Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 36

Morgunblaðið - 08.12.1988, Síða 36
36 Reuter Bandariska geimfeijan Atlantis lendir á Edwards-herflugvellinum { Kaliforniu á þriðjudagskvöld. Atlantis lendir í Kaliforníu: Önnur vel heppnaða geim- ferðin eftir ChaJlenger-slysið Edwards-herflugvellinum í Kaliforníu. Reuter. BANDARÍSKA geimferjan Atlantis lenti á Edwards-herflugvellinum i Kaliforníu á þriðjudagskvöld eftir vel heppnaðan leiðangur fyrir vamarmálaráðuneytið, en mikil Ieynd hefiir hvílt yfir honum. Fimm geimfarar voru í ferjunni og var þetta i annað sinn sem Bandaríkja- menn senda menn út i geiminn siðan sjö geimfarar fórust er geim- feijan Challenger sprakk í loft upp árið 1986. James Fletcher, framkvæmda- stjóri Geimrannsóknastofnunar Bandaríkjanna (NASA), sagði að geimferðin hefði tekist frábærlega. „Hún sýnir að við getum þjónað vamarmálaráðuneytinu eins og áð- ur,“ sagði hann. Heimildarmenn sögðu að geimfaramir hefðu á laug- ardag komið fyrsta njósnahnettin- um, sem getur fylgst með Sovétríkj- unum í myrkri og dimmviðri, fyrir í geimnum. Geimfeijunni var skotið á loft á föstudag og meðan á ferðinni stóð fengu ijölmiðlar engar upplýsingar um verkefni áhafnarinnar eða um leið feijunnar. Geimfaramir virtust vel á sig komnir þegar þeir stigu út úr feijunni. Almenningur fékk ekki að fylgjast með lendingunni, en um 500.000 manns fylgdust með því er geimfeijan Discovery lenti í október eftir fyrstu geimferðina síðan Challenger fórst. Þessi fyrsta skáldsaga Ólafs Jóhanns Óiafssonar, Markaðstorg guðanna, er í senn forvilnileg og áhrifarík. Hér kveður við nýjan tón í íslenskum skáldsögum. Markaðstorg guðanna spannar vítt svið og gerist jöfnum höndum á ísiandi, í Bandaríkjunum og Japan. Efnið er margjiætt: Fjölskyldulíf, alþjóðaviðskipti, mannleg samskipti og freistingar í firrtum, síminnkandi heimi. Hvað skiptir máli í Iífinu? Hvers virði eru siðalögmál? Eru guðir nútímamannsins orðnir of margir? Söguhetjan, Friðrik Jónsson, reynir að fóta sig í fallvöltum heimi markaðshyggjunnar og skammt er á mijli trúmennsku og svika, lygi og sannieika, sektar og sakleysis, Guðs og Mammons. Þessum andstæðum Iléttar Ólafur Jóhann Ólafsson af einstöku listfengi inn í efni bókarinnar og ferst meistaralega úr hendi að skapa HELGAFELL Fyrirhugað er að næsta geimferð Bandaríkjamanna verði í febrúar. Skýrsla mannrétt- réttindasamtaka birt: Alvarlegustu brotin framin á Filippseyjum Washington. Reuter. í SKYRSLU bandarísku mann- réttyindasamtakanna, Human Rights Watch, sem birt var á þriðjudag í Washington segir að í Sovétrikjunum, Suður- Afríku, Chile, Tékkóslóvakiu og Filippseyjum séu flest mann- réttindabrot framin. í skýrsl- unni segir að 30 baráttumenn fyrir mannréttindum hafi verið myrtir í ár og sömuleiðis 19 1- aðrir vegna tengsla við þá. 35 kunnir baráttumenn á vett- vangi mannréttinda voru viðstadd- ir þegar skýrslan, sem er 217 síður, var gerð opinber. Útkoma skýrslunnar tengist mannréttinda- deginum 10. desember þegar þess verður minnst að 40 ár eru liðin frá samþykkt alþjóðlegrar mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Flest voru mannréttindabrotin á þessu ári í Sovétríkjunum, Suð- ur-Afríku, Chile og Tékkóslóvakíu en alvarlegustu mannréttindabrot- in voru framin á Filippseyjum, segir í skýrslunni. „Heimsbyggðin stóð í þeirri trú og von að mann- réttindum myndi fleygja fram á Filippseyjum (þegar ríkisstjóm Corazon Aquirio tók við af Ferdin- and Marcos," sagði Aryeh Neier, framkvæmdastjóri mannréttinda- samtakanna. Hann kvaðst jafn- framt óttast að ástandið á Filipps- eyjum endurspeglaði borgaralega ríkisstjóm sem væri völt í sessi og skorti pólitískan vilja til að koma á umbótum í mannréttinda- málum. Pólitískir fangar í Sovétríkjun- um em nú 160, segir í skýrslunni en fyrrir fyrir tveimur ámm vom 750 pólitískir fangar í haldi í landinu. Talsmenn mannréttinda- samtakanna bentu á að þrátt fyrrir miklar umbætur í mannréttinda- málum væm engu að síður framin flest mannréttindabrot framin í Sovétríkjunum. í fyrrsta sinn i skýrslum samtak- anna em mannréttindabrot skráð í ísrael og á herteknu svæðunum. Að sögn Neiers tengjast brotin tilraunum ísraela til að kveða nið- ur uppreisn Palestínumanna á her- teknu svæðunum sem staðið hefur í eitt ár. I Tékkóslóvakíu vom fleiri mannréttindabrot skráð en nokkm sinni áður og skýrði Neier það á þá leið að í landinu væri aftur- haldssöm ríkisstjóm sem streittist á móti umbótum sem ættu sér stað annars staðar í Austur-Evr- ópu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.