Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 23

Morgunblaðið - 29.11.1988, Síða 23
X MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 23 Veldu Kópal med gljáa við hæfi. Telur þú að næringarráðgjaf- ar þurfí að taka tillit til annarra þátta í fæði einstaklinga, sem ætla sér að neyta belgja með fisk- olíu. Til dæmis, hvort minnka þurfí neyslu plöntuolía til að fá fram jákvæðari áhrif fiskolíunn- ar? „Við vitum það ekki fyrir víst hvort við eigum að takmarka neyslu omega-6 fitusýra (úr plöntuolíum) til að fá fram fulla virkni omega-6 fitusýra (úr fiskolíum). Það eru til vísbendingar um að við fáum nóg af omega-6 fitusýrum úr fæðunni. Ef til vill ættum við að minnka neyslu omega-6 fitusýra og auka neyslu omega-3 fitusýra samsvar- andi.“ Að hvaða rannsóknum starfar þú núna? „Ég vinn með sjúklingahópa eins og stendur. Við höfum mikinn áhuga á sykursýki. Það er nokkuð flókið mál en við erum að rannsaka áhrif ofnæmisviðbragða. Svo virðist að hvítu blóðkornin hagi sér ekki eðlilega hjá sykursjúkum. Það eru til vísbendingar um að hægt sé að hafa jákvæð áhrif á þetta ástand með því að bæta fiskolíu í fæði þessara sjúklinga. Fyrsta rannsókn- in, sem við höfum nýlega lokið við bendir til þess. Ég vil þó vara við því að fullyrða um of í þessu sambandi. Það er langt frá því að við séum að lækna sykursýki. Þetta eru aðeins vísbendingar um að hægt sé að bæta starfsemi hvítra blóðkorna hjá þessum einstaklingum." Hvað með hvalkjötsneyslu. Er hvalkjöt jafii hollt og fískur í þessu tilllti? „Já, að sjálfsögðu. Ekki síður. Við megum ekki gleyma því að eskimóar borða mjög lítið af fiski. Mest af fiskfitunni kemur frá sel og selspiki. Fiskur eins og þorskur inniheldur mjög litla fitu. Aftur á móti er ég mjög mótfallinn hvalveið- um.“ Að þeim orðum sögðum lauk við- talinu þar sem næsti fýrirlestur var að hefjast. Get ekki ráðlagt fólki að taka lýsi - vegna A- og D-vítamína í því, segir danskur læknir Hér fer á efltir viðtal við Jörn Dyerberg, danskan lækni, sem vinnur að rannsóknum á fítuefn- um. Ólafúr Sigurðsson matvæla- fræðingur tók viðtalið 17. ágúst í Óðinsvéum í Danmörku á nor- rænni ráðstefiiu um næringar- fræði. „Hveijir eru svo þinir helstu lestir“? spurði danski blaðamað- urinn. Nonni gamli og börnin „Ég stenst sjaldan súkkulaði ef það er til og svo á ég til að drekka nokkur glös af rauðvíni við tæki- færi. Stundum fæ ég mér smáköku. Að öðru leyti forðast ég fitu og nota ekki smjör eða smjörlíki á brauðið. En ég tek belgi með fisk- olíu daglega." Sá sem svo samviskusamlega játar syndir sínar fyrir dönskum almenningi er enginn annar en doktor Jörn Dyerberg yfirlæknir frá Álaborg. Ætla má að flestir íslend- ingar þekki til rannsókna hans á hjarta- og æðasjúkdómum hjá Grænlendingum. Uppgötvanir Dy- erbergs og samstarfsmanna hans leiddu í ljós að það var fitan í fæði Grænlendinga, sem hafði þau áhrif að þeir fengu ekki kransæðasjúk- dóma. Má segja að djarfar kenning- ar hans um að fita gæti beinlínis lækkað tíðni ýmissa menningar- sjúkdóma hafi komið af stað um- ræðu sem stendur enn og er síður en svo lokið. Þar sem undirrituðum gafst tækifæri á að hafa tal af Dyerberg Bókmermtir Jenna Jensdóttir Örkin hans Nonna. Brian Pilkington. Iðunn 1988. Hinn þekkti myndlistarmaður Brian Pilkington sendir hér frá sér bamabók þar sem hann er bæði höfundur texta og mynda. Söguþráðurinn á sér rætur í Örk- inni hans Nóa, en er samt allsendis ólíkur. Nonni er gamall og hættur vinnu. Erill daganna í félagsskap með vinnandi fólki er að baki. Nonni situr einmana heima með Snata sínum og lætur sér leiðast. Athafna- semin lætur hann samt ekki lengi í friði. Hann fer að safna. A gönguferð- um með Snata tekur hann að safna kössum, rekatimbri og raunar öllu mögulegu dóti, sem aðrir virðast ekki hafa not fyrir. Óveður með þrumum og elding- um vekur Nonna upp um miðja nótt, þá er hann hefur sofnað út frá bókinni Orkin hans Nóa. Hugmyndir fæðast og brátt minnkar timburhlaðinn. Smíðar eru hafnar. Hús með arkarlagi verður brátt til. Nonni er ekki aldeilis einn við vinnu sína. Börnin í nágrenninu flykkjast til hans. Þau sjá honum líka fyrir dýrum þegar örkin er til- búin. Hann launar þeim með alls konar smíðisgripum sem hann býr sjálfur til. í vitund gamla mannsins leynist ótti við flóð. Dag nokkurn meðan fjölgun dýr- anna og matarþörf knýr á verður Nonni reynslunni ríkari, er gáttir himins opnast. Sólin skín á ný, og broshýr, dálítið stríðin böm eru komin til hjálpar. Nú fæðist góð hugmynd hjá Nonna. Hún verður að veruleika og Nonni gamli virðist eiga fyrir sér litríka og annasama framtíð. Best að láta lesendur kynnast því sjálfa. Um myndir hins ágæta lista- manns þarf ekki að fjölyrða. En saga hans sýnir á honum nýja hlið, sem hlýtur að gleðja. Það er létt yfir henni og hún er á góðu máli. I henni felst skilningur á vanda þess sem hættur er lífsstarfinu, en á næga orku til að vinna áfram. Samskipti Nonna og barnanna eru lýsandi þáttur um gott sam- starf þeirra elstu og yngstu í þjóð- félaginu. Þegar matarskortur og offjölgun dýranna reynast gamla manninum ofviða, finnur höfundur honum snjalla lausn sem lýtur lögmálum nútímans. Góð og sérlega falleg bók. Frá ráðstefiiunni í Óðinsvéum. Sú Qölsóttasta til þessa, hátt í 600 þátttakendur frá öllum Norðurlöndunum. á næringarfræðiráðstefnu í Óð- insvéum í ágúst síðastliðnum þótti kjörið að spyrja hann ráða um hvemig best væri að neyta fiskfitu til að hollustan nyti sín sem best. Hvemig er best að neyta fisk- fitunnar? Eigum við að taka lýs- isbelgi, lýsi eða bara að borða fisk? „Þetta er í raun næringarfræði- leg spuming. Það skiptir þó líkleg- ast ekki miklu máli hvaðan fiskfitan kemur, ef þú vilt borða fisk, fínt. Ef þú vilt taka inn lýsi þá er það einnig ágæt leið til að fá fiskfitu. Við verðum þó að gæta að því að lýsi er ekki hentugt vegna þess hve mikið er af A- og D-vítamínum í því. Ég get ekki ráðlagt fólki að taka lýsi vegna þessa. Eg get ekki, sem læknir ráðlagt fólki að taka inn tvöfaldan dagsskammt af þessum vítamínum. Heldur ráðlegg ég fisk- olíuþykkni í belgjum, sem innihalda lítið af A- og D-vítamínum. Annars er til vítamínsnautt lýsi, sem má einnig nota.“ pilu Rúllugluggatjöld pitu Sluggatjold Sudurlandsbniut 6. Simi: 91 - 8 32 15. T-Jöfóar til 11 fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.