Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 70

Morgunblaðið - 29.11.1988, Side 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 „ Eí þú eri svona Þreyttur, af hverju varsiu |>á ekt'i eftir heirna.?" ást er... ... að kunna að kokka. TM Reg. U.S. Pat Off.—all rights reserved ® 1988LosAngelesTimesSyndicate Jafinrétti...! Með morgimkaffmu Maðurinn minn ætlar að- eins að fylgjast með dag- skrárkynningunni! Ábending til fjármálaráðherra: Lækka hæstu laun og hækka þau lægstu Þorleifur Kr. Guðlaugsson skrifar. „Heiðraði Velvakandi. Ég hef verið að velta fyrir mér eftir að framganga fjárlaga fór að skýrast, hvemig ég gæti komið ábendingum til Olafs R. Grímssonar fjármálaráðherra, um þær inn- heimtuaðgerðir í skattaformi sem hann hyggst nú knýja fram. Eg byst alveg við því, að þó ég sendi honum bréf persónulega, muni það allt eins lenda ólesið í ruslakörf- unni, en fleiri þurfa að gera sér grein fyrir hvað í raun er verið að gera almenningi á sviði skattamála, en Ólafur og félagar hafa látið sig litlu skipta réttlæti í garð þegnánna þeg- ar til tekjuskerðingar kemur í valdi ríkisins. Mér finnst íjármálaráðherra vera fullur hroka og ofríki í ráð- herrastarfi sem honum er falið og hef ég engan ráðherra heyrt tala sem hann í fjölmiðlum hér. Eg hef áður bent lauslega á hvem- ig almenningi er misgert í skattaá- lögum, þar sem tekjur manna sem ná 90.000 krónum á mánuði eru raunverulega litlu hærri rauntekjur, vegna skattálagningar, en 45.000 krónur á mánuði skattfrýjar. Þetta em ekki nákvæmar tölur en ætlaðar til að sýna fram á að skattleysis- mörkin voru hugsuð sem kjarabót. Fólk sem hefur um 200.000 krónu árstekjur þarf ekki að greiða skatt, en athugið hvemig farið er með þann fjölda fólks sem hefur tekjur þama á milli. Rauntekjur þess er langt undir rauntekjum skattfríð- indafólks. Þetta vildi ég sérstaklega benda á því það er engin sanngimi að láta ekki alla greiða skatt, að undanteknum ellilaunaþegum, þegar meirihluti þjóðarinnar fær gjafafé- frá ríkissjóði sem rænt er með lögum frá öðrum, svo hundruðum þúsunda skiptir á fjölskyldu, auk skattfríð- inda. Enn á að bæta á margs konar sköttum þó meira sé lagt á hluta þjóðarinnar að bera í skatta en eðli- legt getur talis. Ætlar að ráðast á eldra fólkið Ekki sýnist fjármálaráðherran- um samt nóg að gert. Nu ætlar hann að ráðast á eldra fólkið sem er að búa sig undir launalaus ell- iár, með því að draga af, eða af- nema ellilaun ef þeir sem komnir eru á ellilaunaaldur hafa einhverjar tekjur að ráði. Það er ekki nóg að skattleggja tekjur þess, heldur verður að bijóta lög, eða búa til ný þvingunarlög til að ná slíku fram. Það er ekki ofsögum sagt að þetta er viðbjóðslegur hugsana- flutningur á opinberum vettvangi af manni sem grenjað hefur hvað hæst hversu illa sé búið að gamla fólkinu. Mjög illa er farið með einstætt fólk sem verður að búa í leiguhús- næði, að ekki skuli öll húsaleigu- greiðsla vera dregin frá tekjum við skattálagningu. Stjórnin ætlar að leggja hærra vörugjald, hækka fasteignaskatt, aukaskatt á bifreið- ar, tekjuskatt um nokkur prósent og fleira. Búið er að fella gengi. Hver fer með mesta kjaraskerðingu á hendur alþlýðunni? Nú, vitið þið það ekki? Eg þori varla að segja það hér og nú, því ekki er til siðs að segja sannleikann um lýðræði kommúnismans, þar til það sannar sig sjálft. Það verður lítið eftir af tekjunum þó hægt væri að afla sér nokkur hundruð þúsund krónu tekna, þegar öll tekjuskerðingarlög- in hans Ólafs Ragnars íjármálaráð- herra eru skollin á. Vonandi muna kjósendur eftir þessu öllu í næstu kosningum. Þýðir ekki að kenna Sjálfstæðisflokknum um Aldrei hefur óhamingja islands orðið slík, eða þvílík hningnun du- nið yfir þjóðfélag okkar eins og nú sýnist framundan. Sá vandi sem ég hef verið að benda á í skrifum mínum er nú að koma fram. Ólafí Ragnari Grímssyni og fé- laga hans Svavari Gestssyni þýðir ekki að kenna Þorsteini Pálssyni né Sjálfstæðisflokknum um hvernig komið er í efnahagsmálum okkar. Þeir hafa litlu ráðið um gang mála fyrir ofríki vinstri aflanna, sem hafa blásið upp verðbólgu um margra ára skeið, sem hefur magn- ast og spillt fyrir eðlilegri fram- þróun atvinnumála og raungildi arðs af erfíði okkar, laununum. Alþýðubandalagið hefur verið yfirgnæfandi skaðvaldur í efna- hagslífi okkar og ekki síður í af- komu launafólks en atvinnurekstr- inum sem þeir hafa nú kveðið niður svo launafólk er að lenda í efna- hagsþrengingum. Þetta er hinn dæmigerði komm- únismi í framkvæmd sem mörg dæmi sanna. Samvinnureksturinn dulbúinn ríkisrekstur Nú er það þeirra helsta mál að ryðja úr vegi sem flestum, einkum fyrirtækjum. Þau mega rúlla segja þeir og sannið þið til, að það verða samvinnufyrirtækin sem njóta stuðnings sjóðsins sem Stefán Val- geirsson hefur verið settur yfír. Fyrirtækin sem alltaf eru að tapa og framsóknarmenn spila alltaf á hausinn, verða styrkt af almannafé en ekki önnur fyrirtæki. Samvinnu- reksturinn er dulbúinn ríkisrekstur enda stefnt að því að bændur og almenningur standi undir þeim rekstri. Að öðrum kosti væru ekki kaupfélögin, sem fara hvert af öðru á hausinn, endurreist.. Það er stefna núverandi ríkis- stjórnar að gera sem flesta sér háða, þeir komi skríðandi að fótum hennar og biðji um ölmusu. Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokkur geta nú fylgt afturhaldsstefnu Al- þýðubandalagsins út í ystu æsar, arðráni sem ekki hefur áður þekkst í slíkum mæli ofan á atvinnuleysi. Litlu hefði þurft að kosta til í lækkuðum launum á liðnum áratug til að þetta hefði aldrei átt sér stað og jafnvægi hefði komist á. Þá hefði framleiðsla okkar skapað miklar tekjur af útflutningi, vel- megun í stað gjaldþrots margra fyrirtækja og fjölda fólks, upp- byggingu atvinnu í stað hruns at- vinnugreinanna og kaupmáttar. Hjá þeim sem greiða skattana, mun samanlögð skattheimta vera nálægt 70% af launum þegar .allt kemur til alls. Hvergi í veröídinni eru eins háir skattar. Hvers vegna er það? Vegna þess að fólkinu er mismunað í launum, sem gerir það að verkum að ríkissjóður hefur meirihluta þjóðarinnar á framfæri sínu. urræðið er, að lækka hæstu laun, hækka þau lægstu og afnema allar niðurgreiðslur og meðgjafir. Þjóðin virðist vera tilfinningalaus gagnvart sóma sínum.“ HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Kvikmyndaverðlaun Evrópu voru afhent í fyrsta sinn á laugardagskvöldið og gátum við fylgst með athöfninni í ríkissjón- varpinu í beinni útsendingu frá Vestur-Berlín. Tveir íslenskir leik- arar komu þar við sögu og myndin / skugga hrafnsins. Þótt landar okkar hafi ekki fengið aðra viður- kenningu í þetta skipti en að vera útnefndir til verðlauna, komst íslensk kvikmyndagerð að á þessum vettvangi, sem ætlað er að vera evrópskt mótvægi við Óskarsverð- launin. í samkeppni samtímans ber ekki að vanmeta að komast á blað við athafnir sem þessar. Miðað við þaulskipulagðar skrautsýningamar við afhendingu Óskarsverðlaunanna var athöfnin í Vestur-Berlín næsta fábrotin. Ef til vill hefur það verið ætlun þeirra sem að henni stóðu að draga nokkur skil á milli Berlínar og Los Angeles að þessu leyti og má segja að það hafí tekist. Við vorum minnt á þá staðreynd að aukin samvinna Vest- ur-Evrópuríkja og ákvörðun um að gera þau að einum 320 milljón manna markaði 1992 tekur mið af því, að tungumálin eru mörg og ólík í Evrópu. Kvikmyndaverðlaun- um Evrópu er ekki ætlað að steypa alla í sama mót heldur ýta undir sérkenni með sameiginlegu átaki. Taka þau þannig mið af því sem er grunnþáttur Evrópuhugsjónar- innar: að samvinna margra styrki stöðu hvers og eins. XXX Hver þjóð hefur sín sérkenni í menningu og listum og endur- speglast þau í kvikmyndagerð. Víkverji sá á dögunum dönsku myndina Gestaboð Babettu sem gerð er eftir Karen Blixen og nú er sýnd í Regnboganum en myndin hlaut Óskarsverðlaun í fyrra. I einu orði þá hreifst Víkvetji af þessari mynd, sem er eins og vin í eyði- mörkinni, þegar litið er á þær of- beldis- spennu- og hryllingsmyndir sem setja mestan svip á auglýs- ingar kvikmyndahúsanna. Varla hefur farið fram hjá nein- um áhugasömum lesanda Morgunblaðsins að á síðum þess hefur að undanförnu verið rætt um ljóðagerð í tilefni af því, að síðastlið- ið vor gaf Almenna bókafélagið út Ljóðaárbók 1988. Hafa margir látið í ljós skoðanir sínar eftir að Guð- mundur Guðmundarson birti fyrstu grein sína. Hann vill halda f hefð- bundna bragarhætti og hefur beint skeytum sínum umbúðalaust að ýmsum ungum skáldum sem honum eru ékki að skapi. Telur Guðmund- ur sig greinilega málsvara þeirra sem vilja standa vörð um tungu okkar og menningu. Fimmtudaginn 24. nóvember sl. birtist enn ein greinin eftir Guð- mund Guðmundarson og sparaði hann ekki stóru orðin í dómum sínum um aðra. Greininni lauk hann með þessum orðum: „Þar sem mér og nokkrum ljóðelskandi vinum mínum langar. . .“ Víkverja kom til hugar, hvort Guðmundi finnist það ekki ljóður á skáldskap, þótt þar bregði fyrir þágufallssýki. H

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.