Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPTI/AIVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Fyrirtæki Kaupsamningur Þekkingar á Allt- hugbúnaði ógildur „ÞROTABÚ Allt-hugnbúnaðar er óbundið af þeim kaupsamningi sem gerður var á milK þess fyrirtækis og Þekkingar hf., og telur sig því hafa fúllan ráðstöfúnarrétt yfir öllum eignum þrotabúsins, þar með töldum öllum hugbúnaði," sagði Sigurður G. Guðjónsson hrl., en hann er bústjóri í þrotabúi Allt-hugbúnaðar. Þekking hf. er fyrirtæki sem er í eigu sömu aðila og Allt-hugbúnaður, og höfðu fyrirtækin gert kaup- samning sín á milli skömmu áður en Allt-hugbúnaður var lýst gjaldþrota. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa enn sem komið er bor- ist þijú tilboð í þrotabúið. Tilboðin eru frá íslenskri forritaþróun hf., Hugtaki hf., og eigendum og að- standendum Þekkingar hf. Hálfdán Karlsson hjá íslenskri forritaþróun sagði, að áhugi þeirra á þrotabúi Allt-hugbúnaðar byggðist á því, að þjónusta þessarra tveggja fyrirtækja væri afar eðlislík, og því myndu kaup á Allt-hugbúnaði styrkja ís- Iðnaður Leikfanga- framleiðsla á Þingeyri Þingeyri. FRÉTTAMAÐUR Morgun- blaðsins fór á stúfana til að forvitnast um starfsemi leik- fangasmiðjunnar Oldu hf. sem hóf starfsemi fyrir nokkrum árum á bjartsýninni og með aðstoð nokkurra góðra aðila. Að sögn forráðamanna fyrir- tækisins hefur starfseminni ver- ið þannig háttað að undanfömu að unnið hefur verið að leik- fangaframleiðslu hálft árið en hinn helming ársins hafa starfs- mennimir, sem hafa að meðal- tali verið 3—4, unnið að ýmsum tilfallandi verkefnum, m.a. byggingavinnu. Með þessu móti hefur tekist að halda fyrirtæk- inu gangandi en Alda hf. mun vera eina fyrirtækið sinnar teg- undar á landinu eftir því sem best er vitað. Fyrirtækið framleiðir ein- göngu leikföng úr tré og ber þar hæst dýrfirska vörubílinn Dúa sem er framleiddur í þremur gerðum, Dúi P-6, Dúi LP-10 og Dúi P-10. Einnig dúkkuvagninn Dúdú með gamla íslenska laginu og íslenska kúluspilið. í þau tæp þijú ár sem leik- fangasmiðjan Alda hefur starfað hafa verið framleidd um 3.500 eintök af vömbílnum Dúa. Er hann löngu kominn í öll hémð landsins en hveijum bíl fylgir númer að ósk kaupanda og í skoðunarvottorð er skráð nafn eigandans. Forráðamennirnir töldu að frekari vömþróun þyrfti að eiga sér stað innan fyrirtæk- isins en þar er við ramman reip að draga þar sem afl þeirra hluta sem gera skal, peninga, vantar. - Hulda DUI — Drengur að leik með vömbílinn Dúa. lenska forritaþróun og stækka við- skiptamannahópinn. „Við höfum ákveðin markmið tengd framleiðslu- magni og þjónustu. Til að ná þeim sem best þurfum við sem flesta við- skiptavini, og ef af þessum kaupum gæti orðið, væri stórt skref í þá átt að baki, sem væfi einnig öllum við- skiptavinum til hagsbóta," sagði Hálfdán. Jónas Ingi Ketilsson hjá Hugtaki hf. sagði, að í ljósi þess að Hugtak hf. hafi miðað hluta af sínum hug- búnaði við notkun samhliða Allt- hugbúnaði, auk samstarfs fyrirtækj- anna á öðram grundvelli, ætti Hug- tak beinna hagsmuna aðgæta.„Það kæmi sér augljóslega afar illa fyrir okkur ef við gætum ekki lengur treyst á tengingu framleiðslu okkar við Allt-hugbúnað. Slíkt gæti haft í för með sér óvissu í markaðssetn- ingu á lausn fyrir fiskvinnslu og útgerð sem unnin er í samvinnu við Allt-hugbúnað,“ sagði hann. Morgunblaðið/Sverrir IMY VERSLUN — Forsvarsmenn Skæm f.v. Friðþjófur Friðþjófsson umboðsmaður Solar og eigendumir Sigurbjörg Þórmundsdóttir og Þuríður Jónsdóttir. Þriðji eigandinn Susanne Heitmann var ekki viðstödd myndatökuna. Verslun Skæra með Nordisk Solar lampa SKÆRA nefnist ný verslun sem tekin er til starfa og sérhæfir sig í lýsingartækni bæði fyrir vinnustaði og heimili. Skæra er með aðsetur að Skútuvogi 11 og hefur ýmiss konar (jós og ljósa- búnað á boðstólum en þó aðallega frá danska fyrirtækinu Nordisk Solar Compagni. Að sögn forsvarsmanna Skæm hefur Nordisk Solár verið leiðandi fyrirtæki á dönskum markaði og lagt áherslu á góða hönnun, góð tæki og rétta notkun þeirra. Þegar breytt var lýsingarútreikningum frá BZ aðferð í NB lét fyrirtækið koma þessum upplýsingum í tölvutækt form og hefur Háskóli íslands á þann hátt getað notfært sér þekk- ingu Nordisk Solar. Af stærri hönnunarverkefnum sem þeir Solar-menn hafa leyst má nefnda lýsinguna í nýju flugstöðv- arbyggingunni á Kaupmannahafn- arflugvelli og meðal hönnuða sem vinna fyrir Nordisk Solar em C.F. Möller, Sten Zineh, Christian Hvidt og Ole Press Jörgensen en nýja framleiðsla Solar — Flexlampinn svonefndur er einmitt hannaður af honum. Lampar frá Solar hafa hlotið samþykki opinberra stofnana í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi auk v-þýsku VDE viðurkenningar- stofnunarinnar. Lampar frá Solar hafa einnig verið samþykktir af rafmagnsprófunardeild Rafmagn- seftirlits ríkisins hér á landi. * Utflutning’ur Mögiileiki á sölu fersks fisks til Japans opnaður Rætt við Burt Hubbs, yfirmann Evrópudeildar Flying Tigers FLUGFÉLAGIÐ Flying Tigers, sem er stærsta fragtflutningafélag í heiminum, hefúr í janúar flug til Austur-Asíu með millilendingu í Keflavík. Um er að ræða 11 ferðir í viku og hafa stjórnendur félags- ins óskað eftir leyfi til fragtflutninga um Keflavík til og frá Asíu og Evrópu sömuleiðis. Hæst ber þar möguleika á sölu ferskfisks til Japans, sem er einn stærsti fiskmarkaður í heimi, enn stærri en Bandaríkin. Flying Tigers hafa óskað eftir samvinnu við Flugleiðir vegna þessa og eru tilbúnir til að skipta flutningum á milli félag- anna, komi til samvinnu. Flugleiðamenn eru nú að íhuga þetta til- boð. Yfirmaður Evrópudeildar Flying Tigers, Burt Hubbs, var stadd- ur hér á landi fyrir skömmu og skýrði Morgunblaðinu frá fyrirætlun- um sinum. „Breytt flutningamynstur hefur gert það að verkum að við teljum mikla þörf á því að koma á nýrri áætlun milli Asíu og Evrópu eftir Pólleiðinni, sem liggur milli Asíu um Anchorage í Alaska, ísland og til Frankfurt í Þýzkalandi eða Lon- don,“ sagði Burt Hubbs. „Sam- kvæmt áætlun munum við hefja flug á þessari leið um miðjan jan- úar með 10 flug, 6 að austan og Ijögur austur, öll um Keflavík, fáist til þess leyfí. Um miðjan marz bætist svo enn eitt flug við til Asíu. (Með þessu náum við betri nýtingu úr flugflota okkar, minna álagi á áhafnir og komumst betur inn á bezta flugflutningamarkaðinn, sem nú er talinn leiðin milli Austurlanda fjær og Evrópu. Eftir að hafa tekið þessa ákvörð- un, hefur fyrirtækið að sjálfsögðu leitað fleiri möguleika á verkefnum, til dæmis með flutningi til og frá Keflavík. Sérstakan áhuga höfum við á fiskflutningum. Við höfum aflað þeirra upplýsinga hjá umboði okkar í Tókýó, að nægileg eftir- spum er eftir fiski þar eystra og vitum að íslenzkir fiskframleiðend- ur hafa áhuga á að nýta sér reglu- bundið, stöðugt og áreiðanlegt flug- félag á þessari leið. Við munum því fljúga daglega austur og fjórum sinnum í viku að austan og niður til Evrópu. Það getur komið fyrir að við fljúgum yfir ísland, leyfi aðstæður það, en bíði okkar fiskur til Japans munum við lenda og taka hann. Til þess höfum við skuld- bundið okkur. Við höfum rætt við flugmála- stjóra og ráðherra utanríkismála, samgöngumála og forsætisráðherra og fengið góðar móttökur. Við höf- um verið hvattir til að leggja fram skriflega umsókn um leyfi fyrir flutningum á þessari flugleið. Mér finnst ráðherramir og opinberir stafsmenn hafa verið mjög jákvæð- ir og vissulega hefur flug þetta í för með sé ýmsan hagnað fyrir ís- land. Þetta er vissulega gott tæki- færi, ekki aðeins fyrir okkur, heldur líka Keflavíkurflugvöll vegna auk- innar umferðar og umtalsverðrar fjárhæðar, sem við munum greiða fyrir lendingargjöld, eldsneyti og ýmsa aðra þjónustu. Ennfremur myndum við taka með okkur fáa starfsmenn og treysta því að fá heimamenn til starfa fyrir okkur. Það gæti verið eitthvað af ungu fólki, sem hefði áhuga á að læra inn á þessa flugflutninga og það kæmi til greina að kenna því starfið. Við munum setja upp tölvukerfi okkar hér á landi, sem tengir sam- an allar skrifstofur Flying Tigers og veitir aðgöngu að áætlunum annarra flugfélaga og ennfremur verðum við með nokkra flugvirkja en reiknum með að þurfa allnokkra þjónustu frá Flúgleiðum á jörðu niðri. Yfirmenn viðhalds- og tækni- deildar okkar í Evrópu em komnir til landsins til að ræða ýmis mál af þessu tagi við Flugleiðir og munu meðal annars vinna á Keflavíkur- flugvelli til að kynna sér aðstöðuna. Við emm ennfremur að huga að aðstöðu fyrir okkur og fólk okkar á vellinum og höfum mætt mikilli góðvild. Við höfum mikinn áhuga á því að fá leyfi til þessara flutninga. Við æskjum leyfís fyrir fragtflug, ekki aðeins frá Keflavík til Asíu og baka, heldur höfum við einnig áhuga á flugi milli Keflavíkur og Evrópu. Það er viðkvæmt mál vegna hagsmuna Flugleiða. Við bjóðumst hins vegar til samvinnu við Flugleiðir. Við höfum mikla flutningagetu og möguleika til sam- ræmdra flutninga með Flugleiðum eins og við höfum gert með mörgum öðmm flugfélögum. Með því móti gætum við veitt þeim aðgang að ákveðnu rými í flugvélum okkar, sem þeir gætu selt viðskiptavinum sínum. Formlegar viðræður um samstarf af þessu tagi em ekki hafnar, en við höfum þegar sent þeim tilboð þess efnis og bíðum nú svars. Mér skilst að talað hafi verið um flutningafríhöfn í Keflavík áður. Það kemur hugmyndum okkar ekk- ert við, en ég held samt sem áður að slík fríhöfn hér yrði öllum aðilum til hagsbóta. Fragtfríhafnir em reknar víða um heim með góðum árangri, það eykur umferðina og flutninga, en er ekki skilyrði af okkar hálfu. Við flytjum nánast allt, sem kemst um borð í flugvélar okkar. Við flytjum mikið af hátæknibúnaði frá Asíu til Evrópu. Þá flutninga gætum við fært til Keflavíkur. og gefið Flugleiðum kost á að flytja þetta áfram til Evrópu. Við höfum mikinn áhuga á fiskflutningum, sem við teljum mikla framtíð í. Við munum geta tryggt íslendingum vemlega flutninga á fiski til Japans og hugsanlega til Evrópu. Við flytj- um mjög mikið að lifandi dýmm, sérstaklega nautgripum og hross- um. A síðasta ári flugum við með 4.000 nautgripi, aðallega frá Dan- mörku og Þýzkalandi, til Kína. Við flytjum mjög mikið af reiðhestum og sláturhrossum og munum geta flutt hesta héðan, fáum við leyfi til þess. Við emm með reglubundið flug um allar heimsálfur nema Afríku. Við emm einnig með alþjóðlegt leiguflug, leigjum Bandaríkjastjórn tvær Boeing 747 til flutninga á fólki á vegum hersins um heiminn. Við eigum 20 747-flutningavélar, 6 DC-873F-flutningavélar með hljóð- látum hreyflum og 11 Boeing 727- flutningavélar, sem eingöngu em notaðar innan Bandaríkjanna. Flugfélagið var stofnað 1945 af flugmönnum sem upphaflega flugu fyrir Kína í innrás Japana fyrir fyrri heimsstyijöldina. í fyrri heimsstyij- öldinni gengu þeir í bandaríska flugherinn og flugu sem omstuflug- menn til loka þeirrar seinni. Þeir hófu þá starfsemina á notaðri vél frá Long Beach í Kalifomíu og fluttu þá meðal annars jarðarber og varahluti í bíla. I dag er þetta meira en eins milljarðs dollara fyrir- tæki, sem gefur mjög vel af sér, og leggjum mikla áherzlu á öflun nýrra verkefna til að viðhalda vexti okkar,“ sagði Burt Hubbs. HG silUJ jXWil.líU.UIf.U-lJ.li.WiM'íi'láailÍíiíJáJiJíí
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.