Morgunblaðið - 19.11.1988, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988
Atvinnulíf landsins
að lenda í þrengingnm
- segir Jóhann J. Ólafeson formaður Verslunarráðsins
„ÉG skil mjög vel sjónarmið
forystumanna sjávarútvegsins
enda er allt atvinnulíf landsins
að lenda í miklum þrenging-
um,“ sagði Jóhann J. Ólafsson
formaður Verslunarráðs ís-
lands þegar leitað var álits hans
á samþykktum félagsfúndar
Sölumiðstöðvar hraðfrystihú-
sanna.
Jóhann sagði að verið væri að
ræða þessi mál í Verslunarráðinu
og myndu forystumenn ráðsins
óska fljótlega eftir fundi með
stjómvöldum til að koma sjónar-
miðum þess á framfæri. í ályktun
SH er rætt um leiðréttingu á gengi
jafnhliða ströngum hliðaraðgerð-
um. Jóhann vildi ekki tjá sig um
þetta nú, þar sem miklar umræður
um gengismál í flölmiðlum væru
óheppilegar.
Ráðstefiia um menntamál
HIÐ íslenska kennarafélag og
Svæðisfélag Reykjavíkur og
nágrennis halda ráðstefhu í
dag, laugardag, sem þau kalla:
„Á að gera alla að stúdentum.
Að erindunum loknumverða
umræður og fyrirspumir.
Ráðsteftian verður haldin að Borg-
artúni 6 frá klukkan 13:30 til 17.
Erindi flytja: Benedikt Sigurðsson
skólastjóri, Halldór Guðjónsson
kennslustjóri, Helga Sigutjóns-
dóttir námsráðgjafi.Ingjaldur
Hannibalsson forstjóri og Ingvar
Ásmundsson skólameistari.
INNLEN-T
Morgunblaðið/Bjami
Myndin var tekin meðan á flutningi tónverks Atla Heimis stóð. Flytjendur voru: Pétur Grétarsson,
Sigurður Snorrason, Martial Nardeau, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir.
Sýning Kjuregej Alexöndru:
Lesið úr leikriti eftir Magnús Jónsson
I dag kl. 15.00 munu Eyvindur
Erlendsson og Karl Guðmunds-
son lesa úr leikriti eftir Magnús
Jónsson, sem nefhist Fijálst
framtak Steinars Ólafssonar í
veröldinni, á myndlistarsýn-
ingu Kjurgej Alexöndru, sem
tileinkuð er minningu höfimd-
arins.
Svavar Gestsson, menntamála-
ráðherra opnaði sýninguna í gær
og hann og Hallveig Thorlacius
minntust Magnúsar Jónssonar.
Þá var flutt tónverk eftir Atla
Heimi Sveinsson, sem tileinkað
er minningu Magnúsar.
Sýning Kjurgej Alexöndru verð-
ur opnuð kl. 14.00 í dag. Á morg-
un , sunnudag, verður leiklestur
á leikriti Magnúsar Jónssonar,
Ég er afi minn undir leikstjóm
Brynju Benediktsdóttur. Leikrit
þetta var sýnt á vegum Grímu
árið 1967. Allir sömu leikarar og
tóku þátt f sýningu þess þá lesa
það nú..
Nýju stæðin
fylltuststrax
Morgunblaðið/Sverrir
400 ný bílastæði hafa verið tekin í notkun við Kringluna í
Reykjavík. Strax fyrsta daginn fylltust stæðin og að sögn forr-
áðamanna Kringlunnar voru ÖU 1600 stæðin við verzlunarmið-
stöðina I notkun s.l. laugardag.
Aðalfiindur Landssambands íslenskra útvegsmanna:
Rekstrargrundvöllur sjávar-
útvegsins verði leiðréttur
AÐALFUNDUR Landssambands islenskra útvegsmanna krefst þess
að rekstrargrundvöUur sjávarútvegsins verði leiðréttur og hafist
verði handa um þá uppstokkun í þjóðfélaginu sem nauðsynleg er til
að hægt verði að spyrna við ört vaxandi tilkostnaði í landinu, segir
meðal annars í ályktun sem fimdurinn samþykkti í gær, föstudag.
Krisfján Ragnarsson var endurkjörinn formaður LÍÚ á fundinum. í
aðalstjóm vom kosnir Finnur Jónsson frá Stykkishólmi, Ingimar
HaUdórsson frá Súðavfk, Pétur Stefánsson frá Reykjavík, Sverrir
Leósson frá Akureyri og Gunnlaugur Karlsson frá Keflavík.
í ályktunum aðalfundar LÍÚ seg- tapi. Fjöldi fyrirtækja hefur orðið
ír einnig, meðal annars: Afkoma
sjávarútvegsins hefur versnað til
muna á þessu ári í kjölfar minnk-
andi afla og lækkaðs afurðaverðs
og nú er svo komið að atvinnugrein-
in í heild er rekin með verulegu
Athugasemd vegna fi*éttar
RAGNAR Kjartansson, fyrrum
stjómarformaður Hafskips og
Reykvískrar endurtryggingar,
viU koma eftirfarandi á fram-
færi vegna fréttar á blaðsíðu tvö
f blaðinu $ gær:
„í frétt í Morgunblaðinu 18.
þessa mánaðar er vfsað til greinar-
gerðar bústjóra þrotabús Hafskips
h/f fyrir Borgardómi um meintar
óeðlilegar greiðslur til Reykvískrar
endurtryggingar sumar og haust
1985. Reyndar tengt algjörlega
óskyldu máli, það er uppgjöri á
gámatryggingum, sér í lagi eftir
gjaldþrot Hafskips. Það sem gerir
þennan málflutning bústjórans vill-
andi, ef ekki vísvitandi blekkjandi,
er sú staðreynd að bústjómin sjálf
og endurskoðandi þeirra hafði
tveimur og hálfu ári áður veit upp
hverjum steini í viðskiptum þessara
tveggja fyrirtækja og sáu þá engin
efni til að krefjast ógildingar vegna
greiðslna sem þeir nú gera að um-
talsefni með tortryggilegum hætti.
Þá sá Hallvarður Einvarðsson
ekki ástæðu til að ákæra um þetta
atriði. Vegna hins villandi málatil-
búnaðar er rétt að vekja athygli á
eftirfarandi:
1. Á sama tíma og Hafskip
greiddi Reykvískri endurtryggingu
hluta af iðgjaldaskuld greiddi fyrir-
tækið öðrum lánadrottnum, gróft
áætlað, 700-1000 milljónir. Meint
mismunun eða að aðrir' hafi ekki
fengið greitt er ámælisverð rang-
færsla.
2. Endumýjunartímabil skipa-
trygginga var 1. október ár hvert
en reglubundnar greiðslur hófust í
júlí-ágúst. Iðgjaldaskuldir varð að
lækka veruiega áður en nýtt tíma-
bil gekk í garð ella gat Hafskip átt
á hættu að vera með ótryggð skip
í hafi og geta menn sjáifir dregið
ályktanir af afleiðingum þess og
ásökunum, sem af því hefðu leitt.
3. Sumarið 1985 var staðið
frammi fyrir tveimur tryggingatil-
boðum og reyndist tilboð breska
markaðarins vera 93% hærra en
þess franska, sem tryggði skip fé-
lagsins. Hér var því mikið í húfi
fyrir fyrirtækið enda gjaldþrot ekki
á dagskrá þetta síðsumar.
4. Reykvísk endurtrygging var
umboðsaðili franskra endurtryggj-
enda og skuldin var því fyrst og
fremst við þá en eingöngu fræðileg
gagnvart Reykvískri endurtrygg-
mgu.
5. Hluti greiðslna til Reykvískrar
endurtryggingar á þessum tíma var
vegna útlagðs skipaviðgerðakostn-
aðar frá því fyrr a'árinu og kom
skipaiðgjöldum ekkert við enda
hafði Reykvísk endurtrygging
nokkru áður fengið athugasemdir
frá Tryggingaeftirlitinu vegna
skuldastöðu Hafskips.
6. Þrátt fyrir tilraunir til útúr-
snúninga skuldaði Hafskip Reyk-
vískri endurtryggingu um 232 þús-
und bandaríkjadali á endumýjunar-
degi skipatrygginganna, 1. október,
1985. A sama tíma árið áður var
skuldin ekki hærri en 17 þúsund
bandaríkjadalir. Það, sem hefur
ruglað suma í ríminu eftir gjald-
þrotið, voru útistandandi og óupp-
gerð skipatjón, sem komu greiðslu
skipatrygginga ekki við. Þau geta
aðeins komið til skuldajöfnunar eða
greiðslu eftir að tjón hefur endan-
lega verið metið og jafnvel síðbúin
viðgerð farið fram oft löngu eftir
að hið meinta tjón hefur átt sér stað.
í þessu máli hafa menn því verið
að reyna að leggja saman epli og
appelsínur og því er ekki nema von
að útkoman hafí verið ruglingsleg."
fyrir miklum áföllum og við mörg-
um blasir rekstrarstöðvun. í því
góðæri, sem ríkti síðastliðin ár, var
haldið þannig á málum að afrakst-
urinn var tekinn af sjávarútvegin-
um með því að halda föstu gengi
meðan hömlulausar innlendar
kostnaðarhækkanir viðgengust, svo
sem verð á þjónustu banka, iðnaðar-
manna og olíufélaga.
Nú, þegar sjávarútvegurinn þarf
að mæta óhagstæðum ytri skilyrð-
um um tíma, er ekkert eftir í fyrir-
tækjunum til að brúa bilið. Fjár-
magnskostnaður hefur farið úr
böndum og engin von er til þess
að fyrirtæki geti staðið undir þeirri
vaxtabyrði sem krafa er gerð um.
Ekkert hefur miðað í því að gera
bankakerfið ódýrara og hagkvæm-
ara.
Aðalfundurinn styður þá stefnu
sem mótuð hefur verið í hvalveiði-
málum okkar íslendinga. Fundur-
inn telur að halda eigi fast við nú-
gildandi reglur varðandi endumýj-
un fiskiskipa og ný skip fái aðeins
veiðiheimildir eldri skipa. Til þess
að kvótakerfið geti stuðlað að hag-
kvæmni í rekstri skipa verða fram-
salsheimildir á kvóta að vera rúm-
ar, eins og verið hefur. Fundurinn
samþykkir að sett verði hámark á
grálúðuafla þeirra togara sem velja
sóknarmark til samræmis við þau
skip sem velja aflamark.
Ákvörðun um afla-
samdrátt samþykkt
Fundurinn hafnar alfarið þeim
hugmyndum, sem fram hafa komið,
að stjómvöld selji þeim réttinn til
fiskveiða sem hæst bjóða hveiju
sinni. Aðalfundurinn er samþykkur
ákvörðun sjávarútvegsráðherra um
nauðsyn þess að aflamagn ein-
stakra fisktegunda verði minna á
næsta ári en þessu ári með tilliti
til hins slæma ástands fískistofn-
ánna. Fundurinn telur að sömu regl-
ur eigi að gilda um úthlutun veiði-
heimilda á næsta ári og á þessu
ári og minnkun veiðiheimilda verði
hlutfallsleg hjá öllum sem höfðu
veiðileyfí árið 1988.
Ástæður fyrir útflutningi á
ísvörðum físki eru einkum þær að
hagstætt verð hefur fengist á er-
lendum mörkuðum að undanfömu
á sama tíma og verð á frystum og
söltuðum físki hefur lækkað. Þá
miklu ásókn, sem hefur verið í ís-
fískútflutning að undanfömu, má
einkum rekja til hinnar bágu stöðu
fískvinnslunnar í landinu. Mörg
fískvinnslufyrirtæki hafa þegar
hætt starfsemi sinni og önnur eru
í þann veginn að loka. Þetta hefur
haft í för með sér vandræði fjöl-
margra aðila við að losna við afla
skipa sinna fyrir viðunandi verð og
því hafa þeir farið út í að senda
fískinn ísvarinn á erlenda markaði.
Æskilegast er að engar hömlur
séu á útflutningi ísvarins fisks en
fylgjast verður nákvæmlega með
markaðshorfum og veita leyfi til
útflutnings í samræmi við þær
næstu 3 mánuði, reynist. það nauð-
synlegt. Innan þess tíma hljóta
stjómvöld að vera búin að átta sig
á þeirri staðreynd að fískvinnsla
landsmanna er nú öll að stöðvast
og algjör stöðvun fyrirsjáanleg á
næstu vikum verði ekkert að gert.
Þá felur fundurinn stjóm LÍÚ
að kanna hvort ekki sé rétt að koma
á fót upplýsingamiðstöð þar sem
hægt væri að fá upplýsingar um
sölur á ísvörðum fiski innanlands
og utan. Megintilgangurinn með
henni væri að draga úr hættu á
offramboði á mörkuðum og auð-
velda útgerðarmönnum að taka
ákvarðanir um hvar og hvenær
heppilegast væri að landa og selja
afla hveiju sinni.