Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988
39
Kóraltoppur
Kalanchoe blossfeldiana
Þessi fagurblómgandi og blóm-
sæla fjölæra innijurt hefur hlotið
nafnið Kóraltoppur á íslensku, en
fræðiheiti hennar er Kalanchoe
blossfeldiana. íslenska nafnið
vísar til blómanna sem eru smá-
gerð og rauð og sitja í þéttum
kvíslskúfum á stinnum og frekar
stuttum greinum. Ymsir bló-
maunnendur kannast líklega öllu
frekar við þessa blómadís undir
nafninu ástareldur, en sumar
blómaverslanir hafa notað það
nafn í kynningum sínum á jurt-
inni. En allsendis óskyld garðjurt
hefur verið skírð því nafni en sú
tilheyrir hjartagrasaætt. Hún er
fágæt mjög hér í görðum.
Kóraltoppurinn tilheyrir hellu-
hnoðraætt en nokkrir ættingjar
hans vaxa hér villtir, t.d. burni-
rót, helluhnoðri og meyjarauga,
en tvær þær fyrrnefndu eru al-
gengar í görðum. Auk þess eru
hér hinar og þessar garðjurtir og
einnig stofujurtir sem sveija sig
í ætt við kóraltoppinn. Ýmsir
kannast t.d. við iðunnartré, krans-
koll, paradísartré, gluggahnoðra
og skrúfuhnoðra, sem prýða hér
og þar innandyra. Ættkvíslar-
heitið Kalanchoe er af kínverskum
uppruna, kalan-chau-huy, en hvað
það táknar virðist ekki liggja á
lausu. Kóraltoppurinn er samt alls
ekki kínverskur, heldur á hann
uppruna sinn að rekja til Madaga-
skar, þar heldur hann sig í um-
hverfi skóga mjög hátt til fjalla.
A heimaslóðum unir hann sér
best í lífrænum jarðvegi í fremur
svölu og röku umhverfi. Jurtin
barst til Frakklands þar sem hún
blómgaðist fyrst árið 1927. Þaðan
dreifðist hún til ýmissa grasa-
garða, m.a. til Rostock í Þýska-
landi, en þar kom fræframleiðand-
inn Blossfeldt auga á hana og
ákvað að skoða hana nánar og
kanna hvort unnt væri að koma
henni á framfæri sem stofujurt.
Þetta tók langan tíma og ræktun
kóraltopps tók ekki fjörkipp fýrr
en eftir 1950. Ein meginástæða
fýrir þessu var sú að það tók tíma
að ná tökum á vaxtarhegðun
plöntunnar en kóraltoppur er
skammbirtujurt eins og krýsi og
árstíðabundin hvað varðar eðli-
lega blómgun. Reyndar er það svo
að við rannsóknir á áhrifum dag-
lengdar á vöxt og blómgun
plantna, þá hefur kóraltoppur
gegnt afar mikilvægu hlutverki í
gegnum árin, en þau störf hafa
m.a. leitt til þess að blómafram-
leiðendur geta látið hann og sitt-
hvað fleira blómgast þær hvenær
sem þeim þykir henta, með því
að trufla daglengdina. Kóraltopp-
ur er þannig myrkvaður í liðlega
3 vikur þegar hann hefur tekið
út ákveðinn vöxt, en á því tíma-
bili nýtur hann því aðeins 8-9 klst.
samfelldrar birtu á hveijum sólar-
hring. A meðan er hitanum haldið
á bilinu 15-20o. Þessi aðgerð
stöðvar sprotavöxt og hvetur til
blómmyndunar. Um 10 vikum frá
því að myrkvunarskeiði lýkur, er
plantan síðan í fullum blóma.
Kóraltoppur er lágvaxinn og
runnakenndur í vexti, með þykk-
um og allkjötkenndum gagnstæð-
um blöðum, enda hálfgildings
þykkblöðungur. Blöð eru gróf-
tennt, dökkgræn og gljáandi.
Þróttmiklar plöntur mynda ijölda
blómstöngla sem hyljast fínlegum
blómum. Upphaflegur litur blóma
var rauður en með kynbótum og
blöndun kynja hefur tekist að laða
fram ljómandi litadýrð: rauðgula,
gula, bleika og blábleika liti. Jurt-
inni er ýmist fjölgað með sáningu
eða sprotagræðlingum. Fræið er
afar smátt. í einu grammi eru
60-80.000 korn. Kóraltoppur get-
ur staðið í blóma hátt í 2 mán.
sé honum sýnd nægileg um-
hyggja. Hann þarf vel bjartan
stað en samt ekki alltof hlýjan,
síst af öllu á þeim tíma árs þegar
ljósskilyrði eru léleg, því þá dofn-
ar mjög fljótlega yfir hinum skæru
litum hans. Forðist því að hafa
hann í námunda við ofna. Það
þarf að vökva gætilega, sérstak-
lega þarf að sýna aðgætni á vet-
uma. Lofa þá mold að þorna tölu-
vert milli þess að vökvað er. Kóral-
toppur í fullum blóma þarf þó oft
dijúgan vatnsdreitil, ekki síst að
sumarlagi.
Óli Valur Hansson
Af norðlenzkum frí-
merkj asöfhurum
Tákn kaupmannamarkaðarins Frimærker i Forum.
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Á Húsavík er Frímerkjaklúbbur-
inn Askja, sem hefur verið eitt virk-
asta félag safnara utan Reykjavík-
ur. Formaður klúbbsins er Eiður
Ámason. Þar hafa að sögn hans
verið haldnir tveir fundir og var
hinn síðari haldinn í þessari viku.
Hittast þeir félagar heima hjá Óla
Kristinssyni að Höfðabrekku 11 á
Húsavík. Allt fer þar fram með
venjulegu fundarsniði og umræðum
um frímerki og stimpla, og svo að
sjálfsögðu frímerkjaskipti, þegar
þeim verður við komið. Félags-
mönnum fjölgar lítið, en þeir em
núna 16. Bergsteinn Karlsson er
gjaldkeri klúbbsins og Eysteinn
Hallgrímsson ritari.
Eiður lét í samtali við mig í ljós
mikla ánægju yfir því, að þeir
Öskjumenn hefðu fengið 50 þúsund
krónur við úthlutun úr Frímerkja-
og póstsögusjóði. Sagði hann, að
þeir myndu nota það fé til þess að
útbreiða söfnun meðal unglinga á
Húsavík og sveitum þar í kring.
Þeir em eins og áður með unglinga-
starf á Húsavík og eins í Lauga-
skóla. Hinu sagðist Eiður ekki get-
að neitað, að nokkuð erfitt væri að
halda þessu starfí uppi, því að ungl-
ingar tækju þar nyrðra ekki síður
en annars staðar þátt í alls konar
félaga- og klúbbastarfi. Mætti
segja, að öll kvöld væm þannig
ásetin hjá þeim. Engu að síður var
Eiður bjartsýnn um árangur í starfi
þeirra Öskjumanna við að kynna
og efla frímerkjasöfnun þar norður
frá.
Á Dalvík og í nærsveitum hennar
starfar Frímerkjaklúbburinn Akka
og hefur gert um allmörg ár. Núver-
andi formaður klúbbsins er Sveinn
Jónsson á Ytra-Kálfsskinni. Hann
hefur greint mér frá því, að á þessu
hausti hafi verið haldnir þrír fund-
ir. Þeir em þannig komnir vel af
stað. Fundir em haldnir til skiptis
heima hjá félögunum, sem nú em
ellefu. Fundi sækja að jafnaði átta
félagsmenn, og miðað við félaga-
tölu þætti það afburðafundarsókn
hér á höfuðborgarsvæðinu. Sveinn
segir, að allir hlakki mjög til hvers
fundar, enda er mjög góður andi í
félaginu. Um leið og þeir sitja og
rabba saman um frímerki sín og
söfnun, þiggja þeir kaffí og góðar
veitingar á fundarstaðnum. Á
Dalvík hittust þeir síðast í safn-
húsinu Hvoli,_ en þar ræður ríkjum
Kristján Ölafsson, höfundur
byggðasafnsins, sem einnig er mjög
ötull félagi í klúbbnum. Sveinn seg-
ir mér, að unnið sé að því, að Akka
fái fastan samastað fyrir starfsemi
sína og eigur að Melbrún 2 í Ár-
skógsstrandarhreppi. Klúbburinn
hlaut 50 þúsund króna styrk úr
Frímerkja- og póstsögusjóði, og
munu félagsmenn nota hann að ein-
hveiju leyti til æskulýðsstarfsemi í
Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og
Húsabakkaskóla. Hafa þegar um
20 nemendur á Dalvík sýnt áhuga
á þátttöku í starfí klúbbsins til að
kynna og efla frímerkjasöfnun með-
al unglinga. Eins er von á þátttöku
nemenda í hinum skólunum. Sveinn
segir, að þeir félagar hafi mikinn
áhuga á að kanna og semja póst-
sögu Eyjafjarðar, og eru þeir aðeins
farnir að draga að sér efni í hana.
Loks sagði Sveinn, að á næstunni
væri fyrirhuguð ferð félagsmanna
til Húsavíkur til þess að endurgjalda
Öskjumönnum þar norður frá heim-
sókn þeirra til Dalvíkur í fyrra. Tók
Sveinn sérstaklega fram í rabbi við
mig, að slíkar ferðir væru nauðsyn-
legar og um leið gagnlegar, því að
alltaf færu fram einhver skipti á
frímerkjum og öðru frímerkjaefr.i,
um leið og setið væri og rætt um
sameiginleg hugðarefni.
Ekki hef ég haft spurnir af starf-
semi frímerkjasafnara á Akureyri,
en vonast hins vegar til að geta
sagt eitthvað frá henni í næsta
þætti.
í þætti fyrir skemmstu var vikið
örlítið að kaupmannamarkaði, Fri-
mærker i Forum, sem þá stóð fyrir
dyrum í Kaupmannahöfn. Að því
er ég bezt veit voru þar tveir
íslenzkir frímerkjakaupmenn, Finn-
ur Kolbeinsson og Magni R. Magn-
ússon. Hafði Magni vakið athygli
mína á þessum markaði. Þegar
Magni var aftur kominn heim, lét
hann þættinum í té nokkrar upplýs-
ingar um þennan markað og það,
sem þar fór fram. Ekki er ósenni-
legt, að einhveijum þyki forvitnilegt
að vita, hvað þar gerðist. Gestir
urðu alls um 17.500 þá fjóra daga,
sem markaðurinn stóð. Segir
Magni, að ástæðan fyrir þessari
miklu aðsókn hafi verið talin sú,
að aðgangur var ókeypis. Ég hygg,
að þessi skýring sé hárrétt. Magni
bendir á það til samanburðar, að á
sama tíma og frímerkjamarkaður-
inn stóð hafi verið haldinn mynt-
markaður, þar sem aðsókn var mjög
lítil, enda voru þar teknar 20 d. kr.
í aðgangseyri. Magni segir, að
verzlun hafi verið mikil og bæði
kaupmenn og póststjórnir verið
mjög ánægðar með söluna. Mikið
var líka gert til að auglýsa þennan
markað. M. a. var skemmtilegu
auglýsingablaði í stóru broti með
greinum og myndum af frímerkjum
dreift inn á flest heimili í Kaup-
mannahöfn. Var upplag blaðsins
90 þúsund eintök. Af þessu má sjá,
að danskir kaupmenn hafa unnið
hér dyggilega að til þess að örva
menn til að koma á markaðinn,
enda segir Magni, að þar hafi mátt
gera mjög góð kaup. Þarna voru
kaupmenn með frímerki, umslög
og kort til sölu. Eins og margur
veit, hefur Magni á liðnum árum
keypt mikið af gömlum íslenzkum
póstkortum erlendis og á þann hátt
bjargað aftur inn í landið mörgum
fágætum kortum frá því fyrir og
um síðustu aldamót. Hefur þetta
dregið marga kortasafnara dijúgt,
en þeir eru einmitt þó nokkrir
frímerkjasafnararnir um leið. Er
þetta eins konar hliðargrein í söfn-
un þeirra. Loks segir Magni, að
fyrstu 1000 börnin, sem komu á
markaðinn, hafi fengið gefins
frímerki. Þá stóð frægur teiknari,
sem vinsæll er í sjónvarpinu danska,
fyrir samkeppni milli ungra gesta.
Voru þeir látnir gera tillögur að
nýjum frímerkjum, og í lok hvers
dags var úthlutað verðlaunum fyrir
beztu myndina. Vera má, að síðar
verði örlítið minnzt á auglýsinga-
blað Frimærker i Forum.
í síðasta þætti var sagt nokkuð
frá starfsemi frímerkjasafnara á
höfuðborgarsvæðinu, og var þar að
mestu stuðzt við viðtöl við formenn
þeirra tveggja félaga eða klúbba,
sem hér starfa. Ein missögn slædd-
ist þar inn, sem ég vil leiðrétta,
enda þótt ég eigi tæplega von á,
að hún hafi getað valdið misskiln-
ingi. Þar sagði, að næsti fundur í
Félagi frímerkjasafnara yrði hald-
inn 25. þ. m., en hið rétta er hinn
24. nóv., enda er það fimmtudagur,
hinn síðasti í þessum mánuði. Um
leið nota ég tækifærið og minni enn
á jólafund FF 9. des., sem er reynd-
ar föstudagur.