Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 29.11.1988, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 71 Hvers vegna er ekki rætt rætt við Palestínumenn? Til Velvakanda. Hvemig stendur á því að frétta- stofa Ríkisútvarpsins birtir aldrei viðtöl við Palestínufólkið í fréttum frá ísrael? Þó búa innan landamæra þess um 600.000 Palestínumenn sem eru annars flokks borgarar í sínu eigin landi og lífskjör þeirra og viðurværi allt í samræmi við það. Á vesturbakka Jórdanárinnar og á Gaza-svæðinu býr ein og hálf miiljón Palestínumanna undir oki ísraelsmanna frá því þeir hertóku þessi landsvæði eftir árás á ná- granna sína, sömuleiðis hvers vegna ekki viðtöl eða myndir af hörmung- um þeim er stöðugt hijá fólkið á þessum slóðum? Þið emð afar dug- Iegir við að sýna viðtöl og myndir af ísraelsmönnum og þá ekki síst leiðtogum þeirra með fjöldamorð- ingjann Shamir í broddi fylkingar, vitið þið ekki að þessi maður var dæmdur til dauða fyrir glæpi sína þegar í tíð Breta í Palestínu? Því miður tókst honum að flýja úr fang- elsinu áður en réttlætinu yrði full- nægt, og enn lengist blóðugur fer- ill þessa ógeðfellda manns. í hvert sinn, sem ísraelsmenn fara dráps- ferðir inn í Labanon og láta sprengj- um rigna yfír flóttamannahreysi Palestínumanna þá er yfirleitt hnýtt aftan við fréttir ykkar, þeir voru að hefna fyrir þetta eða hitt og skotmörkin búðir skæruliða eða hryðjuverkamanna. Það er eins og verið sé að reyna að draga úr þeirri stórfelldu eyðileggingu er þarna verður að ekki sé talað um þann fjölda er lætur lífíð, eða eins og bókstaflega sé verið að réttlæta þessi íjöldamorð. Þið vitið eins vel og ég að sprengjum er látið rigna yfír íbúðasvæði og markmiðið er að drepa sem flesta og valda sem mestri eyðileggingu. Það skiptir Israelsmenn ekki nokkru máli þó að böm láti þarna lífið í tugatali. Vissulega kemur það fyrir að skæruliðum tekst að gera ísraels- mönnum miska. Já, hveijir eru þessir Palestínumenn og af hveiju eru þeir ekki í þessari Palestínu, sem þeir eru kenndir við? Hvar er þetta land Palestína? Þykist þið ekki vita að það land er nú heitir ísrael hét áður Palestína og var byggt Palestínuaröbum og hafði svo verið í mörg hundruð ár. Gyðing- arnir eru aðkomumenn sem tóku landið af þessu fólki með ofbeldi og seinustu landsvæðin, vestur- bakkann og Gaza eru ísraelsmenn hægt og sígandi að leggja undir sig. Svo em menn á Vesturlöndum alveg hneykslaðir á því að Pal- estínufólkið skuli ekki sætta sig við þetta þegjandi og hljóðalaust. Ben Gurion fyrrum forsætisráðherra Israels skildi þessa afstöðu, hann sagði eitt sinn sem oftar. „Væri ég arabaleiðtogi, myndi ég aldrei und- irrita samkomulag við ísrael. Það er eðlilegt, við höfum tekið land þeirra. Það hefur verið gyðingahat- ur, nasistarnir, Hitler, Áuschwitz, en var það þeirra sök? Þeir sjá að- eins eitt. Við komum og stálum landi þeirra. Hví skyldu þeir sætta sig við það?“ Fréttamenn, þið eigið margt ólært, sú heilaga skylda hvílir á ykkur að segja ævinlega satt og rétt frá. Það er mikið að vita sannleikann en það er meira að þora að segja hann. Guðjón V. Guðmundsson Ekki nægur sparnaður Til Velvakanda. Já, mikið átti að spara þegar frá- farandi ríkisstjóm tók við völdum. Aldrei hefur annar eins fy'öldi þing- manna setið á þingi og svo eru ferðalögin hjá ráðherrunum. Það hefur ekki verið hugsað mikið um spamað þar. Svo er það með þing- menn Kvennalistans, þær sjá engin úrræði önnur en þau að taka sér frí frá störfum og koma sínum vara- mönnum á þing, því þær vilja enga áhættu taka. Eg skil ekki í öðm en þær dali í næstu kosningum. Ég vil að sett verði lög eða ein- hveijar hömlur á þetta. T.d. ef þing- maður fer í frí í viku eða tíu daga, að hann fái ekki að taka inn vara- mann sinn, því það em nógu marg- ir á þingi í hveijum flokki sem geta tekið málstað þess sem af þingi fer. Svo held ég að ráðherrar þurfi' ekki að hafa bílstjóra á kaupi, þeir geta keyrt sjálfir. Það er annað í stórborgunum. Hér er bara smáþjóð og frekar róleg. Þetta myndi spara ríkissjóði einhver útgjöld. Það er svo margt sem hægt er að spara ef viljinn er fyrir hendi. Ég hef heyrt að það starfi um 140 manns við Seðlabankann. Ef satt er þá fínnst mér það mokkuð mikill fjöldi í einum banka. Þama held ég að eitthvað mætti spara og má á það benda að í sumar vantaði víða fólk í fiskvinnsluna. Ingimundur Sæmundsson Þessir hringdu .. Konurnar ekki nafingreindar Sesselja hringdi og sagðist hafa lesið í Morgunblaðinu grein Hall- dórs S. Gröndal um hversu gott væri að vera í Stykkishólmi. „Höf- undurinn þakkar séra Gísla Kol- beinssyni og konu hans, og Áma Helgasyni og konu hans fyrir hlý- legar móttökur. Mér finnst ekki viðeigandi að tala eingöngu um „konur þeirra." Að mínu áliti hefði hann annað hvort átt að nafn- greina konumar, eða sleppa því að minnast á þær. Mér fínnst eðlilegt að talað sé um maka sem sjálfstæða einstaklinga, ef á ann- að borð er minnst á þá, en ekki sem viðhengi við hinn aðilann." Flottræfilsháttur á Öskjuhiíð Margrét Sæmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mér finnst illt að heyra að borg- arstjóm skuli ekki hafa meiri skilning en raun ber vitni á þörf- um lítilsmagnans. Hún segir ekki hægt að bjarga málum Kvennaat- hvarfsins, þar sem konur og böm hafa dvalið í néyðartilfellum. Um leið og borgarstjóri sér sér fært að neita Kvennaathvarfínu um 1,5 milljón krónu fjárveitingu, veigrar hann sér ekki við að samþykkja að 500 milljónum sé eytt í hégóma eins og veitingahús á Öskjuhlíð. Ég tel að þetta sé flottræfíls- háttur og bmðl, og illa sé farið með sameiginlegt fé borgarbúa. Forgangsröðunin fínnst mér einn- ig afar einkennileg og ég efast um að margir borgarbúar væm samþykkir þessari sóun á sameig- inlegum fjáirnunum, væm þeir spurðir álits. Ég iæt fylgja vísu eftir Ólaf Stefánsson sem mér fínnst lýsa viðhorfum þeirra sem em hlynntir flottræfilshættinum. Vertu ekki að hafa hátt þó einhver hrapi niður. Horfðu bara í aðra átt eins og flestra er siður. Jakki, úr og veski tapaðist Þuríður Matthíasdóttir hringdi. Sonur hennar tapaði fyrir um það bil mánuði jakka, armbandsúri og veski. Líklega tapaðist þetta ekki allt á sama stað. Um er að ræða bláan gæmfóðraðan gallajakka með gæm á ermum og kraga. Karlmannsúrið er fremur þykkt, glerið svolítið rispað og á því er ný brún leðuról. Peningaveskið er svart, í þvf em skilríki eigan- dans, meðal annars vegabréf. Þuríður biður fínnanda vinsam- legast að hringjatil sín. Símanúm- er hennar er 3 09 95. Læða fannst í Seljahverfí Margrét hringdi og sagðist hafa fundið læðu í Stallaseli, fyrir rúmri viku, sem er greinilega heimilisköttur og mjög gæf. Hún er brún með ljósgráum flekkjum og framloppurnar em gráar. Hún segist furða sig á því að enginn sakni læðunnar sinnar því hún er búin að auglýsa þetta áður. Hún biður þá sem kannast við hana vinsamlegast um að hringja í síma 76417. Kisi týndur Friðrikka hringdi og sagði að hún hefði ekki séð köttinn sinn í nokkra daga. Þetta er stálpaður svartur kettlingur, 5 mánaða högni, sem á heima í nágreni við JL-húsið við Hringbraut. Kisi er ómerktur og eigendumir, sem hafa ekki séð hann í. eina viku sakna hans sárt. Ef einhver hefur fundið kisa er hann beðinn um að hafa samband við heimilsfólkið í síma: 1 02 21 eftir kl. 16. J.V. hringdi. Hann vildi koma á framfæri þökkum til útvarps- stöðvarinnar Rótar og sagði: „Ég hvet fólk á hlustendasvæði Rótar- innar til að styrkja stöðina. Hún sendir út athyglisverða þætti þar sem ákveðin mál em tekin til umfjöllunar á skemmtilegan hátt. Til dæmis þáttur Bahai-samtak- anna, þar sem fjallað er um samtíma vandaál. Umsjónarmenn Esperanto-þáttanna eiga líka þakkir skildar. IjljiJ skipaptötur til innréttinga í skipum |*[ijlj eldhúsborðplötur harðplast límt á spónaplötur. ||jJU LAMETT gólfplötur 8 mm þykkt 120 og 240 cm. ||UU baðherbergisplötur á veggi og í loft. /jjiU borðplast í mörgum litum. IjjjU sólbekkir. IjuU er norskt gæðavörumerki landsþekkt í mörg ár. Komið og skoðið |juU ■ nýrri verslun okkar í ARMULA29. es Þ. ÞORGRIMSSON & CO Byggingavöruverslun. BÓNUSTALA: 7 Vinningstölurnar 26. nóv. 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 24.301.636,- Fimm tölur réttar kr. 14.280.206,- skiptist á 2 vinningshafa, kr. 7.140.103,- á mann. BÓNUSTALA + 4 tölur réttar kr. 1.485.126,- skiptast á 18 vinningshafa, kr. 82.507,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 2.561.832,- skiptast á 483 vinningshafa, kr. 5.304,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 5.974.472,- skiptast á 15.241 vinnings- hafa, kr. 392,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.