Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 35

Morgunblaðið - 29.11.1988, Page 35
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 35 Reuter Óveður í Norður-Karólínu Mikið tjón varð þegar hvirfilbyljir geisuðu í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum i gærmorgun. Fimm manns fórust í veðurofsanum og rúmlega hundrað slösuðust. Þessi mynd var tekin í borginni Raleigh þar sem miklar skemmdir urðu á byggingum. Rúmenía: Aætlun um fækkun þorpa framkvæmd Búkarest. Reuter. NICOLAI Ceausescu, forseti Rúmeníu, sagði í gær að haldið yrði áfram að leggja niður sveitaþorp og vonaði hann að hægt yrði að reisa 550 nýjar borgir til að hýsa fólkið. Ibúar umræddra þorpa eru flestir af ungverskum stofhi og hefur áætlun Rúmeníusfjórnar um eyðingu þorpanna valdið hörðum deilum milli Rúmeníu og Ungveija- lands. I ræðu sinni, sem haldin var á þriggja daga ráðstefnu komm- únistaflokks landsins, sagði Ceausescu enn fremur að ekki kæmi til greina að minnka efnahagslega miðstýringu eða veita samtökum utan kommúnistaflokksins rétt til pólitískrar starfsemi. Ceausescu sagði að þegar væru nokkur þorpanna úr sögunni. Aætl- un rúmensku stjómarinnar hefur sætt vaxandi gagnrýni á alþjóða- vettvangi, einkum af hálfu Ung- verja, sem telja að markmið áætlun- arinnar sé að uppræta sérstöðu ungverska minnihlutans í Rúmeníu. Deilan er orðin ein af þeim erfið- ustu sem upp hafa komið milli tveggja aðildarríkja Varsjárbanda- lagsins og hafa ríkin m.a. skipst á að vísa stjórnarerindrekum á brott. Ceausescu ítrekaði þá skoðun sína að búið væri að leysa öll ágrein- ingsefni þjóðernisminnihluta í landinu og væri full samstaða um ætlunina meðal þjóðarinnar enda væri markmiðið að bæta hag íbúa sveitaþorpanna. Austur-Evrópa: Hvenær verður rúblan gjald- geng í heimsviðskiptunum? Vín. Reuter. Kommúnistaríkin í Austur-Evrópu eru nú að stíga fyrstu skrefin í þá átt að gera gjaldmiðilinn gjaldgengan í alþjóðlegum viðskiptum. Hagfræðingar telja þó, að aldamótin'verði um garð gengin áður en sovéska rúblan, tékkneska krónan og búlgarska levið verði tekin í skiptum fyrir dollara, mörk og pund. Stjórnmálaráð sovéska komm- únistaflokksins samþykkti í síðasta mánuði að stefna að því að gera rúbluna gjaldgenga og 10. nóvem- ber sl. tilkynntu Tékkar, að þeir hefðu afnumið sambandið á milli gengisskráningar krónunnar og rúblunnar. Ungverjar og Pólveijar, sem vilja uppfylla skilyrðin fyrir inngöngu í Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn, hafa stigið svipuð skref á síðustu árum en hagfræðingar segja, að Sovétmenn leggi að bandamönnum sínum að hraða ferðinni enn meir. Skortur á gjaldgengum gjaldeyri hefur verið Sovétmönnum fjötur um fót í viðskiptum þeirra við Vestur- lönd og raunar einnig við önnur Varsjárbandalagsríki en nú er hann tilfmnanlegri en nokkru sinni fyrr. Sovétmenn leggja æ meiri áherslu á að fá til sín erlent fjármagn með samstarfi við vestræn fyrirtæki en meðan þau geta ekki skipt afrakstr- inum í gjaldgenga mynt er hætt við, að áhuginn verði fremur tak- markaður. Viðskipti milli COMECON-ríkj- anna, efnahagsbandalags Austur- Evrópu, hafa hingað til farið fram í hinni svokölluðu gjaldgengu rúblu en þar sem þetta er í raun bara leikur að orðum hefur næstum ein- göngu verið um vöruskipti að ræða. Vegna þess, að Ungveijar til dæm- is hafa ekki getað fengið þær vör- ur, sem þeir vilja, fá öðrum Austur- Evrópuríkjum, hafa þeir eftir megni reynt að komast hjá viðskiptum við þau og hin ríkin senda hvert öðru lélegustu vörurnar. Það var af þeirri ástæðu, að Míkhaíl Gorbatsjov sov- étleiðtogi kallaði COMECON „ruslahaug" á júlífundi bandalags- ins. Hagfræðingar segja, að rússn- eska rúblan verði ekki gjaldgeng fyrr en efnahagsumbætur Gor- batsjovs fari að skila árangri og sovéska verðmyndunarkerfíð hafi verið tekið til endurskoðunar. Þá verði að koma til veruleg gengis- felling rúblunnar, tékknesku krón- unnar og annarra gjaldmiðla í Aust- ur-Evrópu. Opinbert gengi rúblunn- ar er 0,60 fyrir dollara en svarta- markaðsgengið er allt að tíu sinnum hærra. Forsetinn vísaði á bug hugmynd- um endurbótasinna í kommúnista- flokkum Austur-Evrópu er vilja að kommúnistaflokkamir minnki bein afskipti sín af ýmsum efnahagsleg- um og félagslegum ákvörðunum. Danmörk: Risaæxli flarlægt úr konu Jyllands-Posten. LÆKNAR á Herlev-sjúkra- húsinu i Danmörku Qar- lægðu nýlega æxli úr lifiir 42 ára gamallar konu og vó æxlið sjö kíló - sennilega það þyngsta sinnar tegundar sem um getur, að sögn dagblaðs- ins Jyllands-Posten. Konan hefur nú verið flutt á sjúkra- hús í heimabyggð sinni þar sem hún verður þar til hún hefiir náð sér. Aðgerðin stóð í átta klukku- stundir og var um að ræða svo- nefnt æðaæxli sem er góðkynja en stækki það mjög getur það þrýst á stóru holæðina er veld- ur því að blóðrennsli minnkar. Afleiðingar þess eru æðahnútar á fótleggjum, verkir og and- þrengsli ásamt öðrum óþægind- um sem stafa af því að maginn þrútnar. Konan var skorin upp við sams konar æxli árið 1975 en það hafði ekki komið í veg fyr- ir að annað æxli myndaðist. Að þessu sinni var hægri hluti lifrarinnar fjarlægður úr kon- unni ásamt æxlinu án þess að nokkuð bjátaði á. REGUMATIC -rúmiö tryggir rétta stöðu. lík- amans: Rétta sveigju á hrygg þegar legið er á hlið, og beinan hrygg þegar legið er á baki. REGUMATIC er með stillanlegu höfðalagi og hægt er að hækka það upp fyrir fæturna. Einnig er hægt að fá það fjórbrotið með sjálfstæðri still- ingu fyrir búk og fætur. Pétur Snæland, Skeifunni 8, sími 685588 REGUMATIC hentar sérstaklega vel sjúkum og öldruðum, astma-, gigtar- og hjarta- sjúklingum. REGUMATIC MIÐAST VIÐ ÞÍNAR ÞARFIR. SNÆIAND

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.