grefur undan trausti
því sem Island hefur notið á al-
þjóðavettvangi.
Ráðherrann virðist enga grein
gera sér fyrir því, að enn eru þeir
til sem á hann hlusta og taka hann
alvarlega. Þá mun að vísu helst að
finna í öðrum löndum, þar sem
menn eru vanir því að stjórnmála-
leiðtogar fjalli með ábyrgum hætti
um mál. En það er einmitt vanda-
málið. Því þótt það skipti litlu hvað
stjórnmálamenn láta hafa eftir sér
hveijir um aðra í daglegri þrætubók
hér heima varðar miklu hvernig á
er haldið út á við.
Hvaða áhrif halda menn að það
hafi á erlenda bankastjóra, sem eiga
viðskipti við ísland, þegar forsætis-
ráðherra lýsir því yfir að íslending-
ar hafi aldrei staðíð nær þjóðar-
gjaldþroti? Heldur ráðherrann e.t.v.
að slíkar yfirlýsingar hafi engin
áhrif á lánstraust þjóðarinnar, sem
byggt hefur verið upp með miklu
erfiði á löngum tíma? Á nýlegri
ráðstefnu Iðnaðarbankans fyrir er-
lenda bankamenn kom glöggt í ljós
hver árangur hefur náðst í því
starfi. Sárgrætilegt er að sjá því
verki stefnt í voða með ábyrgðar-
lausu blaðri forsætisráðherra.
Lítilsvirðing við OECD
Forsætisráðherra fer hörðum
orðum um skýrslu Efnahags- og
framfarastofnunarinnar, OECD,
um íslensk efnahagsmál, sem birt
var í vikunni. Hvaða áhrif skyldi
það hafa hjá OECD og öðrum al-
þjóðastofnunum þegar forsætisráð-
herra lýsir því yfir að sérfræðingar
stofnunarinnar hafi í skýrslu sinni
aðeins birt „þýðingar á tillögum og
skýrslum sem eru ritaðar í kerfínu
hér heima af mönnum sem fylgja
allt annarri stefnu á þessu sviði en
ríkisstjórnin", eins og ráðherrann
segir í Tímanum 17. þ.m.?
Heldur einhver að það fari fram-
hjá þessum aðilum, þegar
Steingrímur Hermannsson lýsir því
jafnframt yfir með fyrirlitningu að
hann „nenni ekki að lesa þessa
skýrslu“?
Auðvitað skiptir engu hvaða álit
einhver Steingrímur Hermannsson
hér uppi á íslandi hefur á vinnu-
brögðum sérfræðinga OECD, en
það skiptir óneitanlega nokkru hvað
forsætisráðherra íslands lætur hafa
eftir sér um þessi mál. En það er
ekki von að maður sem nýkominn
er niður úr „fílabeinstumi" í-ut-
anríkisráðuneytinu, eins og hann
sjálfur lýsir störfum þar, botni neitt
í því.
Ummæli forsætisráðherra um
OECD-skýrsluna verða enn lúalegri
þegar þess er gætt, að Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra í ríkisstjórn
Steingríms situr nú í forsæti í ráð-
herraráðí stofnunarinnar og mun
stjóma næsta ráðherrafundi henn-
ar, sem haldinn verður að vori. En
forsætisráðherra kippir sér ekki upp
við það, þótt hann komi viðskipta-
ráðherra sínum í vandræði með
blaðrinu, fyrst efni skýrslunnar er
honum á móti skapi.
Fagleg umQöllun
Sannleikurinn er sá að í skýrslu
sérfræðinga OECD er bent á ýmsar
staðreyndir um íslensk efnahags-
mál og komið með margar gagnleg-
ar ábendingar um hvemig þau
megi færa til betri vegar. Auðvitað
falla slíkar ábendingar ekki í kram-
ið hjá manni sem ber ábyrgð á því
að færa efnahagsstjórn hér á landi
aftur á fomeskjulegt millifærslu-
stig, sem hvergi þekkist með vest-
rænum þjóðum. Það er kannski
ekkert skrítið þótt honum sámi,
þegar óháðir aðilar gera faglegar
athugasemdir við slíkt rugl.
Það er hlutverk aðila eins og
OECD að gera úttek á borð við
þessa og ef það er skoðun forsætis-
ráðherra að Islendingar hafi ekki
lengur gagn af slíkri vinnu ætti
hann að beita sér fyrir úrsögn ís-
lands úr stofnuninni.
Eg mun leggja fram fyrirspurn
á Alþingi um hvemig viðskiptaráð-
herra, sem fer með hina formlegu
aðild að OECD, hyggst bregðast
við niðurlægjandi ummælum for-
sætisráðherra um þessa stofnun.
Eg mun einnig spyija viðskiptaráð-
herra um það, hvort hann hyggist
kanna áhrif ummæla forsætisráð-
herra um yfirvofandi þjóðargjald-
þrot á lánstraust íslands erlendis.
Það mætti einnig spyija við-
skiptaráðherra um það hvort hann
sé sammála því sem fram kom hjá
forsætisráðherra á aukafundi SH,
að „gengið sé eflaust rangt skráð“
og þá hve mikil leiðréttingin þyrfti
að vera.
Eðlilegast er þó að viðskiptaráð-
herra og aðrir ráðherrar Álþýðu-
flokksins spyiji sjálfa sig hve lengi
þeir ætla að láta þessa endaleysu
yfir sig ganga. Á að láta blaðrið í
Steingrími gera endanlega út af við
allt traust sem þjóðin hefur áunnið
sér á erlendum lánamörkuðum og
hjá alþjóðlegum efnahagsstofnun-
um? Hér þarf að grípa til rösklegra
björgunaraðgerða líkt og þegar ut-
anríkisráðherra leiðrétti mistök
Steingríms á Allsheijarþingi Sam-
einuðu þjóðanna og kom { veg fyrir
frékari álitshnekki íslands á þeim
vettvangi.
Höfundur er einn afalþingis-
mönnum SjálfstæðisOokks í
Reykjavík.
Geir H. Haarde
„Ummæli forsætisráð-
herra um OECD-skýrsl-
una verða enn lúalegri
þegar þess er gætt, að
Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra í ríkis-
stjórn Steingríms situr
nú í forsæti í ráðherra-
ráði stofnunarinnar og"
mun stjórna næsta ráð-
herrafúndi hennar, sem
haldinn verður að vori.
En forsætisráðherra
kippir sér ekki upp við
það, þótt hann komi við-
skiptaráðherra sínum í
vandræði með blaðrinu,
fyrst efni skýrslunnar
er honum á móti skapi.“
Kvennaathvarfið;
1,5 milljón vantar til
að endar nái saman
REKSTUR Kvennaathvarfsins
stendur nú höllum fæti, og vant-
ar 1,5 milljón upp á að hægt
verði að halda rekstrinum áfram
til áramóta. Öllu starfsfólki hef-
ur verið sagt upp störfum frá
áramótum, og ef ekkert verður
að gert verður starfseminni þá
hætt. Samtök um kvennaathvarf
munu efiia til fjáröflunar-
skemmtunar í byijun desember
í þeim tilgangi að Qármagna það
sem upp á vantar á þessu ári.
„Við í Samtökum um kvennaat-
hvarf höfum hingað til ekki litið svo
á að það væri einkamál okkar að
halda þessari starfsemi gangandi,
og talið eðlilegt að ríki og sveitarfé-
lög tryggðu rekstrargrundvöllinn,"
sagði Jenný Anna Baldursdóttir,
sem sæti á í framkvæmdanefnd
Samtaka um kvennaathvarf, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Þar sem nú
blasir ekki við annað en lokun at-
hvarfsins, þá munum við efla til
fjáröflunarskemmtunar á Hótel ís-
land 4. desember næstkomandi, og
hafa fjölmargir listamenn sam-
þykkt að koma þar fram endur-
gjaldslaust. Með þessu er ætlunin
að bjarga þessu fyrir horn í þetta
skiptið, en við vonum sannarlega
að ekki þurfi að koma til slíkra
aðgerða í framtíðinni."
Rekstrarkostnaður Kvennaat-
hvarfsins á þessu ári er áætlaður
12,5 milljónir króna, og stendur
ríkið undir 70% af rekstrinum. Leit-
að hefur verið til allra sveitarfélaga
á landinu varðandi það sem á vant-
ar, og hafa sum þeirra ekki borgað
neitt, og önnur alveg neitað að taka
þátt í rekstrinum. Um 70% þeirra
kvenna sem til athvarfsins leita eru
frá Reykjavík, og var því sótt um
2,8 milljóna króna styrk frá
Reykjavíkurborg. Þaðan fékkst 1,8
milljón króna Q'árveiting.
„Helstu ástæðumar fyrir erfiðri
ijárhagsstöðu athvarfsins eru þær
að minna fékkst frá Reykjavíkur-
borg en sótt var um, og einnig að
kostnaðarauki varð vegna fjölgunar
starfsfólks á árinu. Það er vissulega
hryggilegt að standa frammi fyrir
því að þurfa að leggja niður starf-
semina vegna ekki hærri upphæðar
sem vantar til að endar nái saman.
Við höfum orðið varar við mikinn
velvilja almennings í þessu máli,
og hefur fólk á öllum aldri haft
samband við okkur og lýst yfir
stuðningi sínum. Það er greinilegt
að því er ekki sama um framtíð
Kvennaathvarfsins,“ sagði Jenný
Anna Baldursdóttir.
Kjarvalsstaðir:
Sýning um
Miklatún
Náttúruverndarfélag Suðvest-
urlands gengst fyrir sýningu á
Kjarvalsstöðum 19.—26. nóvem-
ber 1988 á verkefhum kennara-
nema um Miklatún og nágrenni.
Sýningin er nefnd Miklatún —
Klambratún og tekur til sögu, um-
hverfis og mannlífs á Miklatúni.
Sýndar eru teikningar, skipu-
lagsuppdrættir og gamlar ljós-
myndir. Verkefnin eru liður í um-
hverfisfræðslu í kennaranámi.
(Fréttatilkynning)
PARKETFRÉTTIR PARKETFRÉTTIR
PARKETgólfsf.
flytur í nytt húsnæði
þann 19. nóvember
að Skútuvogi 11.
Af því tilefni höfum við opið
alla helgina og kynnum vörur
okkar og þjónustu.
Við bjóðum:
• Yfir 60 tegundir af gegnheilu
parketi.
• Yfir 20 tegundir af fijótandi
parketi.
• Gegnheilir gólflistar í ýmsum
viðartegundum.
• Parketlökk.
• Parket-slípivélar til leigu
og sölu.
• Parketlím fyrir allar gerðir
parkets.
• Lagningu og viðhald parketgólfa.
VERIÐ VELKOMIN
OPIÐ ALLA HELGINA!
PABKETgólfsf
/
PARKETFRÉTTIR PARKETFRÉTTIR