Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 55

Morgunblaðið - 01.12.1988, Page 55
55 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988 neitt veður út af þessu. Sama sagði svo ein dætra Oddgeirs við Gunnar. Ætli þær hafi þarna talað þvert um hug sinn? Ég veit nefnilega að á sínum tíma tóku þær mjög nærri sér hvernig Ólafur Gaukur mis- þyrmdi laginu. Vegna þessara nýju viðbragða þeirra mæðgna fannst mér að ég hefði verið hafður að fífli og að í rauninni væri ég að skipta mér af hlutum sem mér kæmu ekki við. Það skrýtna er, að fáum dögum áður hafði þessi dóttir Oddgeirs sagt mér að hún væri mér innilega þakklát fyrir að halda uppi vörnum fyrir lagið. En það er nú einmitt það, mér finnst mér koma þetta lag alveg heilmikið við. Ég lærði það beint af höfundinum og ég veit að honum var ákaflega annt um lögin sín og mislíkaði þegar illa var með þau farið. Nú er slysið orðið, lagið er kom- ið út skrumskælt og forljótt og reyndar furðulegt að það skuli valið á sjómannalagaplötu. Þetta er ekki sjómannalag, það var samið fyrir þjóðhátíðina 1962 og textinn er ástarljóð. Því miður verð ég að gefa Gunnari Þórðarsyni þá ein- kunn að hann sé óvandvirkur útsetj- ari, hann á að hafa vit og kunnáttu til að leita beint í smiðju höfundar en ekki misgóðra útsetjara. Hvernig skyldi honum líka ef einhver tæki sig til og breytti einhverri af hans gullfallegu laglínum á þann veg sem þeim og hinum sama þætti fara betur? Þáttur Ólafs Gauks er og mikill í þessu máli. Hann gerir sér ekki grein fyrir að eitt er að útsetja og annað er að breyta lagi látins manns. Ólafur Gaukur er að mínu viti skemmdarvargur í íslenskri tónlist og þyrfti algerrar endur- hæfíngar við hvað útsetningar og meðferð á hugverkum annarra áhrærir. Ég tek mjög nærri mér að hafa þurft að skrifa þessa grein, en nú er ekki aftur snúið. Sorglegt er að Sjómannadagsráð og Gunnar skyldu ekki verða til þess að lagið fengi þá uppreisn æru sem því ber. Steinum hf. sendi ég mína samúðar- kveðju fyrir það að álpast til að gefa þetta út. Ellý Vilhjálms, söngkona, er eini flytjandinn sem farið hefur rétt með lag þetta á hljómplötu. Hljómplötu- útgáfan Taktur á þessa hljóðritun. Eina von mín nú fýrir hönd lagsins er að það verði endurútgefið í flutn- ingi Ellýjar. Höfundur er forstöðumaður og blokkílautuleikari. Fyrstu eitt- hundrað orðin ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu litmyndabókin 100 fyrstu orðin eftir Edwina Riddell. Bókin sýnir lítil börn í daglegu lífi og í kringum þau eru allir helstu hlutir sem þau þurfa að læra að þekkja fyrstu árin. Bókin er bendibók sem ætluð er til að skoða með bömunum um leið og þeim er kennt að ná valdi á fyrstu orðunum. Bókin er 28 blaðsíður í litum, prentuð í Hong Kong. (Fréttatilkynning) DIM Starfsmannafélag Kópavogs: „Nauðungarlögin“ verði aftiumin „FUNDUR stjórnar og trúnaðar- manna Starfsmannafélags Kópa- vogs mótmælir harðlega því svívirðilega mannréttindabroti islenskra stjórnvalda að svipta launafólk samningsrétti sínum og skerða með því iaunakjör meðal annars opinberra starfsmanna,“ segir í ályktun sem Morgunblað- inu hefúr borist. Ennfremur segir: „Fundarmenn lýsa furðu sinni og hneykslun á því að slíkt gerræði sem í þokkabót er í mikilli andstöðu við lýðræði og al- menna mannasiði skuli gerast á ís- landi á árinu 1988. Launafólk í landinu hefur sýnt stjórnvöldum ótrúlega þolinmæði og fært fórnir til að stuðla að lækkun verðbólgu og stöðugleika í íslensku efna- hagslífi og það væri einstakur dóna- skapur að kenna því um hvernig komið er. Því skora fundarmenn á stjórn- völd að koma þegar í stað út úr villu- þokunni, afnema þessi nauðungarlög og bæta launafólki það sem svo ranglega hefur af því verið tekið.“ maconde / formen MAOE m npRTUGAL Glæsileg herraföt Vörumerkið tryggir gæði og bestu snið Macondeverksmiðjurnar eru meðal stærstu karlmannafataverksmiðja í Evrópu og stærstar í Portúgal. Við bjóðum lægsta Evrópu-markaðsverð. Karlmannaföt kr. 3.995,- til kr. 9.900,- Jakkar kr. 4.995,- Terelynefrakkar kuldafóðraðir kr. 4.760,- Úlpur kr. 2.240,- og 3.400,- Terelynebuxur kr. 1.195,- 1.595,- 1.695,- 1.795,- og 1.995,- Skyrtur nýkomnar, mikið úrval. Andrés, Skólavörðustíg 22, sími 18250. MHilretti ai stiqa llfðinu MEÐHÆLOGSAUMI Ef þú ert meðal þeirra, sem óttast áhrif vaxandi verðbólgu en veist ekki hvað þú átt að gera, er mál til komið að fá ráðleggingar og aðstoð hjá Fjárfestingarfélaginu. Það er óráðlegt að stinga höfðinu í sandinn og bíða eftir betri tíð. Þetta á sérstaklega við þá, sem þurfa að geyma peninga í skemmri tíma, peninga sem ættu að bera háa vexti, en það gera Skyndibréf Fjárfestingarfélagsins. - Skyndibréfin bera nafn sitt með rentu! Þeim er ætlað að leysa vanda þeirra, sem þurfa að ávaxta fé til skamms tíma með hæstu mögulegum vöxtum. Þessi bréf henta því bæði fyrir- tækjum og einstaklingum. .— Skyndibréf eru tilvalin fyrir þá sem þurfa t.d. að geyma og ávaxta peninga á milli sölu og kaupa á fasteignum. Skyndibréfin eru sem sagt ætluð til skammtíma fjármála- lausna. Ávöxtun þeirra er á bilinu 7-9% umfram verð- bólgu. Skyndibréf eru að jafnaði innleyst samdægurs, - án innlausnargjalds. Kostir þeirra eru óumdeilanlegir. FjÁRFESriNGARFÉlAGÐ Hafnarstræti - Kringlunni- Akureyri Aðili að Verðbréfaþingi íslands Hluthafar: Verslunarbankinn, Eimskip, Tryggingamiðstððin, Lífeyrissjóður Verslunarmanna auk rúmlega 400 fyrirtækja og einstaklinga. Fjármál þín — sérgrein okkar . * i txsm mm i s ? w | % wm "•=. '-'■■3'V„• - . • > <-'•• >" V1SÍ7RSO

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.