Morgunblaðið - 01.12.1988, Síða 67
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 1988
Morgunblaðið/Þorkell
FJÓRBURAR
Barnavörur til
einsárs
O. Johnson & Kaaber, sem hafa
verið umboðsaðilar Natusan-
bamavara síðastliðin 20 ár, afhentu
fyrir skömmu foreldrum fjórbu-
ranna, þeim Margréti Þ. Baldurs-
dóttur og Guðjóni Sv. Valgeirssyni,
Natusan-barnavörur sem svara til
rúmlega eins árs þörf ijögurra
bama. Gjöfín inniheldur m.a. ýmis-
konar salva, sápur, barnapúður,
barnaolíu, sjampó og húðkrem.
Á myndinni má sjá Ólaf Karlsson
afhenda Margréti blómvönd en
Guðjón eiginmaður hennar er með
fangið fullt af gjafavörunum.
Lengst til vinstri er Olafur Ó. John-
son yngri.
„Járnkarlinn“ Mike Tyson er hér með tveimur góðum vinkonum,
þeim Elaine Jones og Carmen Elly, og liggur hann undir grun um
að gera sér dælt við báðar. Suzette Charles, fyrrum ungfrú Ameríka,
sést hér einnig, en hún er víst ein Qölmargra kvenna sem eru í
hópi útvalinna. ^
HNEFALEIKAPPI
Tyson, trúin og
hið ljúfa líf
Heimsmeistarinn í hnefaleikum
Bandaríkjamaðurinn Mike Ty-
son var endurskírður til kristinnar
trúar á sunnudaginn og segir að
sér líði nú eins og endurfæddum;
trúin eigi eftir að breyta lífí sínu.
Athöfnin tók þijár klukkustundir
og meðal þeirra sem tóku þátt í
henni var séra Jesse Jackson, sem
hefur keppt að því að verða forseta-
efni Demókrataflokksins í Banda-
ríkjunum. Stóð Jackson við skímar-
laugina sem Tyson var dýft ofan í
og blessaði kappann sem var
hvítklæddur frá hvirfli til ilja.
Nú eru nokkrar vikur frá því að
þau skildu á borð og sæng Tyson
og Robin Givens leikkona. Síðan
hefur hnefaleikakappinn lifað hinu
ljúfa lífi eins og það best gerist og
segja heimildarmenn að hann hagi
sér eins og bam sem kemur í fyrsta
sinn í sælgætisverslun! Hefur Mike
sést víða, oft með fleiri en eina
frauku upp á arminn.
Eftir langt og stormasamt erfíð-
leikatímabil með Robin hefur hún
viðurkennt opinberlega að hafa
þröngvað sér inn á manninn með
ómerkilegum lygum (þóttist vera
bamshafandi eftir Mike) og hefur
hún jafnframt úthúðað Mike í fjöl-
miðlum vestra. Þar að auki hefur
Robin krafist mun hærri Jpjárhæðar
við lögskilnað en Mike vill sam-
þykkja. Ein besta vinkona Mikes,
La Toya Jackson, systir Michaels
Jacksons, hefur alloft sést með hon-
um upp á síðkastið og er sagt að
þau séu meira en bara góðir vinir,
eins og það er kallað á ágætu máli.
Þar fyrir utan skemmtir hann sér
með öðmm konum en La Toya án
þess að hún kippi sér upp við það,
að sögn kunnugra. „Hann veit að
ég bíð eftir honum,“ segir þessi
fagra mær við fjölmiðla. Aðrar vin-
konur hans hafa spjallað við blaða-
menn og samkvæmt þeim viðtölum
virðast þær allar eiga bróðurpartinn
í kappanum. Hann hefur skipt sér
réttlátlega niður á Qöldann og býð-
ur aðdáendum sínum til skiptis út
að borða eða sendir þeim blóm.
Hann hefur ferðast um Banda-
ríkin, heimsótt gamlar vinkonur og
eignast nýjar. Síðustu vikumar hef-
ur hann verið á ferð og flugi. Nú
segist hann ætla að flytja frá New
York til Cleveland í Ohioríki í
Bandaríkjunum. Kemur í ljós hvort
hann hægir á sér við að njóta hins
ljúfa lffs eftir skímina á sunnudag.
B
1. LJ ítlavinafélagiö er vinsælasta hljómsveit landsins eins og
mæting á tónleika þeirra og plötusala sannar.
E
2. J___Iyjólfur Kristjánsson flytur aukreitis lög af nýútkominni hljóm-
plötu sinni Dagar.
3. rír landsfrægir gestir mæta og taka lagið með Bítlavinum.
4. T? ónleikarnir verða hljóðritaðir. Þetta er því hugsanlegt tæki-
færi til að komast á plötu.
Þ.
5. etta eru síðustu tónleikar Bítlavinafélagsins á yfirstandandi ári
6. 1? að verður svo mikið þrumustuð að þú átt eftir segja barna-
börnum þínum sögur af þessu kvöldi.
Bítlavinafélagió Steinar hf.
BITLAVINAFÉL AGD -HÓTELBORC
ástæduraf hverju þú átt að mæta
I