Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1988, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 1988 Hækkun tekjuskatts eykur atvinnuleysi - segir í ályktun níu samtaka atvinnulífsins Reuter Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra og George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, ræð- ast við í Briissel að lokinni fyrstu lotu fundar Atlantahafsráðsins í gær. Jón Baldvin Hannibalsson og George Shultz í Brussel: Samkomulag um hvala- rannsóknir enn staðfest Brflssel. Fri Kristófer M. Kristinssyni, fréttarítara Morjrunblaðsins. JÓN Baldvin Hannihalsson utanríkisráðherra átti í gær viðræður við George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, í Briissel en ráðherrarnir sitja fund Atlantshafsráðsins í borginni. Shultz ítrckaði vonbrigði sín vegna afskipta bandaríska viðskiptamála- ráðuneytisins af sölu Islendinga á hvalaafurðum tíl Japans og voru ráðherrarnir sammála um að tryggja yrði að slíkt, endur- tæki sig ekki. Jón Baldvin sagði að þeir hefðu gert með sér samkomulag um að gengið yrði tryggilega frá því hverjir færu með þessi mál, annars vegar af hálfu ^Bandaríkjamanna og hins vegar íslendinga. Shultz lagði áherslu á að Bandaríkjamenn myndu ekkert aðhafast í þessu máli án samráðs við íslendinga. Jón Baldvin kvaðst hafa gert Shultz grein fyrir stöðu rannsókn- anna og jafnframt vakið athygli hans á hugsanlegri aðild banda- rískra aðila að þeim. Shultz hyggst taka þetta mál til athugunar og er viðbragða bandarískra stjórn- valda að vænta á morgun. Utanríkisráðherra sagði að þeirri ákvörðun Míkahíls Gorbatsjovs Sovétforseta að fækka í sovéska hernum hefði verið vel tekið á fundi ráðsins. „Misvægi í vopnabúnaði er þó enn gríðarlega mikið og því fer fjarri að það verði úr sögunni með þessum aðgerðum. Enn er því nauðsynlegt að hefja viðræður sem miða að því að ná jafnvægi í hefð- bundnum herafla og vopnabúnaði. Það ,er ljóst að ákvörðun Gor- batsjovs er að hluta herkænsku- bragð, hann nær með þessu „dipló- matísku" frumkvæði. Skoðana- kannanir staðfesta yfirgnæfandi stuðning almennings í aðildarríkj- um NATO við áframhaldandi aðild að bandalaginu. Hins vegar hefur nokkuð skort á að stefnumálum bandalagsins hafi verið komið nægilega vel til skila og þau út- skýrð fyrir almenningi. Fjölmiðla- frumkvæði Gorbatsjovs verður ekki svarað á annan hátt en að opna alla umræðu um NATO betur og hafa frumkvæði að því að ná ár- angri," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson, utanríkisráðherra. „HÆKKUN tekjuskatts á þeim fáu fyrirtækjum sem skila hagn- aði dregur úr getu þeirra til þess að halda uppi eðlilegri starfsemi. Því mun atvinna minnka enn frekar ef skatta- hækkunin verður samþykkt," segir í ályktuninni. Þar er sagt að flest fyrirtæki séu rekin með tapi og að tekjur ríkissjóðs af fyrirhuguðum skatti verði af þeim sökum hvergi nærri í sam- ræmi við þær áætlanir sem mið- að er við. Gagnrýnd er sú stefnubreyting sem felst í að lækka frádráttar- heimildir vegna fjárfestingarsjóða úr 30% í 15%. Þeir sjóðir séu nauð- synlegir til að jafna sveiflur í rekstrinum og mæta áföllum. Þá segir svo í ályktuninni: „Það er óumdeilanleg staðreynd að lítið eigið fé fyrirtækja er einn megin- veikleiki atvinnu- og efnahagslífs þjóðarinnar. Frumskilyrði eigin- fjármyndunar í atvinnulífinu er að fyrirtæki hafi möguleika til að hagnast. Aðeins með hagnaði er unnt að viðhalda eigin fé fyrir- tækja og laða að nýtt fjármagn inn í reksturinn. Aðgerðir á sviði skattamála fyrirtækja ættu því að miða að aukningu eigin fjár en ekki skerðingu þess eins og nú er áformað." Samtökin segja að hvetja þurfi almenning með skattalegum að- gerðum til að leggja fé í atvinnu- rekstur og stuðla þannig að auknu atvinnuöryggi, meðal annars með þvi að kaup á nýju hlutafé í fyrir- tækjum verði alltaf frádráttarbær frá skatti, einnig arður af hluta- bréfum. Ályktunin endar á þessum orð- um: „Aðgerðir til þess að efla at- vinnulífið með auknu eigin fé eru mun heilbrigðari og árangursríkari ráðstöfun í stað þess að þyngja skattaklyfjar á erfíðleikatímum og halda útvöldum fyrirtækjum gang- andi með erlendu lánsfé." Samtökin sem standa að álykt- uninni eru: Verslunarráð íslands, Félag íslenskra stórkaupmanna, Samband fiskvinnslustöðvanna, Landssamband íslenskra útvegs- manna, Verktakasamband íslands, Félag íslenskra iðnrekenda, Kaup- mannasamtök íslands, Landssam- band iðnaðarmanna og Vinnuveit- endasamband íslands. Ummæli Arafats í Stokkhólmi: Ótvíræðvið- urkenning á ísrael - aðsögnJóns Baldvins Hannib- alssonar BrOssel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttarítara Morgunblaðsins. JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra sagði í samtali við Morgunbiaðið í gær að yfir- lýsing Yassers Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO), í Stokkhólmi taki af ÖU tvímæli um að Þjóðarráð Pal- estínumanna viðurkenni ísra- elsríki. Þar með hlytu Palestinu- menn að hafa uppfyllt þau skil- yrði, sem sett hafa verið fyrir alþjóðlegri ráðstefhu iun lausn á deilunum fyrir botni Miðjarðar- hafs. „Á þeirri ráðstefnu verður síðan að ná samkomulagi um deiluatrið- in," sagði Jón Baldvin, „meðal ann- ars hvort Palestínumenn eigi sér sjálfstætt ríki með einum eða öðrum hætti." Hann sagði Evrópuríkin yfirleitt ekki hafa viðurkennt ríki Palestínumanna af þeirri einföldu ástæðu að ekki sé um að ræða ríkis- stjórn sem ráði yfír Iandi og þegn- um. Jón Baldvin kvaðst telja að forystumenn hægriflokka í ísrael hefðu farið fram með nokkru of- forsi í þessu máli; tillögur Verka- mannaflokksins, t.d. um lýðræðis- legt kjör fulltrúa Palestínumanna á friðarráðstefnu, væru mun vænlegri til sátta. Framhaldsaðal- fundur Verndar: Stjórn kjör- in einróma Framhaldsaðalfundur félaga- samtakanna Verndar var haldinn í gærkveldi. Þar voru kjörnir 13 menn í 40 manna aðalstjórn fé- lagsins, og hlutu þeir allir ein- róma kosningu. Að fundinum loknum var haldinn aðalstjórnar- fundur þar sem Jóna Gróa Sig- urðardóttir var endurkjöriu formaður samtakanna einróma. í framkvæmda8tjórn með Jónu Gróu voru kjörin þau Hrafn Páls- son, Sigurjón Kristjánsson, Stella Magnúsdóttir og Ottó Örn Péturs- son. Til vara voru kosin Sigríður Heiðberg, Hróbjartur Lúthersson, Jón Dalbú Hróbjartsson, Þórhallur Runólfsson og Áslaug Cassata. Svört skýrsla um löggæslu í Reykjavík: Nær ekkert eftirlit í íbúð- arhverfiim og í umferðinni „EFTIRLIT og frumlöggæsla hefur minnkað svo að að okkur setur ótta um öryggi borgaranna og okkar sjálfra," sagði Jón Pétursson formaður Lðgreglufélags Reykjavikur meðal annars er hann fylgdi úr hlaði skýrslu sem félagið hefur látið gera um löggæslu í höfuðborginni. í skýrslunni kemur fram að aðhalds- og sparnaðaraðgerðir undanfarinna missera hafi leikið löggæsl- una svo grátt að dæmi séu þess að hluta úr degi hafí einungis ein lögreglubifreið verið til að sinna útköllum á svæðinu frá Gróttu að Hvalfjarðarbotni. Reykvískir lögreglumenn segja að venjulegt nætureftirlit í íbúðar- hverfum borgarinnar heyri sög- unni til, einkum um helgar þegar útköll séu flest. Jónas Magnússon, stjórnarmaður í Lögreglufélaginu, sagði að afleiðingar þessa hefðu ekki látið á sér standa. Nú gengi til dæmis alda skemmdarverka og skrílsláta yfir í sumum úthverfum. Þar væru rúðubrot, innbrot og hvers konar skemmdarverk dag- legt brauð. Þörf væri á öflugu eftiriiti en vegna manneklunnar væri slíkt ómögulegt; menn hefðu vart undan útköllunum. Jón Pétursson nefndi sem dæmi um það hve nú kreppi að emb- ætti lögreglustjórans að fjöldi manna í götulögreglu væri nú svipaður og 1944 en þar af væri þriðjungurinn reynslulítið fólk sem enga kennslu hefði hlotið til starfans. Þá kom fram á blaða- mannafundi lögreglumanna að í viðleitni til úrbóta hefðu yfirmenn embættisins meðal annars séð sig knúna til að skylda 65 ára gamlan lögreglumann, sem vegna heilsu- brests var settur til innistarfa fyr- ir 12 árum, til að ganga vaktir í einkennisbúningi. Þá segir að dæmi séu þess að lögreglumenn í fíkniefnadeild hafi staðið frammi fyrir tveimur kost- um þegar aukavinnukvótar hafi verið búnir: annaðhvort að sjá mál, sem þeir höfðu til rannsókn- ar, ónýtast, eða þá að gefa hluta vinnu sinnar. Þeir hafi óumbeðnir tekið seinni kostinn. í skýrslunni kemur fram að ökutækjakostur embættisins sé lélegur og úr sér genginn. Mann- afli umferðardeildar sé rýrari en nokkru sinni. Þannig hafi verið einn lögreglumaður í deildinni á hver 1.000 skráð ökutæki í borg- inni árið 1984 en nú sé í deildinni einn maður á hver 2.000 öku- tæki. I skýrslunni segir að þetta birtist almenningi meðal annars í því að þeim sem kærðir eru fyrir ölvunarakstur fækki en ölvuðum ökumönnum sem lendi í umferð- aróhöppum fjölgi. Þá segja lögreglumenn að úr- eltur fjarskiptabúnaður standi starfseminni fyrir þrifum og að ráðstafanir sem gerðar hafi verið til úrbóta séu ónógar en óþarflega dýrar enda hafi tilboða ekki verið leitað. í skýrslunni er að finna nokkr- ar ábendingar um hvernig ná megi bættri nýtingu stöðugilda embættisins. Nefnt er að í sumum öðrum umdæmum bjóði dómarar dómsættir á grundvelli frum- skýrslna en krefjist ekki tíma- frekrar skýrslutoku í málum þar sem enginn ágreiningur er meðal kæranda og kærða. Einnig hafi illa tekist til með að fá ökumenn til að útfylla tjónatilkynningar í Morgunblaðið/Júlíus Baldvin Ottósson aðalvarðstjóri og Grétar Norðfjörð varðstjóri að störfum í fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. f skýrslu L8g- reglufélags Reykjavikur segir að fjarskiptabúnaðurinn hafi verið keyptur um miðjan átt- unda áratuginn fyrir of naum- ar fjárveitingar og hafi öryggi lögreglumanna og borgara beð- ið hnekki af. Miklum fjármun- um hafi þurft að verja í við- hald og endurbætur. smáárekstrum og hafi það í för með sér tímafreka vinnu sem lög- reglumenn telja að ætti að vera í verkahring tryggingarfélaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.