Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 5

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 5 Norsk-íslenzki síldarstofiiinn: Sfldin hyrjuð að ganga út úr norskri lögsögu Gæti þýtt sumarveiðar hér innan fárra ára Norsk-íslenzki sOdarstofiiinn er nú byijaður að ganga út úr norsku lögsögunni, en það hefiir ekki gerzt í um tvo áratugi eftir að stofii- inn hrundi vegna stöðugrar ofveiði í lok sjöunda áratugarins. Þetta getur því þýtt að möguleikar okkar á veiði úr þessum stofiii verði raunhæfir innan nokkurra ára. Á fundi Alþjóða hafrannsóknar- áðsins í haust lögðu Norðmenn fram skýrslu, þar sem sagt var að síldin hefði gengið um 150 mílur norð- vestur frá Noregi. Á fundi ráðsins í síðustu viku í London kom fram ■ hjá Sovétmönnum að síldin hefði verið komin mun lengra í áttina til okkar og út fyrir norsku lögsöguna suður af Jan-Mayen. Jakob Jakobsson, forstjóri Haf- rannsóknastofnunar, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að svona langt hefði síldin ekki gengið í 18 ár. Hún væri sem sagt komin hálfa leiðina. Þessi sfld hefði verið úr árgangnum frá 1983, sem væri sterkasti árgangurinn í langan tíma. í gamla daga hefði reglan verið sú, að því eldri sem sfldin hefði verið, þeim mun lengra til okkar hefði hún gengið. Norður- landssfldin hefði til dæmis að jafn- aði verið um 10 ára gömul. Líkur á sumarsíldveiði hefði nú aukist um helming, en illa hefði gengið hjá Norðmönnum að ná stofninum upp. Stofninn væri nú talinn um 1,4 milljónir tonna, en árangamir frá 84 til 87 væm lélegir og því yxi stofninn ekki næstu fjögur árin. Klak þessarar 5 ára sfldar hefði heppnazt vel og yrði árgangur þessa árs því hugsanlega góður. Jakob sagði, að ekki mætti vænta mikillar veiði úr þessum stofni á allra næstu ámm, en þessi tíðindi bættu vemlega stöðu okkar í samn- ingum um uppbyggingu stofnsins. Nú gætu Norðmenn ekki skákað í því skjólinu að sfldin héldi sig alltaf innan norskrar lögsögu. „Mér létti mjög mikið, þegar þessi sovézka skýrsla var birt,“ sagði Jakob. „Mikið vatn á eftir að renna til .sjáv- ar áður en sumarveiði gæti hafizt hér. Hins vegar er síldin komin inn á alþjóðlegt veiðisvæði og ekki vitað hvort einhveijar þjóðir nýta sér það. Alþjóðlega hafrannsóknaráðið hefur undanfarin ár gefið út afla- kvóta á norsk-íslenzku sfldina, sem Norðmenn hafa eignað sér sjálfír. Sú staða er nú breytt," sagði Jakob. Morxunblaðið/Ágúst Blöndal Víðir Friðgeirsson skipstjóri um borð i Sif. Síldveiðar: 900 lestir í tveim köstum Neskaupstað. Sildarbáturinn Sif frá Stykk- ishólmi fékk um 900 lestir af sflid á tveimur dögum i tveimur köstum i Mjóafirði. Áhöfnin á Sif hefur þó ekki nýtt sjálf nema um 230 lestir af þessum afla en gefíð 6 öðmm bátum úr nótinni. Sif hefur að mestu landað afla sínum hjá Sfldarvinnslunni til frystingar. Skipstjóri á Sif er Víðir Frið- geirsson. - Ágúst Lfí Stöð 2: Jón Sigurðs- son nýr fram- kvæmdastjóri BREYTINGAR hafa verið gerðar á starfsliði Stöðvar 2 og stjóm íslenska sjónvarpsfélagsins hf., sem rekur Stöð 2, og hafa þær þegar tekið gildi að öðru leyti en því að Jón Sigurðsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri íslensks markaðar og Miklagarðs, tekur formlega við stöðu framkvæmda- stjóra Qármála stöðvarinnar 1. desember næstkomandi. Ólafur H. Jónsson er nú aðstoðar- sjónvarpsstjóri en hann var fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Þá hef- ur Sigurður Kolbeinsson verið ráðinn framkvæmdastjóri þróunarsviðs en hann var fjármálastjóri stöðvarinnar. Fjölgað var í stjóm íslenska sjón- varpsfélagsins úr þremur aðalmönn- um og tveimur varamönnum í sjö aðalmenn. Hans Kristján Ámason, viðskiptafræðingur, er nú stjórnar- formaður í stað Jóns Óttars Ragnars- sonar sjónvarpsstjóra. Aðrir í stjóm eru Ólafur H. Jónsson viðskiptafræð- ingur og aðstoðarsjónvarpsstjóri, Jón Óttar Ragnarsson, Björg Ellingsen, Jónas A. Aðalsteinsson hrl., Páll G. Jónsson forstjóri og Jón Ingvar Páls- son hdl. Framkvæmdastjóm annast dag- legan rekstur íslenska sjónvarps- félagsins í umboði stjómar. Fram- kvæmdastjómina skipa Jón Óttar Ragnarsson, Ólafur H. Jónsson og Jón Sigurðsson. lÉ,: ROKIN £RU STERK MEÐ MOBIRA TALKMAN Háþróaður aukabúnaður gerir hann að miklu meira en farsíma! 'wsMlmík. m.. Símsvari Símsvarann má tengja við farsímann og þannig kemurðu skilaboðum til þeirra sem hringja-og þeirtilþín. Handfrjáls notkun Möguleikinn á handfrjálsri notkun ertil aukinna þæginda og öryggis fyrir ökumenn. Þannig ertalað ||,v í Mobira Talkman farsímann með báðar hendur á stýri. jlf 4 Í , Sendingarlás fyrir trúnaðarmál m , mmn • • Oll duflin rússnesk f FRÉTT Morgunblaðsins um fjölgnn rússneskra hlustunardufla hér við land var sagt að alls hefðu 15 slík fundist frá árinu 1982 og 11 af öðru þjóðerni. Hið rétta er að fúndist hafa 15 dufl af einni ákveðinni tegund rússneskri og 11 annarar gerðar, sem einnig eru rússnesk. Sendingarlásinn tryggir algjört öryggi þegarfarið er með trúnaðarmál í Mobira Talkman farsímanum. Hann breytir hljóðbylgjum talmálsins í rafsóna sem síðan eru aftur settir saman í talmál á hinum endanum. Þannig geta þeir einir hlýtt á símtalið sem kunnatölulykilinn á sendingarlásnum. Mobira Talkman er ekki eins og farsímar eru flestir. Hann getur verið eins þróað samskiptakerfi og þú þarft, - og gerður til að duga sem slíkur við erfiðustu aðstæður! II 11» M-...mrnm__- ■..æ liiiXKnjnf. Ármúla 26, símar: 91 -31500 - 36700

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.