Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 16.12.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖS'TUDAGÚR 16. DESEMBER 1988 Ekki ofmælt að tala um þjóðarvoða sagði Þorvaldur Garðar Kristjánsson í þingræðu. HÉR FER á eftir kafli úr þing- ræðu sem Þorvaldur Garðar Kristjánsson flutti í umræðum um e£nahagsmál á Alþingi í fyrradag. Hér þarf ekki vitnanna við. Stað- reyndimar blasa við. Hraðfrystihús- in loka hvert af öðru. Þau þola ekki lengur rekstrartapið. Eigið fé er uppurið. Ekki verður lengra gengið í skuldasöfnun. Engin úr- ræði era lengur fyrir hendi. Rekstr- arstöðvun og gjaldþrot taka við. Þetta hefir verið rás viðburðanna að undanfömu. En verra stendur til. Ef frystihúsin fá ekki rekstrar- grandvöll strax, sem gerir mögulegt að halda áfram starfseminni, blasa við almenn þrot og stöðvun í þessum undirstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar snemma á næsta ári. Sömu sögu er að segja af samkeppnisiðnaðin- um, útflutningsgreinamar era á heljarþröm. Ahrifin segja til sín. Dauðans hönd læsir sig um allt atvinnulíf landsmanna. Atvinnu- leysisvofan er komin á kreik. En hver eru þá viðbrögð stjóm- valda við þessum ótíðindum? Þau era nokkuð óljós og jafnvel illskilj- anleg, ef um lífsmark er þá að ræða. Hvílíkt látæði á hættunnar stund. Helst er í frásögur færandi að ríkisstjómin og hver ráðherra um sig keppist við að lýsa yfir við hvert hugsanlegt tækifæri að eitt sé víst, að eitt sé nauðsynlegt, ekki komi til mála að leiðrétta gengið. Eftir því sem augljósara verður að gengislækkun er óhjákvæmileg þegar í stað era þeir staðráðnir í því, að til þess megi ekki koma. Kenning ríkisstjómarinnar er sú að atvinnureksturinn, sjávarútveg- urinn, þoli ekki að gengið sé leið- rétt. Sjávarútvegurinn hafí þurft að steypa sér í svo miklar erlendar skuldir vegna rekstrartaps að ekki sé hægt að létta rekstrartapinu af með gengislækkun því að þá bætist enn við hina erlendu skuldabyrði. Gerist nú málið vandasamt þegar það á að vera skárri kosturinn að sitja uppi með orsök vandans frem- ur en fjarlægja hana. Má þessu helst likja við dauðvona sjúkling. Vitað er um orsök veikinnar. Sjúk- dómseinkennin era greinileg. Eina leiðin er uppskurður. En sjúklingur- inn er svo langt leiddur að honum er ekki treyst til að ganga undir aðgerð. Hans bíður því aðeins að deyja drottni sínum. En sannleikurinn lætur ekki að sér hæða. Gengislækkun eykur ekki erlendu skuldimar, aðeins þarf fleiri íslenskar krónur til að greiða skuld- imar og gengislækkunin fær fyrir- tækjunum rekstrargrandvöll og þar með fleiri krónur og möguleika til að standa undir skuldabyrðinni. Þannig verður bjargað þeim fyrir- tækjum sem er við bjargandi. Svo einfalt er málið, ef menn vilja skilja það. Gengislækkun - kjaraskerðing En hinu er ekki að neita að bögg- ull fylgir skammrifi. Það stoðar ekki gengislækkun og halda jafn- framt áfram að eyða meira en aflað er. Þá sækir strax í sama horfíð. Þess vegna verður ekki komist hjá kjaraskerðingu. En kjaraskerðing skelfír og það er vonlegt, einkum fyrir þá sem lökust hafa kjörin, og það er skiljanlegt. Það verður ekki gengið framhjá því að öllu varðar að fólk fínni að byrðum sé réttlát- lega skipt. Þess vegna þarf að veija þá sem verst era settir og til þess era leiðir. Það er ekki nægilegt að draga úr einkaneyslunni þar sem því verður komið við. Það er um- fram allt þörf að draga úr samneysl- unni. Til þess er aðeins ein leið og hún er niðurfærsluleiðin, draga úr útgjöldum ríkissjóðs. Samdráttur í ríkisútgjöldum dregur úr þörfínni á skattlsgningu og skapar jafnframt möguleikann til að lækka neyslu- skatta til að vega á móti áhrifum gengislækkunar sem nauðsyn kref- ur vegna þeirra sem búa við lökust kjörin. Þannig má lækka söluskatt til að mæta verðhækkunum, sem annars myndu óhjákvæmilega fylgja gengislækkun og leiða af sér launahækkanir. Eitt er nauðsynlegt. Við 1. um- ræðu fjárlaga gaf ég fjármálaráð- herra það hollræði að gefa sér tíma til að fást við vandamálið. Ég benti á vinnubrögð Viðreisnarstjómar- innar þegar hún kom til og ijárlög ársins 1960 vora ekki afgreidd á Alþingi fyrr en komið var nokkuð fram á það ár. Ég heyrði ekki bet- ur en þriðji þingmaður Vesturlands væri hér í umræðunni á sömu skoð- un, að vanda þyrfti betur til fjár- lagagerðarinnar með því að gefa sér betri tíma. Fjármálaráðherra skellti skolla- eyram við þessum ráðum. Hann meinti ekkert með hástemmdum yfirlýsingum um að nú skyldi brotið í blað og horfíð frá útþenslu ríkisút- gjalda. Það var aðeins fjölmiðlafár, ætlað til að skýla ráðleysisfálmi því sem framvarpið ber með sér, aðferð til að stinga höfðinu í sandinn, flótti frá veraleikanum. Fjármálaráðherra hefír aldrei haft neitt annað í huga en að koma þensluframvarpinu sínu gegnum þingið. En allt var komið undir því að nú væri tekið á ríkisfjármálunum á þann veg að hægt væri að mæta vanda atvinnulífsins. En gengið er í þveröfuga átt. Þjóðarvoði Þó að ekki sé við hæfí að tala um þjóðargjaldþrot kemur nú eng- um til hugar að ofmælt sé að nefna þjóðarvoða. Vandamál getur alltaf borið að, jafnvel svo að vá sé fyrir dyram. En þá veltur allt á því að á málinu sé tekið til úrlausnar vand- anum. Ýmis dæmi koma upp í hug- ann um hin mestu vandamál sem við hefir verið að glíma á hinum ýmsu tímum. Nærtækasta dæmið að mikilvægi og eðli samanborið við í dag er efnahagsvandinn og úrlausn hans áfið 1968._ Þá hafði þjóðarbúskapur okkar íslendinga orðið fyrir meira og skyndilegra áfalli en talið var nokkra sinni fyrr á þessari öld. Verðlag útflutnings- afurða hafði lækkað mjög mikið og afli bragðist. Af þessu leiddi að verðmæti útflutningsframleiðslunn- ar hafði minnkað um allt að 45% milli áranna 1966 og 1968. þjóðar- tekjur á mann vora árið 1968 um 15% lægri en árinu 1966. Greiðslu- halli var við útlönd og gjaldeyris- varasjóðurinn genginn til þurrðar. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Atvinnuöryggið var í beinni hættu og atvinnuleysisvofan farin að bæra á sér. Sjá menn ekki einhverja líkingu milli vandamálsins 1968 og þess vanda sem okkur er nú á höndum? Og það var þá, eins og nú, að mestu varðar að mönnum fallist ekki hend- ur á hættunnar stund. Og það skeði ekki 1968. Þá var brugðist við vand- anum með 35% gengislækkun. Þannig var lagður nauðsynlegur grandvöllur að alhliða uppbyggingu atvinnulífsins og sköpuð skilyrði til hallaleysis í greiðsluviðskiptum við útlönd. Þannig var haldið á málum, að vöm var snúið upp í sókn til þjóðarheilla. Þarf frekar vitnanna við? StjómvÖld þurfa nú, eins og 1968, að láta hendur standa fram úr ermum. En það er ekki gert. Samt þolir það enga bið. Það verð- ur að gera nú þegar. Það verður að gera það eina sem völ er á, eins og nú er komið. Það verður að leið- rétta gengið strax. Jafnframt má ekki afgreiða fjárlög strax. Það verður að gefa sér tíma fram á næsta ár til að endurskoða fjárlaga- framvarpið með það fyrir augum að gera gengislækkún færaleið og raunhæfa til að skapa atvinnulífínu rekstrargrandvöll. Þetta er þymum stráð leið, á því leikur enginn vafí. Það er ekki góðra kosta völ. En þetta er fær leið, og raunar eina færa leiðin að mínu viti. Ekki verður komist hjá að þjóðin taki á sig í bili réttlátlega skiptar byrðar. En bót er í máli að það skilar árangri í bættum hag til frambúðar. Og raunar er það skil- yrði þess að fólk uni því. En mikið er í húfí, atvinnuöryggi landsmanna SÍGILDUR SAFNGRIPUR JÓLASKEIÐIN 1988 I 40 ár höfum við smíðað hinar sígildu og vinsælu jólaskeiðar. Með árunum hafa þær orðið safngripir og aukið verðgildi sitt. Nú er jólaskeiðin 1988 komin. Hún er fagurlega skreytt með mynd af Viðey á skaftinu, en gyllt á skeiðarblaði. GUÐLAUGUR A. MAGNÚSSON LAUGAVEGI 22a S. 15272 og fjárhagslegt sjálfstæði þjóðar- innar. Hræddir menn á ferð En hvað dvelur Orminn langa? Hvers vegna aðhefst ríkisstjómin ekkert nema þá helst til hins verra? Það ætti ekki naumast vera vegna fáfræði. Og ekki verður þeim frýjað vits. Ég gæti helst látið mér til hugar koma að skýringin væri hræðsla. En ef svo væri er það ekkert spaug. Einn af helstu stjóm- málajöfram þessarar aldar sagði eitt sinn, að hættulegasti veikleiki stjómmálamanns væri hræðsla. Það er sama hvað maðurinn er gáfaður, hvað hann er menntaður og hvað hann hefír mikla reynslu, ef hann er hræddur er dómgreindin ekki í lagi og hann getur alltaf verið að gera vitleysur. Þetta vora ummæli hins merka stjómmálamanns. Og í mínum huga er það velviljaðasta skýringin á framferði ríkisstjómar- innar ef þar væra hræddir menn á ferðinni. Og við hvað gætu menn verið hugsanlega hræddir? Það kann að vera ýmislegt. Það fer nú ekki milli mála að í stjómarflokkunum öllum ríða húsum ýmsir fordómar sem era skeinuhættir skynsamlegum við- brögðum í þeim vanda, sem við er að glíma. Yfirlýsingar ráðherranna sjálfra í tíma og ótíma um gengis- málin hafa komið þeim í sjálfheldu með því að vekja upp þann draug í almenningsálitinu, sem þeir kveða ekki niður aftur. Það er og alltaf svo að þegar eitthvað skal gera má benda á annað, sem ekki ætti að vera vangert. I öllum málum þarf að taka af skarið. En ef menn era hræddir er ekkert að vita hvað þeir gera, þeir vita ef til vill ekki við hvað þeir era hræddir. Ég hefi tjáð mig um þann vanda, sem við nú stöndum frammi fyrir. Ég vil gera ráð fyrir að allir þing- menn geri sér grein fyrir alvöra málsins og ekki síst hæstvirtur for- sætisráðherra sjálfur, sem ég vil ekki ætla að hræðsla villi sýn. Við 1. umræðu um frumvarp það sem við nú fjöllum um tjáði ég mig um hinar svokölluðu efnahagsað- gerðir bráðabirgðalaganna. Ég lýsti þá skoðun minni. Ef raunveralegar efnahagsaðgerðir litu ekki dagsins ljós yrðu skammtímaaðgerðir þessa frumvarps aðeins til að teíja fyrir að málin yrðu tekin föstum tökum. Það væri ekki undankomu auðið. Við yrðum að sjá fótum okkar for- ráð í efnahagsmálum. Þar við lægi fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Eg lagði áherslu á að ráðstafanir, sem þetta frumvarp gerði ráð fyrir, gætu aldrei gert annað og meira en að skapa eitthvert svigrúm til undirbúnings efnahagsaðgerða til að treysta rekstrargrandvöll út- flutningsgreina atvinnulífsins. Allt væri komið undir framhaldinu. Þetta var sagt fyrir nær tveim mánuðum hér á þessum stað. Og nú vitum við hvað framhaldið hefir verið eða raunar að framhaldið vantar. Gengislækkun strax Það er með tilliti til þeirrar vitn- eskju sem ég legg nú áherslu á nauðsyn gengislækkunar nú strax til að treysta rekstrargrandvöll út- flutningsgreina atvinnulífsins og frestað verði afgreiðslu íjárlaga- framvarpsins fram á næsta ár svo að komið verði við endurskoðun þess í þeim tilgangi að gengislækk- un geti orðið fær leið og raunhæf við úrlausn þess efnahagsvanda, sem nú er við að glíma. Nú er vá fyrir dyram. Röng geng- isstefna hefír ekki einungis komið frystihúsunum á vonarvöl heldur einnig iðnaðinum, útflutningsgrein- unum öllum, efnahagslífínu í heild. Afleiðingamar blasa við í geigvæn- legum greiðsluhalla við útlönd, er- lendri skuldasöfnun og byggðarösk- un. Atvinnuöryggi landsmanna er brostið og atvinnuleysisvofan farin að sýna sig. Enginn hefir lýst þessu ástandi með sterkari orðum en einmitt for- sætisráðherra. Þjóðargjaldþrot er stórt orð og raunar of stórt. Orða- leikjum verður nú að linna. Athafna erþörf. Þjóðarheill krefst aðgerða. Hæstvirtur forsætisráðherra. Það er tími kominn til að taka af skarið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.